Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 4
4 KÖRFUKNATTLEIKUR Tíundi sigur Njarðvík- ingaíröð NJARÐVÍKINGAR unnu sinn 10. sigur í röð þegar þeir mættu vesturbæjarliði KR 86:82 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í „Ljóna- gryfjunni" í Njarðvík í gærkvöldi. Nokkur spenna var undir lok leiksins þegar KR-ingum tókst með góðri baráttu að ógna sigri heimamanna, en Njarðvíkingar sýndu mikla yfirvegun og léku eins og sá er valdið hefur og sigur þeirra var fyllilega verðskuld- aður. I hálfleik var staðan 51:37. Leikurinn bauð lengi vel ekki uppá mikla spennu. Njarðvík- ingar bytjuðu með miklum látum á meðan lítið gekk hjá Bjöm KR-ingum og í hálf- Blöndal leik munaði 14 stig- skrifarfrá um. Betur gekk hjá Njarövík vesturbæingum í síðari hálfleik og með vel skipulögð- um leik tókst þeim að komast inn í leikinn og þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka munaði aðeins einu stigi. En þá sýndu íslandsmeistar- amir að þeir kunnu líka ýmislegt fyrir sér og þeir áttu svar við öllu sem KR-ingar gerðu. „Ég er tiltölulega ánægður með leik minna manna og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Okkur gekk illa í þeim fyrri en um leið og boltinn fór að ganga þá breyttist leikur okkar strax til hins betra þó það hafi ekki dugað að þessu sinni,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. „Þetta var góður sigur þó svo að við höfum ekki verið að leika okkar besta leik. En liðin em orðin það jöfn að allt getur gerst hef menn halda ekki vöku sinni,“ sagði Hrann- ar Hólm þjálfari Njarðvíkinga. Bestu menn Njarðvíkurliðsins voru þeir Rondey Robinson og Teit- ur Örlygsson og hjá KR þeir Her- mann Hauksson og Jonathan Bow en samtals settu þeir fjórmenningar 100 stig í leiknum. TEITUR Orlygsson, hlnn trausti leikmaður Njarðvíkurliðslns, var bestur gegn KR í gær ásamt Bandaríkjamannlnum Rond- ey Roblnson. Ekki í fyrsta skipti sem þeir skara framúr. HANDKNATTLEIKUR Mikilvægur sigur ÍBV á Víkingum Danir unnu Júgóslava DANIR komu á óvart og unnu Júgóslava 30:24 í Lottókeppninni í handknattleik í Haugasundi í gærkvöldi. Danir byrjuðu með miklum látum, léku gríðarlega sterka vörn og uppskáru hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Fljót- lega var staðan 6:1 og virtist sem auðveldur sigur yrði í höfn en i hálfleik var munurinn fimm mörk, 16:11. En Júgóslavar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð, komu tvíefldir til leiks eftir hlé og jöfn- uðu 18:18 á 13. mínútu. Enþar var Vladan Matic að verki eftir hraðaupphlaup. Um miðjan hálf- leikinn komust Júgóslavar yfir í fyrsta skipti, 20:19, en Danir svöruðu í sömu mynt og eftir að staðan hafði verið 22:22 gull- tryggðu þeir sigurinn með góðum endaspretti. Christian S. Hansen átti frábæran leik í marki Dana og átti stóran þátt í sigrinum. Varnarleikur liðsins var mjög góður sem fyrr sagði en Kim G. Jacobsen og Christian Iljermind voru atkvæðamestir í sókninni. Júgóslavar hittu á Dani í mjög góðu stuði en auk þess voru þeir mjög óheppnir, hittu markstang- - irnar hvað eftir og fóru illa með mörg dauðafæri. En liðið var samt langt frá því sem það gerði í fyrsta leiknum gegn Rúmeníu og getur mun meira en það sýndi í gær. Eyjamenn sigruðu Víkinga 20:17 í miklum botnbaráttuleik í 1. deild karla í handknattleik í Vest- ■■■■■■ mannaeyjum í gær- . Sigfús Gunnar kvöldi. IBV færðist Guðmundsson því upp úr fallsætinu skrifar frá og hafði sætaskipti Eyjum við Víkinga. Leikurinn var jafn allan tímann. Eyjamenn fóru betur af stað og höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik, án þess að ná teljandi for- LITHÁINN Arvydas Sabonis, leikmaður Portland Trailblaz- ers í bandarísku NBA-deildinni, er besti körfuknattleiksmaður Evrópu. Sú var niðurstaðan í árlegu kjöri ítalska tímaritsins SuperBasket sem gef ið er út í Bologna, en það eru þjálfarar, leikmenn, dómarar, blaðamann skoti. Markverðir liðanna, Sigmar Þröstur og Reynir Þór, vörðu báðir vel í fýrri hálfleik. Sigmar Þröstur