Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 D 3 URSLIT Körfuknattleikur NBA deildin Sacramento - Chicago...........85:105 Charlotte - Houston...........111:116 Detroit - Indiana...............87:70 Miami - Philadelhpia..........124:104 New York - Orlando............110:102 Dallas - Seattle..............103:100 Milwaukee - Denver............108:102 Íshokkí NHL-deildin •Boston - Florida.................2:2 Ottawa - Washington...............2:4 •Philadelphia - Montreal..........3:2 •St. Louis - Vancouver............2:2 Colorado - Winnipeg...............6:4 •Caigary - New Jersey.............1:1 •San Jose - Los Angeles...........6:6 • táknar að viðkomandi leikur hafi farið í framlengingu. Skíði Risasvig kvenna Heimsbikarmót. Val d’Isere í Frakklandi: 1. Katja Seizinger (Þýskal.).1.11,32 2. Renate Goetschl (Austurríki).1.11,58 3. Hilde Gerg (Þýskalandi)...1.11,71 4. MartinaErtl (Þýskalandi)...1.11,73 5. Picabo Street (Bandaríkj.).1.11,79 6. Isolde Kostner (Ítalíu)......1.11,85 7. IngeborgH. Marken (Noregi)...1.11,87 8. Alex. Meissnitzer (Austurríki)....l.ll,88 9. Heidi Zeller-Baehler (Sviss)..1.12,07 10. Heidi Zurbriggen (Sviss)......1.12,15 Staðan í risasvigskeppninni:.........stig 1. Katja Seizinger (Þýskalandi)......365 2. Alexandra Meissnitzer (Austurríki)..312 3. Martina Ertl (Þýskalandi).........290 4. Heidi Zurbriggen (Sviss)..........204 5. Michaela Dorfmeister (Austurríki) ...201 6. Anita Wachter (Austurríki)........185 7. Renate Goetschl (Austurríki)......167 8. Heidi Zeller-Baehler (Sviss)......159 9. Isolde Kotsner (Ítalíu)...........151 10. Picabo Street (Bandaríkj.)........121 Efstar í heildarstigakeppninni: 1. Wachter 886, 2. Seizinger 882, 3. Ertl 844, 4. Meissnitzer 664, 5. Elfi Eder (Aust- urríki) 580, 6. Pemilla Wiberg (Svíþjóð) 566, 7. Street 553, 8. Dorfmeister 528, 9. Kostner 501, 10. Marianne Kjörstad (Nor- egi) 452. Brun karla: Garmisch-Partenkirchen, Þýskalandi: 1. Luc Alphand (Frakkl.).........1:52.61 2. BrianStemmle (Kanada).........1:52.95 3. Peter Runggaldier (Italíu)....1:52.96 4. Kristian Ghedina (ttalíu).....1:53.59 5. GuentherMader(Austurr.).......1:53.86 6. Patrick Ortlieb (Austurr.)....1:53.90 7. Atle Skárdal (Noregi).........1:53.91 8. Max Rauffer (Þýskal.).........1:53.92 9. Josef Strobl (Austurr.).......1:54.16 10. Wemer Perathoner (Ítalíu).....1:54.17 Staðan í brunkeppninni: 1. Alphand............................532 2. Ortlieb............................359 3. Mader..............................327 4. Kemen..............................289 5. Gigandet...........................274 6. Kjus...............................243 Staðan í hcildar stigakeppninni: Kjus 974, Mader 798, Michael von Grenig- en 738, Knaus 670, Alberto Tomba 616, Alphand 608, Mario Reiter 533, Fredrik Nyberg 525, Sebastien Amiez 459, Jure Kosir 437 stig. „Magic" langar að spila á ÓL í Atlanta EARVIN „Magic“ Johnson, sem hóf að leika með Los Angeles Lakers á ný í NBA- deiidinni í vikunni, hefur áhuga á að leika með lands- liðinu Bandaríkjamanna á ólympí uleikunum í Atianta i sumar. Johnson sagði í sam- tali við blaðið Daily News í heimaborg sinni: „Ég vii mjög gjarna leika en það er enginn þrýstingur á það af minni hálfu. Ég vil ekki að menn haldi það.