Morgunblaðið - 02.12.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.12.1995, Qupperneq 8
8 C LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Óður til fom- bókmennta í blendinni sögn DANSÁ HJÓLUM BÓK franska rithöfundarins Gilles Lapouge, L’inc- endie de Copenhague eða Eldur í Kaupmannahöfn, um lærdómsmanninn og handrita- safnarann Eggert Pétursson og að- stoðarmann hans, Gunnar gamla, hefur hlotið afbragðsgóða dóma í Frakklandi. Hún var ein sextán bóka sem tilnefndar voru til hinna eftir- sóttu Goncourt-verðlauna, en hlaut þau þó ekki. Fyrir íslenskan lesanda er hún forvitnileg af því hún fjallar um íslensk efni og auk þess um svipaða sögu og Halldór Laxness gerði svo eftirminnilega skil í ís- landsklukkunni. Síðasta bók þess verks hét reyndar Eldur í Kaupin- höfn, sem óneitanlega liggur nálægt titli Lapouge. íslandsklukkan var þýdd af Regis Boyer á frönsku og kom út fyrir nokkrum árum. Ósennilegt er annað en að Lapo- uge hafí lesið þá þýðingu, þó aðrir verði að dæma um hvort bók hans liggur um of nálægt bók Laxness. Söguþráðurinn er allur annar, en það eru óneitanlega einstök atriði, sem minna á bók Laxness. Og kannski er það kveðja til hins ís- lenska skáldbróður að ein söguper- sónan heitir Lakness. Sagan í stuttu máli íslendingurinn Eggert Pétursson er ástríðufullur lærdóms- og bóka- maður líkt og Ámi Magnússon var og þá einnig Amaeus hjá Laxness. Hann er gerður út í íslandsleiðang- ur af Friðriki IV 1702, að því er virðist til að kanna stjómarfarið, en í raun til að safna handritum. Fylgd- armaður hans er hinn löglærði Dani Jörgen Bodelsen. Fljótlega kynnast þeir íslenskum náunga á Þingvöll- um, gamla Gunnari, sem hefur hug- boð um hið raunverulega áhugamál Eggerts og sýnir honum fram á að leiðsögn sín sé ómissandi. Sagan berst víða um, lengst dvelj- ast þeir á Bessastöðum innan um vergjarnt kvenfólk og ýmsar flækjur verða. Eftir fangavist og annað harðræði finnast handrit, meðal annars að Njáls sögu og Eggert fer heim með fenginn. Hann hefur Gunnar gamla með sér og fljótlega verður frú Björk óaðskiljanleg vin- kona, en reyndar kynntust þau á íslandi. í lokin kemur svo eldurinn upp, þar sem Eggert er tregur á að færa sig um set, en fær þó ein- hveiju bjargað og þá líka útsaumi frú Bjarkar. Rétt og röng íslenska í belg og biðu Fyrir íslenskan lesanda er sagan svolítið kyndug lesning. Að öllum líkindum virðist sagan íjarska ís- lensk fyrir erlenda lesendur, með skrýtnum nöfnum og lýsingum, sem allt sýnist þeim íslenskt, en íslensk- um lesenda kemur óneitanlega margt undarlega fyrir sjónir. Höf- undurinn hefur áður hlotið góða dóma fyrir sögulegar skáldsögur og hefur vísast ætlað að gæða íslenska sögu sína réttu yfirbragði. Gaman væri hins vegar að vita hvort hann reyndi í raun að hafa nöfnin rétt, eða hvort hann bjó til nöfn, sem honum þótti íslenskuleg. Sum nöfn og heiti eru nefnilega öldungis rétt, önnur alveg út í loftið. Eggert Pétursson er óneitanlega kórrétt íslenskt nafn og sama á við lagskonu hans Björk, sem er þó sennilegra nafn á samtíma söng- konu en 18. aldar íslendingi. Njáll, Gísli Súrsson og Gudbrandur Thor- láksson eru með réttum nöfnum, kommum og öllu og sama er með persónur eins og Halldór, Jón, Thor Gilsson eða staðarheiti eins og Skál- holt, Bessastadir, Langjökull og í haust kom út frönsk bók, sem Qallar um handritasafnarann Eggert Pétursson, greinilega sniðinn eftir Áma Magnússyni... og kannski Amasi Arnaeus hjá Laxness. Sigrún Davíðsdóttir segir hér frá bókinni og viðtökum hennar í Frakklandi. Thingvallavatn, þar sem allt er rétt og þ og ð útlenskað á réttan hátt. En kommumar eru útlendingum erfiðar og kannski ekki undra að höfundi