Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 C 3 Geisladiskur með tónlist fyrir alla FYRIR skemmstu sendu Pétur Jónasson, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau frá sér geisla- diskinn Serenade, sem á er frönsk og spænsk tónlist fyrir gítar og flautur, meðal annars eftir Maurice Ravel, Manuel De Falla, Eric Satie, Joaquin Rodrigo og Gabriel Fauré, aukinheldur sem Martial Nardeau á eitt verk. Disk- urinn er afrakstur samstarfs þeirra undanfarin ár, en þau hafa haldið tónleika víða um land fyrir skólaböm frá því haustið 1993 undir heitinu Tónlist fyrir alla. Pétur, Guðrún og Martial segja að útgáfan eigi sér iangan aðdrag- anda, þriggja ára starf í skólum landsins, „frá því Jónas Ingimund- arson bjó til þessa grúppu", segir Guðrún. „Hann vildi hafa gitar og flautur, létt og nett hljóðfæri, til þess að við værum færanlegri og á endanum varð þessi hugmynd að disknum," segir hún, en þetta framtak Jónasar kallaðist Tónlist fyrir alla. „Við byrjuðum í Kópa- voginum," segir Pétur, „og svo höfum við verið að spila í þessu verkefni um allt land, erum í öllum skólum í Reykjavík núna undir heitinu listkynningar í grunnskól- um.“ „Við erum eiginlega orðin einskonar bamahljómsveit,“ skýt- ur Guðrún inní og hlær við, „og börnin spyrja oft hvað hljómsveitin heiti.“ „Jónas kveikti í okkur,“ heldur hún svo áfram. Hann er landvinn- ingamaður í tónlistarmálum og nú emm við með trúboðsneistann. Því miður er það ekki tryggt í dag að böm fái upplifað lifandi tónlist og kannski hef- ur það aldrei verið nægilega tryggt, en það er lágmarks- þjónusta fyrir böm- in, að gera þau að tónlistarvinum.“ Þau segja að efnisskrá in sé fjölbreytt og hvað þau spili á hverjum tónleikum fari að mestu eftir aldri áheyrendanna, þau spili allt frá Bach í Bleika pardus- Á geisladisknum Ser- enade má fínna franska og spænska tónlist fyrir flautur og gítara. Flytjendurnir sögðu Ama Matthías- syni að diskurinn væri afrakstur þriggja ára samstarfs. inn. „Börnin æfa fyrir komu okk- ar,“ segir Guðrún, „og syngja með okkur eða spila og við stefnum lengra í þá átt í framtíðinni. Við erum rétt að byija með þetta hér á landi og það á eftir að þróa það áfram.“ „Það er alls ekki gefið að þau séu endilega hrifnust af þessu létt- asta,“ skýtur Pétur inní. „Þau em til að mynda afskaplega hrifin af Bach, en því verður ekki neitað að Bleiki pardusinn klikkar ekki í lokin. Það sem skiptir máli er að kynna tónlistina rétt fyrir þeim og þá em þau tilbúin til að læra og njóta." „Það verður að byija að gefa í smáskömmtum," segir Guðrún, „en menntaskólakrakkar geta hlustað eins og fullorðið fólk,“ bætir Martial við, „og líka efstu bekkir í grannskóla." „Það má ekki troða þessu í böm- in,“ segir Pétur, „við erum ekki í of hátíðlegum steilingum og reynum að hafa þetta skemmtilegt, að börnin geta skemmt sér og ■fVíjarlof n m leið.“ „Við höfum líka tekið eftir því,“ bætir Martial við, „að ef okkur tekst vel upp með kynning- una um daginn, þá koma börnin á tónleikana um kvöldið og taka foreldrana með.“ Þau segjast hafa valið á diskinn að nokkm í samræmi við þessa efnisskrá sína, en reynt að ná heildarsvip á hann líka. „Diskurinn er sjálfstæð útgáfa,“ segir Guð- rún, „þó á honum megi finna verk sem við höfum leikið á ferðum okkar um landið. Þetta er bara eins og hver annar klassískur disk- ur, og mjög aðgengilegur sem slík- ur. Martial segir að tilgangurinn með útgáfunni sé að láta vita af sér, „að leyfa þeim sem ekki kom- ast á tónleika okkar að heyra hvað við erum að gera.“ „í kringum svona tónleikavinnu skapast ein- hver orka sem gaman er að reyna að handsama," bætir Guðrún við. „Þetta er áþekkt því að taka mynd af einhveiju augnabliki, og svo lærir maður mjög mikið á því að taka upp disk.“ „Okkur langar til að gera svo marga diska til viðbótar," segir Martial, „með nútímatónlist og ís- lenskri tónlist." og Pétur tekur í sama streng, „Tónlistin er svo oft bara konsert og svo búið.“ Þau segjast hafa fengið styrk frá hljómdiskasjóði íslenskra tón- listarmanna, FÍT, og það hafi ver- ið mikil hjálp. Þau segja að þau hafi mikið að gera sem endranær. Ótal verkefni heima og erlendis em framundan. Nú eru þau í tveimur verkefnum, annars vegar í Reykjavík, Pétur og Guðrún em í því, spila fjórum sinnum á dag og ljúka verkefninu í desember. Hitt er úti á landi, Vestfírðir eru næstir, en þáu luku ferð um Vesturland fyrir skemmstu. „Það er búið að kveikja elda,“ segir Guðrún, „og byija á mjög merkilegu starfí og nú er bara að vona að það fái að lifa.