Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SKÍÐI
Tomba fékk
sigurí
afmælisgjöf
ALBERTO Tomba sýndi það í svigi heimsbikarsins í Madonna
di Campiglio á Ítalíu ígær að hann er bestur undir álagi.
Hann hélt upp á 29 ára afmælisdaginn og sigraði með yfirburð-
um eftir hreint frábæra síðari umferð. Tomba hefur verið í
sviðsljósinu síðustu daga eftir að hafa grýtt verðlaunagrip
sínum, sem var kristalsvasi, í ítalskan Ijósmyndara eftir stórs-
vigið á sunnudaginn. ítalski Ijósmyndarinn tók nektarmynd
af Tomba ígufubaði mánuði fyrir Olympfuleikuna íCalgary
1988 — þar sem hann vann tvenn gullverðlauna — og seldi
myndina sem var síðan birt í ftölsku tfmariti síðastliðið sum-
ar, við miður góðar undirtektir Tombas. Ljósmyndarinn meidd-
ist á hendi og hefur kært Tomba. Málið er f rannsókn hjá
iögreglu.
Tomba var með þriðja besta
brautartímann eftir fyrri
umferð svigsins í gær, næstur á
eftir Jure Kosir frá Slóveníu og
Norðmanninum Lasse Kjus.
Tomba nánast flaug niður síðari
umferðina og náði langbesta
brautartímanum og vann þar með
fyrsta heimsbikarmótið í vetur.
Þetta var jafnframt 30. sigur hans
í svigi heimsbikarsins og í annað
sinn sem hann sigrar í heimsbikar-
móti á afmælisdegi sínum. Hann
hefur nú unnið 45 heimsbikarmót
á ferlinum og það er aðeins Svíinn
Ingemar Stenmark sem hefur gert
betur, en hann vann 86 mót á sín-
um tíma. „Þið getið varla ímyndað
ykkur hve mikilvægur þessi sigur
er fyrir mig. Ég tileinka sigurinn
þeim sem elska mig, ég hef ekki
áhyggjur af hinum,“ sagði afmæl-
isbarnið, Tomba.
Tomba bestur undir álagi
Yves Dimier frá Frakklandi
varð annar, rúmlega einni og hálfri
sekúndu á eftir Tomba en Norð-
maðurinn Lasse Kjus, sem náði
þriðja besta tímanum samanlagt,
var dæmdur úr leik og því tók
heimamaðurinn Konrad Ladstaett-
er bronsið. Kosir, sem var bestur
eftir fyrri umferð, féll úr keppni
í síðari umferð.
Tomba hefur átt erfiða daga
síðan hann grýtti vasanum í ljós-
myndarann Aldo Martinuzzi við
verðlaunaafhendinguna eftir
stórsvigið í Alta Badia á sunnu-
daginn. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa
gert mikið úr þessu uppátæki
Tombas, sem er liðþjálfi í ítölsku
þjóðvarðliðasveitunum. Hann
fékk því enn meiri athygli en áður
í sviginu í gær en eins og svo oft
Reuter
ALBERTO Tomba hélt upp á 29 ára afmælið sitt í gær með því að sigraði í 45. sinn í heimsbikarmóti. Hér
er hann á fullri ferð í svigbrautinni í gær og einbeitingin í andliti hans leynir sér ekki.
áður sýndi Tomba að hann er
bestur undir miklu álagi. „Þetta
var erfið braut. Ég varð að taka
mikla áhættu í síðari umferðinni
til að eiga möguleika á sigri. Ég
var hræddur um að fara út úr í
hverri einustu beygju,“ sagði
Tomba.
Fjölmargir stuðningsmenn
Tombas voru mættir við markið
til að fagna honum á afmælisdag-
inn. Hann kunni vel að meta það
og fór til þeirra og þakkaði þeim
sérstaklega stuðninginn um leið
og hann fékk sér sneið af afmæ-
listertu.
Tíu bestu svigmenn heims
keppa í Sestriere
ALBERTO Tomba verður meðal keppenda á sérstöku svigmóti í janúar sem
ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport stendur fyrir i tilefni 100 ára afmælis
blaðsins. Keppnin fer fram í flóðljósum sunnudaginn 3. janúar í Sestriere á ítal-
íu. 10 bestu svigmönnum heims, einum frá hveiju landi, verður boðið til keppni.
Famar verða þrjár umferðir og tvær bestu látnar gilda. Hugmyndin að þessu
keppnisfyrirkomulagi er komin frá Ermanno Nogler, fyrrum þjálfara Ingmars
Stenmark. Sigurlaimin eru 35 þúsund dollarar eða um 2,2 milljónir króna.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Boston - Chicago.........114:123
Ne w Jersey - Utah........103:110
Sacramento - Vancouver.....92:85
Ameríski fótboltinn
NFL-deildin
San Francisco - Minnesota...37:30
Íshokkí
NHL-deildin
Montreal - Hartford..........3:2
New York Rangers - Washington.3:0
Colorado - Vancouver..........2:4
Edmonton - Ottawa............3:1
Handknattleikur
Þýskaland
Nettelstedt- Minden........28:22
Dormagen - Hameln..........22:25
■Annað tap Dormagen undir stjórn Krist-
jáns Arasonar á heimavelli á timabilinu.
