Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 6
6 C LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sögustund í Kaffileikhús- inu fyrir börn o g unglinga EFNT verður til sögustundar fyr- ir börn og unglinga í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, sunnudaginn 3. desember kl. 14. Þar verða kynntar bækur fyr- ir börn og unglinga sem gefnar eru út nú fyrir jólin. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru verð- launahöfundarnir Guðrún Helga- dóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðrún H. Eiríksdóttir, Herdís Egilsdóttir, Kristín Steinsdóttir , og Þórey Friðbjörnsdóttir. Að- gangur er ókeyppis og öllum heimill. Á sunnudaginn les Guðrún Helgadóttir úr nýrri bók sinni, Ekkert að þakka! Guðrún les einn- ig úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna, en hún hefur nú verið endurútgef- in. Þórey Friðbjörnsdóttir les úr bók sinni Eplasneplar, Herdís Egilsdóttir les úr bókinni Veisla í barnavagninum, Guðrún H. Ei- ríksdóttir les úr bók sinni Rön- dóttir spóar fljúga aftur!, Kristín Steinsdóttir les úr bók sinni Abrakadabra! og Elías Snæland Jónsson úr unglingabókinni Krókódílar gráta ekki. ♦ ♦ ♦----- Nýir geisladiskar • ÚT er kominn geisladiskur með píanóleik Jónasar Ingimundar- sonar. Um viðfangsefni hans segir Halldór Hansen í meðfylgjandi texta m.a.: „Á þessum geisladiski Jónasar Ingimundar- sonar er að finna safn af píanólögum, sem kalla mætti „Lög sem mér finnst ég þekkja“ þar eð flest lag- anna eru því marki brennd að eiga beinan og milliliðalausan aðgang að hug og hjarta áheyr- andans á sama hátt og lög, sem v allir þekkja" og síðar segir Hall- dór Hansen: „Á tónleikum munu flest af þessum lögum og önnur svipaðs eðlis oftast heyrast sem aukalög. Hvert og eitt þeirra stendur þar með undir sér sem sjálfstæð eining án frekari tengsla við hin. Það sem heldur þeim saman er að þau falla öll ljúft að eyra.“ Á plötunni er að finna mörg ólík verk eftir sautján höfunda. Upptakan fór fram í Listasafni Kópavogs undir stjórn Halldórs Víkingssonar. Plata þessi hlaut nafnið „Við slaghörpuna" en Jón- as stendur fyrir tónleikum í Lista- - safni Kópavogs með sama heiti. Útgefandi erFermata, en Japis sér um dreifmgu. Jðnas Ingimundarson EIN ljósmyndanna á sýningunni. Hafdís sýnir í London NÚ stendur yfir sýning á Ijós- myndum og listaverkum eftir Hafdísi Bennett í Synergy Gall- ery, London. Komu um 250 manns á opnunardaginn. Á sýningunni eru 26 ljósmynd- ir, flestar teknar síðastliðið sum- ar í ferð um öræfín í kring um Mýrdalsjökul, Tindfjallajökul og Torfajökul. Auk þess eru til sýn- is höggmyndir eftir Hafdísi, bæði höggnar úr steini og steyptar í brons. Ef einhverjir Islendingar eru á ferð í London og óska eftir að sjá sýninguna er hún á 272 Ful- ham Road, SW3, og er opin frá kl. 11-12.30 og 2-5 alla daga. - Lúðrasveitin Svanur 65 ára af- mælistón- leikar AFMÆLISTÓNLEIKARNIR eru jafnframt árlegir aðventu- tónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 3. desmber kl. 17. „Efnisskrá þessa tónleika lit- ast af komandi hátíð, en þó eru létt verk í bland," segir í kynn- ingu. Flutt verða verk eftir tón- skáldin Karl 0. Runólfsson og Árna Bjömsson, sem lést síðastliðið sumar. Meðal ann- arra verka má' nefna Forget me not eftir A. Bruckner, 0 dearest Lord eftir J.S. Bach, Scherzo eftir M. Boekel og Alle- gro and Intermezzo eftir C.T. Smith. