Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 C 3 IÞROTTIR Morgunblaðið/Sverrir -ann Fred Williams, en það tókst ekki oft í gærkvöldi. Hann og félagar hans amt að játa sig sigraða. 1119 " " ¦ r tóku við sér 1 galli á annars ágætu liði Þórs og - það er ótrúlegt tuð nokkurra manna i út í dómarana, sama hvað dæmt er. r 1 Létt hjá Tindastóli Tindastóll sigraði Breiðablik s Björn Björnsson skrifar frá Sauðárkróki 84:74 og hefði sigurinn hæg- lega getað orðið stærri því heimamenn voru með góða forystu áður en leikurinn varð að leikleysu undir lokin. Ómar hóf leikinn fyrir heimamenn með þriggja stiga körfu og Birgir svar- áði eins hinum megin. Mikil barátta og jafnræði var fyrri hluta fyrri hálfleiks og þegar 8 mínútur voru eftir var staðan 23:22. Þá kom mjög góður kafli hjá heimamönn- um. Þeir léku harða vörn og náðu afgerandi forystu, mest 15 stigum. Það var aðeins fyrir góðan leik Thoele og Halldórs í liði Blika að gestirnir voru ekki skildir eftir. Torrey og Hinrik áttu ágætan leik og einnig Pétur og Atli Björn gerði tvær þriggja stiga körfur á góðum tíma. Blikar hófu síðari hálfleik með látum og náðu að minnka muninn í 8 stig en þá þéttu heimamenn vörnina á ný_ og munurinn jókst jafn og þétt. Á þessum kafla skor- aði Amar mörg góð stig og var í miklu stuði. Halldór var dekkaður mjög vel en þá losnaði um Thoele sem gerði 26 stig í síðari hálfleik og var yfirburðamaður hjá Blikum. Brotlend- ing Skaga- manna Herman Myers átti enn einn stórleikinn Eftir gott gengi Skagamanna biðu þeir afhroð í Grindavík gegn frískum heima- mönnum sem höfðu leikinn í hendi sér frá ¦m upphafi og sigruðu 120:86. Frímann „Eg átti von á erfiðum leik Óiafsson hér í kvöld eftir gott gengi þeirra meðan við höfum verið í lægð. Mér fannst við kannski ekki alveg tilbúnir í leikinn og spiluðum ekki nægilega vel í vörninni í fyrri hálfleik. Við lögðum áherslu á að laga það í seinni hálf- leik og ég er nokkuð sáttur við leikinn í heild. Menn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera en við eigum erfiðan útileik eftir á Akureyri áður eh við getum farið í jólafrí," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálf- ari Grindvíkinga. Herman Myers átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og á orðið hug og hjörtu heimamanna. Hann er sterkur undir körfun- um og skoraði ófá stig eftir að hafa rifið niður sóknarfráköst. Unndór og Marel stóðu sig vel í skyttuhlutverkunum og Guðmundur var drjúgur. Hjá Skagamönnum stóð vart steinn yfir steini á,stundum og Hreinn Þor- kelsson greip til þess ráðs að taka allt byrjun- arliðið af vellinum í upphafi seinni háfleiks og lét það sitja á bekknum í 2 mínútur. „Ég var að athuga hvort þeir tækju sig ekki á. Við mættum einfaldlega ekki í leikinn," sagði Hreinn. skrifar frá Grindavík BLAK hk a ytir nofoi sor sekt og bann í Evrópukeppni Islands- og bikarmeistarar HK í Kópavogi verða væntanlega settir í bann frá Evrópumótunum fyrir að mæta ekki til leiks í aðra umferð Evrópukeppninnar á dög- unura. Evrópusarabandið hefur ekki enn ákveðið bannið en sam- kvæmt venjunni er ekki ólíklegt að HK verði sektað um rúmlega 100 þúsund krónur og fái að auki nokkurra ára bann. Forsagan er sú að HK tapaði í fyrstu umferð Evrópukeppninn- ar fyrir Holte frá Danmörku og átti HK því að fara á mót í Sviss með liðunum sem töpuðu í fyrstu umferð. Það mót fór fram 8. til J0. desember, en HK mætti ekki og tilkynnti mótshöldurum þrem- ur dögum áður en raótið hófst að liðið myndi ekki mæta. Evr- ópusambandið er ekki ánægt með þessa framkomu og segir að þetta hafi skaðað mótshaldara og eins Evrópubikarkeppnina, sem er ný keppni. Þar hafði HK unnið sér rétt tii að vera meðal þátttakenda næstu þrjú árin en nú búast menn jafnvel við að lið- ið fái ekki að taka þátt í þeirri keppni að rainnsta kosti ekki næstu árin. Ástæður þess að HK tilkynnti ekki fyrr um að liðið drægi sig úr keppni mun vera hreinn og beinn trassaskapur. Mótið er á óheppiiegum tíma því margir leikmenn eru í prófum en ein- hverra hluta vegna gleymdist að tilkynna Evrópusambandinu að liðið hyggðist ekki taka þátt í mótinu. