Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 8
VEDSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 Fólk Stjórnend- urfærasttil hjá Lands- bankanum EFTIRFARANDI breytingar hafa orðið hjá nokkrum stjórnendum Landsbanka Islands: •ÞÓRUNN Ragn- arsdóttir útibús- stjóri á Seltjarnar- nesi fer til starfa á markaðssviði hinn 1. Jebrúar. Þórunn er fædd 9. júní 1945 og hefur verið útibússtjóri á Sel- tjarnamesi frá 1992. Hún var áður starfsmaður Samvinnubanka íslands hf. Þór- unn er gift Snorra Egilssyni og eiga þau þrjú börn. •EDWARD Ragn- arsson starfsmaður á markaðssviði tek- ur við starfi útibús- stjóra á Seltjamar- nesi. Hann er fædd- ur 4. ágúst 1943 og hefur verið starfs- maður bankans frá 1991 en var áður útibússtjóri Samvinnubankans á Homafirði. Edvard er kvæntur Jó- hönnu Magnúsdóttur kennara og á hann átta börn. •FRIÐRIK Örn Weisshappel hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns ör- yggismála. Friðrik er fæddur 9. janúar 1945 oghefurverið forstöðumaður í Byggingadeild frá 1990, en var áður skipulagsstjóri Samvinnubanka Is- lands hf. I þessu nýja starfi veitir Friðrik öllum öryggismálum bank- ans forstöðu að tölvukerfi undan- skildu. Eiginkona Friðriks er Ragn- hildur Stefánsdóttir, myndhöggv- ari og á hann fimm börn. ♦ODDBJÖRG Ögmundsdóttir hefur verið ráðin afgreiðslustjóri við nýja afgreiðslu bankans við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Odd- björg er fædd 23. mars 1939 og hefur starfað í útibúum bankans frá 1972, fyrst á Homafirði, í Vesturbæjar- útibúi og nú síðast sem deildarstjóri og yfirumsjónarmaður Námu-þjón- ustu í Austurbæjarútibúi. Oddbjörg er gift Elíasi Jónssyni og eiga þau fjögur börn. •KRISTBJÖRG Sigurfinnsdóttir hefur tekið við starfi afgreiðslu- stjóra í útibúi bank- ans við Strandgötu í Hafnarfirði. Kristbjörg er fædd 23. apríl 1953. Hún hefur starfað síð- Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASjOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410,125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Morgunblaðið/Sverrir GUNNAR Smárason og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, eigendur XYZETA ásamt Jóni Magnússyni, starfsmanni stofunnar. Ný auglýsingastofa tekurtil starfa NÝ auglýsingastofa tók form- lega til starfa síðastliðinn föstu- dag. Stofan heitir XYZETA og er í eigu þeirra Gunnars Smára- sonar og Kristínar Rögnu Gunn- arsdóttur. Að sögn Gunnars tek- ur stofan að sér hönnun prent- gripa, gerð kynningar- og aug- lýsingaefnis fyrir fyrirtæki og stofnanir auk alls kyns mynd- skreytinga. Þá taki hún einnig að sér hönnun og uppsetningu heimasíðna á inter-netinu og sé nú þegar verið að Ijúka við hönn- un nokkurra stærri vefa. „Starfsfólk býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og við leggj- um áherslu á fagmennsku og góða og persónulega þjónustu," segir Gunnar. „Stofan er mjög vel tækjum búin og það er stefna okkar að vera ávallt í fremstu röð með að nýta sér tækninýj- ungar í þágu viðskiptavinanna." XYZETA er til húsa að Ingólfs- stræti la, gegnt íslensku Öper- unni. astliðin 4 ár í Höfðabakkaútibúi bankans en var áður skrifstofustjóri Bíldshöfðaútibús Samvinnubank- ans. Kristbjörg er gift Eiríki Einars- syni tæknifulltrúa hjá Toyota og eiga þau tvo syni. •PÁLÍNA Krist- insdóttir hefur tekið við starfi for- stöðumanns af- greiðslu í Toll- vörugeymsluúti- búi bankans. Pál- ína er kerfisfræð- ingur að mennt og hefur verið stað- gengill forstöðumanns tölvudeildar frá 1991, en var áður forstöðumað- ur tölvudeildar Samvinnubanka Islands hf. Pálína á tvö börn. Nýrstarfs- maðurlF •BJÖRGVIN Jós- efsson hefur verið ráðinn þjónustu- fulltrúi hjá ís- lenskri forrita- þróun hf. Björgvin er fæddur 4. febr- úar 1966. Hann lagði stund á rekstrarfræðinám í Samvinnuháskólanum á Bifröst 1988-1990. Á árunum 1991-1995 gegndi Björgvin stöðu fram- kvæmdastjóra aðalstjórnar Stjörn- unnar í Garðabæ. Sambýliskona Björgvins er Margrét Ludwig skrifstofumaður hjá Islensku aug- lýsingastofunni hf. Torgið Bátnum ruggað VINNA nefndar um skattlagningu fjármagnstekna er nú ár lokastigi og hefur frést að hún muni leggja til að 10% skattur verði lagður á allar fjármagnstekjur einstaklinga, þ.e. vexti, verðbætur, afföll, geng- ishagnað, tekjur af hlutdeildarskír- teinum, arðtekjur, leigu íbúðarhús- næðis og söluhagnað. Nefndin mun líklega leggja til að skatturinn verði lagður á um næstu