Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Mikill áhugi fyrir Evrópukeppni landsliða í Englandi 1996 Uppselt á leik Englands og Skotlands á Wembley Alþjódlegur styrkur EM-liðanna ALf>JÓÐLEGA knattspymusam- bandið, FIFA, gaf í gær út nýjan styrkleikalista og eru Brasilíu- menn enn í efsta sætinu, en lands- lið íslands er í fimmtugasta sæti. Hér kemur röð efstu þjóða og þjóð- anna sem leika í EM í Englandi. 1. Brasilía 2. Þýskaland 3. Ítalía 4. Spánn 5. Rússland G. Holland 7. Argentína 8. Frakkland 9. Danmörk 11. Rúmenía 14. Tékkland 16. Portúgal 17. Búlgaría 18. Sviss 21. England 26. Skotland 30. Tyrkland 41. Króatía 50. Ísland ENGLENDINGAR eru ákveðnir að undirbúa landslið sitt sem best fyrir Evrópukeppni lands- liða, sem fer fram í Englandi næsta sumar, en þá eru 30 ár liðin síðan Englendingar urðu heímsmeistarar á Wembley, lögðu Þjóðverja þar að velli, 4:2, í sögufrægum leik — marg- ir eiga sér þann draum að sá leikur verði „endurleikinn" næsta sumar. Það hefur verið ákveðið að Terry Venables, landsliðseinvaldur Englands, fái frjálsar hendur um hvernig hann undirbýr lið sitt fram að keppninni, hvað sem það kost- ar. Margar þjóðir sem taka þátt í EM hafa óskað eftir vin- áttuleikjum gegn Englending- um í Englandi, til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina og kynnast andrúmsloftinu á völl- unum þar, sem er einstakt. Blazevic, þjálfari Króata, sem unnu Itali 1:2 á Italíu og gerðu jafntefli, 1:1, heima í undankeppni EM. Arr- igo Saechi, þjálfari Ítalíu, var mjög hrifinn af liði Króata og sagði að þeir væru með stórkostlegt lið, skip- að snjöllum leikmönnum í hverri stöðu. Þess má til gamans geta að margar af þeim þjóðum, sem leika í EM léku einnig í HM í Englandi 1966 — Þjóðverjar, Ítalír, Rússar [Sovétmenn], Spánveijar, Búlgar- ar, Portúgalar, Svisslendingar, Frakkar og að sjálfsögðu England- ingar. Þá máttust í undanúrslitum V-Þýskaland — Sovétríkin og Eng- land - Portúgal. LANDSLIÐ Króatíu er nyög öflugt og stór hópur leik- manna liðsins leikur með lið- um utan Króatíu, leikmenn eins og Slaven Bilic, Karls- ruhe, Igor Stimac, Derby, Nikol Jerkan, Real Oviedo, Robert Jarni, Real Betis, El- vis Brajkovic, 1890 MUnchen, varnarmenn. Miðvallarleik- mennimir Zvonimir Boban, AC Milan, Robert Prosinecki, Barcelona, Nikola Jurcevic, Casino Salzburg, Goran Vucevic, Barcelona, Stipe Andryasevic, Rayo Vallec- ano, Mladen Mladenovic, Casino Salzburg, Ante Mise, Arnhem, og sóknarleikmenn- irnir Davor Suker, Sevilla, Alan Boksic, Lazíó, Goran Vlaovic, Padova og Ardian Kozniki, Cannes. Flestir aðr- ir leikmenn í landsliðshópn- um koma frá tveimur liðum í Króatíu - Hajduk Split og FC Kroatia, þar af tveir leik- menn sem léku með erlend- um liðum, en hafa snúið heim. Nú þegar hafa þrjár þjóðir sem leika í Englandi, Tyrkir, Búlgarar og Rússar, óskað eftir leikjum og einnig Ungveijar, en þeir verða þó ekki með í EM. Eng- lendingar hafa þegar ákveðið einn leik, það er gegn spútnikliði Kró- ata, sem er talið eitt skemmtileg- asta lið Evrópu. Leikurinn verður á Wembley 24. apríl. Englendingar, sem leika í A-riðli ásamt Skotum, Hollendingum og Svisslendingum leika alla leiki sína í riðlakeppninni á Wembley. Nú þegar er uppselt á leik þeirra gegn Skotum 15. júní — 76.000 að- göngumiðar eru seldir og hafa Skot- ar fengið um 10.000 miða á leik- inn. Þjóðimar hafa ekki leikið Iandsleik í sjö ár, eða síðan Englendingar unnu 2:0 í Glasgow 1989 — síðasti leikur þeirra á Wembley var 1988, þegar Englendingar unnu 1:0. England og Skotland hafa leikið 107 landsleiki síðan liðin léku fyrsta leikinn 1872 í Glasgow, 0:0. England hefur unnið 43 leiki, Skot- ar 40 leiki og 24 sinnum hefur orð- ið jafntefli. Geysilegur áhugi er fyrir Evrópu- keppninni í Englandi — áður en dregið var var búið að selja um áttatíu prósent af aðgöngumiðun- um á leikina og þegar upp verður staðið, verður uppselt á alla leikina. Englendingar