verði aðeins á mistök, sbr. Hvitá, Vídalin og rimur. Verra er með orð eins og Ingólltsjall, Isa- fjarardjup, Harranson, Reinhadótt- ir, Sorrensondóttir, Kolbeinstas, Haflison, Todur (=Thordur?) og Arsson (=Arason?), sem em afbak- anir eða einhvers konar misskilning- ur íslenskra orða. En Lakness er kannski tæplega afbökun eða mis- skilningur, heldur fremur kveðja til hins eins sanna Laxness. Um réttar lýsingar á aðstæðum á þessum tíma er kannski engin ástæða til að fjölyrða, því ekki má svipta rithöfundinn skáldaleyfinu. Kráin á Þingvöllum og lýsingin á Bessastöðum er þó meira í ætt við Vestur-Evrópu á 18. öld heldur en ísland. Og bláberin em varla svo þroskuð í lok júní að þau séu einu sinni orðin súr. Lapouge, Laxness og Lapouge Til að skera úr um samhengi bóka Laxness og Lapouge þarf ná- kvæmari saman- burð en hér er gerð- ur. Söguþráður Lapo- uge spinnst í kringum handritaleitina, en æv- intýr Eggerts Péturs- sonar á íslandi em ærið frábrugðir. sögu Amaeusar. Hins vegar skjóta ýmis atriði upp kollinum, sem koma kunnug- lega fyrir sjónir. Hvort Eggert Pét- ursson hefur stóíska ró sína frá'Árna eða Arnaeusi skal ósagt látið. Hins vegar eru Pontusrímur varla til annars staðar en hjá Laxness, að ógleymdri Snæfríði, sem í bók Lapo- uge heitir Snaefrid og gegnir engan veginn sama hlutverki og hjá Lax- ness. Og hjá Lapouge er einnig tal- að um að til standi að selja Island Hamborgarkaupmönnum. Bók Lapouge er ein alls heijar lofgjörð um bókmenntir, áhrif þeirra og gildi. Hún er fallega skrifuð á orðmargri frönsku og þar bregður fyrir bæði fallegum og skemmtileg- um lýsingum á Islandi og íslending- um og mjög skáldlegum á köflum. Eggert er heillaður af íslenskum sumarnóttum og segir um þær að þær séu eins á og litinn og snjórinn og bætir við að skuggar þeirra Bod- elsens séu fjarska svartir og tindri (41). Hinn löglærði Bodelsen á erfitt með að sætta sig við lagaskilning íslendinga. „Hver einasti maður á þessu íslandi ykkar er sitt eigið yfirvald. Hver einasti maður er sín eigin stjórn, eigin lögregla, sinn eig- inn lögfræðingur." Sjálfur kann hann betur að meta konungseinveld- ið heldur en óreiðu þá sem fylgir þegar fólkið stjómar. „Þið emð enn á árinu 930, en ég er á 1702. Þessu landi herra, þessu landi ykkar er stjómað af hinum dauðu.“ (109). Síðast í bókinni lýsir Eggert fyrir frú Björk, hvemig skrifaramir skófu iðulega texta burt og skrifuðu nýja. Samt séu þeir horfnu enn í skinn- inu. Heimspekingar haldi því fram að ekkert geti glatast. Sama sé um textann. „I stað þess að vera, hefur hann verið og hver er munurinn? Hann er þama“ (392). Það eru lýs- ingar af þessu tagi, sem gera bók- ina að skemmtilegri og heillandi lesningu. Lof franskra gagnrýnenda „Bóndadurgarnir era þyrstir“ er yfirskrift ritdóms í Nouvelle Obser- vateur um bók Lapouge, sem kölluð er íslendingasaga hans. Michel Le Bris höfundur greinarinnar hrífst einkum af þeirri hugsun Lapouge undir hvaða álögum og göldram íslendingar hafi skrifað hið bók- menntalega minnismerki sitt, Ís- lendingasögumar. Og galdrarnir era áfram að verki í sögu Eggerts og baráttu hans við að ná handritun- um með bókmenntunum, sem ísland vill ekki sleppa. Ýmsir fleiri ritdómar hafa birst um bókina og hrifningin er mikil hjá hinum frönsku bókmennta- mönnum. Kannski er íslenskur les- andi of jarðbundinn íslandinu og málinu til að njóta sögufléttunnar um landið og bókmenntir þess, þeg- ar svo margt kemur honum kostu- lega fyrir sjónir... CELSTE Danderker fékk nýlega aðdá- andabréf. Það var frá manni sem var í hópi áhorfenda á sýningu þar sem Dandeker kom illa niður úr stökki og hlaut svo alvarleg meiðsl á mænu, að hún er nú lömuð upp að