Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 3
f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR10.JANÚAR1996 B 3 KNATTSPYRNA ,\\ Vi ^s\kX Mikil andstaða við hugmynd FIFA um stækkun knattspyrnumarka n IMær vonlaust að halda hreinu" - segir BirkirKristinsson, landsliðsmarkvörður. Diego Maradona segir að knattspyrnumenn fari í verkfall verði markið stækkað . „ÞETTA er spaug. Fólk vill sjá fleiri mörk skoruð íleikjum, en ekki með þessum hætti - að mörkin séu stækkuð, til að auðveld- ara sé að koma knettinum í netið," sagði Ray Clemence, fyrrurn markvörður enska landsliðsins, Liverpool og Tottenham um þær hugmyndir alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, að stækka knattspyrnumörkin, lengja þau um 50 sm og hækka um 25 sm. „Ef lið leika vel skipulagða leikaðferð, þá eiga þau að skora mörk," sagði Clemence og annar fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, Peter Bonetti, Chelsea, sagði: „Þessi hugmynd er ekkert annað en hlægileg." Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í sl. viku að sam- bandið væri tilbúið að samþykkja stærri knattspyrnu- mörk til að gera leikinn enn áhuga- verðari og ákvörðun verði tekin í mars. „Verði þessi breyting ákveðin verð- ur látið á hana reyna í tilraunamót- um. Það verða ekki stærri mörk í heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi," sagði Blatter. Mikil mótspyrna hefur komið fram um allan heim við þessari hugmynd - og hafa margir knatt- spyrnukappar mótmælt henni. Eins og oft áður tekur Argentínumaður- inn Diego Maradona, formaður sambands átvinnuknattspyrnu- manna, dýpst í árinni, en hann sagði að knattspyrnumenn færu hrein- lega í verkfall í heimsmeistara- keppninni í Frakklandi 1998, gengi FIFA lengra með hugmyndir sínar um að stækka mörkin. „Ef FIFA ætlar að gera það sem sambandið vill, fara knattspyrnumenn í verk- fall. Það gerir knattspyrnuna ekki betri að stækka mörkin, aftur á móti þýðir það að áhuginn fyrir knattspyrnunni minnkar," sagði Maradona. Það er vægast sagt nokkuð ein- kennilegt að FIFA komi fram með þessar húgmyndir á sama tíma að aukning hefur verið í markaskorun í leikjum í alþjóðlegum mótum. í undankeppni Evrópukeppni lands- liða voru skoruð að meðaltali 2,95 mörk í leik og var það aukning frá þremur fyrri keppnum og upp- sveifla var í HM í Bandaríkjunum 1994, þar sem skoruð voru 2,71 mark í leik. Michel Platini, einn besti knattspyrnumaður Evrópu, sem nú er formaður framkvæmda- nefndar HM í Frakklandi 1998, segir að það verði ekki skoruð fleiri mörk, þó að mörkin verði stækkuð. „Leikmenn verða einfaldlega að verða betri til að skora. Það er ekki hægt að bæta leikmenn með því að stækka mörkin." „Gerir markvöröum erfitt fyrir" „Það munar um hvern sentimetra sem er í markrammanum. Það yrði mikil breyting ef ætti að stækka Jolli iði ér ka 'lk ri. Verða knattspyrnumörkin stækkuð? breikkuð um boltaþvermál (25 sm) til hvorrar hliðar og hækkuð um þvermál eins bolta (25 sm) Mörk skoruð í undankeppni Evrópukeppni landsliða sama deild •á 16 ;,31 í Hlinni n 19. karla •iðlin- king- ablik, tjarn- falur, idi en ykja. Fylk- ablik, Val-' -riðli. Ánægður að Birkir sé kominn - segirÁgúst Gylfason hjá Brann, sem hefurfengiðsjö nýja leikmenn Oirkir Kristinsson, landsliðs markvörður í knattspyrnu, var ánægður eftir að hann kom af fyrstu æfingu sinni hjá Brann á mánudaginn. „Aðstæðurnar hefðu mátt vera betri - það var boðið upp á gömlu mölina, klaka og snjó. Maður er ekki óvanur þessum að- stæðum, þannig að ég lét þær ekki á mig fá," sagði Birkir. Leikmenn Brann eru byrjaðir að búa sig undir næsta keppnistíma- bil, sem hefst 14. apríl í Noregi. Ágúst Gylfason, sem lék með liðinu sl. keppnistímabil, sagði að hópur- inn hjá Brann væri nú bæði stærri og sterkari og væru menn bjartsýn- ir eftir óviðunandi gengi sl. keppnis- tímabil. „Það eru sjö nýir leikmenn í hópnum, þar af eru þrír leikmenn sem hafa leikið með norska landslið- inu. Það verður hart barist til að tryggia sér sæti í liðinu, þar sem tveir til þrír leikmenn koma til með að berjast um hverja stöðu," sagði Ágúst, sem var ánægður með að annar íslendingur væri kominn í herbúðir Brann. Fyrir utan að leika í mótum í yfirbyggðum höllum í Noregi