Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 B 3 KIMATTSPYRNA Búist við að Irar fjölmenni Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landsýn reiknar með að 4.000 írar komi hingað til lands í byijun september á næsta ári til að fylgja knattspyrnulandsliði Ir- lands, en 6. september leikur það á Laugardalsvelli við íslenska landsliðið og er leikurinn liður í heimsmeistarakeppninni. Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða, sagði að ferða- skrifstofan hefði tekið þátt í stærstu ferðaráðstefnu íra í janúar og þar hefði athygli heimamanna verið vakin á landsleik íslands og írlands haustið 1997. „írar hafa langa hefð fyrir því að fylgja knattspyrnulandsliði sínu og Ir- arnir segjast búast við sex til átta þúsund manns hingað vegna leiks- ins og segja það varlega áætlað. Okkur fannst þetta mikil bjartsýni hjá þeim og deildum í töluna með tveimur og erum búnir að gera ráðstafanir til þess að taka á móti um fjögur þúsund írum,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær. Helgi sagði að búið væri að taka frá gistingu í Reykjavík og næsta nágrenni fyrir þennan fjölda. „Við erum í samstarfi við flest hótelin í Reykjavík og við höfum þegar fengið 3.500 pantanir frá Dublin og 1.000 frá Cork þannig að það stefnir allt í alvöru ævintýri. Stór hluti af því fólki sem kemur mun koma í dagsferð en þar sem leikur- inn er á laugardegi leggjum við mikla áherslu á að fá fólk til að stoppa og bjóðum uppá tveggja og þriggja nátta ferðir hingað. Síðast í morgun fengum við stað- festingu á að 500 manns kæmu í þriggja daga ferð hingað þannig að við erum bjartsýn. Hluti af fólk- inu sem kemur mun spila golf hér í leiðinni og við verðum með mót fyrir það sem mun kallast Lava Cup. Við erum í viðræðum við Flugleiðir og Atlanta um að hægt verði að fara sex ferðir milli eyj- anna með fólk sem vill koma hing- að í dagsferð vegna leiksins og svo munum við auðvitað hita upp í haust þegar ísland leikur fyrri leikinn í Irlandi, þá verðum við með ferðir til írlands, en snúum síðan dæminu við þegar þjóðirnar leika á íslandi," sagði Helgi. Eruð þið ekki óvenju snemma á ferðinni með þessar áætlanir? „Jú, og við urðum verulega hissa á viðtökunum. Við eigum því ekki að venjast að fá alvöru pant- anir svona snemma. írarnir virðast ekki láta sér bregða við það verð sem við bjóðum og það ýtir undir bjartsýni okkar. Eg held ég geti fullyrt að þessa haustdaga verði sett met í komu útlendinga hingað á svo skömmum tíma,“ sagði Helgi og bætti því við að verið væri að ræða við KSÍ vegna sölu á að- göngumiðum á leikinn. Cantona góður á Selhurst Park og skoraði tvívegis Reuter ERIC Cantona lék vel á Selhurst Park gegn Wlmbledon og gerði tvö mörk, árl eftlr að hann sparkaðl í áhorfanda á þessum velll. Hér er hann búlnn að losa slg vlð Andy Clarke. FRAKKANUM Eric Cantona varð ekki á í messunni þegar hann leiddi lið sitt, Manchester United, til sigurs gegn Wimble- don á Selhust Park, en þar sparkaði hann í einn áhorfanda fyrir rúmu ári og var dæmdur í átta mánaða bann íkjölfarið. Cantona lék mjög vel og skoraði tvívegis f 4:2 sigri United, sem enn lifir í voninni um að geta klekkt á Newcastle i baráttunni um meistaratitilinn, en þeir röndóttu hafa níu stiga forystu eftir 2:0 sigur á Sheffield Wedn- esday þar sem Les Ferdinand gerði 100. deildarmark sitt. Liverpool gerði markalaust jafn- tefli við Tottenham og þar með skaust Manchester upp í annað sæt- ið, Liverpool er í því þriðja og Totten- ham féll úr fjórða í fimmta sæti við jafnteflið. Alan Shearer gerði öll þrjú mörk