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Haraldur Ámi Har- aldsson. Aðgangur er 600 kr. og frítt fyrir böm 12 ára og yngri. Tónskóli Sig- ursveins heldur tón- leika TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tónleika í dag og á morgun sem hér segir; í dag verða tónleikar strengja- sveita í Seltjarnarneskirkju kl. 16. Fram koma þrjár strengjasveitir sem flytja fjölbreytta efnisskrá. Á morgun verða tónleikar Breið- holtsdeildar í sal skólans að Hraun- bergi 2 kl. 14 og tónleikar Árbæjar- deildar í Árbæjarkirkju kl. 17. Hermóður og Háðvör Fimmþúsundasti gesturinn leystur út með gjöfum HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Hermóður og Háðvör fmmsýndi Himnaríki eftir Áma Ibsen um miðjan september síðastliðinn. Í dag, laugardag, em tímamót hjá leikhúsinu, því þá mun fimmþús- undasti áhorfandinn koma á sýn- inguna. Þessi sérstaki gestur númer 5.000 verður leystur út með gjöfum í lok sýningarinnar. Nú fer sýningum fækkandi fyr- ir jói og síðasta sýning fyrir hátíð- ina verður laugardgskvöldið 9. desember. Þráðurinn verður síðan tekinn upp að nýju milli jóla og nýárs, en þá verða tvær sýningar, 29. og 30. desember. Nýjar bækur Sárfættur signrveg’ari BJÖRG Gísladóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Sigurvegarinn sárfætti. Þetta er fyrsta ljóðabók Bjargar, en hún vakti athygli fyrir leikþáttinn Þá mun enginn skuggi vera til, sem hún samdi ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og fjallar um sifjaspell og afleið- ingar þess. Sigurvegarinn sár- fætti skiptist í þijá kafla sem nefnast Fjötrar, Fangelsi kuldans og Sláttur á fiðlustreng. í kynningu segir Soff- ía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur: „í þessari bók em ljóð sem sprottin em upp úr reynslu Bjargar af kynferðisaf- brotamálum, bæði úr reynslu hennar sjálfrar sem þolanda og úr starfi hennar hjá Stígamótum. Björg yrkir af innsæi og hugrekki um þetta málefni sem lengst af hefur verið þaggað niður í okkar samfé- lagi. En í bókinni era önnur ljóð: Ljóð um lífið, ástina og feg- urðina, ljóð um allar hliðar þess að vera manneskja." Sigurvegarinn sár- fætti er 47 bls. og unnin í Stensli hf. Bókin fæst í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, Eymunds- son, Austurstræti og hjá höfundi. Björg Gísladóttir Ljóðafrum- varp / . FRUMVARP til ljóða nefnist nýút- komin ljóðabók eftir Ólöfu Jóns- dóttur. I bókinni em 47 ljóð ort á síðastliðnum tveimur árum. Nokk- ur ljóðanna hafa áður birst í Lesbók Morgunblaðs- ins. í kynning- artexta frá Lóu segir: „Nokkur órímuð ljóð frá baminu í mér til barns- ins í þér. Viltu leika þér? Með mér?“ Útgefandi er höfundur. Bókin sem er 51 blaðsíða er prentuð í Stensli. Um hönnun sá Margrét Rósa Sigurðardóttir. Kápumynd er eftir Erlu Björk Jónsdóttur. Bókin er til sölu hjá Eymundsson og Bókabúð Jónasar á Akureyri. Hún kostar 1.500 kr. Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Frá Aðal- vík ogAmeríku - Aldarminning hjónanna Ólafs Helga Hjálmars- sonar og Sigríðar Jónu Þorbergs- dóttur frá Látrum í Að- alvík. Bókin er nokkurs kon- ar sambland af þjóðfræði og ættfræði. Hún inni- heldur sögukafla af Ólafi og Sig- ríði, sem segja frá lífs- hlaupi þeirra frá sitt hvoru sjónarhorninu. Kaflinn um Ólaf er skrifaður af Kjartani T. Ólafssyni, syni hans, en kaflinn um Sigríði er skrifaður eftir hennar frásögn, en dóttir hennar, Ásta Ólafsdóttir, skráði. Einnig er í bókinni kafli sem segir frá lífi og aðstæðum fólks á Hornströndum, þar sem þau bjuggu lengst af. Bókina prýðir fjöldi