Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 C 7 MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunar- ár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Ein- ars Sveinss. arkitekts til 9. des. Önnur hæð Alan Charlton sýnir út des. Gallerí Sólon Islandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Ingólfsstræti 8 Ásgerður Búadótt- ir sýnir til 22. des. Gallerí Stöðlakot Messíana Tóm- asdóttir sýnir til 16. des. Nýlistasafnið „Viðhorf" góðar steplur/slæmar konur sýna til 17. des. Gerðarsafn Ljósmyndasýn. Ragn- ars Th. Sig. til 17. des., málverk Margrétar Elíasd. og tréristur Þor- gerðar Sigurðard. Norræna húsið Sýn. „Samtímis“ til 3. des. Grafíksýn. til 3. des. í anddyri; Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 3. des. og Lína Langsokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyiidum eftir Sigutjón Ólafsson stendur í allan vetur. Gallerí Fold Katrín H. Ágústsdótt- ir sýnir til 10. des. og Ásdís Sigur- jiórsdóttir sýnir í Kynningarhorni. Ásmundarsalur Tumi Magnússon sýnir til 10. des. Mokka Finnbogi Pétursson sýnir til 8. des. Gallerí Úmbra Iréne Jensen sýnir til 6. des. Gallerí Birgir Hannes Lárusson sýnir til 15. des. Listhúsið, Laugardal Eva Ben- jamínsdóttir sýnir til áramóta og Garðar Jökulsson sýnir til 3. des. Myndás Ljósm.sýn. Kristjáns Logas. til 15. des.___________________________ TONLIST Laugardagur 2. desember Eaken-tríóið í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 20.30. Menntaskól- inn Laugarvatni og Sjölbraut í Breiðholti halda sameiginlega að- ventutónleika í Skálholtskirkju kl. 16. Karlakór Reykjavíkur og drengjakór Laugarneskirkju í Hall- grímskirkju kl. 17. Sunnudagur 3. desember Karlakór Reykjavíkur og drengja- kór Laugarneskirkju í Hallgríms- kirkju kl. 17. Aðventutónleikar Lúðrasveitarinnar Svans í Lang- holtskirkju kl. 17. Mánudagur 4. desember Gunnar Kvaran og Jónas Ingi- mundarson í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. Þriðjudagur 5. desember Kammertónleikar í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 20.30. Laugardagur 9. desember Fílharmónían i Kristskirkju kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 2. des., fös., lau. Taktu lagið, Lóa lau. 2. des., mið., fös., lau. Sannur karlmaður sun. 3. des. Kardemommubærinn lau. 2. des., sun., lau. Glerbrot sun. 3. des., fím. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 2. des., sun., lau. Tvískinnungsóperan lau. 2. des. Hvað dreymdi þig, Valenh'na? lau. 2. des. BarPar lau. 2. des., fós., lau. Hádegisleikhús lau. 2. des á Leyni- bamum. Ijoftkastalinn Rocky Horror lau. 2. des., þri. Hafnaríjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himna- ríki, lau. 2. des., lau. Islcnska óperan Carmina Burana lau. 2. des. Kaffileikhúsið Sápa þtjú og hálft lau. 9. des. Kennslustundin lau. 2. des., fös. Lögin úr leikhúsinu mið. 6. des. Stand-up fim. 7. des. Leikbrúðuland Jólasveinar einn og átta, sun. 3. des. kl. 15 að Fríkirlquvegi 11. Furðuleikhúsið Bétveir sun. 3. des. KVIKMYNDIR MlR „Tundurskeytaflugsveitin“ sun, kl. 16.