meistara Blackburn er liðið vann Bolton 3:1 og var þetta 30. mark Shearers á þessu keppnistímabili. Hrakförum Nottingham Forest og Arsenal virðist ekki ætla að linna. Forest tapaði 1:0 fyrir West Ham og Arsenal varð að sætta sig við 1:1 jafntefli gegn Coventry á Highbury. Arsenal hefur aðeins sigrað í tveim- ur af síðustu 11 deildarleikjum sín- um. Dennis Bergkamp skoraði fyrir Arsenal og var þetta fyrsta mark hans í tíu vikur. Ian Wright fékk gullið tækifæri til að tryggja sigur- inn en Steve Ogrizovic varði slaka vítaspyrnu hans. Nigel Clough skoraði í fyrsta hei- maleik sínum með Manchester City og Kit Symons bætti við öðru marki skömmu eftir hlé og City lagaði stöðu sína á botninum með 2:0 sigri JÓHANNES Eðvaldsson, fyrr- um atvinnumaður og landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Reynis í Sandgerði og mun hann hefja störf í næstu viku að sögn Sig- urðar Þ. Jóhannssonar, for- manns deildarinnar. „Markmiðið hjá okkur er að ná lengra í þessari íþrótt og við erum að vinna að þriggja til fimm ára áætlun þar að lútandi. Við tókum fjórðu deildina í fyrra sumar og nú á að setja markið hærra,“ sagði Sigurður í gærkvöldi. á QPR. Queens Park hefur gengið hræðilega að undanförnu, tapað sex deildarleikjum í röð, og niðurlæging þeirra var alger er varamaðurinn Daniel Dichio var rekinn af velli þremur mínútum eftir að hann kom inná, fyrir annað alvarlega brot sitt. Brolin ekki með Aston Villa heldur hins vegar áfram að klifra upp töfluna og skaust í fjórða sætið með 3:0 sigri á Leeds. Howard Wilkinson, knatt- spyrnustjóri hjá Leeds, sá ekki ástæðu til að nota Svíann Tomas Brolin í leiknum þrátt fyrir að níu Hann sagði að þetta hefði átt sér langan aðdraganda. „Eg kynntist Jóhannesi lítillega fyrir áratug og síðan heyrði ég fyrir nokkru að hann væri jafnvel að hugsa um að koma heim, þannig að ég hringdi bara í hann,“ sagði Sigurður. Hann sagði að Jó- hannes væri búinn að kynna sér aðstæður hjá Reyni, en þar væri verið að vinna gott uppbygging- arstarf og unglingastarið væri mjög gott. „Jóhannes mun hafa umsjón með starfi deildarinnar og allra flokka og við gerum okkar vonir um að hann vinni gott starf á næstu árum.“ leikmenn félagsins væru ekki með vegna meiðsla eða leikbanna. Wilk- inson viðurkenndi að Brolin væri ekki á sjúkralista. „Ég hélt að liðinu gengi betur gegn Aston Villa án hans. Ef hann hefði verið búinn að leika frábærlega með okkur eru miklar líkur á að ég hefði notað hann um helgina," sagði Wilkinson. Gavin Peacock, sem lék í stað Mark Hughes, gerði þrjú af fimm mörkum Chelsea gegn Middles- brough, sem lék án Juninho. Chelsea skaust í 8. sæti í deildinni við sigur- inn. Það var Ruud Gullit sem var potturinn og pannan í öllum aðgerð- Suður-Afríkumenn sigruðu á laugardaginn í Afríkukeppn- inni í knattspyrnu er þeir lögðu Tún- isbúa með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik í Jóhannesarborg. Það var varamaðurinn Mark Will- iams sem gerði bæði mörkin í síðari hálfleik. Með sigrinum hafa Suður- Afrikumenn sett stefnuna á úrslita- keppnin HM í Frakklandi árið 1998. Mikil gleði braust út um gjörvalt landið er sigurinn var í höfn og allir fjölmiðlar landsins sögðu frá sigrin- um sem einni aðalfrétt dagsins. Nelson Mandela forseti landsins af- henti verðlaunin að leikslokum og gat ekki leynt gleði sinni er hann um Chelsea, sem hefur gengið mjög vel að undanförnu og sigrað í síð- ustu átta leikjum sínum í deild og bikar og aðeins tapað einu sinni í síðustu 15 leikjum. Weah gaf Milan tóninn George Weah gaf AC Milan tóninn í ítölsku