Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ISUZU pallbíllinn með fimm manna húsinu áður en hann er hækkaður upp eða stærri hjólbarðar settir undir hann. Hér er allt orðið heldur verklegra og stæðilegra. BÍLHEIMAR sem hefur umboð fyrir japönsku Isuzu bílana, tók fyrir nokkru að bjóða fimm manna Isuzu jeppa með palli sem nefndur er Crew cab uppá ensku eða áhafnabíll með nýrri dísilvél. Bíll- inn er auk hennar fáanlegur með bensínvél og kostar tæpar 2,2 til 2,4 milljónir króna eftir vélargerð. Crew cab er að mörgu leyti áhuga- verður bíll, getur kannski einna minnst gegnt hlutverki stórs áhafnabíls en dugir fyrir útgerð- armenn smábáta og hæfir þeim mjög vel þar sem hann er ekki nema fimm manna. En hér er sem sagt á ferðinni alhliða vinnubíll og hann getur líka þjónað sem venjulegur ferðabíll fjölskyldunn- ar eða til sérhæfðra ferða upp á jökla ef settir eru undir hann breiðari hjólbarðar. Á dögunum var prófaður Isuzu pallbíll eða skúffubfll eða hálfkassabíll með dísilvélinni - bæði fyrir og eftir nokkrar breytingar sem gerðar voru og verður fjallað um þessa gerð hér á eftir. Útlit á Isuzu pallbílnum er ósköp hefðbundið, nokkuð kassa- laga yfirbygging, framhurðir ágætlega stórar en afturhurðir litlar en ágætar bylgjur og hliðar- listar ásamt broti á vélarloki gera bílinn svolítið svipmeiri en ella. Framendinn er með áberandi vatnskassahlíf, nokkuð krómsleg- inn og hár og verklegur. Allar luktir að framan eru fínlegar. Bíllinn er 4,92 m langur og þar af er pallurinn 1,5 m og burðar- geta dísilbílsins er 930 kg. Öff lugur dísil- pallbíll ffró Isuzu MÆLABORÐ ber fremur keim af vinnutæki en fólksbíl enda má kannski segja að pallbílar sem þessir henti einna best þeim sem nota hann aðallega til ýmissa verka og snúninga tengdum atvinnu. ISUZIff PALL- HNOTSKURN Dísilvél: 3,1 lítri, 4 strokk- ar, forþjappa, 109 hestöfl. Afturdiif - aldrif - hátt og lágt. Fimm manna hús og pallur. Vökvastýri. Lengd: 4,92 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,71 m. Hjólhaf: 3,02 m. Þyngd: 1:520 kg. Burðargeta: 930 kg. Lengd á palli: 1,5 m. Breidd: 1,53 m. Staðgreiðsluverð kr.: 2.395,000. Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. Fremur vlnnutœki en fólksbíll Að innan ber Isuzu meiri keim af vinnutæki en fólksbfl þar sem innrétting er fyrst og fremst hag- nýt og fremur köntuð og er engin tilraun gerð til framúrstefnu eða frumlegheita. Þó má segja að hefðbundnu mælamir framan við stýrið séu í óvenjulegri umgjörð eða ramma sem stendur út úr sjálfu mælaborðinu. Yst á þessum ramma eru síðan rofar fyrir þurrkur og ljós og er hvimleiðast við þennan frágang að þurfa að taka hendur af stýri þegar nota þarf þurrkurofana sem er sjálf- sagt einna tíðasta hreyfmgin ásamt fitli við miðstöðvarrofana. Þessi háttur hefur reyndar verið í öðrum bílum áður en hentugasta fyrirkomulagið á þurrkurofa er að hafa hann á armi við stýrið þannig að menn þurfi ekki annað en að hreyfa fingur til að ná til þurrkurofans. Framsætin eru ágæt í Isuzu með venjulegum stillingum. Aft- ursætisbekkurinn er ekki merki- legur en þó furðu rúmgóður. Gólfið er þar nokkuð hátt þannig að vel vaxnir farþegar þurfa að sitja dálítið krepptir. Er því kannski ekki viðbúið að margir fullorðnir ferðist í þessum bíl en það er þó í lagi ef menn geta skipst á um að sitja afturí. Galli er í