Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 C 7 SÝNING BARNAEFNIS HEFST Á STÖÐ 3 Á LAUGARDAG TEIKNIMYIMDIR, LEIKBRÚÐUR OG FRÓÐLEIKUR UTSENDING barnaefnis hefst á laugardag og verð- ur sent út á laugardags- og sunnudagsmorgnum fyrst um sinn. Á laugardagsmorgnum verður Sigurþór Albert Heimisson með skemmtileg innslög á milli liða og seinna meir mun hann bregða hann sér í allskonar gervi til að stytta börnun- um stundir. Stöð 3 hefur gert samning við fyrirtækið Hljóðsetn- ingu ehf. sem mun annast alla tal- og hljóðsetningu barnaefnisins. Fyrirtækið var stofnað í haust og að því standa leikar- arnir Orn Árnason, Sig- urður Sigur- jónsson, Jóhann Sig- urðarson og tónlistar- mennirnir Jón Olafsson og Stefán Hjörleifsson. Fjöldi þekktra leikara vinnur á veg- um Hljóðsetningar og þeirra á með- al eru Árni Tryggvason, Stefán Jónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Elva Ósk Qiafsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. íslenskað, tal- og hljóðsett Hljóðver þeirra félaga er eitt full- komnasta stafræna hljóðver lands- ins og öll talsetningarvinnsla á barnaefni fyrir Stöð 3 er unnin staf- rænt því útsendingar stöðvarinnar eru í steríó (víðóma). Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson sjá um allt sem viðkemur tónlist í talsetning- unni. Þeir endurgera tónlist ef þurfa þykir og annast tónlistar- og radd- leikstjórn. Að auki annast þeir upp- tökur á móti þeim Arnþóri Örlygs- syni og Gunnari Smára Helgasyni. Það verður Sigurþór Albert sem býður alla velkomna að barnasjón- varpi Stöðvar 3 á laugardagsmorg- un. Þá verður sýnd litrík leikbrúðu- mynd um Möggu og vini hennar sem alltaf hafa eitthvað skemmti- legt fyrir stafni. Úlfar, nornir og þursar er teikni- myndaflokkur þar sem margir gamlir vinir úr sígildum ævintýrum koma við sögu. Til dæmis hún Rauðhetta sem hlýðir ekki mömmu þegar hún fer að heimsækja veika ömmu sína inni í skóginum og rekst þá á stóra gráðuga úlfinn, geiturn- ar þijár sem þurfa að gabba þurs- ana' til að komast í grasið hinum megin, Hans og Gréta sem lenda í klónum á kolruglaðri galdranorn og litla gula hænan sem þarf held- ur betur að leika á úlfinn því litlar gular hænur eru einmitt uppáhalds- maturinn hans. Gaman í Gátulandi Það er alltaf heilmikið um að vera hjá krökkunum í Gátulandi. Þetta eru vandaðir leikbrúðuþættir en stuttum, leiknum myndskeiðum er skotið inn hér og þar. Krakkarnir í Gátulandi eru allt- af að uppgötva og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt og í hverjum þætti er varpað fram fróðlegum spurningum um lífið og tilveruna sem öllum börnum er hollt að spreyta sig á. GAMLIR vinir úr sígildum ævintýrum koma fyrir í Úlfum, norn- um og þursum, í þessu tilfelli Rauðhetta og úlfurinn. ÞÆTTIRNIR Bjallan hringir eru bæði spennandi og gamansam- ir og taka á alls konar málum sem koma upp þegar ungling- ar eru annars vegar. Krakkarnir í menntaskólanum í banda- ríska smábænum Deering þrá ekkert heitar en að slá í gegn í körfubolta. Þeir hafa tapað 22 leikjum í röð og bregða á það ráð að fá stelpu í liðið. STJÁNI blái er búinn að opna líkamsræktarstöð og Gunna stöng kennir þolfimi! LITLA brauðristin og félagar hennar lenda í ýmsum ævintýrum. ÖDDI andarungi er stærstur og feitastur og á ekki gott með að leggja á minnið. Öddiandarungi Öddi önd er bara andarungi en hann er alltaf stærstur og feitast- ur. Hann lærir allt um staðreyndir lífsins hjá andapabba og anda- mömmu og Ödda finnst það stund- SKIJGGI trúir því að réttlæt- ið sigri alltaf og á í stöðugri baráttu við ill öfl. um ferlega erfitt að eiga að muna þetta allt saman. Öddi gerir sitt besta en hann er ótrúlega seinhepp- inn og með öllum sínum buslugangi og skrípalátum vinnur hann hug og hjörtu áhorfenda á öllum aldri. Brautryðjendur er vandaður og fróðlegur teiknimynda- flokkur