deildinni er liðið mætti Roma og sigraði 3:1. Weah skoraði eftir sex mínútna leik og sýndi fylg- ismönnum liðsins hvers þeir höfðu farið á mis síðasta mánuðinn en hann hefur ekkert leikið með Milan undanfarinn mánuð vegna Afríku- keppninnar. Weah fagnaði ekki lengi því Moriero jafnaði á sömu mínútu fyrir Roma, en sigur Milan var þó aldrei í hættu. Þijá erlenda leikmenn vantaði í lið Roma, Svíann Jonas Thern, Daniel Fonseca frá Uruguay og Abel Balbo frá Argentínu. Milan er nú með fímm stiga for- ystu í deildinni því Fiorentina, sem hefur verið á góðri siglingu undan- farið og er í öðru sæti, gerði marka- laust jafntefli við Cagliari. Þrenna á ðtta mínútum Giuseppe Signori gerði þijú mörk á átta mínútna kafla er Lazio sigr- aði Bari 4:3. Leikménn Lazio hafa nú gert 34 mörk í 11 heimaleikjum og það er að sjálfsögðu ekki síst hinum marksækna og markheppna Signori að þakka, en hann hefur nú gert 79 mörk fyrir félagið, sem er það mesta sem nokkur hefur gert fyrir Lazio. Vicenza vann meistara Juventus og var þetta sjötti sigurleikur félags- ins í röð. Juve hefur hins vegar gerg- ið afleitlega og má sem dæmi nefna að það eru 27 ár síðan Juve tapaði síðast fyrir Vicenza. sagði: „Þetta er besta nýársgjöf sem þjóðin gat fengið.“ Þjálfari liðsins Clive Barker er aðeins landsliðsþjálfari í hlutastarfi og hann sagðist vonast til þess að hafa möguleika á að leiða liðið inn í úrslitakeppni HM eftir tvö ár, en fyrsti leikur þeirra í undankeppninni verður gegn Malaví í júní næstkom- andi. Nokkrir leikmenn úr liðinu hafa vakið athygli fyrir færni sína á knattspyrnuvellinum og hafa í framhaldi verið boðnir reynslu- samningar hjá evrópskum félagslið- um, meðal þeirra eru Mark Fish, John Moshoeu, Shaun Bartlett og Eric Tinkler. Donadoni til Banda- ríkjanna ROBERTO Donadoni, leik- maður AC Milan og ítalska landsliðsins, mun leika í hinni nýju bandarísku deild sem hefst í vor. Hann er 35 ára og hefur verið í tíu ár þjá AC Milan. Hann fór tíl Bandaríkj- anna í gær og ætlar að skrifa undir tveggja ára s&mning við félagið New York Metro Star. Asprilla á milli vita EKKl er enn komið á hrcint með félagaskipti Kólumbiu- mannsins Faustino Asprilla frá Parma til Newcastle. Forráða- menn félaganna hittust í Mílanó á sunnudag og vilja þeir ensku að kaupverðið verði lækkað vegna þess að þeir ef* ist um að Asprilla sé í nægi- lega góðri æfingu og eins að hann sé meiddur í hné. Asprilla segist sjálfur ekki vera meiddur, en Iiann horfði þó á félaga sína í Parma vinna Sampdoria um hetgina. Hann hefur aðeins leikið sex leiki í deildinni i vetur og síðast gegn Cagliari 14. janúar. Papin i uppskurð FRANSKl landsliðsmaðurinn Jean-Pierre Papin, sem leikur með Bayern Miinchen, gekkst undir uppskurð á hægri ökkla á laugardaginn og gerir sér vonir um að leika fyrir Frakka á Evrópumótinu í Engiand í júní. Papin hefur ekki leikið mikið fyrir Bayern siðan hann kom þangað í fyrra vegna þrálátra meiðsla. Hann getur ekki byrjað að æfa aftur fyrr en eftir mánuð. Nú eru níu leikmenn Bayern á sjúkralista, þ.á m. er JUrgen Klinsmann. Adams í uppskurð TONY Adams, fyrirliði Arsen- al og enska landsliðsins, gekkst undir uppskurð á laug- ardaginn og verður frá æfing- um í nokkrar vikur. Litiar lík- ur eru á að Adams verði orð- inn leikfær fyrir leikina tvo gegn Aston Villa í undanúrslit- um deildarbikarsins i lok mán- aðarins og eins óvíst að hann leiki vináttulandsleik Englend- inga og Búlgara 27. mars. Jóhannes á leið til Sandgerðis Varamaðurínn tryggði sigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.