Morgunblaðið - 05.12.1995, Qupperneq 8
SKIÐI
Kristinn í
54. sæti
íVail
HANDKNATTLEIKUR
Fyrsti sigur-
inn í Póllandi
ÍSLENDINGAR unnu sinn
fyrsta sigur í Póllandi — í
sjöttu tilraun þar frá 1966.
Pólverjar voru iagðir að velli
með sömu markatölu og í
fyrsta sigurleik íslendinga
gegn Pólverjum; í Laugar-
dalshöllinni 1966,23:21.
Patrekur
með tíu
mörk
PATREKUR Jóhannesson
skoraði tíu mðrk gegn Pól-
verjum, en svo mörg mörk
hefur engin íslenskur lands-
liðsmaður gert í leik gegn
Pólveijum. Næstir því eru
Ólafur Einarsson sem skoraði
níu mörk 1975, en jafnmörg
mörk skoruðu Kristján Arason
1987, Alfreð Gíslason 1990 og
Sigurður Sveinsson 1992.
Átján hafa
gert tíu
mörk eða
fleiri
PATREKUR Jóhannesson er
átjándi landsliðsmaður ís-
lands sem hefur skorað tíu
mörk eða fleiri í landsleik,
síðan Hermann Gunnarsson
skoraði 17 mörk í leik gegn
Bandaríkjamönnum 1966.
Kristján Arason hefur oftast
skorað tíu mörk eða fleiri í
leik, eða níu sinnum — flest
mörk skoraði hann, fimmtán,
í sögulegum sigurleik gegn
Ungverjum 1985,28:24, í
Frakklandi. Aðeins einn ann-
ar leikmaður í landsliðshópn-
um í dag hefur skorað tíu
mörk eða fleiri í leik — Valdi-
mar Grímsson, tvisvar.
Valdimar
ekki á blað
VALDIMAR Grímsson komst
ekki á blað yfir markaskorara
í Póllandi, enda fékk hann lít-
ið að spreyta sig. Fyrir leikinn
hafði Valdimar skorað mark
í 33 landsleikjum sínum í röð,
eða frá því að hann náði ekki
að skora í leik gegn Dönum
á HM í Svíþjóð 1993.
Bogdan
mætti
TVEIR fyrrum landsliðsþjálf-
arar íslands mættu til Poznan
til að sjá leik Póllands og f s-
lands — þeir Janus Czerwin-
sky og Bogdan Kowalczyk,
sem mætti á hótelið sem ís-
lenska liðið dvaldist á fyrir
leikinn.
PATREKUR Jóhannesson var besti lelkmaður íslenska liðsins í Evrópuleiknum gegn Pólverjum
í Pozna á laugardaginn. Hann gerði 10 mörk í leiknum.
Uti er ævintýri
Þrátt f/rir sigur íslenska liðsins í síðari leiknum gegn Pólverjum
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik sigraði Pólverja í síð-
ari Evrópuleiknum íPoznan,
23:21, á laugardaginn. Sigurinn
var skammgóður vermir því á
heimleiðinni fréttu íslensku
landsliðsmennirnir að Rússar
hefðu unnið Rúmena með átta
marka mun og því draumurinn
um að komast í úrslitakeppnina
á Spáni að engu orðinn. „Auð-
vitað vorum við svekktir að
heyra þessi úrslit frá Moskvu
því stefnan var að komast til
Spánar. Nú liggur það fyrir að
við þurfum að fara íforkeppni
Evrópumótsins strax næsta
vetur," sagði Þorbjörn Jens-
son, þjálfari íslenska liðsins.
Leikurinn í Póllandi var jafn
lengst af en þó var íslenska
liðið oftast með frurnkvæðið og
hafði tveggja marka forskot í leik-
hléi, 16:14. Mesti munurinn á liðun-
um var um miðjan í síðari háifleik
er staðan var 21:17 fyrir ísland.
Þá kom slæmur kafli og Póiveijar
minnkuðu muninn í eitt mark,
21:20. En íslensku strákarnir stóð-
ust pressuna og Patrekur, sem var
besti leikmaður liðsins, gerði tvö
síðustu mörkin og tryggði sigurinn,
23:21.
„Það var ljóst í byijun að Pólverj-
ar ætluðu að selja sig dýrt því þeir
höfðu ekki unnið leik í keppninni.
Það sem blasti við okkur var hins
vegar að við urðum að sigra til að
halda í þennan veika þráð sem við
höfðum, og gerðum það,“ sagði
Þorbjöm. „Við lékum betri varnar-
leik en í fyrri leiknum í Kaplakrika
og sköpuðum okkur mörg sóknar-
færi sem við því miður nýttum oft
illa.“
Patrekur var besti leikmaður ís-
lands. Hann gerði 10 mörk og þar
af fjögur úr vítaköstum. Guðmund-
SÓKNAR- æGf
NÝTING l'V'!