mynda, nýrra og einkum þó gamalla, frá Aðalvík og frá vesturströnd Am- eríku, þar sem fjölskyldan bjó um skeið áður en hún flutti aftur norður á Hornstrandir. Afkomendur Olafs og Sigríðar gefa bókina útoger hægt að nálgast hana hjá þeim. • ÁSTIN Ijóðlistin ogönnur Ijóð eftir franska skáldið Paul Éluard, í þýðingu Sigurðar Pálssonar eru komin út. Paul Élu- ard (1895- 1952) var eitt af höfuð- skáldum Frakka á þessari öld. Hann var í fararbroddi í hreyfingu súerrealist- anna á þriðja og fjórða áratugnum, varð svo virkur kommúnisti og í seinna stríðinu urðu ljóð hans svo ástsæl meðal frönsku þjóðarinnar að hann varð að þjóðskáldi. „Ljóðmál hans var liðugt og skýrt, lítið um hátíðleg eða sjaldgæf orð, en ljóðmyndirn- ar hins vegar iðulega flóknar og óvæntar að hætti súerralista,“ segir í kynningu. Margir frægustu myndlistar- menn aldarinnar myndskreyttu bækur hans, Picasso, Chagal, Dalí og Max Ernst. Uppistaða bókarinnar kemur úr bók Éluards Ástin ljóðlistin frá 1929 og að auki eru í henni ljóða- flokkar úr öðrum bókum hans frá ýmsum tímum. Þýðandinn Sigurður Pálsson fylgir bókinni úr hlaði með ítar- legum formála um skáldið og verk þess. Útgefandi er Mál og menning. Ástin Ijóðlistin og önnur Ijóð er 113 bls., unnin íG. Ben. Eddu Prentstofu hf. Ingibjörg Eyþórs- dóttir gerði kápuna. Verð 1.680 kr. Paul Éluard Hctndverksfólk Verkmiðstöðin í Þingholtssftræti 5 auglýsir eftir leigjendum í hina nýju verkmiðstöð Reykvíkinga, Þingholtsstræti 5. Húsið er fjórar hæðir og samtals um 1.500 fm. Húsið er ætlað fólki sem hefur atvinnu af handverki. í boði eru vinnustöðvar frá 17 fm og til 60 fm að stærð og kosta allt frá kr. 500 til kr. 790 á fermeterinn. í húsinu verður sameiginleg söluaðstaða, aðgangur að markaðsráðgjafa og faglegum ráðgjafa, svo og lítið kaffihús. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og liggja umsóknareyðu- blöð frammi á skrifstofu Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar í Aðalstræti 6, 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1995. ÆFINGAR eru hafnar á nýju íslensku verki, „Konur skelfa" eftir Hlín Agnarsdóttur sem jafnframt leikstýrir verkinu. Leikritið er sett upp af Al- heimsleikhúsinu í samstarfi við Borgarleikhúsið með styrk frá Leiklistarráði. Áætluð frum- sýning er í lok janúar á litla sviði Borgarleikhússins. í kynningu segir: „Leikritið gerist að vetrarlagi inni á kvennaklósetti á íslenskum skemmtistað þegar klukkan nálgast miðnætti og dansinn dunar við undirleik gortúgal- skrar hljómsveitar. A einni klukkustund kynnast áhorf- endur ólíkum manneskjum sem Konur skelfa fara út að skemmta sér. Inni á klósettinu er heimur kvenna í sinni nöktustu mynd, fyrir framan spegilinn. Leikstjóri sýningarinnar segir að verkið sé „gamanleik- ur sem um leið er harmsaga sem fjallar um ástir, sigra og vonbrigði. Enda verður gaman- leikurinn aldrei verulega fynd- inn nema þegar í honum liggur harmsögulegur undirtónn." Leikarar í „Konur skelfa“ eru Anna E. Borg, Ásta Arnar- dóttir, Kjartan Guðjónsson, María Ellingsen, Steinunn Ól- afsdóttir og Valgerður Dan. Leikmyndahönnuður er Jón Þórisson, Áslaug Leifsdóttir fatahönnuður saumar búninga og Ogmundur Jóhannesson sér um lýsingu. Sýningarsljóri er Jón S. Þórðarson. Hljómsveitin „Skárra en ekkert" semur tón- list við verkið. Aðstoðarmaður við uppsetningu er Sigrún Gylfadóttir og framkvæmda- stjóri sýningarinnar er Þórný Jóhannsdóttir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.