þar sem áhorf- endum gefst tækifæri til að kynnast nokkrum stærstu nöfnum mannkynssögunnar. Persónurnar eru gerðar ótrúlega raunverulegar með háþróðuðum tæknibrellum en þarna er hægt að sjá og heyra sögur um uppfinninga- manninn Tómas Edison, Wright- bræður sem voru fyrstu flugmenn- irnir, og Florence Nightingale, sem er brauðryðjandi hjúkrunarstarfs. í fyrsta þættinum á laugardaginn verður sögð saga sæfarans Kristó- fers Kólumbusar en hann sigldi til Ameríku árið 1492. Stjáni blái Það eru sennilega margir af eldri kynslóðinni sem kannast við Stjána bláa. Stöð 3 sýnir nýjan teikni- myndaflokk sem heitir Stjáni blái og sonur á laugardagsmorgnum. Stjáni og vinkona hans, Gunna stöng eru loksins orðin skötuhjú. Saman eiga þau Stjána bláa yngri en hann er alltaf kallaður Lilli. Þau búa í hrörlegu húsi við ströndina þar sem Stjáni blái eldri rekur lík- amsræktarstöð og Gunna stöng kennir þolfimi. Það væri allt í fína lagi ef nágranni þeirra, Blútó, væri ekki erkióvinur Stjána bláa. Ekki bætir sonur Blútós, Tankur, úr skák. Körfukrakkar er leikinn mynda- flokkur sem gerist í smábæ í Banda- ríkjunum. Krakkarnir í Deering menntaskóianum þrá að slá í gegn í körfubolta. Þeir hafa tapað 22 leikjum í röð og nú eru góð ráð dýr. Nú eru þau tilbúin í slaginn aftur með nýja leikmanninum, einu stelpunni í liðinu. Þetta er líflegur myndaflokkur þar sem fjörið stopp- ar aldrei og alltaf verið að spila körfubolta. Sögusafnið og litla brauðristin Á sunnudagmorgun hefst dag- skráin með forvitnilegum þætti úr Sögusafninu. Þar má rekast á ótrú- lega hluti sem hvergi annars staðar er að finna. í hvert skipti sem dyr sögusafnsins opnast gerist eitthvað undarlegt sem gaman er að kynn- ast. Strax á eftir Sögusafninu verða Magga og vinir hennar á dagskrá en klukkan hálftíu frumsýnir Stöð 3 ævintýrið um Litlu brauðristina. Þetta er talsett teiknimynd og er um níutíu mínútur að lengd. Segir frá ævintýrum lítillar brauðristar og vina hennar sem eru mjög dapr- ir yfir því að vera ekki nothæfir lengur. Litla brauðristin er ekki á því að sitja og vola heldur vill hún gera eitthvað í málunum. í samráði við vini sína halda þau af stað í leit að drengnum. sem einu sinni átti þau og lenda í alls konar skrýtn- um og skemmtilegum ævintýrum. Bjallan hringir er líflegur mynda- flokkur með íslenskum texta fyrir eldri börnin. Fjörið hefst um leið og skólinn bytjar á haustin hjá krökkunum í Bayside High skólan- um. Þessir margverðlaunuðu þættir eru að hefja sitt fimmta sýningarár í Bandaríkjunum og eru mjög vin- sælir. Þættirnir eru bæði spennandi og gamansamir og taka á alls kon- ar málum sem koma upp þegar unglingar eru annars vegar, bæði hvað varðar þau sjálf og samskiptin innan vinahópsins. Ýktur töffari Tommy De Lucca er ýktur töff- ari, Lindsay er ótrúlega bjartsýn, Megan er sæt, klár og fyndin, Bar- ton er rosalega klár en svolítill „nord“, Vicki hefur stöðugt áhyggj- ur af einhverju og Scott er alveg ótrúlega útsjónarsamur. Þetta er hressilegur og uppáfyndingasamur krakkahópur sem lætur sér aldrei leiðast. Á mánudagseftirmiðdögum er svo Músagengið frá Mars. Þar seg- ir frá þremur Ijóngáfuðum og snið- ugum músum sem neyðast til að flýja frá reikistjörnunni sinni eftir árás utan úr geimnum. Þær eiga ekkert nema vélhjólin og geimfarið og lenda í spennandi og skemmti- legum ævintýrum. Skuggi trúir því að réttlætið sigri alltaf og á í stöðugri baráttu við ill öfl. Þessi teiknimyndaflokkur gerist í framtíðinni, eða árið 2040. Við kynnumst ungum háskólanema, Kit, sem kemst að því að síðustu 23 kynslóðir hefur fjölskylda hans haft mjög sérstakt hlutverk með höndum og nú eru það örlög hans að taka við því. Þessi teiknimynda- flokkur er með íslenskum texta og er á dagskrá á miðvikudagseftir- miðdögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.