Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 C 3 ISUZU Deseo, sambland fjölnotabíls ogjeppa með vél úr Trooper. DESEO er leðurklæddur að innan og með viðarlistum í mæla- borði og hurð. Leiðsögutölva er í millistokki. því að vera meira í ætt við vísinda- skáldsögu eins og sumt sem af teikniborði bílahönnuða kemur. Futura virðist hafa tekið mið af markaðstilhneigingum þegar Deseo var skapaður. Fjölnotabílar eiga miklum vinsældum að fagna í Evrópu og nú virðast hönnuðir vart setja hugmynd niður á blað án þess að það form sjáist í teikn- ingunni. Deseo er þar ekki undan- skilinn. Fljótandi línur, stórir gluggar ásamt miklu innanrými er sótt til fjölnotabíla en auk þess hefur Deseo eiginleika venjulegs jeppa, með tilliti til drifbúnaðar, fjöðrunar og veghæðar. Tæknimenn Futura smíðuðu Deseo á tólf vikum sem þykir skammur tími til slíkra verka. Vélbúnaðurinn er fenginn að láni frá Isuzu Trooper en Futura smíð- aði nýjan undirvagn fyrir bílinn. Cox kveðst hafa forðast það að hafa skarpar línur í bílnum því með slíkri hönnun gæti ferskleik- inn við bílinn horfið. Hann vill að jeppar breytist úr kassalaga fyrir- bærum og verði rennilegri í hönn- un. Cox vildi skapa andlit á Deseo, eins og Mercedes-Benz hefur gert með nýrri E-línu og Ford í gegnum alla sína línu en þó sérstaklega á Scorpio. Þijár kringlóttar fram- lugtir í trapísulaga hólfi setja tæknilegt yfirbragð á framenda Deseo. Deseo virðist mun minni en hann í raun er og stórir hjólbarðar ásamt mikilli veghæð minna í fyrstu nokkuð á Grand Jeep Cherokee. Futura ákvað að hafa bílinn leður- klæddan að innan og með viðarlist- um, en margur myndi ætla að erf- itt gæti reynst að blása lífi í innan- rýmishönnunina með svo hefð- bundnu og virðulegu hráefni. Fut- ura réð tvo hönnuði í lausa- mennsku til að hanna bílinn að innan, Julian Wiltshire, sem áður starfaði sem hönnuður hjá Ford, og Nick Robinson. Arangurinn er stórglæsileg hönnun. Mælaborðið er mjög lágt og með aflíðandi lín- um en voldugur millistokkur er milli framsætanna. Fyrir ofan gír- skiptinguna eru stjómrofamir en viðarlisti umlykur allan millistokk- inn og nær út á hurðirnar. Mikið útsýni er úr bílnum enda er fremsti hurðarpósturinn mjór og hverfur ofan í vélarhlífina sem er hærri úti á hliðum en fyrir miðju. Enginn hurðarpóstur er milli fram- og afturhurða. Aftur- sætin þijú eru miklu fremur í ætt við sæti í fjölnotabílum en jeppum, há og formmótuð. Gox segir að ef framleiða ætti bílinn yrði að setja á hann B- hurðarpóst, (póst milli fram- og afturhurða) og afturhurðina yrði að opnast aftan frá en ekki að framanverðu. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með því hvort þessi nútímalegi jeppi verði settur í framleiðslu og hveijar viðtökurnar verða á hörð- um samkeppnismarkaði. ■ Minna eitrað bensín 50% MINNA magn af hinu heilsu- spillandi efni benzen verður á boðstólum í Danmörku eftir ára- mót. Benzen er náttúrulegur hluti af bensíni. Þegar blýlaust bensín var sett á markað á níunda ára- tugunum var hámark leyfilegs magns benzens í bensíni 5%. Það eru olíufélögin Hydro, Texaco, OK, JET og DK-Benzin sem bjóða nýja bensínið og áætlað er að salan verði um 25 milljónir lítra á ári. Finnar sntíða ladn FINNSKA iðnaðarsamsteypan Valmet Oy hefur gert samstarfs- samning við Lada verskmiðjurnar um að smíða Samara bíla fyrir vestur-evrópskan markað. Samn- ingurinn er til þriggja ára og sam- kvæmt honum á Valmet að setja saman 20 þúsund bíla á ári í Finn- landi og leggja fram 1,2 milljarða ÍSK í verkefnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnar smíða bíla fyrir