“ Ef af yrði sagðist Johnson ekki vilja að hann yrði valinn vegna góðvildar í sinn garð, heldur vegna þess að for- ráðamenn liðsins teldu hann eigi erindi í liðið. Hann er 36 ára og var í „Draumalið- inu“ sem varð ólympíumeist- ari í Barcelona 1992. Þar var Michael Jordan einnig á ferðinni, en hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á að Ieika í liði Banda- rikjanna í Atlanta. IÞROTTIR IÞROTTIR SJONVARP EBU greiðir 94 milljarða fyrir Ólympíuréttinn ALÞJÓÐA Ólympíunefndin (IOC) tilkynnti ívikunni að samið hefði verið við Evrópusamband útvarpsstöðva (EBU) um einkarétt á sjónvarpssendingum í Evrópu frá ólympíuleikum 2000 til 2008 og greiðir EBU rúmlega 1,4 milljarða dollara - andvirði um 94 milljarða króna. EBU, sem hefur aðsetur íGenf, eru samtök 65 ríkisrekinna stöðva í 49 Evrópulöndum, en stöðvar í Miðaustur- löndum og Norður-Afríku eru einnig aðilar að samtökunum. ^Jarist var um réttinn til sýninga í Evrópu því hópur undir for- ystu News Corp, fyrirtækis fjölmiðla- kóngsins Ruperts Murdoch, reyndi einnig að ná samningi við IOC. News Corp bauð reyndar talsvert hærri upphæð en EBU - um 2 milljarða dollara skv. fréttum, sem jafngildir um 130 milljörðum króna en IOC tók samt sem áður tilboði EBU. EBU hefur þar með tryggt sér einkarétt til sjónvarpssýninga í Evr- ópu frá sumarleikunum í Sydney árið 2000, og greiðir fyrir það 360 miiljónir dollara (um 23 milljarða króna), vetrarleikunum 2002 í Salt Lake City fyrir 120 milljónir dollara (um 8 milljarða kr.), sumarleikunum 2004 fyrir 394 milíjónir dollara (um 26 milljarða kr.), vetrarleikunum 2006 fyrir 135 millj. dollara (8,7 milljarða kr.) og sumarleikunum 2008 fyrir 443 milljónir dollara (29 milljarða kr.) Fyrir utan þá 94 milljarða króna sem EBU greiðir og áður er getið verður hagnaði af sjónvarpssending- unum skipt jafnt milli EBU og IOC. Sá hluti samningsins er á sömu nót- um og samningur- sem IOC gerði við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC undir lok ársins í fyrra og var hinn fyrsti sinnar tegundar. NBC samdi um einkarétt á sjónvarpssendingum í Bandaríkjunum frá sumarleikunum 2004 og 2008 og vetrarleikunum 2006, greiðir fyrir það um 150 millj- arða króna og að auki greiðir stöðin alþjóða ólympíunefndinni helming allra auglýsingatekna eftir að kostn- aður við útsendingarnar hefur verið greiddur. Einnig var tekið fram að EBU muni veita alþjóða ólympíuhreyfíng- unni ýmsa þjónustu við útbreiðslu íþrótta, þar á meðal greina sem þykja hafa fengið litla umfjöllun í fjölmiðl- um. í tilkynningu IOC var ekki sérstak- lega minnst á News Corp en sagt að eftir að hafa skoðað vandlega önnur hærri tilboð, hefði IOC ákveð- ið að ganga til þessa samnings við EBU, sem hefði verið samstarfsaðili IOC í Evrópu allt frá Ólympíuleikun- um í Róm 1960. í yfirlýsingu IOC kom fram að EBU væri þekkt að vönduðum vinnu- brögðum og gæði útsendinga sam- takanna væru mikil. Forráðamenn EBU voru afar ánægðir þegar málið var í höfn og lýstu því yfír að samn- ingurinn væri sigur fyrir þær stöðvar sem eru ríkisreknar eða njóta ann- arra opinberra styrkja. „Við lítum á útsendingar frá íþróttum sem þjón- ustu við almenning. Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu - ég gæti best trúað að IOC sé ánægt með það,“ sagði Jean-Pierre Julien, talsmaður EBU, í samtali Reuters. „Munurinn á EBU og Murdoch er að við erum ekki að reyna að hagn- ast. Við kaupum sýningarréttinn fyr- ir eins lítið og mögulegt er,“ bætti hann. „Um leið og stöðvarnar sem mynda samtök okkar samþykkja að kaupa réttinn, hefur almenningur aðgang að efninu. Ef Murdoch kaup- ir réttinn er tilgangurinn sá að selja aðgang að efninu og hagnast." Talsmaðurinn sagði að sá hluti samningsins sem snýr að jafnri skiptingu hagnaðar eftir kostnað við útsendingar væri enn ekki að fullu frágenginn, en um væri að ræða auglýsingatekjur og tekjur af samn- ingum við styrktaraðila sem aðildar- stöðvar EBU kynnu að gera. „Ef auglýsingatekjur og styrktarsamn- ingar stöðvanna skila hagnaði eftir að allur kostnaður hefur greiddur af vinnslu og útsendingu efnis, er þeirri upphæð skipt til helminga," sagði hann. Bætti svo reyndar við að oft gæti verið erfitt að gera sér grein fyrir hagnaði aðildarstöðvanna - oft væri um tilgátur að ræða í því sambandi þegar svona nokkuð væri reiknað út. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN BADMINTON Broddi og Árni Þór óánægðir með austurríska sambandið Mistök gætu kostað okkur ólympíusæti Reuter Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson badminton- menn eru óánægðir 'með þátttöku sína í Opna austurríska meistara- mótinu um síðustu helgi. Þeir kom- ust í 8-liða úrslit og töpuðu þar fyrir dönsku pari sem síðan sigr- aði. Þar með er ekki öll sagan sögð því þegar þeir komu á fararstjóra- fund fyrir keppnina kom í ljós að nöfn þeirra voru ekki í keppnislist- anum. Þeir mótmæltu þessu því þeir höfðu skráð sig í mótið með hefbundnum hætti og fengið skeyti því til staðfestingar. Broddi sagði að þeir hefðu átt að fá röðun í mótinu og því ekki átt að mæta sterkasta parinu fyrr en í undanúr- slitum eða úrslitum. Þess í stað mættu þeir sterkasta parinu í 8-liða úrslitum og töpuðu naumlega 15/11 og 17/15. Fyrir vikið fengu þeir ekki eins mörg stig út úr mótinu og ella. „Mótstjórinn viðurkenndi að hafa gleymt að skrá okkur, en það var bara ekkert hægt að gera því regl- ur kveða á um að ekki megi draga aftur. Þetta klúður mótshaldara gæti kostað okkur ólympíusæti þegar upp verður staðið. Ég sagði mótshöldurunum það og bað þá að hugleiða hvað þessi handvömm þeirra gæti kostað okkur. Við ætl- um að mótmæla þessu í bréfí til Evrópusambandsins og fara fram á að við fáum annaðhvort aukastig út úr mótinu eða þá að mótinu verði sleppt í útreikningi okkar á heimslistanum,“ sagði Broddi. „Við ætlum að halda áfram að sækja mót erlendis, en fjárskortur hefur háð okkur í því sambandi. Við höfum ekki fengið neinn styrk frá Badmintonsambandinu og við erum frekar óhressir með það. Eini Þriðji sigur Luc Aiphands Frakkinn Luc Alphand sigraði í þriðja sinn í vetur í bruni heims- bikarsins er keppt var í Garmisch- Partenkirchen í Þýskalandi í gær. Kandahar brunbrautin er ein sú erf- iðasta í heimsbikarnum og var þetta fyrsta keppnin sem fram fer í braut- inni síðan austurríska stúlkan Ulrike Maier lét lífið þar fyrir tveimur árum. Alphand sýndi að hann er besti brunmaðurinn um þessar mundir, fór brautina á 1.52,95 mín. Brian Stemmle frá Kanada varð annar og náði þar með besta árangri sínum í heimsbikarnum. Hann var tæplega hálfri sekúndu á eftir Frakkanum og Italinn Peter Runggaldier varð þriðji. Alphand vann fyrstu tvö brunmót vetrarins og færist því nær bruntitl- inum