var dijúgur maður á móti manni, en Reynir Þór tók ófá langskot heimamanna. Til að auka á spennu liðanna og áhorfenda fóru liðin með jafnan hlut til leikhlés 10:10. Víkingar voru sterkari í byijun síðari hálfleiks en forskotið var þó aldrei meira en tvö mörk. Þegar 10 mínútur voru eftir sýndu Eyja- og forráðameim félaga í Evrópu sem kjósa og að þessu sinni bár- ust tímaritinu atkvæði frá 14 löndum. Sabonis hlaut 285 atkvæði en Júgóslavinn Predrag Danilovic þjá Miami Heat varð í öðru sæti með 183. Þriðji kom Aleksander Djordjevic, Júgóslavinn sem' peyjar hvað í þeim býr — jöfnuðu 17:17 og náðu síðan að rífa sig frá Víkingum og gerðu þrjú síðustu mörkin. Knútur og Reynir Þór voru at- kvæðamestir Víkinga og vörnin var einnig góð. Hjá Eyjamönnum voru skytturnar Gunnar Berg, Arnar og Davíð Þór í essinu sínu og Sigmar Þröstur var traustur í markinu. Vömin réði vel við leikmenn Vík- inga, nema Knút Sigurðsson. leikur með Bologna á Ítalíu og er hann sá cini á lista yfir efstu menn sem ekki leikur í NBA. Fjórði var Litháinn Sarunas Marciulionis, leikmaður Sacra- mento Kings, fimmti Króatinn Toni Kukoc hjá Chicago og landi hans Dino Rtidja hjá Boston Celtics var í sjötta sæti. Steinþór Guöbjartsson skrifar frá Haugasundi Sabonis besti evrópski körfuboltamaðurinn ÚRSLIT Njarðvík - KR 86:82 íþróttahúsið í Njarðvík. Úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 2. febrúar 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 12:2, 25:8, 27:23, 43:30, 45:35, 51:37, 57:51, 67:63, 77:76, 81:80, 87:82. Stig UMFN: Rondey Robinson 31, Teitur Örlygsson 17, Jóhannes Kristbjömsson 15, Kristinn Einarsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 6, Gunnar Örlygsson 5, Rúnar Amason 4, Friðrik Ragnarsson 1. Fráköst: 7 í sókn - 27 f vöm. Stig KR: Hermann Hauksson 32, Jonathan Bow 20, Óskar Kristjánsson 10, Ósvaldur Knudsen 9, Láms Amason 5, Ólafur Jón Ormsson 4. Fráköst: 14 í sókn - 21 í vöm. Dómarar: Kristinn Albertsson og Aðal- steinn Hjartarson sem dæmdu vel. Villur: UMFN 18 - KR 22. Ahorfendur: Um: 300. A-RIÐILL Fj. leikja u T Stig Stig UMFN 25 21 4 2266: 1976 42 HAUKAR 25 21 4 2210: 1924 42 KEFLAVlK 25 17 8 2310: 2074 34 TINDASTÓLL 25 13 12 1924: 1953 26 fR 25 11 14 2007: 2042 22 BREIÐABUK 25 7 18 1979: 2298 14 B-RIÐILL Fj- leikja u T Stig Stig UMFG 25 17 8 2316: 2036 34 KR 25 13 12 2108: 2110 26 SKALLAGR. 25 12 13 1951: 2009 24 ÞÓR 25 7 18 2091: 2108 14 ÍA 25 7 18 2154: 2351 14 VALUR 25 4 21 1921: 2356 8 1.DEILD KARLA REYNIRS. - SNÆFELL...98:113 Fj. leikja U T Stig Stig SNÆFELL 14 12 2 345: 054 24 KFÍ 13 11 2 136: 975 22 is 12 10 2 919: 860 20 ÞÓRÞ. 13 7 6 144: 059 14 LEIKNIR 12 5 7 962: 993 10 REYNIRS. 13 5 8 051: 194 10 SELFOSS 12 4 8 972: 954 8 STJARNAN 12 3 9 868: 997 6 ÍH 12 3 9 975: 127 6 HÖTTUR 13 3 10 888: 047 6 Handknattleikur ÍBV-Víkingur 20:17 Vestmannaeyjar, íslandsmótið í handknatt- leik - 1. deild karla, föstudaginn 2. febrúar 1996. Gangur leiksins: 2:1, 3:2, 5:4, 7:5, 9:7, 10:10, 11:13, 13:14, 15:16, 17:17, 20:17. Mörk ÍBV: Gunanr Berg Viktorsson 8/3, Arnar Pétursson 6/1, Davíð Þór Hallgríms- son 4, Svavar Vignisson 1, Ingólfur Jóhann- esson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 15/1 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 8 mfn. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 10/3, Birgir Sigurðsson 3, Hörður Örn Amarsson 2, Rúnar Sigtryggsson 1, Ámi Friðleifsson 1. Varin skot: 17/1 (þar af 4/1 til mótheija). Utan vallar: 12 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson. Áhorfendur: 350. Fj. leikja u j T Mörk Stig VALUR 16 13 2 1 438: 359 28 KA 15 14 0 1 431: 377 28 HAUKAR 16 9 3 4 416: 385 21 STJARNAN 16 9 2 5 417: 391 20 FH 16 7 3 6 431: 400 17 UMFA 15 7 1 7 363: 367 15 GRÓTTA 15 6 2 7 352: 360 14 ÍR 16 6 1 9 353: 377 13 SELFOSS 15 6 0 9 379: 405 12 IBV 14 4 1 9 328: 361 9 VÍKINGUR 16 4 0 12 351: 378 8 KR 16 0 1 15 378: 487 1 2. DEILD KARLA ÍH - BÍ............29:21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.