Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Króatía 8 6 1 1 13 Rússland 6 4 0 2 8 Hvíta-Rússland 8 |0g 1 2 11 Rúmenía 6 4 0 2 8 ÍSLAND 8 5 1 2 11 ÍSLAND 6 4 0 2 8 Finnland 8 2 1 5 5 Pólland 6 0 0 6 0 Búlgaría 8 0 0 8 0 Jafntefli, 23:23, gegn Finnum í Finnlandi kostaði ísland sæti í lokakeppninni í Portúgal 1994. Óhagstæð markatala varð íslandi að falli. ísland er úr leik þar sem útkoman i innbyrðis leikjum gegn Rússlandi og Rúmeníu er óhagstæð, -6 mörk gegn Rússlandi og -1 mark gegn Rúmeníu. ■ JÚGÓSLA VAR tóku Belga í karphúsið í 3. riðli Evrópukeppninn- ar í handknattleik í Belgrad um helgina. Úrslitin urðu 21:12, en í leikhléi var staðan 11:2. Júgósla- var sigruðu einnig í fyrri leiknum, í Belgíu, fyrir helgi - 27:17. j ■ FRAKKAR fara í úrslitakeppn- : ina úr 3. riðli ásamt Júgóslövum. Heimsmeistaramir sigruðu Hvít Rússa í seinni leik þjóðanna, 28:25, á heimavelli í Besancon í Frakk- : landi en höfðu tapað fyrri leiknum j í Minsk, 28:31. ■ SVISS komst ekki í úrslita- | keppnina. Liðið tapaði heima fyrir Litháen í síðasta leiknum, 23:25 og fékk aðeins 5 stig úr riðlinum. Danmörk og Þýskaland fara áfram. ■ COREY Pavin sigraói á hinu árlega Milljón-dollara móti í golfi í Sun City um helgina. Pavin, sem er 36 ára Kaliforníubúi, lék á 66 j höggum síðasta daginn — sex und- ir pari — og en Nick Price frá Suður Afríku varð annar á mót- inu, fimm höggum á eftir. Fyrstu FOI_K verðlaun á mótinu eru alltaf milljón dollarar, þannig að Pavin, sem fyrr á árinu sigraði á opna bandaríska mótinu, varð 65 millj. króna ríkari. Þetta eru hæstu sigurlaun sem um getur í golfi. ■ VALSMENN voru ekki allt of ánægðir með dómarana í fyrri hálf- leik á leik þeirra við Skagamenn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Valur hafði fengið 17 villur en ÍA 7, eða tíu færri. En eins og oft vill verða færðist bros yfir andlit stuðningsmanna þegar lið þeirra komst yfir og þá voru dómararnir orðnir ágætir. ■ ÞRÁTTíyrir að Valsmenn virt- ust ætla að komast í villuvandræði snemma í síðari hálfleik var það Skagamaður sem fyrstur fékk fimm villur. Jón Þór Þórðarson varð að fara af velli upp úr miðjum síðari hálfleik. ■ ÞRÍR franskir knattspyrnu- menn hafa fallið á lyljaprófum í vetur. Tveir eru landsliðsmenn, Fabian Barthez, markvörður Món- akó og Stephane Paille, sem er reyndar hættur, en lék með Mulho- use og sá þriðji er Franck Fontan, varamarkvörður Bordeaux. Hann hefur þegar verið settur í tveggja mánaða bann en ekki er ekki ljóst hvaða refsingu hinir hljóta. Enn á eftir að rannsaka seinna sýni úr þeim. Staðfest hefur verið að ekki er um að ræða að lyf hafi verið tekin við að auka styrk og kraft heldur er um einhvers konar eitur- lyf að ræða. É JÓN Þórir Jónsson, fyrrum leik- maður Breiðabliks, hefur verið ráð- inn þjálfari 3. deildarliðs Dalvíkur í knattspyrnu. Hann lék með liðinu sl. sumar undir stjórn Bjarna Svein- björnssonar og var boðið starfið eftir að Bjarni fór aftur til Þórs. BYRJUN Islenskur handknattleikur er kominn á byrjunarreit, eftir velgengni frá 1984 þegar íslenska landsliðið hafnaði í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles, endurtók leikinn í HM í Sviss 1986 — hámarkinu var náð í Frakklandi 1989. bar sem íslenska liðið vann frækilegan ■HHi