Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR ÞOLFIMI Magnús Scheving fimmti á fyrsta HM alþjóða fimleikasambandsins „Viðunandi árangur“ MAGNÚS Scheving varð fimmti á fyrsta heimsmeistaramóti alþjóða fimleikasambandsins í París um helgina. Þijátíu og átta þjóðir tóku þátt í mótinu og var keppt í fjórum flokkum. í flokki karla kepptu 28 keppendur og heimsmeistari varð Brasilíubúinn Mario Luis Americo. „Þetta var mjög sterkt mót og öll umgjörðin glæsileg. Sigurvegarinn, Mario Luis, er reyndur fimleikamaður og sýndf mikinn styrk í erfiðleikaæf- ingum. Eg lagði hinsvegar áherslu á samtengingu æfinga og listrænu hlið- ina, sem dómararnir leituðu ekki mikið eftir að þessu sinni. Það er verið að keppa eftir nýjum reglum, sem eiga eftir að þróast. Ég uppskar í raun eftir því sem ég sáði. Þolfimin hefur ekki verið fremst í forgangsröð þetta árið. I fyrra var ég styrktur af fyrirtækjum til að geta æft betur, en núna lét ég vinnuna ganga fyrir æfingum og keppni,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Viðunandi „Fimmta sætið er engu að síður viðunandi árangur á svona stórmóti og að vera meðal 10 bestu í ein- hverri íþrótt á heimsvísu hlýtur að teljast gott. Hinsvegar hefði ég ver- ið ánægðari að komast á verðlauna- pall. Mér fannst Frakkinn og Rúm- eninn sem voru fyrir ofan mig ekki með betri rútínu, en ég var fáum brotum frá verðlaunasæti. Slök ein- kunn dansks dómara fyrir tækni kostaði mig líklega verðlaun, en hann var einn 14 dómara. Það var ekki frændseminni fyrir að fara hjá hon'um. Kapparnir í efstu sætunum æfa gífurlega mikið og því má ég teljast lánsamur að komast meðal þeirra að þessu sinni. Ég hef oft verið í betra formi. Meiðsli á þumal- fingri urðu þess valdandi að ég gat ekki beitt hægri hendinni nægilega í erfiðleikaæfingum, þar sem hand- arstyrkur skiptir miklu máli, í arm- beygjum og lyftum,“ sagði Magnús. Gefur út bók Magnús, sem kjörinn var íþrótta- maður ársins af íþróttafréttamönn- um fyrir árið 1994, hefur haft nóg að gera undanfarið. „Ég hef lagt meiri áherslu á að koma hugverki mínu á framfæri þetta árið, sögubók fyrir krakka, sem heitir Áfram Lati- bær! og kennir þeim að hugsa og lifa á heilbrigðan og jákvæðan hátt. Mér fannst ég þurfa að skilja eitt- hvað eftir mig sem íþróttamaður ársins og er stoítur af bókinni, sem hefur fengið góðar viðtökur. Líklegt er að hún verði gefin út í Englandi á næsta ári og jafnvel komið á Bandaríkjamarkað. Krakkar og unglingar í dag eru alltof uppteknir af tölvuleikjum og sjónvarpi, hafa gleymt útiveru, leikjum og íþróttum. Bókin á að vísa þeim í átt að heil- brigðara líferni og betra mataræði, ásamt geisladiski sem fylgir bók- inni. Ofbeldi og einelti hefur aukist í skólum, ég hef kynnst því á fyrir- lestrum sem ég hef haldið í barna- skólum og það þarf að vísa krökkum veginn. Bókin er mín leið til að nálg- ast krakkanna og reyna að miðla af minni reynslu af samskiptum við þá.“ Heimsreisa „Auk bókarinnar hef ég verið að vinna að nýjum skemmtiþætti fyrir Stöð 3 upp á síðkastið, þannig að það hefur verið í nógu að snúast. Árið hefur verið erfitt og ég hef mætt mörgum hindrunum, en að sama skapi hef ég orðið reynslunni ríkari. Ég ætla að reyna að hægja á ferðinni á næsta ári. Það verður þó spennandi og annasamt verkefni á því ári. Ég hef unnið að líkams- ræktarforriti fyrir tölvur, sem mark- aðssett verður næsta sumar. en þá fer ég væntanlega með 15 þekkta þolfimikennara og keppendur í heimsreisu, til að kenna fólki þolfimi og leiðbeina því í átt að betri heilsu. Um það hefur líf mitt snúist síðustu Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Meistararnir EVRÓPUMEISTARINN Magnús Scheving og heimsmeistarinn brasilíski, Mario Luis Americo, eftir HM í París um helgina. Mario hefur keppt í fimleikum í mörg ár og naut góös af því á fyrsta þolfimimóti alþjóða fimlelkasambandsins. ár og þátttaka í þolfimimótum hefur verið einn angi af því. Þess vegna skiptir kannski ekki öllu máli að vinna eða verða heimsmeistari, þótt það sé ákveðin skrautfjöður. Svo á ég líka tvo Evrópumeistaratitla að baki. Ef ég get miðlað reynslu minni á jákvæðan hátt, þá er ég sáttur við mitt,“ sagði Magnús. KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR Pétur skrifaði undir hjá Hannm- arby PÉTUR Marteinsson, knattspyrnumaður úr Fram, hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska 1. deildarliðið Hammarby. Formaður fé- lagsins kom til landsins um síðustu helgi og gekk frá samningum við bæði Pétur og Fram. „Þetta er spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það. Það er metnaður hjá félaginu að fara strax aft- ur upp í úrvalsdeildina og vera þar þegar félagið verður hundrað ára 1997,“ sagði Pétur sem fer til