____________ ________________ LISTAKLÚBBUR Lcikhúskjallurinn Ljóðalestur - Ijóðasöngur mán. kl. 21. Söngvarinn Einar Kristjánsson TONLIST Illjómdiskar Ó, LEYF MÉR ÞIG AÐ LEIÐA ... Upptökur úr safni Ríkisútvarpsins. Umsjón og samsetning hljóðs: Þor- steinn Hannesson. Tæknideild RÚV, tæknimaður: Þórir Steingrímsson. Umsjón með útgáfu: Vala Krisljáns- son. Framleiðsla: Sony DADC Austr- ia. Dreifing: Japis. Útgefandi: Smekkleysa S.m. hf. Smekkleysa S.m. hf. RÚV SM 59CD (2). GREIND, fágun, stílöryggi og víð þekking eru meðal orða sem koma upp í hugann, þegar hlustað er á söng Einars Kristjánssonar. Raddfegurð (ekki síður á lágum nótum), innileiki og óvenju vandað- ur textaframburður (ekki síður á þýskunni)... og svona mætti halda áfram! Ef einhver skyldi efast um þetta eða telja ofmælt mætti benda þeim sama á að kynna sér feril Einars Kristjánssonar á árun- um 1932-53, árið sem hann vann sinn stærsta sigur í Kaupmanna- höfn í óperunni Albert Herring eftir Benjamin Britten („Ætli yfirleitt sé til nokkur annar óperusöngvari nokkurs staðar sem veldur þessu hlutverki eins vel og Einar Kristjáns- son?“). Tveimur árum síðar var önnur ópera Brittens, The Rape of Lucretia, sviðsett í Konunglega... („Hver mundi geta tekið við hlutverki sögumanns af Peter Pears eða Aksel Schiötz og leyst það betur af hendi en Ein- ar Kristjánsson?“). Einar Kristjánsson var ákaflega fjölhæfur söngvari, jafnvígur á óperusöng í hverskonar stíl, óratór- íur og ljóðasöng, enda allstaðar virtur og dáður. Hann starfaði einna mest við þýsk óperuhús, en í Þýskalandi, Austur- ríki og víðar kom hann einnig fram sem fág- aður ljóðasöngvari. Allt of langt mál yrði að tíunda söng Einars og tónleikahald yfir- leitt, í óperum og tón- leikasölum, hvort sem það var Vínaróperan eða Musikverein (einn þekktasti tónleikasal- ur heims) eða Ham- borgaróperan eða Dresdenaróperan eða Ríkisóperan í Stuttg- art — eða Beethoven- salur í Berlín eða Kon- unglega leikhúsið í Khöfn, eða Konunglega óperan og Konserthuset í Stokkhólmi. Einar var án efa einn af fremstu og mest metnu söngvurum í Þýska- landi um og fyrir síðari heimsstyrj- öidina. Sjálfa Vetrarferðina söng Einar fyrst í Hamborg (1945), og um þann flutning voru höfð mörg orð og stór. 1946 efndi hann til þrennra einsöngstónleika í Rvík, sönglaga- tónleika, óperukvölds - og vetrar- ferðin (á vegum Kammermúsik- klúbbsins). Baldur Andrésson skrifaði m.a.: „Að mínum dómi hefur Einar aldrei unnið meiri sig- ur hér í Reykjavík en með túlkun sinni á þessum lögum..." Sár- grætilegt til þess að hugsa að ekki varð úr hljóðritun á þessum óvið- jafnanlega söngvaflokki, og raunar óskiljanlegt. - „Einar hafði fyrstur íslenskra söngvara, að öðrum alveg ólöstuðum, tileinkað sér til fulls hina öguðu list ljóðasöngsins eins- og hún verður hreinust og tærust,“ svo vitnað sé til ágætrar greinar Jóns Þórarinssonar í bæklingi. Á þessum tveimur hljómdiskum er að finna íslensk og erlend söng- lög og smáatriði úr óperum og sýn- ishorn af óratóríusöng - í vægast sagt misjöfnum upptökum, en auð- vitað margt látið fljóta með, þrátt fyrir augljósa tæknigalla, vegna minjagildis. Oddur Björnsson Einar Kristjánsson EIN myndanna á sýningunni. Yfirlitssýning á myndlistar- verkum í eigu Garðabæjar í TILEFNI20 ára kaupstaðarrétt- inda