mæta Svisslend- ingum í opnunarleiknum á Wembley 8. júní. Englendingurinn Roy Hodg- son sem stjórnaði Svisslendingum, er þeir töpuðu 1:3 gegn Englend- ingum í vináttulandsleik í vetur, verður illa fjarri góðu gamni því hann verður ekki með liðið í EM. Hann þjálfar Inter Milan og Artur Jorge var í gær ráðinn landsliðs- þjálfari. Þegar dregið var í Birmingham á sunnudaginn var, voru fjögur Iið DAVOR Suker, einn hlnna marksæknu lelkmanna Króatíu, sem verða í sviðsljósinu í EM í Englandi. Suker, sem leikur með Sevilla á Spánl, sést hér fagna markl sínu í sigurleik, 1:2, gegn Ítalíu í Palermo í undankeppni EM. A-RIÐILL England Holland Skotland Sviss sett í fyrsta styrkleikaflokk; Eng- land, Danmörk, Spánn og Þýska- land, en önnur lið voru sett saman í hatt. Fyrir dráttinn voru uppi radd- ir um að koma í veg fyrir að Eng- land og Skotland lékju í sama riðli, en hætt var við það — ákveðið að öll lið sætu við sama borð. Þjóðimar fjórar í fyrsta styrkleika- flokknum Ieika leikina sína þijá í riðlakeppn- inni á sama velli. Englendingar á Wembley, Danir- á Hillsborough í Sheffield, Þjóðveijar á Old Trafford í Manchester og Spánveijar á El- land Road í Leeds. Hollendingar efstir á blaði hjá veðbðnkum „Þetta er mjög erfiður riðill og ómögulegt að spá um hvað gerist. Hollendingar eru með gott lið, en ég held að það sé möguleiki að bæði England og Skot- __________ land komist áfram í átta liða úrslitin," sagði Terry Venables, landsliðsein- valdur Englands. Hol- lendingar, sem eru efstir á listanum yfir líklega Evrópumeistara hjá veð- bönkum i London — 9-2, leika fyrst gegn Skotum á Villa Park 10. júní. Þjóðveijar, sem hafa tvisvar orð- ið Evrópumeistarar, leika í C-riðli B-RIÐILL Spánn Frakkland Búlgaría Rúmenía með ítölum, Tékkum og Rússum og fara leikir riðilsins fram á Old Trafford í Manchester og Anfield Road í Leeds. Þjóðveijar, urðu meistarar 1972 og 1980, leika síðasta leik sinn í riðlinum gegn Ítalíu, meisturunum frá 1968, á Old Trafford 19. júní. Beiti Vogts, þjálfari Þýskalands, segir að ít- alir séu líklegastir til sig- urs í riðlinum, ásamt sínu liði. „Vandamálið hjá okkur er hvað ung og óreynt lið við erum með. Þó svo að ítalska liðið sé reynslumeira en mitt lið, tel ég að við eig- um jafna möguleika á sigri. Það nægir okkur ekki að vinna þá — við verðum einnig að klára dæmið gegn Tékkum og Rússum." Arrigo Sacchi, þjálfari Ítalíu, sagði að ítalir myndu ekkert gefa eftir i baráttunni gegn Þjóðveijum. Tékkum eða Rússum — leikirnir verða allir erf- iðir, við munum að sjálfsögðu leika til sig- urs eins og alltaf.“ Spánn, Búlgaría, Rúmenía og Frakkland leika saman í B-riðli og fara leikirnir fram á Elland Road í Leeds og St. James Park í Newcastle. Javier Clemente, C-RIÐILL Þýskaland Ítalía Rússland Tyrkland D-RIÐILL Danmörk Króatía Portúgal Tyrkland þjálfari Spánveija, segir að það verði vandamál fyrir þá að þeir leiki í riðli með Rúmenum og Búlgörum, þar sem svo margir leikmenn frá þessum þjóðum leika á Spáni og þekki því vel til leikaðferðar Spán- veija — leikmenn eins og Rúmenarnir Gheorg- he Hagi og Gica Po- pescu hjá Barcelona og Florin Raducioiu hjá Espanyol, ásamt Búlgaranum Lyu- boslav Penev hjá Atletico Madrid. Einnig hefur búlgarski snillingurinn Hristo Stoichkov leikið með Barcel- ona. Evrópumeistarar Danmerkur leika í D- riðli ásamt Portúgal, Tyrklandi og Króatíu. Danir leika alla sína leiki í riðlinum á á Hills- borough í Sheffield og þjálfari þeirra Richard Möller Nielsen ánægður með það. Aðrir leikir í riðlinum fara fram á City Ground í Nottingham. Knattspyrnuunnendur bíða spenntir eftir að sjá hvernig spútnikliði Króatíu gengur í EM, en með liðinu leika margir mjög snjallir leikmenn sem leika með lið- um á Ítalíu, Spáni, í Þýskalandi og víða. „Við höfum bestu leikmenn heims, sem eiga eftir að gera góða hluti í. Englandi," segir Miroslav er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.