Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBOND Sæbjörn Valdimarsson GÆFAOG GJÖRVILEIKI GAMANMYND Sex stiga aðskilnaður (Six Degr- ees ofSeperation) kkk Leikstjóri Fred Schepisi. Hand- ritshöfundur John Guare, byggt á samnefndu leikriti hans. Kvik- niyndatökustjóri Ian Baker.Tón- list Jerry Goldsmith. Aðalleik- endur Stockard Canning, Will Smith, Donald Sutherland, Mary Beth Hurt, Ian McKellen, Bruce Davison. Bandarísk. MGM 1993. Tími 107 mín. Öllum leyfð. EINHVERS STAÐAR stend- ur skrifað að allir jarðarbúar teng- ist í gegnum sex einstaklinga. Vandinn sé hins- vegar að hafa uppá þeim. Þetta er inntakSex stig aðskilnaðar, bráðsmellinnar,. vel gerðrar, skrifaðrar og leikinnar myndar sem vakti athygli vestan hafs fyrir rösku ári (rataði aldrei í kvikmyndahús hérlendis). Kiltridge-hjónin, Ouise (Stockard Channing) og Flan (Donald Suther- land) lifa í vellystingum praktug- lega í einu dýrasta íbúðarhverfi á Jarðríki, Central Park East. Reka listmunasölu á ríkulegu heimíli sínu og þegar myndin hefst eru þau með vellauðugan gullnámueiganda frá Suður-Afríku (Ian McKellen) í heimsókn þegar ólánið dynur yfir. Það birtist í persónu Pauls (Will Smith), aðlaðandi blökkupilts, sem segist stunda nám með börnum þeirra við Harvard háskólann. Paul er meiddur og fær því að smjúga framhjá öryggisvörðunum inní ríki- dæmi Kiltridge-hjóna. Þegar hann svo segist vera sonur Sidneys Poiti- ers og býður þeim hlutverk í Cats, næsta leikstjórnarverkefni karls föður síns, er ísinn bræddur og strákur fær inngöngu - um sinn. Margflókin mynd sem kemur á óvart fyrir óvenju fágað, allt að því svalt yfirbragð undir handleiðslu Ástralans Freds Schepisi, en mynd- in er hans besta um langt skeið. Eða allt frá því hann lauk við A Cry in the Dark (88) og með ólíkind- um að hann skuli vera leikstjóri síðustu tveggja mynda sinna, I.Q og Mr. Baseball. Will Smith (Bad Boys) er upp- rennandi stórstjarna (ef hann gætir þess að fara ekki sömu leiðina og Eddie Murphy) og skilar eftirminni- lega vel ósvífnu, bráðskörpu ung- menni, sem nýtir gáfur sínar á held- ur vafasaman hátt. Stockard Channing er stórkostleg í hlutverki eiginkonunnar sem endurmetur líf sitt og stöðu eftir kynnin við Paul og -Donald Sutherland dregur frá- bærlega upp mynd af snobbuðum og sjálfumglöðum eiginmanninum. Fjöldi góðra leikara kemur fram í minni hlutverkunum, ekki síst þeir sem leika börn hjónanna og skólasystkini þeirra sem við sögu koma. Þvílíkur hópur forhertra, sjálfselskra uppskafninga sem allt vilja fá en ekkert að gefa. Við hlið þeirra er loddarinn Paul helgur maður. Rúmsins vegna verð ég að hætta, rétt byrjaður. Þessari mynd verður ekki ofhælt. Ég mæli með henni við alla, vandláta kvikmyn- daunnendur, látið ekki málglatt upphafið fæla ykkur frá framhald- LAMBILEMUR FRÁSÉR SPENNUMYND Á flótía (The Hunted) k k Leiksljóri J.E. Lewton. Handrits- höfundur John Davis. Aðalleik- endur Christopher Lambert, John Lone, Joan Chen. Banda- rísk. Universal 1995. Tími 107 min. Aldurstakmark 16 ára. DÆMIGERÐ Lambert-B- mynd, frans- maðurinn fær ekki úr jafn góð- um hlutverkum að moða og þeg- ar hann sló í gegn í Hálend- ingnum og vakti eftirtekt í Subway og mynd Hughs Hudson um Greystoke - Tarzan apabróður. Á flótta, sem hæfir betur imba- kassanum en tjaldinu, er meðal hasarmynd um auðjöfurinn Lamb- ert og ástkonu hans (Chen) og ger- ist í Japan. Vilja slagsmálahundar, undir stjórn Lone, auðjöfurinn feig- an og mega hann ög samuraigarp- urinn félagi hans, hafa sig alla við að halda lífi í landi sólaruppkom- unnar. KJÁNAPRIK FRÁ QUEEIMS GAMANMYND (TheJerkyBoys)k Lciksljóri James Melkonian. Handritshöfundar Kamal Ahmed og John G. Brennen. Aðalleik- endur Kamal Ahmed, John G. Brennan, Alan Arkin, Paul Bart- el, William Hickey, Ozzy Osb- ourne, Tom Jones. Bandarísk. Touchstone 