Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GRAND Cherokee er stæðilegur bíll og vel búinn. Morgunblaðið/Ásdís Grand Cherokee Limlted í hnotskurn Vél: 5,2 Iftrar, 8 strokkar, rafstýrð fjölinnsprautun, 220 hestöfl. Sítengt aldrif - tregðulæsing að aftan. Fimm manna. Vökvastýri (hraðastillt) - velti- stýri. Hemlalæsivörn. Liknarbelgir í stýri og farþega í framsæti. Rafmagnsstilling á öku- mannssæti. Rafstilling hliðarspegla. Fjarstýrð samlæsing. Sjálfvirk hitastjórnun á miðstöð. Hraðafesting. Upplýsingatölva. Stokkur i lofti með aksturs- tölvu, útihitamæli, áttavita, les- Ijósum. Utvarp og segulband með 6 hátölurum. Lengd: 4,49 m. Breidd: 1,8 m. Hæð: 1,7 m. Hjólahaf: 2,69 m. Hæð undir iægsta punkt: 19.3 cm. Hámarkshraði: 180 km/klst. Þyngd: 1.810 kg. Bensíneyðsla: 13,21 í þéttbýli, 10.3 á þjóðvegi. Staðgreiðsluverð kr.: 4.880.000. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi. Grand Cherokee er mikil f jár festing með öllu tilheyrandi GRAND Cherokee jeppinn frá Chrysler hefur nú verið fáanlegur hérlendis í hinni nýju gerð í nokkur ár og er *)£ hann boðinn í gerðunum Laredo og Limited, með mis- munandi öflugum vélum og hI mismiklum búnaði en allar JQ gerðimar eru með sítengdu 2S aldrifi, háu og lágu. Verðið er að sama skapi breytilegt, JJJ allt frá 3,5 og uppí nærri OC 4^9 milljónir króna. „Jeep“ nafnið er skráð vörumerki Chrysl- er og hefur ,jeppinn“ orðið sam- nefnari fyrir þessi faratæki sem í fjölmörgum heimshlutum eru nauðsynleg og reyndar ekki síður skemmtileg. I hálfa öld hafa þess- ir tilteknu jeppar sýnt sig og sann- að og nú á síðari árum eru þeir æ fyrirferðarmeiri hvað varðar allan aðbúnað og lúxus og mun algengara að þeir séu notaðir sem slíkir en hreinir og beinir vinnu- hestar. En við rifjum upp kynnin af Grand Cherokee sem hefur fengið nýja stuðara, nýtt mæla- borð og fleira smálegt og skoðum Limited útgáfuna með 6 og 8 strokka vélum. Grand Cherokee er talsvert frá- bmgðinn „gamla“ Cherokee, 25 cm lengri, er allur mýkri og ával- ari. Fram- og afturrúða em nokk- uð hallandi, hliðarrúður halla lítið eitt inná við, framendinn og vélar- húsið em nokkuð fíngerð og stuð- arar sömuleiðis. Á hliðum er neðsti hlutinn með sama yfirbragði og stuðarar og virkar heldur klossað sé það ekki í sama lit og bíllinn sjálfur. Vegna þessara ávölu lína virkar Grand-bíllinn jafnvel minni en gamla gerðin og er helst að sjá aftan frá að hann er ekki síður voldugur jeppi. Bíllinn samsvarar sér allur mjög vel, hjólbarðar em hæfílega stórir og álfelgumar fara bílnum vel. Grand Cherokee er því vel heppnaður sem áferðarfallegur bíll, dugandi í torleiði og með fólks- bílaþægindum. Þægindi til allra étta Þægindi dugar sem lýsing yfír allt hið innra í Grand Cherokee. INNRI búnaður er með ýmsum þægindum, DRÝ GJ A má farangursrými með sæti og hliðarspeglar með rafstillingum því að leggja niður hluta og læsingar fjarstýrðar. aftursætisbaksins. VÉLIN er öflug átta strokka og 220 hestöfl en hún er þó sögð eyða aðeins 13 til 14 Utrum í þéttbýli. Þar em þægindi á alía kanta. Við allan frágang og útlit hafa þæg- indi og aðbúnaður ökumanns sem farþega greinilega verið lykilorðin og ekkert er þar til sparað enda er það all mikil fjárfesting að leggja í kaup á Grand Cherokee. Ökumannsstóll er með fjölbreytt- um stillingum, fram-aftur, bak- halla, halla á setu og stillingum upp og niður og