Garðabæjar 1. janúar 1996 verður opnuð yfirlitssýning á myndlistarverkum í eigu bæj- arins. Um er að ræða myndir sem Garðabær hefur eignast í gegnum tíðina og hanga uppi í ýmsum stofnunum bæjarins. í kynningu segir: „Á þessum tímamótum þyk- ir vel við hæfi að koma eins mörg- um verkum fyrir á einuin stað og hægt er og leyfa Garðbæing- um sem og öðrum listunnendum að njóta verkanna við góðar að- stæður. Menningarmálanefnd Garðabæjar hefur fengið Einar Hákonarson listmálara til liðs við sig sem listfræðilegan ráðunaut við val og röðun myndanna á sýn- ingunni.“ Hátt á annað hundrað verka eru í eigu bæjarins og eru lista- menn m.a.: Alda Ármanna Sveinsdóttir, Árni Elvar, Edda Jónsdóttir, Eva Benediktsdóttir, Garðar Jökulsson, Gísli Sigurðs- son, Haukur Clausen, Haukur Dór, Hringur Jóhannesson, Ingi- björg Styrgerður, Jóhann G. Jó- TONLIST T ó n 1 c i k a s a I F í II KAMMERTÓNLEIKAR Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorra- son fluttu franska, ítalska og þýska barokktónlist. Þriðjudagurinn 28. nóvember, 1995. FÉLAG íslenskra tónlistar- manna, FÍH, hefur haft það á stefnuskrá sinni að gefa félögum sínum kost á að halda tónleika í sal félagsins, í Rauðagerði 27, og voru þessir kammertónleikar liður í tónleikaröð, er FIH hyggst standa fyrir sérstaklega. Á efnisskránni voru nær eingöngu tónverk frá 17. og 18. öld er flest teljast til fyrri hluta barokk tímabilsins, bæði hvað varðar tónstíl og notkun hljóðfæra. Tónleikarnir hófust á sjöttu svítunni, eftir Boismortier, fallegu verki, leikið á blokkflautu, teorbo og viola da gamba. Þessi hljóðfæraskipan var á þessum tíma að víkja fyrir nýrri hljóðfærum en Boismortier (1689-1755) var sam- tíða Bach. Marin Marais átti næsta verk, sem var leikið á viola da gamba og teorbo og voru það þættir úr svítu í a-moll. Ólöf Sesselja og Snorri fluttu þetta fínlega verk hannsson, Jóhannes Geir, Leifur Breiðfjörð, Pétur Friðrik, Ragn- heiður Jónsdóttir, Snorri Arin- bjarnar, ToIIi, Þórður Hall, Þór- dís Árnadóttir o.m.fl. Auk þessa er fjöldi útilistaverka í eigu bæj- arins. Menningarmálanefnd Garða- bæjar hefur m.a. það hlutverk að hafa umsjón með menningar- sjóði Garðabæjar en úr þeim sjóði hafa m.a. hlotið starfsstyrk myndlistarmennirnir Ragnheið- ur Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir Aðgætni í hlustun mjög fallega. Sama má segja um flautu-rondó, eftir Hotteterre, sem var leikið af Camillu og Snorra. Eitt af veigameiri verkum tónleik- anna var sónata í a-moll eftir Francesco Mancini (1672-1737) frá Napólí en eftir hann liggja um 20 óperur, 6 óratoríur og fiðlusón- ötur og er þessi sónata umritun á einni slíkri, fallegt verk, sem var afburða vel leikið, sérstaklega af Camillu, enda er flautan þar í for- ustuhlutverki. Fjögur lög frá tíma endurreisnar- innar eftir Vincenzo Fontana og Jacob Regnart, voru næst á efnis- skránni, fallegar útfærslur á kór- lögum, sem voru fluttar af innileik. Snorri lék tvö lútuverk eftir Robert Ballard, sem nefnast Inngangur fyrir lútu og Dans þrælanna og nú tók hann fram lútuna og lék þessi verk mjög vel. Síðasta franska verk- ið var fimmta svítan í op. 1, eftir Pierre Philidor (1681-1731) en hann var sá 9. í Philidor ættinni, er stundaði tónlist, en alls voru það tólf er gátu sér gott orð sem tón- og Pétur Bjarnason. Fjármunum úr sjóðnum er einnig varið til eflingar tónlistar og leiklistar, til kynningar á bókmenntum og til annarrar menningarstarfsemi i bænum. