Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIP FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 D 5 LAUGARDAGUR 20/1 Risaskutlan Angelína LOS Angeles er sannkölluð skilta- borg og ökuferð eftir Sunset Strip líkist helst þjáningarfullum ratleik í endalausri breiðu risaauglýsinga. Sumar eru nokkurs konar kennileiti, eins og Marlboro-maðurinn, aðrar tískubólur, eins og Calvin Klein. Enginn hefur þó náð að marka sér varanlegri sess í hugum vegfarenda en Angelína. í skærbleikum Barbie-fötum, með l»"'"-'^Bj ¦ - ^h ' y,: ^ 'gi hkt :#' I^B ^B -^l 11 „Rúmlega" tvitug. hvítt sykurlopahár trónir Angelína yfir umhverfinu, á í það minnsta 20 skiltum, og virðist ekki vera að aug- lýsa neitt annað en símanúmerið sitt. En hver er hún? Borgarbúar sjálfir eru ekki miklu nálægir. Sumir segja hana söng- konu, aðrir að hún sé lagsmær ein- hvers stórlaxins, sem sýni þakklæti sitt í verki með þessum hætti. Leigu- bílstjóri nokkur stingur upp á því að hún sé í raun ekki til. Nafnið sé dregið af borgarheitinu og að hún eigi að vera persónugervingur stemmningarinnar í Los Angeles. Angelína hf. Sá sem velur númer Angelinu fær samband við símsvara sem tilkynnir að viðkomandi hafi hringt í Angelínu hf. og telur síðan upp aðdáenda- klúbba víðs vegar. Eru meðlimir sagðir 22.000, þar á meðal í Svíþjóð og Þýskalandi. Þeir sem ýtnari eru ná tali af Scott Hennig, Mltrúa stúlkunnar. „Hún leikur í kvikmyndum, sjón- varpsþáttum, tónlistarmyndböndum og hefur gefið út plötu. Einnig er búið að gefa út veggspjöld með myndum af henni og stuttermaboli með sömu skreytingu," segir Hennig og gerir ítarlega grein fyrir ágæti Angelínu hf. og hæfileikum stúlk- unnar. Hann er ekki jafn nákvæmur þegar talið berst að aldri hennar. j „Hún er rúmlega J tvítug," segir hann staðfast- j lega. En myndir af henni hafa prýtt Los Angeles síðan snemma á níunda áratugnum. „Undir lok hans," heldur Hennig afram ótrauð- ur. „Hún er að öðlast helgimyndasess, er stjarna stjarnanna. Fólk dáir hana. í hvert sinn sem hún fer í ökuferð á bleiku Corvettunni sinni ætlar allt vitlaust að verða." En Angelína sem hefur farið \ með statista-hlutverk í Earth -* * Girls are Easy, leikið í myndbandi með Sheenu Easton og skrifað handrit með titlinum Brjósta- haldarinn sem gleypti Los Angeles, fann sjálf upp á tiltækinu. „Angelína stýrir fyr- irtækinu sjálf og spjöld- in eru í hlutverki um- boðsmanna. Ætli það megi ekki segja að milljón manns sjái myndirnar af henni dag hvern. Það er býsna góð kynning. Allur gróði skilar sér til hennar og fer beint út í reksturinn," segir Hennig. Virðingarvert framtak Hún er sem sagt ekta. „Ef um brellu væri að ræða væri hinn gam- ansami að sóa hreint ótrúlegum fjár- hæðum ... þessi var góður," segir hann hlæjandi. Nokkru síðar lætur Angelína tilleiðast og kemur í síma- viðtal við blaðamann Empire, sem hefur gaman af. Hún malar lágri röddu og hefur mesta skemmtun af því að „hitta aðdáendur", borða „rómantískan kvöldverð", og fer út með „alls kon- ar mönnum". Sem stendur er Angel- ína að ljúka við. tökur á kvikmynd sem kallast Artona Queen of the Universe en mun að því búnu syngja inn á plötu. Hún er að verða hluti af Los