Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 4
Einar Þorvarðarson þjálfari Aftureldingar Eigum jafna möguleika gegn Drammen Afturelding og norska liðið Drammen leika fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu í handknattleik í Drammen á morgun en seinni Feikurinn verður í Mosfellsbæ nk. fimmtudagskvöld. Afturelding er eina íslenska liðið sem eftir er í Evrópukeppni og tel- ur Einar Þorvarðarson, þjálfari liðs- ins, að það eigi jafna möguleika og Drammen að komast áfram. „Þetta verður erfitt og í handbolta er aldr- ei hægt að segja fyrir um framtíð- ina en ef við misstígum okkur ekki eigum við jafna möguleika," sagði hann við Morgunblaðið í gærkvöldi. Einar sagði að sex landsliðsmenn lékju með Drammen en liðið ætti sér svipaða sögu og Afturelding. Þetta væri þriðja tímabil þess í 1. deild og það hefði fengið marga góða menn til liðs við sig. „Miðju- maðurinn er sá besti í Noregi, leik- mennirnir eru hávaxnir og líkam- lega sterkir og liðið spilar hörku- bolta. í síðustu umferð gerði það jafntefli við franska liðið PSG á útivelli, en með því leika nokkrir úr heimsmeistaraliði Frakka, og sigraði síðan heima með þriggja marka mun.“ Afturelding hefur leikið vel eftir áramót og fengið sex stig úr fjórum leikjum í Islandsmótinu. Einar sagði að liðið virtist hafa yfirstigið byij- unarerfiðleika haustsins og hefði æft mjög vel um jólin, stundum tvisvar á dag, með þessa leiki í Evrópukeppninni i huga. „Það eru mörg batamerki á liðinu og við förum ekki til Noregs til að tapa með sem minnstum mun held- ur til að sigra,“ sagði Einar. „Það skiptir öllu að spila sterka vöm og ná hraðaupphlaupum í kjölfarið en við verðum að stjórna hraðanum sjálfir. Við getum ekki farið út í hraðan handbolta en verðum að spila upp á 40 til 45 sóknir og fá góða sóknarnýtingu." Um 150 stuðningsmenn fylgja Aftureldingu til Noregs og sagðist Einar eiga von á góðum stuðningi frá þeim, sem og Islendingum sem búa í Osló og nágrenni, en Dramm- en er rétt utan við Osló. Morgunblaðið/Kristinn BJARKI SigurAsson er óðum að nð sér eftlr meiðsl í öxl og lelkur með samherjum sínum í Aftureldlngu á morgun. fHmngtntfribtfcUl' Cantona og Ginola ekki inni AIME Jacquet, landsliðsþjálf- ari Frakklands í knattspymu, segir að Eric Cantona og David Ginola séu ekki inni i myudinni í undirbúningnum fyrir úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í Englandi í júní og því taki þeir ekki þátt í undirbúningnum. Þjálfarinn sagði að ungir menn hefðu komið í staðinn fyrir Cantona en skap Ginola hæfði ekki landsliðinu. „Það er crfitt að skilja hegð- un hans,“ sagði Jacquet um Ginola. „Hann er duttlungafull- ur og það vil ég ekki. Ég vil ekki slíka leikmenn.*' Hann bætti við að hann hefði lítið samband við Ginola og hefði ekki talað við hann í síma í átta mánuði. Cantona var fyrirliði franska landsiiðsins en missti landsliðssætið eftir að hann réðst á áhorfanda fyrir ári. „Hvers vegna á ég að velja Cantona aftur þegar tveir ung- ir leikmenn hafa komið í stað- inn og staðið sig mjög vel? Það væri út í hött að setja þá út i kuldann," sagði hann um Youri Djorkaeff þjá PSG og Zinedine Zidane, leikstjómanda Borde- aux. Frakkland og Portúgal leika æfingaleik í Parfs á miðviku- dag og skipa eftirtaldir leik- menn franska hópinn: Markvcrðin Bemard Lama (PSG) og