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Chicago með langbesta árangurinn CHICAGO Bulls sigraði Orlando Magic 112:103 ífyrrinótt og eru Michael Jordan og félagar hjá Bulls nú með langbestan árangur fdeildinni, hafa sigrað í 17 af 19 leikjum tímabilsins, en það er 89,5% árangur. Næstu lið eru meistarar Houston og Orlando með 77,3% árangur. Sem dæmi um yfirburði Búlls í miðriðli austurdeildarinnar má nefna að Indiana, liðið sem er íöðru sæti, hefur 50% árangur. Jordan gerði 36 stig fyrir Bulls gegn Magic og Scottie Pippen 26, en þetta var sjöundi sigur liðsins í röð. Bulls hefur sigrað í öllum níu heimaleikjum sínum í vetur og er eina liðið auk Orlando sem ekki hefur tapað á heima- velli. Dennis Rodman gerði aðeins 8 stig en kappinn litskrúðugi 'tók 19 fráköst. Penny Hardaway var at- Jordan kvæðamestur gestanna og gerði 26 stig en Dennis Scott var með 24, Sem fyrr vár Shaquille O'Neal ekki með en búist er við að hann leiki sinn fyrsta leík eftir meiðslin gegn Utah Jazz aðfaranótt laugardags- ins. „Við lékum vel," sagði Jordan sem gerði 22 stig í fyrri hálfleikn- um. Þjálfari Orlando, Brian Hill, sagði: „Það er ekki hægt annað en taka ofan fyrir Chicago-liðinu, það lék vel og var betra en mitt lið á öllum sviðum körfuknattleiksins." Shawn Kemp gerði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Seattle vann San Antonio og kappinn var með góða nýtingu því hann skoraði úr 11 af 12 skotum sínum utan af velli. Sam Perkins gerði 20 stig og tók 11 fráköst fyrir Sonics en David Robinson var bestur í liði Spurs, gerði 23 stig og tók 12 fráköst. Boston vann hið dapra lið 76ers, en liðið hefur aðeins náð 15% ár- angri það sem af er vetri. Dino Radja gerði 21 stig fyrir Boston og nýliðinn Eric Williams 20 en Jerry Stackhause var sá eini hjá 76ers sem eitthvað gat og gerði þessi smávaxni leikmaður 26 stig. LA Lakers brá sér til Detroit og sigraði, 101:98, og var Nick Van Exel stiga- hæstur með 30 stig fyrir Lakers. Cedric Caballos gerði 21 og Elden Campbell 17. Kærkom- inn sigur hjá Lakers sem hafði tapað fjórum leikj- um í röð á útivelli.Grant Hill gerði 25 stig fyrir Pistons. Meistarar Houston fóru til Kanada og mættu nýliðum Vanco- uver Grizzlies og töpuðu eins og venjulega er segja því þeir eru með HANDBOLTI Spennu- leikuríVín „ÉG hef séð marga leiki um ævina. Þessi var sá mest spenn- andi sem ég hef upplifað," sagði Helga Magnúsdóttir eftir að hún haf ði séð Dani vinna Austurríkis- menn 24:23 í framlengdum leik í Vínarborg í gærkvöldi — í HM kvenna. „Það var allt komið á suðumark hjá fimm þúsund áhorfendum — staðan var jöfn [19:19] eftir venjulegan leiktíma. Danska liðið lék geysilega vel gegn liði Austurríkis, sem er skipað mörgum erlendum stúlk- um — frá Rúmeníu og Ungverja- landi, sem hafa fengið austur- rískan ríkisborgararétt," sagði Helga. Danir mæta Ungverjum í und- anúrslitum í dag, en Ungverjar unnu Rússa 23:18 í Búdapest. Þar vann S-Kórea Þýskaland 20:15 og mætir Noregi, sem vann Rúm- eníu 21:19 íVín. nýliðarnir, óhætt að verstan árangur allra liða. Vancou- ver byrjaði vel, vann tvo fyrstu leik- ina en síðan hefur liðið tapað 19 í röð og er með 9,5% nýtingu sem er það slakasta í deildinni. Tapi liðið næsta leik jafnar það „met" Philad- elphia 76ers frá því 1973 og Dallas 1993, að tapa 20 leikjum í röð. Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Fylkishús:Fylkir-ÍBA......... Bikarkeppni kvenna: Valshús: Valur-Fram...................18 20 NBA-deildin Boston - Philadelphia......................111:100 Detroit - LA Lakers......................... 98:101 Chicago - Orlando...........................112:103 San Antonio - Seattle...................... 83: 88 Vancouver - Houston....................... 89:100 Knattspyrna ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Atalanta - Cagliari................................4:2 ¦Atalanta vinnur samanlagt 4:3. Halldór B. Jónsson varaformaður KSÍ HALLDÓR B. Jónsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Fram, er orðinn varaformaður Knattspyrnusambands íslands. Fyrsti fundur nýrrar stjóraar KSÍ var í gær og skipti stjórniti með sér verkum. Eggert Magnússon var kjörinn formaður KSÍ á ársþingi sambandsins. Varaformaður er Halldór 0., Elías Her- geirsson er gjaldkeri og Helgi Þorvaldsson ritari. Áðurnefndir sit ja í f ramkvæmdasl jórn ásamt Stefáni Gunnlaugssyni. Eggert Magnússon verður formaður landsliðsnefndar, Helgi Þorvaldsson mótanefndar, Halldór B. Jónsson dómaranefndar, J6n Gunniaugsson fræðslunefndar og 21 árs landsliðsnefndar, Róbert Agnarsson formaður aganefndar, Eggert Steingrímsson unglinganefndar og Elísabet Tómasdóttir kvennanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.