sigur í B-keppninni — fékk gullið í París. Fljót- lega eftir keppnina í Frakklandi sendi Bogd- an Kowalczyk landsliðs- þjálfari tóninn frá Stupava í Tékkóslóvakíu — nokkr- um mánuðum fyrir HM-keppnina sem fór þar fram 1990. Bogdan var afar óhress þegar hann sá að margir af bestu leikmönnum sínum voru ekki með í för til að taka þátt í æfingamóti í Bratislava, þegar hann kom til móts við landsliðið frá Póllandi. „Égstend nú við spila- borðið án ásanna," sagði Bogdan, þegar hann sá að það vantaði átta af leikmönnunum sem hann vildi fá til Tékkóslóvakíu. Bogdan sagði þá í viðtali við undirritaðan, sem vakti mikla at- hygli á íslandi: „Það er eins og margir á íslandi séu ekki komnir heim frá París. Það er eðlilegt fyr- ir íslendinga — þeir vilja liggja lengi á sigrinum og gleðjast. Síðan þarf að koma áfall til þess að menn vakni upp af þyrnirósar- svefninum.“ Margir sögðu þá að Bogdan væri byijaður að undirbúa jarðveg- inn fyrir sig, að hann gæti kennt undirbúningnum um ef illa færi. Það má ve! vera, en Bogdan hafði rétt fyrir sér — menn sofnuðu á verðinum og skellurinn kom í HM í Tékkóslóvakíu; Ísland varð aftur B-þjóð. Það var Ijóst að landsliðið stóð á tímamótum. Þegar liðið tryggði sér rétt til að leika í HM í Svíþjóð 1993 með þriðja sæti í B-keppninni í Austurríki 1992, þar sem gömlu refirnir, Sigurður Sveinsson og Kristján Arason, létu undan þrýstingi ti! að leika og léku aðalhlutverkið, var rétti tíminn runninn upp til að gera breytingar. Það var þá sem kynslóðaskiptin Handknattíeikslands- liðið er komið á ný á byrjunarreit áttu að verða I íslenskum hand- knattleik — það átti að gefa þrem- ur ungum leikmönnum 21 árs landsliðsins, sem léku lykilmenn fyrir utan í bronsliðinu í HM í Egyptalandi, tækifærið til að öðlast reynslu og leika stór hlutverk í HM í Svíþjóð. Hér er átt við Patrek Jóhannesson, Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson. Það var ekki gert, því miður. Þeir fengu ekki nægilega mikla reynslu fyrir heimsmeistara- keppnina á íslandi, því fór sem fór. Nú þegar íslend er úr leik í Evrópukeppni landsliða — kemst ekki í lokakeppnina á Spáni, þar sem keppt var um Ólympíusæti í Atlanta 1996 og sæti í HM í Japan 1997, eru fá spennandi verkefni framundan. Landsliðið verður að taka þátt í forkeppni Evrópukeppni landsliða, til að vinna sér rétt til að leika í undankeppni EM 1998. Það þýðir þó ekkert að leggja árar í bát þó að á móti blási — það verður hiutverk Þorbjöms Jensson- ar að stappa stálinu í landsliðs- menn íslands og koma liðinu á þann stall sem það hefur verið á síðan 1984. Þorbjöm og strákarnir verða að fá stuðning á þeirri grýttu leið sem er framundan. Sigmundur Ó. Steinarsson l Átti Haukamaðurínn JÓN ARNARINGVARSSON von á svona góðu gengi liðsins? Styttist ekkert í tapleikinn ÞRÁTT fyrir að vera aðeins 23 ára hefur Jón Arnar Ingvars- son leikið 64 A-landsleiki f körf uknattleik og 20 með yngri iandsliðum. Jón Arnar er fæddur í Reykjavík 3. júní 1972 en flutti til Hafnarfjarðar þegar hann var tveggja ára og hefur búið þar síðan. „Ég er ekki alveg alvöru Gaflari," segir Jón Arnar. Sambýliskona hans er Dadda S. Árnadóttir og sonur þeirra Uni Þeyr sem er fjögurra ára. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Faðir Jóns Arnars er Ingvar Jónsson sem var þekktur körfuknattleiksþjálfari í mörg ár, en er í fríi frá þjálf- un í vetur. „Ætli faðir minn hafi ekki haft töluverð áhrif á að ég fékk áhuga á körfu. Hann var að þjálfa og það smitaði út frá sér,“ segir Jón Arnar. En varð körfuknaitleikurínn strax fyrir valinu? „Neeei. Ég hafði meiri áhuga á fótboltanum framan af. En fljót- lega byijaði að ganga vel í körf- unni á sama tíma og það gekk frekar illa í fótboltanum í yngri flokkunum hjá Haukum." Ykkur hefur gengið vel í vetur. Bjóstu við svona gengi? „Já, ég átti von á þessu. Við erum búnir að byggja þetta upp í rólegheitunum í nokkur ár og starf- ið í yngri flokkunum hjá okkur er gott þannig að framtíðin er einnig björt. Við eigum nógan mannskap til að taka við í framtíðinni.“ En fer ekki að styttast í að þið tapið ieik? „Neei, ég hef ekki trú á því — ekki alveg á næstunni. Við erum að hugsa um að klára þetta ár til að bytja með. Við erum búnir að vinna í íjórum leikjum í röð núna en þar áður voru níu sigurleikir í röð áður en við töpuðum fyrir ÍR.“ Hvernig finnst þér körfuboitinn í vetur? „Þetta er miklu skemmtilegra núna — enda gengur okkur betur. En svona yfirhöfuð held ég að körfuboltinn sem leikinn er í vetur sé skemmtilegri en í fyrra. Það eru fleiri sterk lið og meiri breidd en áður og það er skemmtilegra þegar ekkert lið er afgerandi eins og verið hefur undanfarin ár.“ Þú fylgist mjög vel með körfu- knattleik, bæði hér heima, íBunda- ríkjunum og ekki síður Evrópu. Er áhuginn alveg ódrepandi? „Já ætli megi ekki segja það. Ég reyni að komast yfir allt sem Morgunblaðið/Þorkell JÓIM ARNAR Ingvarsson og félagar hans í Haukum eru meö besta árangurlnn í úrvalsdeildinni það sem af er og hefur Jón Arnar verið í lykilhlutverki hjá Hafnarfjarðarliðinu. ég get, sérstaklega um körfuknatt- leikinn í Evrópu. Fjölmiðlar hér segja ekki frá úrslitum í Evrópu, ég verð að skjóta aðeins á ykkur, og því er ekkert hlaupið að því að komast í þessar upplýsingar. Mér finnst mjög slæmt hve lítið er fjall- að um Evrópuboltann því ég veit að mikil stemmning er fyrir leikj- um þar og víða er verið að leika alveg toppbolta." En NBA? „Svona dálítið en ekkert sér- staklega mikið fyrr en komið er í úrslitin. Mér finnst háskólabolt- inn í Bandaríkjunum miklu meira spennandi. Kannski vegna þess að maður veit orðið ailt um NBA boltann og línurnar skýrast svo fljótt hverjir komast í úrslit þann- ig að það er hægt að fylgjast með deildinni með öðru auganu. Há- skólaboltinn er miklu líkari evr- ópskum bolta, óútreiknanlegri. Það er líka mjög gaman að fylgj- ast með hvaða leikmenn koma til með að verða stjörnur framtíðar- innar, og þá byija ég að fylgjast með mönnum alveg niðri, áður en þeir velja sér háskóla til að fara í.“ Sérðu einhvern efniiegan íHarl- em? „Kannski ekki í Harlem, en það er einn í Lake Forest, sem er í sama riðli og Jason Williford [Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka] spilaði í. Hann er stór og mjög góður. Það er mikið af góðum efn- um en það versta er að þessir strákar hætta alltof snemma í skóla til að komast í NBA, fyrir peninga. Nýliðarnir í NBA fá allt of mikla peninga. Þeir verða að sanna sig áður en þeir fá þessar fúlgur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.