með sigrinum í gær. „Ég náði mér ekki vel á strik í efri hluta braut- arinnar, en tók síðan á öllu sem ég átti í neðri hlutanum. Það er ánægju- legt að standa á efsta þrepi aftur,“ sagði sigurvegarinn. Það var þó enginn ánægðari en Kanadamaðurinn Stemmle, sem hafði áður náð best þriðja sæti, í bruni í Val Gardena 1987. Hann meiddist síðan eftir fall í brunbraut- inni í Kitzbuhel 1989. „Það hefur tekið mig langan tíma að ná mér aftur á strik. Faðir minn var Þjóð- veiji og það er kannski þess vegna sem mér gekk svona vel hér,“ sagði Stemmle. Norðmaðurinn Lasse Kjus, sem meiddist fyrir nokkrum vikum, var með í gær og hafnaði í 13. sæti. Hann heldur enn forystunni í heild- arstigakeppninni. Seizinger þjarmar að Wachter KATJA Seizinger frá Þýskalandi sigraði í risasvigi kvenna sem fram fór í Val d’Is- ere í Frakklandi í gær og er hún nú að- eins fjórum stigum á eftir Anitu Wachter í stigakeppninni. Þetta var fjórði heims- bikarsigur þýsku stúlkunnar á keppnis- tímabilinu. Renate Götschl, Austurríki, varð önnur, 0,26 sekúndum á eftir, og þýska stúlkan Hilda Gerg nældi í bronsið. „Þetta var mjög erfitt því það var svo mikill vindur, sérstaklega efst í brautinni. Ég get þó ekki annað en verið ánægð með frammistöðuna," sagði Seizinger sem á myndinni að ofan, í brautinni í Val d’Isere í gær. Þetta var stór dagur fyrir Þýska- land með tvær stúlkur á verðlaunapalli. Hilda Gerg sagðist hafa verið undir miklu álági því hún varð sanna sig til að eiga möguleika á að komast í þýska landsliðið sem tekur þátt í HM um miðjan mánuðinn. Búist við spennandi keppni í öllum greinum Allt besta badmintonfólk lands- ins verður meðal keppanda á Meistaramóti íslands, sem fram fer um helgina í húsi TBR við Gnoðar- vog, og búist er við mjög spenn- andi keppni í öllum greinum. í einliðaleik kvenna hefur Elsa Nielsen unnið flest mót vetrarins. Hún varð þó að láta í minni pók- ann fyrir skemmstu er hún tapaði í úrslitaleik Meistaramóts TBR fyrir Vigdísi Ásgeirsdóttur í hörku- leik. Brýtur Tryggvi ísinn? Broddi Kristjánsson hefur frá árinu 1980 orðið íslandsmeistari 12 sinnum í einliðaleik. Miðað við úrslit í mótum vetrarins virðist allt geta gerst í þessari gi-ein. Broddi, Árni Þór Hallgrímsson, Guðmund- ur Adolfsson, Þorsteinn Páll Hængsson og Tryggvi Nielsen hafa allir verið að vinna hver ann- an í vetur. Tryggvi er þó í efsta sæti styrkleikalista BSÍ og hefur sigrað í síðustu tveimur mótum. í tvíliðaleik kvenna eru þær stöllur Elsa Nielsen og Vigdís Ás- geirsdóttir sigurstranglegastar. Brynja Pétursdóttir og Guðrún Júlíusdóttir hafa verið oftast í úr- slitum í mótum vetrarins og gætu veitt þeim harða keppni. Það vekur athygli að fyrrumk margfaldir ís- landsmeistarar og keppninaut- ar,Þórdís Edwald og Kristín Magn- úsdóttir, sameina krafta sína og ætla sér án efa að blanda sér í baráttuna um titilinn. Árni Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson hafa verið nær ósigrandi undanfarin misseri og lítur ekki út fyrir að á því verði nokkur breyting á næstunni. Bar- áttan um að komast í úrslit gegn þeim verður líklegast á milli Þor- steins Páls Hængssonar og Guð- mundar Adolfssonar annarsvegar og Tryggva Nielsen og Njarðar Ludvigssonar hinsvegar. í tvenndarleik er útlit fyrir mikla baráttu um meistaratitilinn. Þar eru aðallega þrjú pör