Bruno Martíni (Montpellier). Vamarmenn: Jocelyn Angloma (Torínð), Marcel Desailly (AC Milan), Eric Di Meco (Mónakð), Franck Leboeuf (Strasbourg) og Lilian Thuram (Mðnakó). Miðjimienn: Didi- cr Deschamps (Juventus), Jean- Michel Ferri (Nantes), Vincent Guer- in (PSG), Christian Karembeu (Sampdoria) og Sabri Laraouchi (Auxerre). Framheijar: Youri Djorkaeff (PSG), Patriee Loko (PSG), Nicolas Ouedec (Nantes), Reynald Pedros (Nantes) og Zined- ine Zidane (Bordeaux). HANDKNATTLEIKUR TENNIS / OPNA ASTRALSKA Monica Seles var ekki í vandræðum Monica Seles hélt uppteknum hætti á Opna ástralska mót- inu í tennis og tapaði ekki lotu í 4. umferð í gær. Þá vann hún Julie Halard-Decugis frá Frakklandi 7-5, 6-0 og er komin í 16 manna úrslit í einliðaleik kvenna þar sem hún mætir Naoko Sawamatsu frá Japan sem er í 15. sæti á afrekalist- anum. Franska stúlkan gaf ekkert eftir gegn Seles en það tók þá síðar nefndu innan við klukkustund að tryggja sér sigurinn. Samt sem áður var Halard-Decugis, sem er 25 ára, jafningi Seles til að byija með hvað kraft og staðsetningu varðaði en boltinn fór frá henni á meira en 160 km hraða eftir send- ingar mótheijans sem hefur þrisvar orðið meistari í þessari keppni. Seles var á toppnum 1993 en mánuði eftir að hún hafði fagnað meistaratitlinum á Opna ástralska var hún stungin í bakið á móti í Hamborg og var frá keppni í 28 mánuði en þetta er annað stórmótið hennar eftir að hún byijaði að keppa á ný. Hún sagðist hafa tekið Thom- as Muster sér til fyrirmyndar þegar álagið var sem mest gegn frönsku stúlkunni en skömmu áður hafði Muster, sem er í þriðja sæti á styrk- leikalista karla í keppninni, tognað á ökla en harkað af sér og sigrað mótherja sinn í 3. umferð. „Það má teygja á líkamanum endalaust," sagði Seles sem er í daglegri með- ferð vegna nárameiðsla þó þess séu engin merki í leik hennar. „Hann [Muster] er frábær og styrkur hans og vilji er ótrúlegur." Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni virðist helst ætla að ógna Seles en hún vann bandarísku stúlk- una Sandra Cacic 6-3, 6-3. Gabri- ela Sabatini fór einnig létt í 16 manna úrslitin en hún vann þýsku stúlkuna Karin Schwendt 6-1,6-2. Muster ætlar að reyna aftur á grasvöllum THOMAS Muster er f hópi bestu tennisleikara heims og er það fyrst og fremst árangri á leirvöllum að þakka en hann er m.a. handhafi meistaratitilsins á Opna franska mótinu. Muster átti ekki í erfiðleikum með Sviann Nicklas Kulti á Opna ástralska í gær og sagði eftir sigurinn að hann ætlaði sér að vera með á Wimbledon í sumar. Hann tók ekki þátt í þeirri keppni í fyrra frekar en 1988 til 1991 eftir að hafa fjórum sinnum verið með og aldrei fagnað sigri. Hann sagðist ætla að æfa sig á grasvöllum fyrir komandi átök og verður m.a. i liði Austurríkis gegn Suður- Afríku í Davis-keppninni í næsta mánuði en þá verður leikið á grasi. Muster sagðist hafa lagt áherslu á að bæta uppgjafir og móttökur undanfama 12 mánuði með það í huga að bæta sig á grasi. „Ég verð aldrei eins góður og Pete Sampras í því að taka á móti boltanum upp við netið en ég reyni að bæta mig.“ Reuter MONICA Seles þurfti eins og sjá má að taka á öllu sínu gegn frönsku stúlkunni Julie Halard-Decugls en mótspyrnan stóö ekki lengl og Seles sigraöl örugglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.