Svíþjóðar strax eftir ára- mótin og tekur þátt í inn- anhússmóti í Globen-höll- inni með félaginu 10. jan- úar. Jordan og Pippen skiptu 74 stigum á milli sín Michael Jordan og Scottie Pippen gerðu sín 37 stigin hvor þegar Chicago vann Boston 123:114 í NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt. Celtic var með 11 stiga forystu í hálfleik en síðan tóku tvímenningarnir til sinna ráða og tryggðu 10. sigur Chicago í röð. Liðið hefur aldrei byijað eins vel - 20 sigrar og tvö töp. Pippen var auk þess með 12 stoðsendingar og tók níu fráköst. „Ungu strákar mótheijanna vildu stjórna ferðinni í fyrri hálf- leik og þeir voru vissulega á ferð- inni en við tókum völdin eftir hlé,“ ságði Jordan. „Þessi leikur skilaði okkur miklu,“ sagði M.L. Carr, þjálfari Celtic. „Þetta var viss próf- raun fyrir liðið á þessari stundu og ég er mjög ánægður með frammistöðuna en því miður náð- Williams í tveggja leikjabann FRED Williams, Bandarikjamaðurinn í úrvalsdeildarliði Þórs frá Akureyri i körfuknattleik, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja keppnisbann. Hann kastaði knettinum í höfuð Marels Guðlaugs- sonar, leikmann Grindavíkurliðsins, í viðureign liðanna á Akur- eyri um helgina og var vikið af velli. Körfuknal tleiksmenn eru farnir í jólafrí en Williams missir af tveimur fyrstu leikjunum eftir áramót — útileik gegn Akurnesingum 4. janúar og heima- leik gegn Breiðabliki 7. janúar. Þá var Sigurður Jónsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í eins leiks bann, vegna tveggja tæknivilla sem hann fékk í leiknum gegn Njarðvík um helgina. um við ekki að setja punktinn yfir i-ið.“ Jordan lék ekki í öllum þriðja leikhluta vegna eymsla í baki og fékk 40 mínútna meðferð eftir leik. „Bakið hefur verið að angra mig en ég vildi ekki sitja á bekknum því ég stífna við það og ég held áfram að vera með.“ Sacramento náði sér á strik eft- ir stærsta tap í ARCO-höllinni á heimavelli - 133:93 gegn Houston í liðinni viku - og vann Vancouver 92:85 en gestirnir skoruðu ekki utan af velli í átta mínútur í seinni hálfleik. Brian Grant var stiga- hæstur hjá Kings með 22 stig. Brian Reeves var með 23 stig fyr- ir Vancouver sem hefur tapað 21 af síðustu 22 leikjum eftir að hafa byijað tímabilið með tveimur sigr- um. Utah vann New Jersey 110:103 á útivelli. Jeff Hornacek og Karl Malone gerðu sín 24 stigin hvor fyrir gestina. „Við stóðum okkur vel og einbeittum okkur að því að gera það sem þurfti til að sigra,“ sagði Malone sem tók 15 fráköst. Kenny Anderson var með 21 stig og Kevin Edwards 16 stig fyrir Nets sem hefur tapað tveim- ur heimaleikjum i röð. Schmadtke valinní lið ársins JÖRG Sckmadtke, niarkvöróur hjá Freiburg, var valinn mark- vörður í lið fyrri umferðar þýsku deildarinnar en það var íþróttablaðið Kicker sem stóð fyrir vaiinu. Matthias Sammer, Dortmund, Junior Baiano, Bremen, og Christian Wörns, Leverkusen, voru settir sem öftustu varnarmenn. Á miðj- unni voru Harald Spörl hjá Hamburg, Ciriaco Sforza, Bay- ern Miinchen, Krassimir Bal- akov, Stuttgart, Andreas Möll- er, Dortmund, og Stefan Effen- berg, Gladbach. I framlínunni voru Martin Dahlin, Gladbach, og Giovane Elber, Stuttgart. Klos besti markvörður deildarinnar KICKEJáyirú einnig Usta yfir bestu markmenn deildarinnar og varð Stefan Klos hjá Dort- mund fyrir valinu sem sá besti. Andreas Köpke hjá Frankfurt var í öðm sæti og OUver Kahn hjá Bayem í þriðja sæti. Sammer besti mið- vörðurinn Matthias Sammer hjá Dort- mund var kjörinn besti mið- vörðurinn og Holger Fach hjá Leverkusen var í þriðja sæti. Berti Vogts, landsliðsþjálfari, hefur sagt að Sammer sé best- ur í þessari stöðu en Lothar Matthlius hjá Bayern er ekki sammála þvi og viU fá stöðu sína aftur í landsliðinu. Bayern erspáð titlinum EINS og greint hefur verið frá er Dortmund haustmeistari en þó haustmeistari hafí gjaman fagnað títlinuin að vori spá veð- bankar Bayem titlinum. Bay- era ætlar greinilega að byggja á ungu mönnum félagsins og hefur gert samuing við Mehmet Scholl, sem er 25 ára, til ársins 2000 og Dietmar Hamann, sem er 22 ára, tíl 1999. Held orðaður við Bremen SIEGFRIED Held, fyrmm landsliðsþjálfari íslands, hefur verið nefndur sem næstí þjálf- ari Werder Bremen. Aad de Mos, þjálfari liðsins, settí allt á annan endann þegar hann fagn- aði með PSV Eindhoven eftir að hollenska liðið hafði haft betur gegn því þýska í Evrópu- keppninni á dögunum og ekki bætti úr skák þegar hann sagði að ekki væri hægt að ná meira út úr Bremen og því vildi hann hætta. Þjóðverjar ánægðir ÞÝSKALAND leikur alla leiki sina í EM í Manchester og eru Þjóðverjar ánægðir með það og vísa tíl þess að Immel og Rosler leika með City.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.