umgengni við þennan bíl að hann var ekki búinn samlæsing- um en þær eru fáanlegar fyrir aukagjald. Rösk dísilvél Dísilvélin er kannski það sem skemmtilegast er við Isuzu pallbfl- inn. Þetta er 3,1 lítra vél sem gefur 109 hestöfl með forþjöppu og sé settur f hana millikælir gef- ur hún enn betra viðbragð. Vinnsla er mjög góð og viðbragð- ið sömuleiðis og þarf ekki mikið Vinnsla Veró Stif aftur- fjöórun að hafa fyrir skiptingum þar sem vinnslusvið í hveijum gír er mjög mikið. Fimm gíra handskiptingin er líka auðveld og lipur viðfangs og stöngin vel staðsett í gólfinu. Sama er að segja um drifskipting- una en bílnum er venjulega ekið í afturdrifi og auðvelt að skipta í aldrifið þegar á þarf að halda og grípa svo til lága drifsins við erfið- ar aðstæður. Það er nokkuð til marks um NÝJA dísilvélin er 109 hestöfl og 3,1 lítri. auknar vinsældir dísilvélar að af sjö bílum sem umboðið flutti heim skömmu fyrir áramót voru sex dísilbflar og voru tveir bílar eftir af þeirri sendingu, einn af hvorri gerð. Enda er þessi vél bæði þýð- geng og hljóðlát og gefur gott viðbragð og vinnslu eins og fyrr er nefnt. Llpur Fremur auðvelt er að með- höndla Isuzu pallbílinn í þéttbýlis- umferðinni. Hann er lipur, leggur vel á og útsýni gott og hliðarspegl- ar einnig sem gerir það að verkum að hægt er að koma honum fyrir á fljótlegan og þægilegan hátt eins og hveijum öðrum fólksbíl í öllum venjulegum bílastæðum. í aldrifinu verður hann allur heidur stirðari, ekki síst í skaki í þrengsl- um þar sem mikið þarf að leggja á stýrið en þá er næsta auðvelt að kúpla úr aldrifinu og notast aðeins við afturdrifið ef aðstæður krefjast þess ekki. Á þjóðvegi er ekkert að finna að vinnslu og hegðan fyrr en kom- ið er á malarveg - þá þarf að gæta sín dálítið á afturendanum. I léttum bílnum gerir nokkuð stíf blaðfjöðrunin það að verkum að hann getur kastast nokkuð óvænt til en um leið og komin er sæmi- leg ballest dregur úr þessari hættu. Virðist ekki skipta höfuð- máli hvort ekið sé í aldrifi eða afturdrifi eingöngu þótt hann verði heldur stöðugri í aldrifi. Má telja þessa heldur stífu fjöðrun eina galla bílsins þar sem hún kemur niður á rásfestu. Þetta myndu þeir hins vegar ekki telja galla sem vilja nota bílinn til flutn- inga enda er burðargetan mikil, 930 kg. Að framan er flexitor- fjöðrun og er hún mjúk og góð. Þokkalegt verð Verðið á dísilbflnum er kr. 2.395.000 og verður það að telj- ast þokkalega gott fyrir þetta verklegan og fjölhæfan bíl. Nokkrar breytingar voru gerðar eins og nefnd var í upphafi á bíln- um sem var prófaður. Hann var hækkaður um 3 þumlunga, settir undir hann 35 þumlunga hjólbarð- ar og þar af leiðandi brettakantar og sérstakur dráttarstuðari. Þess- ar breytingar kostuðu kringum 220 þúsund krónur. Viíji menn heldur ódýrari bíl stendur sá með bensínvélinni til boða á kr. 2.195.000 en hann er með 2,3 lítra og 98 hestafla vél. Erfítt er að koma auga á kosti þessarar vélar fram yfir þá dí- silknúnu og er því sjálfsagt að mæla með að menn leggi í dýrari kostinn. Þá má nefna að hægt er að fá þessa pallbíla með eindrifi og myndi umboðið þá sérpanta þá en gera má ráð fyrir að flestir kjósi að hafa aldrifsmöguleikann. Að minnsta kosti eru þeir 12 bílar sem eru á leiðinni allir með al- drifi og einnig þeir sem á eftir koma. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.