Angeles, líkt og kvikmyndahúsin og Hollywood-skiltið," gjammar Henn- ig frammí. Það eru kannski orð að sönnu enda glittir í skiltið hennar í Travolta-kvikmyndinni Get Shorty. „Hún heldur lífi í goðsögninni um ljóshærðu kynbombuna, eins og Marilyn Monroe og Jean Harlow á sínum tíma. Þess vegna ber fólk virð- ingu fyrir henni," segir hann loks." HVER man ekki eftír skiðaköppunum Jean- Claude Killy og Ingemar Stenmark og peysun- um þeirra? Klæðaburður þeirra félaga hefur skyndilega náð fótfestu á ný þvi smekkvisir karlmenn erlendis slást nú um skíðapeysur á flóamörkuðum og búðum sem selja notuð föt. IMYNDARKEPPNIN FORSETAKOSNINGARNAR í Bandaríkjun- um verða haldnar í nóvember og með forkosn- ingunum sem senn hefjast gengur í garð fyrir alvöru ímyndarkapphlaup útvaldra. Margir óttast það reyndar að útlit frambjóðenda sé að verða slíkt aðalatriði að kjósendur hafi meiri áhuga á því sem er ofan á höfði þeirra BILL CLINTON en inni í. Hárskerinn Christophe, sem meðal annars lét skærin leika um höfuð forsetans á flugvellinum forðum daga, gengur svo langt að halda því fram að rétta klippingin geti skipt sköpum um úrslitin. Settist hann niður með stjórnmálaskýranda frá Washington DC, Chris Sautter, og spáði í hvað betur mætti fara. BOB DOLE Fyrir Eftir Fyrir Eftir Hver er Angelína? # „Fólk tekur Clinton ekki alvarlega í f or- setahlutverkinu," segir Sautter. „Leiðtoga- hlutverkið á ekki síst að felast í forystu og hugsjónabaráttu en Clinton virðist ekki standa fyrir neitt. Fólk treystir honum ekki. Hann þarf því að sýna fram á heilindi í starfi og að hann hagi seglum ekki bara eftir vindi." „Það er freistandi að segja bara pass," segir Christophe, sællar minningar. „Síðast þegar ég klippti haiin hringsóluðu þyrlur yfir höfði mér og ég fékk um það bil 250 upphringingar frá fjölmiðafólki á einni viku," segir hann. „Síðustu þrjár klippingar hafa bara lukk- ast vel. Hann þarf að láta þynna hárið á kollinum en hafa það síðara við eyrun. Bart- arnir ættu að vera örlítið síðari og einnig fer hárið betur síðara að aftan. Þegar það er síðara á hvirflinum virðist andlitið lengra. Hann er með svo þykkt hár að hár- skerinn er ekki í vandræðum með að móta það til að höfuðið virðist kúpt, eins og það á að vera." 0 „Helsta vandamál Doles hefur alltaf verið hvassttungutak," segir Sautter. „Jafnvel þótt hann sé ekki með skæting, virðist hann kominn á fremsta hlunn með að segja eitthvað misjafnt. Auk þess þyk- ist hann vita allt best svo kjósendur fá það á tilfinninguna að hann skeyti ekki um neitt. Þeim finnst hann dálítið fínn með sig. Hann þarf að temja sér vingjam- legra yfirbragð og hætta að munn- höggvast, gefa dálítið eftir." „Dole þarf að mýkja sig aðeins og verða snertanlegri. Eg myndi skipta hár- inu hinum megin, til að fela missinn. Einnig myndi ég þynna það við gagnaug- un svo það virðist meira á kollinum og búa til skarpari línu við eyrun. Það þarf iíka að vera síðara að aftan. Sé hárlínan færð neðar dregur það athygli frá höku og hálsi. Hann þarf að virka aðeins meira með á nótunum og því myndi ég dekkja það örlítið ofan á höf ðinu," segir Christ- ophe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.