Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 3

Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 C 3 Allir knatt- spyrnu- menn tryggðir FRÁ og með næsta sumri eiga allir sem stunda knatt- spyrnu á vegum félaga innan KSÍ tryggðir. KSÍ sér um að semja við Sjóvá-Almennar og byggir samningurinn meðal annars á því að 1., 2. og 3. deild karla mun bera nafn tryggingarf élagsins næstu þrjú árin og sér KSI um að innheimta iðgjalda. Iðgjald og tryggingabætur eru nokk- uð mismunandi eftir því í hvaða aldursflokki menn eru. Samsetn- ing full- trúa breyttist MIKLAR umræðururðu um tillögu stjórnar KSI um að breyta lögum varðandi full- trúafjölda á ársþingi og komu fram tvær breytinga- tillögur. Á endanum var til- laga KSÍ þó samþykkt og skipuð milliþinganefnd til að finna enn betri lausn á mál- inu. Örlítill hagnaður eftir af- skriftir HAGNAÐUR samkvæmt rekstrarreikningi KSI fyrir árið 1995 var 34.407 krónur eftir afskriftir sem námu einni milljón 561 þúsundi og 961 krónu. Staða sambands- ins er hins vegar mjög góð og eigið fé þess tæplega 51 milljón króna. Veltan aft- ur yfir 100 milljónir VELTA KSÍ á árinu var 134 milljónir rétt rúmar og er þetta í þriðja sinn sem velta sambandsins er meiri en 100 milljónir. I fyrra var hún rúmlega 141 milljón og á næsta ári er gert ráð fyrir að veltan verði 148 milljónir 996 þúsund krónur. Hagnað- ur næsta árs eftir afskriftir á að vera 302 þúsund krónur. Deildar- keppni í 3. flokki SAMÞYKKT var að taka upp deildarkeppni í 3. aldurs- flokk karla og einnig að bæta við keppni b-liða í 3. og 4. flokki karla og 3. flokki kvenna. Þar munu eigast við b-lið félaga og verða sjö leik- menn í liði. 50. ÁRÞING KSÍ Morgunblaðið/Kristinn Stjórn KSÍ STJÓRN Knattspyrnusambands íslands næsta árið, aftari röð frá vinstri: Geir Þorsteinsson, skrifstofustjóri KSÍ, Einar Friðþjófsson, Gunnlaugur Hreinsson, Jón Gunnlaugsson, Róbert Agnarsson, Lúðvík Georgsson, Jóhann Ólafsson, Aibert Eymundsson, Jakob Skúlason, Rafn Hjaltalín og Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri KSÍ. Fremri röð frá vinstri: Elísabet Tómas- dóttir, Halldór B. Jónsson, Stefán Gunnlaugsson, Eggert Magnússon, formaður, Elías Hergeirs- son, Helgi Þorvaldsson og Eggert Steingrímsson. Meistarar IA fá Stjömuna ífyrsta leik Sigmundur valinn KSÍ-íþróttafrétta- maður ársins SIGMUNDUR Ó. Steinarsson, íþróttafréttamaður á Morgun- blaðinu, var útnefndur KSÍ- íþróttafréttamaður árins 1995 á þingi sambandsins um helgina. Eggert Magnússon, formaður KSI, afhenti Sigmundi áritaðan penna í viðurkenningarskyni og sagði m.a. að hann væri vel að þessum lieiðri kominn. Eggert sagði enga logiunollu í skrifum Sigmundar enda væri hann bein- skeyttur og segði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann sagði Sig- mund góðan íþróttafréttamann sem hefði knattspyrnuna sem áhugamál númer eitt. Sigmundur þakkaði heiðurinn og sagðist líta á hann sem viðurkenningu fyrir íþróttadeild Morgunblaðsins. Ilann vildi einnig tileinka þeim Halli Símonarsyni og Alfreð Þor- steinssyni, fyrrverandi íþrótta- fréttamönnum, viðurkenningu sína, en þeir hefðu verið Iærifeð- ur hans. MÖRG mál voru tekin til afgreiðslu á 50. ársþingi KSÍ sem fram fór um helgina. Eitt af því sem kemur til með að snerta hinnalmenna áhorfenda hvað mest er að sam- þykkt var að koma á fót deildarbik- arkeppni og mun hún hefjast vorið 1997. Hugmyndin er að keppnin komi að hluta til i stað æfinga- leikja sem liðin hafa leikið á vorin og einnig er æ tlunin að fjölga verk- efnum í meistaraflokki karla og lengja leiktíðina. Gert er ráð fyrir að allt að 36 lið geti tekið þátt í deildarbikarnum, það er liðin í þremur efstu deildunum og sex lið til viðbótar sem kæmu þá væntan- lega úr 4. deild. Milliþinganefnd KSÍ mæltist til að mótið hefjist upp úr miðjum mars. Þrátt fyrir að flest- ir telji að hér sé KSÍ að stíga skref í rétta átt til að lengja