Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 C 3 enz. tenz 'I er sportlegur að innan. Mercedes-Benz leggur áherslu á fjölnotagildi slíks bíls og bendir á að með miklu innanrými opnist margir möguleikar fyrir tómstunda- iðkun af öllu tagi því rýmið er nægilegt til að flytja skíði, fjallahjól og fleira áhöld tengd útiveru og íþróttum. Þakið á AAVision er opnanlegt í tvennu lagi þannig að bæði fram- sætisfarþegar og farþegar í aftur- sætum geta opnað það með því að styðja á hnappa. ■ iðendum r irtæki ekki síst vegna mikilla fjár- festinga í Mexíkó og á Spáni en á miklar lendur í Japan og gæti bjarg- að sér með því að selja eitthvað af ) þeim. Mazda sé með tiltölulega dýra r framleiðslu og ekki sterka markaðs- * stöðu heima fyrir. Blaðið telur lík- 5 legt að Mazda muni í auknum mæli i leita hjálpar hjá Ford, sem á stóran hlut í fyrirtækinu. Daihatsu og Hino, i hins vegar, segir blaðið, standi vel á vörubílamarkaðnum í Japan en séu í undir í samkeppni um sölu á fólksbíl- k um. Þessir framleiðendur muni lík- l lega færa sig undir verndarvæng Toyota, sem á hlut í báðum. ■ Srania 4-línan kjörinn vörubíll ársins SCANIA 4-línan, hér sýnd með Topline svefnhúsinu, hefur verið kjörinn vörubíll ársins í Evrópu. SCANIA L 124/L 144 hefur verið kjörinn vörubíll ársins 1996 í Evr- ópu. Þetta eru bílar í hinni nýju 4- línu sem Scania kynnti í haust. Scan- ia fékk 72 stig í kjöri bílablaðamanna frá 14 Evrópulöndum, Daf 55 33 stig, DAF 85.400 17 stig, Volvo FL12 10 stig og Iveco 440E47 9 stig. L-bílarnir í 4-línu Scania eru lang- flutningabílar sem geta flutt á milli 40 og 60 tonn. Bílamir eru því fáan- legir með 400, 460 og 530 hestafla vélum. 4-línan ætti uppfyllir þarfir og óskir flestra evrópskra fiutninga- fýrirtækja því vélarnar eru með afar breytilegum togkrafti og hestafla- fjölda eftir notkunarsviðum. Staðal- búnaður hafði mikið að segja í kjör- inu að þessu sinni og hrifust menn einkum af rafstýrðum hægjum sem auðvelda bílstjóranum aksturinn, eykur öryggið og lengir líftíma hemlakerfísins. Opticruise, ný tölvustýrð sjálf- skipting Scania, skipti einnig sköpum í kjörinu, en hún fæst _sem aukabún- aður með 4-línunni. í niðurstöðum dómnefndar sagði m.a. að með raf- stýrðum hægjum og Opticruise séu dýrustu útfærslumar af 4-línunni tæknilega fullkomnustu vörubílar á markaðnum. ■ Þannig fóru atkvæðin: DAF DAF ERF Iveco Scania Volvo 85.400 EC 470 L/4 FL12 Austurríki 3 - - 4 4 1 Belgía -' - - - 5 - Bretland 3 - 2 - 7 - Danmörk 3 1 - 1 6 1 Finnland 2 - - 1 6 3 Frakkland 3 7 - - - Holland 3 2 - - 7 . - írland 3 - - 2 6 - Ítalía 2 4 - - 6 - Noregur 3 1 - 1 6 1 Spánn 3 - 2 - 6 - Sviss - - - y - - - Svíþjóð - 2 - - 6 4 Þýskaland 5 - - - 7 - Samtals 33 17 4 9 72 10 Verið er að gera hraða- aksturs- prófanir á Smart. Smart prófaður BYLTINGARKENNDUR smábíll Mercedes-Benz og sviss- neska úraframleiðandans Swatch, sem sumir kalla Smart en aðrir Swathmobile, hefur tekið á sig lögun. Nýi bíllinn verður kynntur árið 1998. Verið er að gera hraðaksturspróf- anir á nokkrum frumgerðum bílsins á prófunarsvæði Porsche og hraðakstursbrautum í Nurburgring. A þessum ljósmynd- um af frumgerðinni er litill öxull fyrir miðju bílsins sem notaður er við prófanirnar. ■ Fæstir bíl- ar ó fer- Á ÍSLANDI eru fæstir bílar á hvern ferkílómetra í Evrópu, eða aðeins einn bíll á hvem ferkílómetra, þar með taldir em fólksbílar, vömbílar og rútur. í Svíþjóð eru níu bílar á hvern ferkílómetra en í Þýskalandi eru þeir 117, 112 í Bretlandi, 108 á Ítalíu og 55 í Frakklandi. Flestir bílar á hvern ferkílómetra eru í Hol- landi, alls 160 bílar. Sensonic fær vidur- kenningu AUTOCAR í Bretlandi hefur útnefnt Saab Sensonic hálf- sjálfskiptinguna sem Tækni- nýjung ársins 1995. Autocar segir að Sensonic sé fljótvirk, nákvæm og hugvitsamlega hönnuð. Autocar telur að Sen- sonic hálfsjálfskiptingin geti orðið næsta bylting í bíla- smíði. Bílar með Sensonic eru með venjulegan fimm gíra handskiptan gírkassa en enga kúplingu í gólfí. Örtölva í bíln- um sér um að kúpla bílnum þegar skipt er um gíra. Skoda til Rússlands SKODA hyggst smíða bíla í Rússlandi og verður þar með fýrsti evrópski bílaframleið- andinn til að framleiða bíla þar. I nýrri verksmiðju sem þar verður byggð verður Felic- ia sett saman úr hlutum sem eru framleiddir í Tékklandi. Bentley kóngsins DANSKUR bílasafnari hefur keypt handsmíðaðan Bentley Mark IV, árgerð 1952, á upp- boði Brook’s í London. Kaup- verðið var 436.000 kr., eða nálægt 4,5 milljónum ÍSK. Bíllinn var fyrst í eigu Friðriks Danakonungs IX. Bílasafnar- inn danski bauð í bílinn í gegn- um síma og sá hann því ekki áður en hann keypti hann. Friðrik IX átti bílinn frá 1952 til 1957 en þá komst hann í eigu Bandaríkjamanns í New York. Friðrik IX átti fjóra opna Bentley-bíla og hann ók þeim gjarnan sjálfur. Kýr hvarfa- kútur ÞÝSKT og rússneskt fyrirtæki vinna nú sameiginlega að þró- un á nýrri gerð að þrívirkum hvarfakút. Hvarfakúturinn á að standast strangari kröfur sem gerðar eru um varnir gegn útblástursmengun, ekki síst í Bandaríkjunum. í stað hvíta- gulls verður frumefnið pallad- in notað í nýju hvarfakútana og verða þeir því um 20-25% ódýrari en hvarfakútar sem nú eru á markaðnum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.