nefnd til sög- unnar. Þetta eru Guðmundur Adolfsson og Vigdís Ásgeirsdóttir, Broddi Kristjánsson og Elsa Niels- en og Árni Þór Hallgrímsson og Guðrún Júlíusdóttir. Það verður spennandi að sjá hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari. HANDKNATTLEIKUR Tveir landsleikir í EM gegn Rússum um helgina Guðríður með iands- liðinu eftir sjö ára hlé jslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik leikur tvo leiki við Rússa í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik um helgina. Fyrri leik- urinn fer fram í Víkinni í dag kl. 16.30 og sá síðari á sama tíma á morgun. Auk þessara þjóða eru Hol- land og Svíþjóð í sama riðli. Þau mættust reyndar í fyrrakvöld, í fyrsta leik riðilsins, og sigruðu sænsku stúlkurnar örugglega — 26:16. Kristján Halldórsson, þjálfari liðs- ins, segir verkefnið erfítt en íslensku stúlkumar seu tilbúnar að gefa allt í leikinn. „Ég hefði að vísu viljað hafa lengri og betri undirbúning fyr- ir þessa leiki. Upphaflega áttum við ekki að spila í Evrópukeppninni fyrr en í mars eða apríl. En við tökum þessu eins og öðru. Við ætlum að spila vörnina framarlega [3-2-1] og reyna þannig að trufla sóknarleik þeirra. Þær rússnesku eru mjög há- vaxnar og það þýðir því lítið að spila flata vöm á móti þeim. Rússneska liðið er nánast skipað sömu leik- mönnum og unnu íslenska liðið tví- vegis hér á landi með tíu marka mun fyrir tæpum tveimur árum,“ sagði Kristján. í íslenska liðinu er blanda af yngri og eldri leikmönnum. Guðríður Guð- jónsdóttir, þjálfari og leikmaður Fram, hefur verið kölluð inn í liðið eftir sjö ára hlé, en hún gaf ekki kost á sér í fyrstu þegar til hennar var ieitað. En eftir að ljóst var að Auður Hermannsdóttir, leikmaður úr Haukum, gæti ekki leikið vegna meiðsla sló Guðríður til. Rússneska liðið er líklega það sterkasta í riðlinum. Það hafnaði í sjötta sæti í síðustu heimsmeistara- keppni sem fram fór í Austurríki í desember. íslenska liðið er þannig skipað: Markverðir: Helga Torfadóttir, Víkingi Fanney Rúnarsdóttir, Stjörnunni Hjördís Guðmundsdóttir, Rodovre Aðrir leikmenn: Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjömunni Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni Brynja Steinsen, KR Andrea Atladóttir, ÍBV Svava Sigurðardóttir, Víkingi Halla María Helgadóttir, Víkingi Hulda Bjamadóttir, Haukum. Björk Ægisdóttir, FH Sonja Jónsdóttir, Val Þórunn Garðarsdóttir, Fram Guðríður Guðjónsdóttir, Fram HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Fjögur norsk lið í undanúrslitum NORÐMENN eiga fjögur lið í undanúrslitum Evrópukeppninn- ar í handknattieik, þrjú kvenna- lið og eitt karlalið. Drammen leikur við sænska liðið Skovde í borgarkeppninni og Hameln frá Þýskalandi og ungverska liðið Pick Szeged mætast í hinum leiknum. í Evrópukeppni bikarhafa leika Lemgo frá Þýskalandi og Pelister Bitola frá Makedóníu annars vegar og Santander frá Spáni mætir annaðhvort Rauðu Stjörnunni eða liði Luzern frá Sviss, en nefnd innan Evrópu- sambandins á eftir að taka ákvörðun um hvort úrslitin í við- ureignum liðanna standi, en svissneska liðið kærði úrslitin. í EHF-keppninni leika Handewitt frá Þýskalandi og Granollers frá Spáni annars veg- ar og hins vegar lið Shaktyor Donetsk frá Ukraínu og Zadar Gortan frá Króatíu. í undanúrslitum í Evrópu- keppni bikarhafa í