í vet- ur, fer Brann í þrjár æfingaferðir út fyrir landsteinana - t.d. til Kýp- ur í lok febrúar og Möltu í mars. Þess má geta að þrír aðrir íslend- ingar hafa leikið með Brann á und- anförnum árum — Bjarni Sigurðs- son, markvörður, Sævar Jónsson og Olafur Þórðarson. Teitur Þórðar- son var þjálfari liðsins. mörkin og gerir markvörðum erfið- ara fyrir. Það er alltaf gaman að sjá fallega skoruð mörk, en það má ekki vera of mikið af mörkum í leiknum og þá sérstaklega fyrir markverði. Það verður nær vonlaust fyrir okkur að halda markinu hreinu, sem maður er alltaf að keppa að," sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður er Morgun- blaðið spurði hann um þessar hug- myndir FIFA. „Knattspyrnumönnum er yfirleitt alltaf illa við breytingar, enda hefur verið lítið um þær. Það var þó ágæt- is breyting þegar markverðir hættu að mega taka knöttinn með hönd- um, eftir að meðspilari sendi hann aftur til markvarðar. Það gerði leik- inn meiri spennandi og markverðir þurftu að hafa útispilarakunnáttu, þegar þeir áttu við knöttinn. Þessi breytingartillaga, að stækka mörkin, gæti orðið erfiðari viðureignar fyrir markverði - og þá að aðlaga sig og venjast þessu. Það verður ekki möguleiki fyrir markverði að verja vítaspyrnur þeg- ar knettinum er spyrnt út við stöng, eða upp í markhomin. Mér líst ekk- ert á þessa breytingu við fyrstu sýn, því að þetta kemur fyrst og fremst niður á markvörðunum. Þeg- ar markverðir vakna upp við það að þeir eru að fá á sig fullt af mörkum í leik, verða þeir frekar pirraðir og leiðir í markinu. Að þurfa að hirða knöttinn oft úr net- inu, verður til þess að markverðir verða fúlir í skapinu og fara að skamma varnarmenn. Það er ekki góð breyting, þegar reynt verður að gera sóknarleikmönnum léttara fyrir á kostnað varnarmanna og markvarða," sagði Birkir, sem er alfarið á móti þessari breytingu. „Hefði ekki viljað skora í stærri mörk" Einn mesti markvarðahrellir allra tíma í Evrópu, Þjóðverjinn Gerd Miiller, er ekki ánægður með þessar hugmyndir. Miiller, sem skoraði 365 deildarmörk í 427 deildarleikj- um — 40 mörk árið 1969-70 — og 68 mörk í 62 landsleikjum fyrir Þýskaland, sagðist ekki vilja hafa skorað neitt af sínum mörkum í stærra mark. „Með því að stækka markið er verið að gera markvörð- um erfitt fyrir, mörkin eins og þau eru í dag eru nægilega stór til að skora í þau. Það fer allt eftir því hvernig leikaðferð lið leika, hvort mörk eru skoruð eða ekki." Sepp Maier, markvörður og fyrr- um félagi Gerd Miillers hjá Bayern Miinchen pg þýska landsliðiriu, var á sama máli og sagði að með breyt- ingunum væri verið að refsa mark- vörðum, sem hafa lagt hart að sér og staðið sig í leikjum. s,Ef menn eru óánægðir með knattspyrnuna, er við annað að sakast en að mörk- in séu of lítil," sagði Maier, sem hefði varla haldið marki Þjöðverja hreinu í HM í 475 mín., ef markið hefði verið stærra. Eftir að hafa lesið ummæli márgra af bestu knattspyrnumönn- um heims um hugmyndir þess efnis að stækka mörkin, er ljóst að það er búið að skjóta þær hugmyndir niður. PÁLL Guðlaugsson. Páll þjálfar hjá Götu PÁLL Guðlaugsson, fyrrum landsliðsþjálfari Færeyinga, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins Götu í Færeyj- um, sem heldur upp á 70 ára afmæli sitt í ár. Páll, sem er jafnframt þjálfari kvenna- landsliðs Færeyinga, fer til Englands á næstu dögum til að fylgjast með þjálfun hjá Manchester United. KRISTINN R. Jónsson. Kristinn R. meðFram áný KRISTINN R. Jónsson, sem lék með Fram allt þar til fyr- ir tveimur áriun, hefur tekið fram skóna á nýjan leik og lék með Fram f Reykjavíkurmót- inu í innanhússknattspyrnu um síðustu helgi. Hann mun þjálfa 2. og 3. flokk Fram í suniar líkt og hann gerði síðastliðið sumar auk þess sem hann verður Ásgeiri El- íassyni, þjálfara meistara- flokks, til aðstoðar. „Kristhm er í félaginu og það er aldrei að vita nema hann leiki eitt- hvað með næsta sumar. Hann þjálfar tvo flokka og er mér til aðstoðar með meistara- flokkinn þannig að það verður nóg að gera hjá honum. Ég held samt að ef ég þarf að nota hann í meistarafiokki þá sé hann tilbúinn i það," sagði Ásgeir í samtali við Morgun- blaðið i gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.