tímabilið og gera æfingaleiki vorsins að „alvöru- leikjum" greiddu 17 atkvæði á móti því að keppninni yrði komið á eins og hugmyndir KSI gerðu ráð fyrir. Meistarakeppni KSÍ verAur tvisvar á næsta ári Einnig var samþykkt á ársþingi KSÍ að gera breytingu á Meistara- keppninni, þar sem eigast við Ís- lands- og bikarmeistarar hvers árs. Hingað til hefur leikurinn farið fram að vori, áður en keppnistíma- bilið er hafið að fullu, en samkvæmt samþykkt þingsins á leikurinn að fara fram í lok keppnistímabils, það er að segja að hausti. Næsta ár verða því tveir leikir. íslandsmeist- arar ÍÁ mæta bikarmeisturum KR með vorinu og síðari leikurinn verð- ur eftir íslandsmótið þegar ljóst er hvaða lið verður íslandsmeistari og hvaða lið hampar bikamum. Eggert Magnússon endurkjörinn formaður en Guðmundur Pétursson varaformaður hættur í stjórn KSÍ Morgunblaðið/Kristinn SIGMUNDUR Ó. Stelnarsson tekur við pennanum góða af Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambandsins. Dregið var um töfluröð á íslands- mótinu á 50. ársþingi Knatt- spymusambandins sem fram fór um helgina. Islandsmeistarar Skag- manna fá nýliðana úr Garðabæ, Stömuna, í heimsókn i fyrstu um- ferð. Keflvíkingar taka á móti KR, Eyjamenn bregða sér til Ólafsfjarð- ar, Grindvíkingar fara að Hlíðarenda og Breiðablik tekur á móti Fylki. Ef búast má við svipuðum styrk- leika liðanna og í sumar má reikna með að tvær síðustu umferðimar verði spennandi því í 17. umferð fara Skagamenn til Eyja og í þeinn 18. og síðustu tekur ÍÁ á móti KR-ingum. Konurnar byija einnig með látum því í fyrstu umferð 1. deildar verður stórleikur í Kópavogi þegar Breiða- bliksstúlkur taka á móti Val. Eyja- stúlkur fá Skagastúlkur í heimsókn, KR tekur á móti Stjömunni og Aftur- elding á móti Akureyringum. I fyrstu umferð 2. deildar karla leika Leiknir og Völsungur, FH og Þór, Þróttur og Fram, KA og Víking- ur og ÍR-ingar heimsækja Skalla- grím. í þriðju deildinni mtekur Þrótt- ur á móti Reyni, Fjölnir fær Selfoss í heimsókn, Grótta og HK mætast, Ægir fær Dalvíkinga og Víðir tekur á móti Hetti. Eggert Magnússon, formaður Knattspymusambands íslands, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Ekkert mótframboð kom og var Eggert kjörinn með dynjandi lófataki, en þetta verður fjórða kjör- tímabil Eggerts sem formanns. Guðmundur Pétursson, sem verið hefur í stjóm KSÍ i 6 ár og varafor- maður allan tímann, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Fimm gáfu kost á sér í aðalstjóm, en aðeins komust fjórir að. Þeir sem gáfu kost á sér voru Andrés Pétursson, Eggert Steingrímsson, Helgi Þorvaldsson, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík Georgs- son. Jón Gunnlaugsson frá Akranesi hlaut 81 atkvæði, Lúðvík 76, Eggert 75, Helgi 52 og Andrés 40. 46 stunda þing SVEINN Jónsson, fyrrum formaður KR, og Baldur Maríusson, formaður Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur, voru þingforsetar. Sveinn sá að mestu um fundarstjórn og var mjög röggsamur þannig að afgreiðsla mála gekk hratt og örugglega fyr- ir sig. Þingið var sett kl. 17 á föstudag og því var slitið kl. 15.15 á sunnudag, rúmum 46 kiukkustundum síðar. Bikar- keppninni breytt TILLAGA um að 23 ára lið félaganna mættu ekki taka þátt í bikarkeppninni var feUd en strangari reglur voru settar um hlutgengi leikmanna með þessum lið- um. Nú mega engir eldri leikmenn vera í liðunum og ekki heldur þeir ú A-liðum félaganna sem voru í byrjun- arUði í næsta deildarleik á undan. Drago til Keflvík- inga og Fylkis KEFLVÍKINGAR fengu Drago-styttuna fyrir að vera prúðasta liðið í 1. deild í sumar. Keflvíkingar fengu 32 stig en Eyjamenn 33.1 2. deild fékk Fylkir styttuna, með 33 stig en næsta lið, Skallagrimur, var með 46 stig. Afturelding hlaut kvennabikarinn fyrir gott starf að kvennaknattspyrnu. Deildarbikar- keppni komið á vorið 1997

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.