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 2. des. kl. 15 í Sparisjóðn- um í Garðabæ, Garðatorgi 1, og verður opin til kl. 17. Sýningin verður síðan opin á opnunartíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30 til 16 alla virka daga til 19. janúar nk. skáld og hljóðfæraleikarar og störf- uðu allir í París og Versölum. Þessi svíta er með forskrift Froberger og endar á Gigue, skemmtilegt verk sem var sérlega vel flutt. Aðalverk tónleikanna var fiðlu- sónata eftir Corelli, sú íjórða í op. 5 og hér umrituð fyrir blokkflautu. og teorbo í stað fiðlu og sembals. Þetta er glæsilegt verk og var það vel flutt, með sérlega góðu jafn- vægi á milli hljóðfæra. Það þarf vart að tíunda það frekar, að Cam- illa Söderberg er frábær blokk- flautuleikari og hefur staðið fyrir flutningi á tónverkum frá snemm- barokk tímanum, ásamt Snorra Erni Snorrasyni og Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur, sem öll hafa lagt sig eftir að leika á þau hljóðfæri, sem notuð voru í Evrópu allt fram und- ir miðja 18. öldina. Á þessu sviði hafa þau unnið gott verk og haft forgöngu um frábæran flutning á annars gleymdum verkum snemm- barokk snillinganna. Þessi hljóðláta og fíngerða tónlist útheimtir sér- stakt næði og aðgætna hlustun, sem er að verða sérlega eftirsóknar- verð, sem andsvar við þrumandi tónflutningi nútímans og hefur því öðlast sérstakt gildi fyrir þá sem ástunda innhverfa íhugun og vilja koma kyrrðarskipan á hugsana- gang sinn. Menningar- kvöld í Skálafelli MYNDLISTARMAÐURINN og rithöfundurinn eijó (Einar Jón Eyþórsson) heldur sýn- ingu á nokkrum málverkum í Skálafelli Mosfellsbæ sunnu- daginn 3. desember. Jafn- framt verður kynning á nýút- komnum geisladiski Leós G. Torfasonar, „Draumsýn". Sýningin verður opnuð kl. 12 á hádegi og stendur til kl. 23.30. ■ Um kvöldið kl. 21 les eijó upp úr bókinni sinni „Ávöxtur efasemda“, nýrri skáldsögu, þeirri fyrstu sem hann sendir frá sér. > ' Asgerður í Lóuhreiðrinu OPNUÐ hefur verið sýning á vatnslitamyndum eftir Ás- gerði Kristjánsdóttur frá Bol- ungarvík í Lóuhreiðrinu við Laugaveg. Þar sýnir hún 27 upp- hleyptar vatnslitamyndir. Þetta er 6. einkasýning henn- ar auk samsýningar á Akra- nesi 1990. Ásgerður er fædd og uppal- in í Bolungarvík, þar hélt hún sína fyrstu sýningu árið 1988. Hún bjó á ísafirði í 11 ár en flutti suður árið 1989. Hún er að mestu sjálfmenntuð. Sýningin í Lóuhreiðrinu stendur út desembermánuð. Gerðarsafn Ljósmynda- sýning Ragn- ars Th. fram- lengd VEGNA mikillar aðsóknar hefur ljósmyndasýningin Norðurslóðir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, verið framlengd til 17. desember nk._ Á sýningunni eru 32 Ijós- myndir, flestar mjög stórar, eftir Ragnar Th. Sigurðsson. Tvær aðrar sýningar standa yfir í safninu; málverk Margrétar Elíasdóttur og tréristur Þorgerðar Sigurðar- dóttur. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.