Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Uppáhaldshöfundur Bandaríkjaforseta skrifar bækur til þess að vekja upp spurningar ÁN ÓLÁNS VÆRI ÉG LÁNLAUS Walter Mosley segist mestan hafa áhuga á tungumálinu sjálfu og hvemig það kemur upp um okkur Walter Mosley Spennusagnahöfundurinn Walter Mosley hefur ríka kímnigáfu og breitt bil milli framtannanna; merki um munúðargirni að mati Chaucers, sem sést vel þegar hann brosir. Uppáhaldshöfundarnir eru Ca- mus, Tolstoy og Dashiell Hamm- ett, uppáhaldsteiknimyndaröðin er Simpson-fjölskyldan, og uppá- haldsframhaldsþátturinn Vísitölu- fjölskyldan, eða Married with Children, sem er áhorfendum Stöðvar 2 og 3 að góðu kunnur. Mosley er líka talsvert uppveðr- aður af því að hafa verið beðinn um að koma fram í einum þátt- anna. Finnst honum þeir skemmtilegir á þeirri forsendu að líf lágstéttarfólks sé sýnt í réttu ljósi. „Þetta eru einu þættirnir þar sem bandarískt þjóðfélag er ekki sveipað rósrauðri hulu,“ segir Mosley sem ekki veit enn hvaða hlutverk hann mun fara með. Verði hann í eigin gervi er ekki úr vegi að spyija deili á mannin- 'um. „Ég er að hluta til spennu- sagnahöfundur. í bókum mínum reyni ég ekki að kryfja eðli manns- ins heldur draga það fram. AðaJ- persónumar eru svartir karlmenn og sögulegir atburðir úr lífi svert- ingja, sem ekki hefur verið gerð mikil grein fyrir hingað til. Ég hef mestan áhuga á tungumálinu sjálfu og hvernig það kemur upp um okkur.“ Ezekiel Rawlins er aðalsögu- hetja fjögurra skáldsagna Mos- leys og sviðið er Los Angeles. Fyrsta bókin, Devil in a Blue Dress var gefín út 1990 og gerist rétt eftir stríð, eða árið 1948. Greinir hún frá því hvernig Rawl- ins leiðist út í starf leynilögréglu- manns gegn vilja sínum til þess að geta greitt húsnæðisskuldir og flækist þar með í morð, fjárkúgun og spillingu. Árið 1992 var A Red Death gefín út, þá White Butterfly og loks Black Betty. Þegar hér er komið sögu hefur Rawlins gengið í hjónaband, ættleitt tvö böm, skilið við konuna og misst hús- næðið. „Ef ólánið elti mig ekki væri ég lánlaus“ segir í gömlu tregalagi sem Mosley tileinkar skrifum sínum. Spæjari með rætur En Ezekiel „Easy“ Rawlins fet- ar hvorki í fótspor Phillips Marlowe né Sams Spade. „Munur- inn á Easy og gömlu leynilöggun- um er sá að þeir vora munaðar- lausir og í litlum sem engum tengslum við samfélagið eða hefð- ir þess. Þeir eiga ekki hlutdeild í lífi fólks í kringum þá, heldur fylgjast með úr fjarlægð. Hið sama gildir ekki um Easy, sem á fjölskyldu og hús á sér hefðbundn- ar miðstéttaróskir. Ég er ekki að vanvirða fyrirrennara hans en tímarnir hafa breyst og við þurf- um söguhetjur með báða fætur á jörðinni.“ Höfundurinn átti góðu fylgi að fagna þegar Bill Clinton Banda- ríkjaforseti missti út úr sér að Mosley væri sinn uppáhalds spennusagnahöfundur. Skyndi- lega var engin búð með búðum án bókanna og lesendur flykktust að til þess að fara að dæmi forset- ans. Mosley fæddist árið 1952 í South Central hverfinu í Los Angeles, sonur gyðingakonu af rússneskum ættum og banda- rísks blökkumanns. Að loknu framhaldsnámi í stjórnmálafræði sýslaði hann við ýmislegt og seldi meðal annars leirmuni. Áhuginn á ritstörfum vaknaði fyrir alvöru þegar Purpuralitur Álice Walker var gefin út. „Ég hafði lesið fjölda bóka en engin þeirra lýsti minni veröld. Þegar ég las upphafsorðin, sem skrifuð eru á mállýsku svartra, fékk ég þá hugdettu að leika mér með tungumálið á þennan hátt.“ Búið er að gera kvikmynd eft- ir fyrstu bókinni þar sem Denzel Washington fer með hlutverk Rawlins og verður hún sýnd eftir áramót. Framleiðandi er Jonat- han Demme en Mosley var hafður með í ráðum. „Ég er mjög ánægð- ur með myndina. Bókinni eru gerð góð skil og myndin bætir jafnvel um betur á köflum," seg- ir hann. Nýjasta bók höfundar heitir RL’s Dream, og segir frá tilurð tregatónlistar. „Bókin fjallar um tungumál blökkumanna og líf á þeim tíma; kjör þeirra og þjóðfé- lagsaðstæður, og hvernig sagan endurtekur sig aftur og aftur.“ Mosley segist hins vegar ekki skrifa til þess að breyta heimin- um eða leysa gátur, heldur vekja upp spurningar. „ - i; ■ HARLAND Wllliams í hlutverkl Símonar, sem helst vlll hafa það náðugt alla daga fyrir framan sjónvarpið. Dottid upp met- orðastiganri 19.55 ►Gamanþættir Þættimir un. Símon eru ■iaaJU fyrír alla íjölskylduna. Bræðumir Símon og Carl Himple eru nýfluttir ínn í heldur óhijálega íbúö í Harlem, en eins og flestir vita er það ekki beinlínis besti staðurinn í bænum. Metnaður Símons felst í að horfa sem mest á sjónvarp og eiginlega komast i gegnum hvem dag fyrír sig, án þess að gera nokkuð annað. Það sama verður ekki sagt um bróður hans. Carl er nýlega fráskilinn, háskóla- menntaður og atvinnulaus. Símon er sannfærður um að hann geti séð fyrir þeim báðum ef honum tækisc aðeins að verða sér úti um tímabundna vinnu, eða þar til Carl fær vel launað starf. f leit sinni að vinnu „dettur‘! Símon óvart upp metorðastigann þegar hann er ráðinn sem fram- kvæmdastjóri á sjónvarpsstöð. Það er kanadíski grínistinn Harland Williams sem leikur Símon en með hlutverk Carls fer Jason Bateman (Silver Spoons). Sá alsvalasti. Antonio Allsstaðar LÁNIÐ leikur við Antonio Banderas, 35 ára, um þess- ar mundir. Með hlutverkum sínum í hasarmyndinni Ass- assins ásamt Sylvester Stallone, ástarflækjunni Two Much, spennumynd- inni Never Talk to Stran- gers og Four Rooms hefur honum tekist að vera fjöl- hæfari en sjaldséður. En ekki er allt upp talið því brátt hefjast tökur á kvik- myndinni Evitu þar sem Banderas kemur fram á móti Madonnu og enginn spænskra leikara hefur náð viðlíka frægð eða kvenhylli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.