Morgunblaðið - 05.12.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.12.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA + jao rjjmiWaíi tí* c 1995 ÞRIDJUDAGUR 5. DESEMBER BLAÐ TENNIS Reuer Guðmundur sigraði á stórmóti í Ðanmörku GUÐMUNDUR E. Stephensen, íslandsmeistari I borðtennis, sigraði um helgina á sterkasta unglingamóti sem árlega er haldið í Dan- mörku. Það fór fram í Oðinsvéum og voru þar samakomnir allir bestu unglingar Dana, Svía og Norðmanna auk tveggja íslendinga, Guð- mundar og Adams Harðarsonar. Guðmundur sigraði í einliðaleik í flokki drengja 15 ára og yngri og einnig sigraði hann í tviliðaleik unglinga, 15-17 ára, ásamt Michael Maze, sterkasta borðtennismanni Dana í ungl- ingaflokki. Maze þess er annar sterkasti borð- tennismaður Evrópu í þessum aldursflokki samkvæmt styrkleikalista alþjóða borðtennis- sambandsins og telja forráðamenn Borðtennis- sambandsins það mikinn heiður fyrir Guðmund að fá að spila með honum. Þeir félagar munu að ölium líkindum leika saman í tvfliðaleik á næsta Evrópumóti unglinga næsta sumar, þar sem þeir eru taldir eiga mikla möguleika á að sigra. Þjóðirnar sem leika í EM á Spáni NÚ er yóst hvaða tólf þjóðir leika til úrslita í Evrópukeppni landsliða í handknattleik á Spáni næsta smnar. Það eru Spánverjar, Evrópu- meistarar Svía, Króatar, Slóvenar, Tékkar, Ungveijar, Júgóslavar, Frakkar, Rússar, Rúm- enar, Danir og Þjóðveijar. Dregið verður í riðla í keppninni í Sevilla 22. desember. Sigurður hafnaði nýjum samningi frá Skagamönnum SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knatt- spymu, hafnaði þriggja ára framlengingu á samningi sem Skagamenn buðu honum um helgina í kjölfar tilboðs frá sænska liðinu Orebro. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Orebro boðið 8 milljónir í Sigurð, en forráðamenn í A telja hann mun meira virði. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns í A, var ákveðið á fundi í gærkvöldi að svara til- boði sænska liðsins, en hann vildi ekki gefa upp í hveiju svarið væri fólgið. „Við erum ekki tilbúnir að sleppa besta leikmanni ís- lands, sem er enn samningsbundinn okkur. Við reynum allt sem við getum til að halda hon- um,“ sagði Gunnar. HANDKNATTLEIKUR íslendingar í forkeppni fyrir næstu EM-keppni Næsta verkefni handknattleikslandsliðsins er Lotto Cup í Noregi Bandaríkja- menn sigruðu Í31. sinn BANDARÍKJAMENN unnu Davis- bikarinn í tennis í 31. sinn á sunnu- daginn er þeir lögðu Rússa að velli í úrslitaleik í Moskvu. Það var Pete Sampras sem tryggði sigurinn í fjórða leik er hann mætti Kafelnikov og staðan þá orðin 3:1. Það var því aðeins formsatriði að ljúka fimmta leikn- um en þar tapaði Courier fyrri Chesnokov. Hinir leikirnir fóru þannig: Sampras vann Andrei Chesnokov á laugardag, Jim Co- urier tapaði fyrir Yevgeny Ka- felnikov og Sampras og Todd Martin unnu Kafelnikov og Andrei Olkhovsky í tvíliðaleik. Þetta var í annað skiptið á jafn mörgum árum sem Rússar tapa úrslitaleik á heimavelli því í fyrra tóku Svíar bikarinn. Á myndinni hér fyrir ofan fagna Bandaríkjamennirnir Pete Sampras og Andre Agassi. Íslenska landsliðið í handknattleik þarf að taka þátt í forkeppni fyrir næstu Evrópukeppni landsliða í handknattleik. í forkeppninni tryggja tíu þjóðir sér rétt til að taka þátt í undankeppninni, eins og íslenska landsliðið tók síðast þátt í — lék í riðli með Rússlandi, Rúmeníu og Póllandi. Tíu þjóðir sem leika í EM á Spáni næsta sumar sleppa við aðlaka þátt í forkeppn- inni — fara beint í riðlakeppnina, þá fara Erópumeistararnir og gest- gjafar beint í aðalkeppnina. Forkeppnin er riðlakeppni. Það eni mörg sterk lið í hópi þeirra sem koma til með að keppa um sætin tíu — liðin sem há þá baráttu eru: ísland, Pólland, Sviss, Litháen, Hvíta-Rússland, Belgía, Makedónía, Slóvakía, Tyrkland, Austurríki, Kýp- ur, Eistland, Bosnía-Herzegóvína, ísrael, Grikkland, Holland, Búlgaría, Úkraína, Lettland, Portúgal, Noreg- ur, Lúxemborg, Azerbaídsjan, Italía, Finnland og Georgía. Þess má geta að Norðmenn máttu þola tap fyrir Belgíumönnum í sínum riðli í síðustu forkeppni, en landslið Lúxemborgar og Azerbaíd- sjan léku einnig í riðlinum. Eins og sést á hvaða þjóðir eu í pottinum, þá getur orðið löng ferða- lög framundan hjá íslenska lands- liðinu í forkeppninni, sem hefst á næsta ári. ísland í Lotto Cup Næsta verkefni landsliðsins í handknattleik er þátttaka í Lotto Cup í Noregi í febrúar, þar sem fimm landslið mæta til leiks — Noregur, ísland, Svíþjóð, Danmörk og Austurríki. KÖRFUKIMATTLEIKUR: HAUKAR FÖGIMUÐU í KEFLAVÍK í FRAMLENGDUM LEIK / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.