kvennaflokki leika Vasas Dreher frá Ung- verjalandi og Kras Zagreb frá Króatíu annars vegar og hins vegar Byásen frá Noregi og Gi- essen-Liitzellinden frá Þýska- landi. Debrecen frá Ungverja- landi mætir Istochnik Rostov frá Rússlandi í EHF-keppninni og þar leika einnig Valencia Yrbana frá Spáni og Larvik frá Noregi. I borgarkeppninni leika Kuban Krasnodar frá Rússlandi og AS Silcoutb Zalau frá Rúmeniu og franska liðið E.S. Besancon mæt- ir Gjerpen frá Noregi. styrkurinn sem við höfum _ fegnið er frá Afreksmannasjóði ÍSÍ, en sá styrkur hefði mátt koma fyrr,“ sagði Broddi. Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirs- dóttir kepptu einnig á mótinu í Austurríki. Þær töpuðu í oddaleik fyrir dönsku pari í fyrstu umferð. Þær tóku einnig þátt í einliðaleik. Elsa vann í fyrstu umferð en tap- aði fyrir hollenskri stúlku í 2. um- ferð. Vigdís tók þátt í undankeppni mótsins en komst ekki áfram í aðalkeppnina. Meistaramót íslands fer fram í TBR-húsinu um helgina og er allt besta badminton fólk landsins á meðal keppenda. Úrslitaleikirnir í meistaraflokki hefjast á sunnudag kl. 14. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur. Evrópukeppni kvenna: Víkin: Ísland-Rússl..........kl. 16.30 Sunnudagur: Evrópukeppni kvenna: Víkin: Ísland-Rússl..........kl. 16.30 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Egilsst. Höttur-ÍS............. kl. 14 Þorlákshöfn: Þór-KFl............kl. 16 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN-ÍA.............'.kl. 16 Sauðárkr. Tindastóll - ÍR.......kl. 16 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Akranes: ÍA - Breiðablik........kl. 20 Borgarnes: Skallagr. - ÍR.......kl. 20 Grindavík: UMFG-UMFN............kl. 20 Akureyri: Þór-Haukar............kl. 20 Seltj’nes: KR - Tindastóll......kl. 20 Hliðarendi: Valur-Keflavík......kl. 20 1. deild karla: Ásgarður: Stjaman - Selfoss.....kl. 15 Austurberg: Leiknir-ÍH..........kl. 20 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennarahásk. ÍS-UMFG............kl. 20 Badminton Meistaramótið í badminton heldur áfram í dag og á morgun í TBR-húsinu. Úrslitaleik- ir í meistaraflokki hefjast kl. 14 á morgun. Fimleikar Unglingamót Fimleikasambands íslands fer fram í Laugrdalshöll í dag. 102 keppendur taka þátt í mótinu. Á morgun, sunnudag, verður Þorramót FSÍ á sama stað og eru keppendur í mótinu 56 talsins. Glíma Þorramót Glímusambandsins verður haldið í íþróttahúsi Hagaskóla á morgun, sunnu- dag. Mótið hefst kl. 14. Skráðir keppendur eru 24 talsins í fjórum flokkum. Kraftlyftingar íslandsmótið í bekkbressu verður haldið í dag kl. 14. Mótið fer fram að Dugguvogi 19 í Reykjavík, á annarri hæð. Sund Félagar i sunddeild Ámianns hófu maraþon- sund í Laugardalslaug í gær kl. 15.30 og ætla þeir að synda til kl. 15.30 í dag. Mark- miðið með sundinu er að safna fé í æfinga- og keppnisferðasjóð sunddeildarinnar. í fyrra synti sundfólkið 95 km á 24 klukku- tímum og er markmiðið að bæta það og fara yfir 100 km. Júdó Afmælismót Jódósambandsins í flokkum 15 ára og eldri og fer keppnin fram á morgun í íþróttahúsinu Austurbergi. Keppni hefst kl. 14. GUÐNÝ Gunnsteinsdóttir úr Stjörn- unni er fyrirliði íslenska liðsins sem fyrr. Hennar og samherjanna bíður erfitt verkefni um helgina. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.