bringu. Bréfritara var þetta skelfilega slys enn í fersku minni og það hvarflaði ekki að honum að Dandeker væri enn að dansa. En svo sá hann nafn Dandeker í kynningu á uppfærslu CandoCo dans- hópsins. Fáir hópar hafa vakið eins mikla athygli í dansheimin- um að undanförnu og CandoCo. Átta dansarar skipa hópinn, þar af eru þrír bundnir við hjólastól. Síð- astliðin fjögur ár hefur hóp- urinn ferðast um heimaland sitt Bretland þvert og endi- langt og flutt verk eftir þekkta höfunda á borð við Siobhan Davies og Emilyn Claid auk þess sem hann hefur hlotið styrki, m.a. frá breska listaráðinu. Sannfærð um endalok í nærri því tvo áratugi eftir slysið efaðist Dandeker ekki um að dansferli hennar væri lokið. Árið 1990 var henni boðið að fara með hlutverk í 10 mínútna langri sjónvarpsmynd BBC um dansara sem slasast og end- ar í hjólastól. Þá hitti hún Adam Benjamin, dansara með ísraelskum þjóðdansa- hópi og kennara sem á óveiyu auðvelt með að ná til fólks. Það tók hann rúman mánuð að sannfæra Dande- ker um að hún ætti framtíð fyrir sér sem dansari, og segist hann, í samtali við The Sunday Times hafa beitt hana miklum þrýstingi, nán- ast þvingað hana til að horf- ast í augu við möguleika sína í kjölfar sjónvarpsmyndar- innar en hún vakti mikla athygli. Dandeker og Benjamin hófu að vinna með hópi fólks í London sem var bundið við hjólastól. Einn af þeim var Jon French, verkfræðingur sem lamaðist í bílslysi. Hann heillaðist af æfingum Beiy- amins, sagði upp í vinnunni og gekk í danshóp tvímenn- inganna. Áfram héldu þau æfingunum og fleiri bættust í hópinn, þeirra á meðal David Toole en neðri hluti líkama hans hætti að vaxa í barnæsku. Toole Iét einnig vinnu sína hjá póstinum lönd og leið en hjá CandoCo lærði hann að styrkja upphand- leggina og beita þeim til að dansa, og að því er virðist fljúga, í hjólastólnum. Árið 1992 var CandoCo- hópurinn reiðubúinn að setja á svið fyrstu sýningu sína. Fordæmin voru nær engin svo að hópurinn varð að þróa sitt eigið „tungumál“. Einn bandarískur danshópur er skipaður dönsurum í hjóla- stólum en hann leggur aðal- áherslu á hefðbundinn bal- lett. CandoCo hefur hins vegar einbeitt sér að nútíma- verkum sem þau segja að henti sér betur, þar sem það henti hveijum og einum bet- ur. Allir dansar CandoCo eru samdir með hjólastólana í huga og þeir virðast fyrir vikið þokkafullir og vel heima á sviði. Dandeker hef- ur meira að segja tekist að sannfæra marga um það að hún noti lyólastólinn aðeins sem leikmun. Á sýningu hópsins fyrir skömmu sagði einn áhorfenda: Hún er svo góð, maður gæti næstum því haldið að hún væri raun- verulega bundin við hjóla- stól. CandoCo tekur slíka yfirlýsingu sem hrós. Raunsæi og á stundum svartur húmor þykja ein- kenna hópinn en hann hefur aldrei óskað eftir því að fá sérstaka meðferð vegna hinna fötluðu meðlima. Og Dandeker vísar svokallaðri pólitískri rétthugsun á bug. „Við förum ekki á svið til að fá nokkur prik í pólitísk- um tilgangi. Hefðum við gert það, hefði getað orðið um hagsmunaárekstra að ræða auk þess sem okkur hefði varla tekist að ná til jafn- margra áhorfenda fyrir vik- ið. Ég hefði hreinlega ekki haft áhuga á því að taka þátt í slíku. Ég hef í raun lítinn áhuga á því að nefna það að einhveijir dansar- anna séu fatlaðir, segi bara að við séum átta dansarar. Og ég hlakka til þess dags þegar meira verður um þá fimm í hópnum sem ekki eru bundnir hjólastól en okkur þremenningana. Við eigum ekki að þurfa að afsaka veru okkar á sviði, það eru hæfi- leikarnir, og þeir einir, sem eiga að ráða.“ Það eina sem Dandekert sýtir er að hún skyldi ekki kynnast Beiya- min tíu árum fyrr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.