1995. Sam mynd- bönd 1996. Lengd 78 mín. Öllum leyfð EINN af skellum síðasta árs í bíó- unum vestra, fær tilhlýðilega meðferð utan Bandaríkjanna og fer rakleitt á myndbandið. Höfundarnir, Ahmed og Brennen - sem jafnframt fara með aðalhlutverkin, urðu frægir á einni nóttu vestra, fyrir símasprell. Meira þurfti ekki til, Hollywood opnaði faðminn og gat af sér enn ein mistökin í gerð handónýtra f arsa um aula í baráttu við Mafíuna. BÁLFÖR JARÐAR VÍSINDASKÁLDSKAPUR Sólgos (Solar Crisis) kV2 Lciksljóri Alan Smithee. Handrit Joe Gannon og Crispan Bolt, hyggt á sögu Takushi Kawata. Tónlist Maurice Jarre. Aðalleik- endur Tim Matheson, Peter Bo- yle, Charlton Heston, Jack Pal- ance, Annabel Schofield. Jap- önsk. Trimark 1992. Myndform 1995. Lengd 101 mín. Aldurstak- mark 12 ára. UNDIRSTAÐA lífsins á jörðinni, sólarh'ósið, er tekið að haga sér undarlega um miðja næstu öld. Vísindamenn komast að því að innan skamms tíma muni verða ógnarlegt sólgos sem deyðir a.m.k. helming jarðarbúa. Vísinda- menn útí geimnum grípa til sinna ráða og hyggjast koma í veg fyrir hamfarirnar með öflugri spreng- ingu. En á jörðu niðri takast menn á um völdin. Það boðar sjaldnast gott þegar leikstjórar feðra ekki afkvæmi sín heldur fela sig á bak við dulnefnið góðkunna, Í.Alan Smithee". Þannig er málum farið hér (hið rétta nafn mun vera Richard Sarafian, sem gert hefur nokkrar miðlungsmynd- ir) og kemur engum á, óvart sem séð hefur myndina að stjórnandi hennar kjósi að fara í felur. Sólgos er japönsk mynd og kost- aði stórfé á sínum tíma en var tæp- ast hugað líf er menn litu árangur- inn í heild. Enda fór það svo að myndin hlaut mjög takmarkaða dreifingu í kvikmyndahúsum en hefur nú loksins verið gefin út á myndbandi. Efnið og framvindan er tætingsleg, leikararnir flestir miðlungsmenn sem eru að týnast í myndum sem þessum, eða þá út- brunnar stjörnur. Verst allra er þó Annabel Schofield, mikil fríðleiks- stúlka með steinrunninn svip. Það eina sem stendur uppúr Sólgosi eru sæmilegar brellur sem ættu að gleðja í það minnsta hörðustu aðdá- endur vísindaskáldskapar. Debra Farentino lelkur Devon Adair, sem f lytur 200 börn á fjarlæga plánetu þelm til bjargar. Skyggnst inn í frarnf íðána R'Jjl 20.00 ?Myndaflokkur Myndaflokkurinn Jörð II, eða Uni Earth II, verður á dagskrá Sýnar á föstudagskvöldum. Þættirnir hafa vakið mikla athygli erlendis og notið vin- sælda þeirra sem hrífast af vísindaskáldskap og geim- ferðaævintýrum. Þættirnir gerast í framtíðinni. Jarðarbú- ar hafa verið þvingaðir til að búa í geimstöðvum. Þessir lífshættir geta reynst skaðlegir og kona ein, Devon Ada- ir, vill forða syni sínum og tvö hundruð öðrum börnum frá þeim. í því skyni skipuleggur hún leiðangur til plá- netu sem er í 22 ljósára fjarlægð. Plánetan er nákvæm eftirlíking af jörðinni og hlýtur því nafnið Jörð II. En leiðangurinn reynist hættulegur og ferðalangarnir eiga viðburðarík ævintýri í vændum. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BIOBORGIN Ace Ventura — náttúran kallar kk Jim Carrey fettir sig og brettir í kapp við apakettina í Afríku og má ekki milli sjá hver er hvað. Fyrir þá sem vilja horfa en ekki hlusta og hvað sem öllu líður hefur Carrey aldrei vinsælli. kPocahontas kV2 Ekki jafngóð fyrirrennurum sínum frá Disney; Konungi Ijónanna og Alladin. Engu að síður vel gerð stóriðnaðar- framleiðsla fyrir fjölskylduna Leigumorðingjar kV2 Stallone og Banderas takast á í ein- hverju vitlausasta einvígi kvikmynd- anna. Segir nokkuð um stöðu Stall- ones að myndin er þrátt fyrir allt með því skárra sem hann hefur gert að undanförnu. BÍÓHÖLLIN Ace Ventura — náttúran kallar (sjá Bíóborgina) Pocahontas (sjá Bíóborgina) „Dangerous Minds" kkV2 Michelle Pfeiffer leikur nýjan kennara í fátækraskóla sem vinnur baldna nemendur á sitt band með ljóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Algjör jólasveinn k k Ekta jólamynd fyrir alla fjölskylduna leysir ráðgátuna um jólasveininn. Gamanleikarinn Tim Allen er sem sniðinn í hlutverkið. HÁSKÓLABÍÓ Ameriski forsetinn kkV2 Aferðarfalleg mynd sem gefur skemmtilega innsýn í það allra heilag- asta í augum Bandaríkjamanna, sálar- líf forsetans og Hvíta húsið. Er lengst af góð skemmtun en forsetinn breytist úr manni í gamalkunnan demókrata- engil eftir því sem á líður og hættir að vera áhugaverður. Douglas og allar umbúðirnar traustar. Prestur kkkV2 Gagnrýnin gæðamynd um raunir ungs prests sem verður að standa frammi fyrir illyfirstíganlegum vandamálum sjálfs sín og sóknarbarnanna. Efnið er grafalvarlegt en handritshöfundur, leikstjóri og leikarar gæða það hlýju, húmor og manneskjulegheitum. Carrington kkk Vel skrifað og leikið drama um marg- flókið ástarsamband breskra lista- manna. Hann hommi, hún gagnkyn- hneigð. Stórleikarinn J.onathan Pryce stelur senunni í besta hlutverki lífs síns. Gullauga kkk Enn er Bond tekinn til við að skemmta heimsbyggðinni með ævintýrum sín- um. Nýja Bond-myndin bregst ekki vonum um skemmtilega afþreyingu og Brosnan á eftir að sóma sér vel í hlutverkinu. LAUGARÁSBÍÓ Agnes kkk Vandvirknisleg, vel leikin mynd, að nafninu til um síðustu aftökuna á ís- landi. Stílfært drama og frjálslega farið með staðreyndir, raunsæið víkur fyrir reyfaranum. „Mortal Kombat" k'/2 Tölvuleikjamynd sem byggist mjög á „Enter the Dragon". Vondur leikur og sálarlaust hasarævintýri en brell- urnar eru margar góðar. Feigðarboð k Einkar viðburðasnauð en kynferðis- lega hlaðin sálfræðileg spennumynd sem býður uppá óvænt en lítt greindar- leg endalok. REGNBOGINN Borg hinna týndu barna k k Útlitið skiptir meginmáli og skrautlegt safn persóna en sagan er veik í nýj- ustu mynd höfunda „Delicatessen". Nfu mánuðir kk Lítt merkileg gamanmynd með Hugh Grant í hlutverki uppateturs sem hræðist mjög barneignir. Meira væmin en fyndin. Handan Rangoon kkk Spennandi og vel gerð mynd Johns Boormans um ástandið í Burma. Ung bandarísk kona leiðist inn í átök lýð- ræðissinna gegn herforingjastjórninni árið 1988 þegar landið rambaði á barmi borgarastyrjaldar. Krakkar kkkVt Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eiturlyf og afbrot meðal ungl- inga á glapstigum í New York. Frelsishetjan kkkV2 Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. SAGABÍÓ Gullauga kkk Njósnari hennar hátignar hefur snúið aftur eftir sex ára hlé og er í fínu forni. Klassísk Bond-mynd með öllum helstu og bestu einkennum mynda- flokksins. Pocahontas (sjá Bíóborgina) Benjamín dúfa ***'/? Einstaklega vel heppnuð bíóútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og fé- laga. Strákarnir ungu í riddarararegl- unnni standa sig allir frábærlega og myndin hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leigumorðingjar (Sjá Bíóborgina) STJORNUBIO Vandræðagemlingarnir 0 Afleit, löng og leiðinleg endurkoma hinna ítölsku Trinity-bræðra sem voru dægurflugur fyrir margt löngu. Gam- anvestri í fúlari kantinum. Uppgjörið kkV2 Hollywood-útgáfa Farandsöngvarans hefur litlu við að bæta öðru en frá- bærri hljóðrás. Antonio Banderas er ábúðarmikill sem skotglaði farand- söngvarinn. Benjamfn dúfa kkkV2 Einstaklega vel heppnuð og skemmti- leg kvikmyndaútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og félaga. Strákarnir ungu í riddarareglunni eru frábærir í hlutverkum sínum og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Tár úr steini k k k1Á Tár úr steini byggist á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimsstyrjald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst myndin Tár úr steini í hreinrækt- aða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í íslenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.