áramót. Áætlað er að breytingin skili ríkis- sjóði um 500 milljónum króna ár- lega fyrst um sinn en fari síðan hækkandi. Verði tillögur nefndarinnar á þessa leið þurfa stjórnvöld í fyrsta lagi að gera það upp við sig hvort sérstök ástæða sé til að stækka hlut ríkisins í þjóðarkökunni frekar en orðið er. Þá hefur verið bent á að skatturinn muni að öllum líkind- um stuðla að hækkun vaxta og bitni þannig einna helst á þeim, sem skulda mikið. Nái álagning fjármagnstekju- skattsins til allra þeirra tekna, sem taldar voru upp hér á undan, mun skattur á arðtekjur, leigutekjur íbúðarhúsnæðis og söluhagnað einstaklinga í flestum tilvikum lækka úr 42-47% í 10%. Ljóst er að hér er um gífurlegt hagsmuna- mál að ræða fyrir atvinnulífið. Gangi lækkunin eftir aukast líkur á að fjármagn leiti í auknum mæli frá ríkinu til atvinnulífsins þar sem framleiðslan á sér stað. Þannig myndu líkurnar aukast á að fyrir- tæki gætu ávaxtað sig með eigin fé í stað lánsfjár. Með því gætu þau betur tryggt sig gegn sveiflum, sem hafa þótt einkennandi fyrir íslenskt atvinnulíf. Hingað til hefur viljað brenna við að skattareglur á fjármagns- markaði hafi haft það markmið að tryggja ríkinu greiðari aðgang að sparifé en atvinnulífinu. Hinn hái skattur á arðtekjur og söluhagnað hlutabréfa hefur fælt fólk frá því að fjárfesta í fyrirtækjum og at- vinnurekstri. Með slíkri skatta- stefnu hefur því atvinnulífinu verið gert erfiðara fyrir en ella. Þar af leiðandi væri það gleðiefni ef þetta ákvæði um tillögulega hóflega skattlagningu arðs og söluhagnað- ar verður að finna í endanlegum tillögum nefndarinnar. Þó má bú- ast við að það mæti harðri and- stöðu á þingi og kæmi það eflaust fáum á óvart þótt það yrði fellt út í meðförum þess. Áhugamenn um eflingu atvinnulífsíns ættu því ekki að fagna of fljótt. Stuðningsmenn fjármagns- tekjuskattsins hafa löngum talið að miðað við gildandi skattalög sé óeðlilegt að fjármagnstekjur séu stikkfrí í skattlagningu enda sé ís- land eitt fárra landa í heiminum þar þær séu ekki skattlagðar. Það kann að vera rétt en hins vegar hefur gætt vaxandi efasemda í garð fjármagnstekjuskatts og víða um heim er nú verið að lækka hann eða afnema. Með frjálsu flæði fjármagns leitar það á endan- um þangað þar sem skattarnir eru lægstir. Þá er Ijóst að eignarskattar eru hærri hér á landi en í nálægum löndum. Flestir þeirra, sem munu þurfa að greiða fjármagnstekju- skatta, búa væntanlega í eigin hús- næði og sitja því uppi með fjár- magnstekjuskatt og eignarskatt, sem er með hinu hæsta sem þekk- ist í Evrópu. Verði fjármagnstekju- skattur lagður á er líklegt að alþing- ismenn verði fyrir miklum þrýstingi um að lækka skatta á íbúðarhús- næði. Miðað við fyrri reynslu má þó vel vera að sá þrýstingur verði þeim alls ekki óbærilegur. Ekki er víst að fjármagnsflóttinn verði eins almennur og sumir hafa spáð, verði umræddur skattur að veruleika. Ávöxtun er mun betri á íslenskum fjármagnsmarkaði um þessar mundir en í mörgum sam- keppnislöndum og því má vera að hans yrði lítt vart fyrr en ávöxtunin hér yrði sambærileg hér og þar. Þá er skatturinn ef til vill of lítill til að fjárfestar hreyfi sig svo nokkru nemi. Sparnaður er lítt teyginn eftir vöxtum eins og sannaðist áþreifanlega hér á landi fyrir örfá- um árum þegar sparnaður jókst lítið þrátt fyrir að raunvextir væru háir. Margir fjárfestar eru ekki hræddir við sjálfa skattprósentuna og taka jafnvel undir að hún sé sanngjörn. Þeir eru miklu hrædd- ari við sjálfan skattinn og stjórn- málamennina. Reynsla íslenskra skattgreiðenda er sú að skattur verður ekki afnuminn eftir að hann hefur verið lagður á og hefur ríka tilhneigingu til að hækka. Óþarfi er að rekja fjölmörg dæmi um lága skatta, sem lagðir hafa verið á tímabundið en hafa síðan verið hækkaðir ótæpilega. Ef örlög „hins lága“ fjármagnstekjuskatts verða slík líður ekki á löngu uns hann gæti ógnað atvinnulífinu með fjár- magnsflótta og háum vöxtum. Hugsanleg álagning fjármagns- tekjuskatts munu verða þjóð og þingi ærið umræðuefni á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að sumir aðilar vinnumarkaðarins hafi sett ríkisstjórn í hálfgerða spennitreyju í þessu máli verða þingmenn að hugsa dæmið til enda. Hinn ís- lenski fjármagnsmarkaður er við- kvæmur og vanhugsaðar breyting- ar gætu haft neikvæð áhrif á at- vinnulífið og lífskjör þjóðarinnar. KjM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.