til að þetta sé nú ekki of erfítt em stillingamar rafknúnar. Galli við þær er þó að heldur þröngt er umhönd öku- manns þegar hann þarf að breyta stillingunum. Á 8 strokka bílnum er auk þess tölvuminni á þessum stillingum og geta tveir haft sínar stillingar þar fastar og á það líka við um hliðarspeglana og er þessu stjómað með rofa í hurðinni. Vel getur því farið um ökumann í þessu þægilega sæti og með velti- stýrinu að auki og það á ekki síð- ur við um farþegann í framsæt- inu. Þá eru aftursætin ágæt, út- sýni gott og nokkuð sæmilegt rými fyrir þijá. Kraftur Staðal- búnadur Fjöðrun vlð sæta- Mælaborðið er vel afmarkað í ramma og nær yfír helming breiddarinnar og em þar bæði hraða- og snúningshraðamælar og allt annað sem ökumaður þarf á að halda, svo og miðstöðvarrof- ar og útvarp en þeir rofar em lengst til hægri og því einna lengst í burtu. Getur framsætisfarþeginn alveg eins séð um stjómun þeirra. Á báðar hendur ökumanns em rofar fyrir aðalljós, hæðarstillinu ljósanna, hita í sætum, hita í aft- urrúðu og þurrkur þar, yfirgír og í stýrinu er síðan hraðafestingin sem er afskapalega þægilegt tæki í langferðum. Utvarpinu fylgja sex hátalarar og loftnetið rennur upp úr brettinu þegar kveikt er á því. Öflug vél - liðug sklpting Vélin er engin smásmíði: 5,2 lítrar, átta strokkar, 220 hestöfl með rafstýrðri fjölinnsprautun og gefur hún frá sér voldugt hljóð þegar hún er gangsett en verður aldrei hávær. Að minnsta kosti ekki innan dyra þar sem bíllinn er vel einangraður. Grand Che- rokee er búinn fjögurra þrepa sjálfskiptingu með yfírgír og er merkilegt hversu lítið þarf að snerta við bensíngjöf til að bíllinn nánast rjúki af stað - og allt er þetta samt fyrirhafnarlaust með nærri tvö tonn. Skiptingin rennur liðlega milli þrepanna og sé ekki notaður yf- irgír má alveg koma bílnum á hörkusnúning áður en hann skipt- ir næst en allt gerist það samt mjög mjúklega. Sé yfirgír ekki notaður skiptir hann sér ekki í fjórða gír. Einnig er hægt að láta skiptinguna halda við með sér- stökum rofa. Þá er fjöðmnin ekki síður mjúk, fjölliða gormafjöðrun að framan og aftan gera bílinn rásfastan og sídrifíð á einnig sinn þátt í að bíllinn situr vel og örugg- lega á ósléttum malarvegi og er nokkuð fótviss í hálkunni. Há- markshraðinn getur orðið 180 km á klst. og það tekur 10,1 sekúndu að ná 100 km hraða samkvæmt upplýsingum úr bæklingi fram- leiðanda og sama heimild segir eyðsluna vera 13,2 1 á 100 km í þéttbýli en 10,3 1 á þjóðvegi. Mlkll fjérfestlng Ekki er á allra færi að fjárfesta í Grand Cherokee. Limited útgáf- an, sú með 8 strokka vélinni sem hér hefur verið til umfjöllunar, kostar kr. 4.880.000 en sé látið nægja að taka fjögurra lítra og 6 strokka vélina lækkar verðið í kr. 4.690.000. Krafturinn í þeirri vél dugar í flestum tilvikum og því geta menn hiklaust sparað sér þennan mun því annar búnaður bílanna er hinn sami. Ef menn vilja enn lækka kaupverðið er hægt að taka Laredo gerðina, þ.e. somu fjögurra lítra vélina en með minni staðalbúnaði. Er þá sleppt leðurinnréttingu, rafstillingu sæta, upplýsinga- og aksturstölv- um, viðarklæðningu á hurðum og ýmsu fleiru og fer verðið þá í tæpar fjórar milljónir króna. Odý- rast er síðan að velja Laredo með 2,5 1 dísilvél sem er 116 hestöfl og kostar sú gerð rúmar 3,5 millj- ónir. ■ Jóhannes Tómasson 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.