Morgunblaðið - 31.01.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 31.01.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ 1996 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR BLAÐ Feðgarnir verða að bíða enn ÞETTA verður til þess að feðgarnir Arnór og Eiður leika ekki saman í landsliði, en það hefur lengi verið draumur Arnórs að leika landsleik með syni sínum áður en hann hættir að leika með landsliðinu. Arnór hefur náð sér eftir meiðsli og fer til Möltu. HANDKNATTLEIKUR: UNGU STRÁKARNIR FÁTÆKIFÆRI í NOREGI / C2 Guðni kemst ekki Valdi bæði gamla refi og unga leikmenn „EG tók þá ákvörðun að kalla á leikmenn sem hafa ekki verið í landsliðshópnum undanfarin ár, tij að þeir fái tækifæri til að sýna hvað íþeim býr,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sem hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn — leik- menn sem taka þátt ífjögurra landa móti á Möltu í næstu viku, ásamt landsliðum Möltu, Rússlands og Slóveníu. Tíu leikmenn sem leika með erlendum liðum eru í hópnum og átta leikmenn sem léku ekki í undankeppni Evrópukeppni landsliða. egar ljóst var að ég myndi fá stóran hóp leikmanna sem leika í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Englandi til Möltu, sá ég að mér gafst gott tækifæri til að kalla á leikmenn til að sjá og finna út bestu blönduna fyrir HM. Ég get ekki tekið alla þá leikmenn með, sem ég hefði viljað — margir góðir leik- menn verða eftir heima, en ég hef ekki afskrifað þá. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin í leitinni að sterkustu liðsheildinni. Ég valdi í hópinn bæði gamla refi með reynslu og unga leikmenn,“ sagði Logi. Það vekur athygli að Logi velur tvo leikmenn, sem hafa leikið hér á landi sem miðvallarspilarar, í hlut- verk varnarleikmanna — þá Ágúst Gylfason hjá Brann og nýliðann Helga Kolviðsson, sem leikur með þýska utandeildarliðinu Pfullendorf. „Ég fæ nú tækifæri til að sjá þessa leikmenn í hlutverkum varnarleik- manna, sem þeir hafa verið að leika að undanförnu. Helgi hefur verið að leika sem miðvörður og Ágúst sem bakvörður," sagði Logi, sem er mjög ánægður með að fá þijá landsleiki á Möltu. „Ég fæ tilvalið tækifæri til að sjá til leikmanna sem ég hef lítið séð til. Það er gott, því að það styttist í fyrsta leik okkar í heimsmeistarakeppninni, gegn Makedóníu,“ sagði Logi. Tíu leikmenn sem leika með er- lendum liðum leika á Möltu og átta leikmenn, sem tóku ekki þátt í und- ankeppni Evrópukeppni landsliða. Það eru þeir Ágúst Gylfason, Brann, Þorsteinn Guðjónsson, sem er í Grindavík en á leið til KR, Helgi Kolviðsson, Helgi Sigurðsson, Stuttgart, Þórður Guðjónsson, Bochum, sem léku ekki með lands- liðinu 1995, og Lárus Orri Sigurðs- son, Stoke, Rútur Snorrason, ÍBV og Guðmundur Benediktsson, KR, sem hver lék einn vináttulandsleik — Guðmundur í Chile og Lárus Orri og Rútur gegn Færeyjum. Kristján Finnbogason, markvörður, lék ekki landsleik í fyrra, en var í landsliðshópnum. Logi Ólafsson hefurvaliðfyrsta landsliðshópinn sinn, semfertil Möltu GUÐNI Bergsson, fyrirliði landsliðsins, getur ekki leikið fyrsta leik íslands á Möltu - gegn Slóveníu, eins og stóð til. Ástæðan fyrir því er að þegar bikarleik Bolton og Leeds var frestað, var hann settur á á ný þriðjudaginn 6. febrúar, eða daginn fyrir leikinn gegn Slóveníu á Möltu. Arnar Gunnlaugsson er að leika með Sochaux í Frakklandi sama dag og einnig laugardaginn 10. febrúar. HELGI Kolviðsson, fyrrum leikmaður HK, er eini nýliðinn í tuttugu manna landsliðshóp ís- lands sem leikur á Möltu. Hann leikur með utan- deildarliðinu PfuIIendorf í Þýskalandi. Tveir eru öruggir TVEIR leikmenn eru öruggir að leika fyrsta landsleikinn á Möltu, gegn Slóveníu 7. febrúar. Það eru þeir Rúnar Kristinsson, Örgryte, og Lárus Orri Sigurðsson, Stoke, sem geta aðeins tekið þátt í fyrsta leiknum. ísland leikur gegn Rússiandi 9. febrúar og Möltu 11. febrúar. Ajax úr leik Morgunblaðið/RAX ÍSLENSKA landslíðið í knattspyrnu tekur þátt í æfingamóti á Möltu í næstu viku. Guðni Bergsson, sem er fremst á myndinni, verður fjarri góðu gamni á Möltu en Ólafur Adolfsson, sem er lengst til hægri, verður lykilmaður i vörninni. HEIMSMEISTARAR Ajax frá Amsterdam eru úr leik í hollensku bikarkeppninni. Liðið tapaði 2:0 í gær fyrir Cambuur Leeuwarden, sem leik- ur í 2. deild. Þess má geta sex fastamenn vant- aði í lið Ajax í leiknum. íslenski landslids- hópurinn Landsliðshópurinn í knatt- spyrnu var valinn í gær. Liðið tekur þátt í móti á Möltu í næstu viku ásamt landsliði Möltu, Rússlands og Slóveníu. Liðið sem fer til Möltu er þannig skipað: Markverðir: Birkir Kristinsson, Brann....38 Kristján Finnbogason, KR..... 6 Varnarleikmenn: Sigursteinn Gíslason, ÍA........14 Ólafur Adolfsson, ÍA......... 9 Þorsteinn Guðjónsson, KR........ 1 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke .... 1 Helgi Kolviðson, Pfullendorf.... 0 Ágúst Gylfason, Brann........ 1 Miðvallarleikmenn: Ólafur Þórðarson, ÍA.........61 Rúnar Kristinsson, Örgryte...50 Sigurður Jónsson, ÍA............38 ArnarGrétarsson, Breiðabiiki ...27 Eyjólfur Sverrisson, Herthu.....26 Haraldur Ingólfsson, ÍA......17 Bjarki Gunnlaugss., Mannh....14 Rútur Snorrason, iBV......... 1 Sóknarleikmenn: Arnór Guðjohnsen, Örebro........61 Helgi Sigurðsson, Stuttgart.. 6 Guðmundur Benediktsson, KR.. 3 Þórður Guðjónsson, Bochum.... 3 Eindhoven vildi halda Eiði FRANK Arnesen, fyrrum landsliðsmaður Dan- merkur og þjálfari Eindhoven i Hollandi, hafði samband við Loga Ólafsson, landsliðsþjálfara, og óskaði eftir því að hann myndi ekki velja Eið Gu<y ohnsen til að leika með landsliðinu á Möltu. Ástæðan fyrir því er að einn sóknarleik- maður Eindhoven er meiddur og annar að fara í leikbann, þannig að liðið hefur not fyrir krafta Eiðs, sem hefur verið á varamannabekknum að undanförnu og komið inná sem varamaður. „Við gátum ekki sagt nei við þessari bón,“ sagði Logi. Einn nýliði til Möltu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.