Bad Sehwartau - Kiel........17:24
Essen - Rheinhausen........17:21
Mannheim - Lemgo............30:24
Magdeburg - Flensburg......21:15
Gummersbach - Dusseldorf...25:18
■Mannheim er með 16 stig eftir 11 leiki.
Kiel er í öðru sæti með 14 stig eftir 10
leiki en Gummersbach og Nettelstedt eru
með 14 stig eftir 11 leiki. Grosswallstadt er
í 10. sæti með 11 stig eftir 10 leiki en
Dormagen er með 8 stig eftir 10 leiki.
Skíði
Madonna Di Campiglio, Ítalíu:
Svig karla:
1. Aiberto Tomba (Ítalíu).........1.34,62
(43,03/51,59)
2. Yves Dimier (Frakkl.)..........1.36,17
(43,14/53,03)
3. Konrad Ladstaetter (Ítalíu)....1.36,56
(43,41/53,15)
4. Sebastien Amiez (Frakkl.)......1.36,66
(43,78/52,88)
5. Mario Reiter (Austurr.)........1.36,67
(43,60/53,07)
6. FabrizioTescari (Ítalíu).......1.36,68
(43,55/53,13)
7. Giinther Mader (Austurr.)......1.36,96
(43,95/53,01)
8. Finn Christian Jagge (Noregi) ....1.37,07
(43,86/53,21)
9. Fabio De Crignis (Ítalíu)......1.37,09
(43,88/53,21)
10. Bernhard Bauer (Þýskal.)......1.37,29
(43,33/53,96)
Daníel bjartsýnn
á gott gengi í vetur
DANÍEL Jakobsson varð annar í 15 km göngu í Aldalen um helgina.
Arnór fór
tólf hlið
ARNÓR Gunnarsson frá
ísafirði keppti í svigi heimsbik-
arsins I Madonna di Campiglio
í gær. Hann hafði rásnúmer 63
og var næstsíðastur í rásröð-
inni. Arnór fór vei af stað, en
lenti fljótlega neðarlega í
beygjunum og fór út úr eftir
tólf hlið og hætti. Þulur sjón-
varpsstöðvarinnar Eurosport,
sem sýndi beint frá keppninni,
sagði að Arnór hefði komið
Iangan veg frá íslandi til að
keppa og því væri það sárt fyr-
ir hann að komast ekki lengra.
foómR
FOLK
■ THEODÓRA Mathiesen, skíða-
kona úr KR, hafnaði í 28. sæti í stórs-
vigi á alþjóðlegu móti í Duved í Sví-
þjóð um síðustu helgi. Hún hlaut
57,54 punkta (fis-stig) og er það besti
árangur hennar. Hún átti áður best
63,77 punkta. Sigurvegari var Anna
Ottosson frá Svíþjóð.
■ BRYNJA Þorsteinsdóttir frá
Akureyri varð í 37. sæti á sama
móti og hlaut 66,03 punkta en hún
á best 54,75. Brynja hefur átt við
meiðsli að stríða í vetur en er nú
óðum að komast í góða æfingu.
■ MICHAEL Tritscher frá Aust-
urríki, sem vann bronsverðlaun i
svigi á Ólympíuleikunum í Lille-
hammer í fyrra, meiddist um síðustu
helgi — sleit liðbönd í vinstra hné.
Tritscher, sem vann fyrsta svigmót
heimsbikarsins í Vail fyrr í vetur,
verður því líklega frá keppni það sem
eftir er vetrar.
Daníel Jakobsson, göngu-
maður úr Leiftri, hefur
staðið sig vel það sem af er
vetri. Hann segist vera í góðri
æfingu og árangurinn í mót-
um hingað til lofi góðu fyrir
veturinn. „Ég hef fundið mig
mjög vel og þetta er allt ann-
að en á sama tíma í fyrra.
Ég var staðráðinn í að hætta
eftir þennan vetur ef ekkert
hefði gengið. Nú er ég ákVeð-
inn í að halda áfram og stefni
á að gera góða hluti á heims-
meistaramótinu sem fram fer
í Þrándheimi í Noregi 1997,“
sagði Daníel.
Hann keppti í 15 krn göngu
með frjálsri aðferð í Áldalen
um síðustu helgi og hafnaði í
öðru sæti, einni sekúndu á
eftir Peter Gjöranson. „Ég fór
númer þrjú af stað og kom
því langfyrstur í mark. Gjör-
anson fór ekkí af stað fyrr en
ég var kominn í mark og hafði
þvi minn tíma til að miða sig
við. Ég var samt mjög ánægð-
ur með gönguna," sagði Daní-
el. Gísli Einar Árnason frá
ísafirði keppti einnig í
göngunni og hafnaði í 37.
sæti og var þremur mínútum
á eftir Daníel.
Daníel starfar sem göngu-
þjálfari í skíðamenntaskólanum í
Jerpen þar sem hann stundaði
nám fyrir nokkrum árum. Hann
sér um þjálfun krakka sem eru
fæddir 1977. „Ég æfi yfirleitt
sjálfur á morgnana og er síðan
með krakkana eftir hádegi. Þetta
fyrirkomulag hentar mér vel því
ég get æft vel og fæ einnig laun
fyrir þjálfunina. Ég er þvi bjart-
sýnn á veturinn," sagði Daníel
sem nú er staddur á íslandi í jól-
afríi.