Evrópukeppni landsliða
10 22 45 F.h 12 22 54
11 26 42 S.h 11 27 41
21 48 44 Alls 23 49 47
5 Langskot 8
1 Qegnumbrot 1
5 Hraðaupphlaup 2
4 Hom 6
4 Lína 2
2 Vfti 4
ur Hrafnkelsson stóð sig einnig vel
og varði ellefu skot. Þorbjöm sagð-
ist nokkuð ánægður með liðið í
Jieild. „Við undirbjuggum okkur
mjög vel fyrir leikinn. Vorum búnir
að skoða myndband af fyrri leiknum
og það var ekkert í leik þeirra sem
kom okkur á óvart. Við lékum sex
núll vörn allan tímann og gekk hún
vel upp.“
Þorbjöm sagði slæmt að komast
ekki áfram í úrslitakeppnina með
átta stig. „Það er ljóst að það voru
úrslitin gegn Rúmenum sem réðu
úrslitum, en bónusinn var að við
unnum Rússa og við héldum að það
myndi duga, eða vonuðum það alla-
vega.“ Um framtíðina hjá landslið-
inu sagði hann: „Nú þarf að kanna
hug leikmanna og athuga hvort
þeir eru tilbúnir að halda áfram.
Það getur verið að það sé komin
þreyta í eldri leikmenn liðsins og
þeir segi að nú sé nóg komið. Þá
þurfum við að velja nýja í þeirra
stað. En í iiðinu eru margir ungir
og efnilegir strákar sem eiga mörg
ár eftir. Það þarf að marka stefnu
sem kemur til með að skapa liðinu
fullt af verkefnum til að byggja upp
gott lið fyrir undankeppni EM, sem
er næsta stóra verkefni liðsins,“
sagði Þorbjörn.
■ Úrslit / C6
Kristinn Björnsson, skíða-
kappi frá Ólafsfirði, náði
sér ekki á strik í fyrsta risasvigi
heimsbikarsins í Vail í Colorado
á laugardaginn. Hann hafnaði
í 54. sæti af 66 keppendum og
var 2,19 sekúndum á eftir sigur-
vegaranum Lasse Kjus frá Nor-
egi. Kristinn hlaut 21,87 punkta
(fis-stig), en hann á best 11,22.
Landsliðsþjálfarinn Zbigniew
Kaminski sagðist ekki hafa verið
ánægður með Kristin og það
hafi margt verið að. „í fyrsta
lagi var rennslið ekki nægilega
gott og síðan átti hann í erfiðleik-
um í efri hluta brautarinnar. Þar
voru miklir hólar sem hann fór
ekki rétt í og lenti því mjög neð-
arlega þegar hann kom ut úr
þeim hluta brautarinnar og tap-
aði miklum tíma. Hann er einnig
óvanur að keppa í svona mikilli
hæð, en brautin var í yfir 3.000
metra hæð. Það er því mjög erf-
itt að keyra á fullu langa braut.
Hann er á réttri leið og fékk
þama smjörþefinn af heimsbik-
amum. Nú þarf hann að und-
irbúa sig vel fyrir næsta risasvig
heimsbikarsins sem fram fer eft-
ir áramót,“ sagði þjálfarinn við
Morgunblaðið.
Arnór Gunnarsson frá ísafirði
og Haukur Arnórsson úr Ár-
manni kepptu í stórsvigi í
Bandaríkjunum á föstudag.
Arnór fékk 40,00 punkta fyrir
árangur sinn, en átti áður best
44,44. Haukur hlaut 43,00
punkta sem er nálægt besta
árangri hans.
Sigríður
bætti sig
verulega
Isfirðingurinn Sigríður Þor-
láksdóttir, sem keppir fyrir
Akureyri, bætti sig verulega í
svigi á tveimur mótum í Inge-
marbacken í Svíþjóð um helg-
ina. Hún varð í 9. sæti báða
dagana og bætti punktastöðu
sína með þessum tveimur mót-
um úr 89,95 í 41,06, sem er
54% bæting. Ingrid Helander
frá Svíþjóð sigraði í fyrra svig-
mótinu og landa hennar, Linda
Ydeskog, í því síðara.
Theodóra Mathiesen úr KR
keppti í stórsvigi í Bjorli í Nor-
egi um helgina og bætti sig.
Fyrir árangur sinn fékk hún
47,82 punkta, en átti best áður
63,77. Sigurvegari í mótinu var
norska heimsbikarkonan, Mar-
ianne Kjörstad.
Daníel í
26. sæti
í Luleá
Daníel Jakobsson, göngu-
maður frá Ólafsfirði,
hafnaði í 26. sæti á sænska bik-
armótinu í 15 km göngu með
hefðbundinni aðferð sem fram
fór í Luleá í Svíþjóð á laugar-
dag. Daníel var 2,42 mín. á eft-
ir sigurvegaranum Ilenrik Fors-
berg, sem gekk á 38,09 mín.
Næstur á undan Daníel var Nik-
las Johnsson, sem er A-lands-
Iiðsmaður Svía. Gísli Einar
Árnason tók einnig þátt í
göngunni en hætti.
ENGLAND: X X X XXX 121 2112 ITALIA: 2 X X 211 2X1 211X