Morgunblaðið - 08.12.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA FIMLEIKAR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Velkominn í hópinn! GUÐMUNDUR Haraldsson, formaður Fimleikasambandslns, og Erla Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjórl FSÍ, af- hentu Ruslan Ovtslnnlkov blómvönd frá FSÍ í tilefnl þess að hann hafði fenglð íslenskan ríkisborgararétt. Fyrlr aftan stendur Matl Kirmes, þjálfari ,og unnusta Ruslans, Auður Inga Þorstelnsdóttir, er lengst tll hægri. 1995 FOSTUDAGUR 8. DESEMBER BLAD Skoraði frá miðju eftir fjór- ar sekúndur! FRAMHERJINN Damian Mori, sem leikur knatt- spyrnu með liði Adelaide City í ástrðlsku deildar- keppninni, skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í gær er hann skoraði þegar aðeins fjórar sekúnd- ur voru liðnar frá því að dómarinn flautaði til leiks. Þetta er liklega heimsmetsjöfnun. Mori, sem er ástralskur landsliðsmaður, fékk knðtdnn frá félaga sinum sem tók upphafsspyrn- una, sá að markvörðurinn var um átta metra fram- an raarklinunnar og lét vaða. Og viti menn, knött- urinn fór í markið. Talsmaður áströlsku deildar- innar staðfesti síðar að aldrei hefði verið skorað svo snemma áður í deildarleik þar í landi. í heimsmetabók Guinness er getið um fjóra leikmenn sem hafa skorað eftir sex sekúndur í ensku knattspyrnunni en alla jafna er talið að Jim Fryatt eigi heimsmetið. Hann skoraði fyrir Brad- ford gegn Tranmere eftir aðeins fjórar sekúndur í 4. deildarleik í Englandi 25. aprfl 1964 ogþvi jafnaði Mori heimsmetið i „greininni" skv. þessu. Andstæðingur Adelaide City i gær var Sydney United. Þess má geta að leikmenn Iiðsins náðu sér á strik þrátt fyrir slæma byrjun og gerðu jafntefli, 2:2, í leiknum sem fram fór í Adelaide. Tenniskappar þéna vel á mót- inu í Miinchen NOKKRIR fremstu tenniskappar heims eru nú i Milnchen í Þýskalandi á svokölluðu meistaramóti meistaranna, þangað sem boðið er þeim átta sem stóðu sig best á stærstu mótum ársins — Wimble- don, opna franska, opna ástralska og opna banda- ríska. Gífurlegt verðlaunafé er í boði, sex milljón- ir dala; andvirði 390 miljjóna kr. Pete Sampras sigraði landa sinn Patrick McEnroe 2-0 í fyrstu umferð í fyrradag og hafði þá tryggt sér tæpar 50 miiyónir. Verðlaunafé er greitt út miðað við árangur á mótinu og áður- nefndum fjórum stórmótum. Sampras sigraði á Wimbledon og opna bandaríska þannig að með því að mæta til leiks í Miinchen var hann örugg- ur með 32 milljónir. í gær varð ljóst að Sampras verður að láta 50 miHjónirnar duga; hann meiddist í hné í úrslita- leik Davis keppninnar um helgina, var slæmur í vikunni og gat sig vart hrært í gær. Hann átti að mæta Króatanaum Goran Ivanisevic i dag. Þjóðverjinn Boris Becker sigraði Byron Black frá Zimbabwe auðveldlega í gær, 7-6 (7-1) 6-1. Þar með er hann öruggur með rúmlega 430.000 dollara í verðlaun — andvirði um 28 milljóna. Ruslan Ovtsinnikov, fimleikamaðurfrá Eistlandi, orðinn íslenskur ríkisborgari „Eg er í sjöunda himni“ SAMÞYKKT var í gær á Alþingi að veita 97 manns íslenskan ríkisborgararétt og var Ruslan Ovt- sinnikov, fimleikamaður frá Eist- landi, einn þeirra. Ruslan hafði í nógu að snúast í gær við að taka við hamingjuóskum er Morgunblað- ið hitti hann að máli á æfingu hjá Gerplu. „Þessi æfing hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Það er líka allt í lagi. Ég er í sjö- unda himni,“ sagði Ruslan við Morgunblaðið í gær. Ruslan sagði daginn í gær, þegar hann hefði öðlast íslenskan ríkis- borgararétt, vera einn þann stærsta í iífi hans. „Nú get ég keppt á öllum þeim mótum sem ég hef áhuga á, svo sem heimsmeistaramótum og jafnvel Ólympíuleikum. Eins gerir íslenska vegabréfið mér kleift að heimsækja foreldra mína í Eist- landi, en ég hef ekki séð þá 1 tæp tvö ár eða síðan ég kom hingað til íslands. Þegar ég var í Rússlandi að taka þátt í liðakeppni Evrópu fyrir skömmu ætlaði ég að fara yfír til Eistlands til að heimsækja foreldra mína en fékk það ekki. Nú get ég farið hvert sem er. Ég er ákveðinn í því að heimsækja for- eldra mína fljótlega á næsta ári,“ sagði Ruslan. Ruslan er 18 ára og hefur dvalið hér á landi við æfíngar frá því í ágúst í fyrra. Hann bjó í Eistlandi en þar sem hann talar ekki eist- nesku fékk hann ekki ríkisfang þar „Á eftir að vera góð auglýsing fyr- ir íslenska fim- leika,“ segirfor- maður Fimleika- sambandsins í landi og ákvað því að koma til íslands með þjálfara sínum í von um að fá íslenskt ríkisfang. Hann er einn besti fimleikamaður heims í sínum aldursflokki og sannaði það í liðakeppni Evrópu í Rússlandi fyr- ir skömmu er hann náði hæstu ein- kunn allra einstaklinga í saman- lögðum árangri af öilum sex áhöld- unum og var með yfir 9 í meðalein- kunn. Hann hefur ekki haft keppnisrétt á alþjóðlegum mótum, nema þá í liðakeppni, vegna þess að hann hefur verið ríkisfangslaus. Akvörð- un Alþingis í gær er því mjög uppör- vandi fyrir þennan unga fímleika- mann og opnar honum allar dyr að helstu fímleikamótum heims. Fyrsta alþjóðlega mótið sem Ruslan tekur þátt í sem íslendingur er Norðurlandamótið sem fram fer hér á landi í mars á næsta ári og síðan Evrópumót unglinga sem fram fer í Kaupmannahöfn mánuði síðar. Ruslan á erindi á ÓL í Atlanta „Þessi veiting ríkisborgararéttar til handa Ruslan hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir hann og ís- lenska fímleika í heild. Hann á eft- ir að vera mikil og góð auglýsing fyrir ísland. Hann á einnig eftir að auka áhuga unglinga á fímleikum hér á landi. Við munum vinna hörð- um höndum að því í samráði við Ólympíunefnd íslands og ÍSÍ að koma honum inn á Ólympiuleikana í Atlanta því þangað á hann fullt erindi,“ sagði Guðmundur Haralds- son, formaður Fimleikasambands íslands, þegar það var ljóst í gær að Rusían væri orðinn íslendingur. KÖRFUKNATTLEIKUR: HAUKAR SIGRUÐU BIKARMEISTARANA / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.