“ ÚR uppfærslu Savonlinna-óperunnar á Macbeth. Operuveisla í Savonlinna OPERUUNNENDUR sem áhuga hafa á því að sækja ópemsýningar í sumarleyfínu, ættu að íhuga mögu- leikann á því að fara á ópem- hátíðina í Sa- vonlinna í Finn- landi sem haldin verður í júlí á næsta ári. Flutt- ar verða sex óperur auk tón- leika af ýmsu tagi. Og ekki spillir óperusvið- ið fyrir, sem er í Olavinlinna-kastala úti á lítilli eyju við Savonlinna. Óperumar sem fluttar verða eru Tannháuser og Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner, en á meðal söngvara í síðarnefndu sýn- ingunni er Elisabeth Meyer-Topsoe. Báðar óperurnar verða fluttar á þýsku. Þá verður flutt ópera Finnans Aulis Sallinens, Höllin; Macbeth eft- ir Giuseppe Verdi, sem flutt verður á ítölsku; Öskubuska eftir Gioacc- hino Rossini, sem flutt verður á ít- ölsku og Mazeppa eftir Pjotr Tsja- ikovskíj, sem flutt verður á rúss- nesku. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Valerij Gergíjev, sem starfar hjá ópemnni í Kírov. Flestir þekkt- ustu óperusöngvarar Finna koma fram á sýningunum í Savonlinna. Ennfremur verður fjölbreytt tón- leikadagskrá í Savonlinna í júlí og ágúst. Á meðal þeirra sem fram koma em Olli Mustonen sem leikur Diabelli-tilbrigði eftir Beethoven, Olof Bar sem syngur ljóð m.a. eftir Schubert og hljómsveit, kór og ein- söngvarar Marinskíj-leikhússins, sem flytja rússnesk verk. Óperuhátíðin hefst 6. júlí og stendur til 3. ágúst. Olavlinna- kastalinn Góðir dómar um Kristján í Chicago Islensk rödd nær toppi sínum TENÓRSÖNGVARINN Kristján Jóhannsson fær frábæra dóma fyrir frammistöðu sína í óperunni Andrea Chenier í bandariska blaðinu The Daily Herald fyrir skömmu. Segir gagnrýnandinn Kristján hafa hlotið rödd í vöggugjöf sem flestir aðrir tenórar myndu láta lífið fyrir, hún hafi fyllingu og sé þróttmikil, og að Kristján þurfi aldrei að streitast við að ná hæstu tónunum. í sama blaði birtist nokkuð ítarlegt viðtal við Kristján í tilefni frammistöðu hans. í dómnum hefst umsögnin um Kristján á því að spurt er hver gæti mögulega staðið sig betur i hlutverki aðalpersónunnar Andrea Chenier en Kristján Jó- hannsson. „Jóliannsson á jafn auð- velt með að koma til skila blíðleg- um augnablikum ástardúettsins i lokin (Vicino a te) og tilfinninga- þrunginni fullyrðingu um sakleysi sitt í þriðja þætti (Si, fuio sold- ato).“ Segir gagnrýnandinn hinn frábæra söng tenórsins minna menn á dýrðartíma lýrísku óper- unnar í Chicago, á þá tíma er hún var kölluð „La Scala vestursins“. Aðrir söngvarar í sýningunni, þeirra á meðal Rússinn Sergei Leiferkus og sópransöngkonan Norma Fantini, fá einnig góða dóma í Daily Herald. „Minn tími kominn" „íslcnsk rödd nær toppi sínum“ segir í fyrirsögn viðtals við Krist- ján í sama blaði. Þar segir að Kristján eigi fuilt erindi í hóp „stóru nafnanna". Rödd hans sé þeirrar tegundar sem hrífi óperu- unnendur helst, hún nái að fylla upp í stóran sal en ráði jafnframt vel yfir fínlegum pianissimo Rödd hans sé svokölluð spinto. Sjálfur mótmælir Kristján þessu harðlega, segist vera lýrískur hefju- tenór. Hann ráði vel við að syngja ofurlágt en þurfi oftar en ekki að halda aftur af sér þegar hann syngi stóru ítölsku tenór- hlutverkin, hlutverk á borð við Gustavo í Grímudansleik og Radames í Aidu. Og hann ætlar að leggja til atlögu við Óþelló á næsta ári, það hlut- verk óperubókmenntanna sem te- nórsöngvarar óttast einna mest. „Nú er minn tími kominn. Ég tel að söngvarar nái hápunkti ferils síns á aldrinum 40-55,“ segir Krist- ján. í viðtalinu leggur Kristján áherslu á að ungir söngvarar leggi ekki of snemma til atlögu við erfið hlutverk, því hætta sé þá á að þeir brenni hreinlega upp. Andrea Chenier sé eitt þeirra. „Það er mikill þrýstingur á mann [unga hetjutenóra]. Manni eru boðnir peningar og fjölmörg tækifæri og er hrósað ákaft, því þau [óperuhúsin] þurfa á manni að halda. Þetta er hætta sem menn verða að gera sér grein fyrir.“ Uppruni Kristjáns kemur einn- ig við sögu, svo og íslenskt tónlist- arlíf. „Við eigum mjög góða tón- listarskóla á Islandi en óperuhefð- in er engin. Við settum á svið fyrstu óperuna í sögu landsins árið 1951, trúir þú þvi? Saga óperuflutnings í landinu er því aðeins 40 ára.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.