nágranna sína í austri. Valmet hefur hins vegar í mörg ár smíðað bíla fyrir Saab og Opel. Porsche verðlaunin til Volvo LENNART Johansson verkfræð- ingur hjá Volvo hefur fengið „ósk- arsverðlaunin" innan bílaiðnaðar- ins, hin eftirsóttu Ferdinand Porsche verðlaun, sem veitt eru annað hvert ár til tímamótanýj- unga innan iðnaðarins. Johansson hefur undanfarin þijú ár haft umsjón með þróun Volvo á hliðarlíknarbelgjum. ■ Rætt um samruna Chrysler og Benz MERCEDES-BENZ og Chrysler bílaframleiðendurnir hafa tekið upp samningaviðræður um náið sam- starf og hugsanlegan samruna fyr- irtækjanna, að því er fram kemur í breska tímaritinu Car. Þar segir að mikil leynd hvíli yfir viðræðunum en verði af því að fyrirtækin tvö sameinist verði úr því fjórði stærsti bílaframleiðandi heims. Samninga- viðræðurnar séu á sama tíma og Kirk Kerkorian, stærsti hluthafi í Chrysler, reyni að koma stuðnings- mönnum sínum að í stjórn fyrirtæk- isins sem Car túlkar sem lið í hugs- anlegri tilraun hans til að ná yfirtök- um í fyrirtækinu. Samkvæmt Car átti Bob Easton, stjómarformaður Chrysler, frum- kvæðið að viðræðunum við Merced- es-Benz. Hann telji að fyrirtækinu stafi hætta af tilraunum Kerkorians og fjárfestingarfyrirtæki hans Trac- inda, jafnvel þótt honum hafi ekki tekist að afla nægilegs fjár til að kaupa meirihluta í Chrysler fyrr á þessu ári. Gæti komið báðum tii góða Samruni fyrirtækjanna myndi ekki aðeins kæfa í fæðingu tilraunir Kerkorians til yfirtöku heldur myndu fyrirtækin bæta upp veik- leika hvert annars. Sérstakur vinnu- hópur frá Mercedes-Benz var í tvær vikur í Bandaríkjunum í október í þessum erindagjörðum. Sagt er að Mercedes-Benz hafi verið á höttun- um eftir samstarfí eða samruna við annað fyrirtæki ekki síst í ljósi já- kvæðrar ímyndar sem BMW hefur skapað sér með kaupunum á Rover. Stjórn Mercedes-Benz hefur átt við- ræður við Renault og Mazda í þessu skyni en ekkert varð af samstarfinu. Samruni Mercedes-Benz og Chrysler gæti komið báðum fyrir- tækjunum til góða. Chrysler hefur mikla sérhæfingu í framleiðslu á jeppum, fjölnotabílum, litlum pallbíl- um og framhjóladrifnum litlum bíl- um en fyrirtækið hefur ekki sömu sérþekkingu og Mercedes-Benz á sviði gæðaeftirlits, drifkerfa og lúx- usfólksbíla. Ef þrýstingurinn frá hugsanlegri yfirtöku Kerkorians verður til þess að Chrysler rennur saman við Mercedes-Benz yrði það, að mati Car, viðskiptasamningur aldarinnar. ■ Hliðarspegla- þurrkur ÞAÐ hlaut að koma að því að fáan- legar yrðu liliðarspeglaþurrkur í bílinn. Með þeim er fljótlegt að fjar- lægja raka og vatn af speglunum Þessi gerð var sýnd á bílasýning- unni í Tókýó. ■ MERCEDES-Benz C lang- bakur kemur á markað á næsta ári. Benz C lcmgbakur á næsta ári MERCEDES-Benz setur á markað langbaksútfærslu af C-bílnum á næsta ári. Bíllinn er með þremur aftursætum sem hvert er með höfuðpúða og þriggja punkta bíl- belti. Hægt er að fella niður aftursætisbökin og auka far- angursrýmið til muna. Fullhlaðið upp í topp tek- ur farangursrýmið um 1.510 lítra. Langbakurinn verður 4,48 m á lengd og kemur vel búinn frá verksmiðjunum, með sama grunn- búnaði og stallbakur- inn en auk þess þremur púðum í aftursætum, þakbogum og vindskeið að aftan. Hægt er að velja á milli fjög- urra strokka, 1,8, 2,0 og 2,3 lítra bensínvéla, 2,2 lítra fjögurra strokka dísilvélar og 2,5 lítra, fimm strokka dísilvélar með for- þjöppu og hestaflatalan er á bilinu 95-150 Hestöfl. Spameytnasta vélin eyðir um 7 lítrum á hveija 100 km. ■ BÍLLINN er með hallandi afturrúðu og sveígðan afturenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.