Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 1
HANDKNATTLEIKUR
Fimm breyting-
ar á landsliðinu
i
FIMM breytingar verða gerðar á byrjunarliði ís- |
lands fyrir leikinn gegn Rússlandi, á Mölturaótinu
íknattspyrnuídag, fráþvísemvarí l:7tapinu ]
gegn Slóveniu í fyrradag. „Við ætlum okkur að
setja fyrir þá leka sem voru hjá okkur gegn Slóven- 1
íu,*‘ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari við Morg-
unblaðið. Birkir Kristinsson verður í markinu sem
fyrr. Þorsteinn Guðjónsson verður aftasti varnar-
maður og Ólafur Adolfsson miðvörður fyrir fram-
an liann. Þeir voru einnig miðverðir gegn Slóven-
um en léku þá flata vörn, þannig að Þorsteinn
verður aftar nú. Ágúst Gylfason verður bægri
bakvörður og Sigursteinn Gíslason vinstri bak-
vörður. Á miðjunni verður Sigurður Jónsson,
aftarlega, á köntunum ólafur Þórðarson og Bjarki
Gunnlaugsson, á milli þeirra Arnar Grétarsson og
Eyjólfur Sverrisson og fremstur í flokki „gamli
hershöfðinginn" Arnór Guðjohnsen.
Breytingarnar frá leiknum við Slóveníu eru þær
að Arnar, Eyjólfur, Bjarki, Ágúst og Arnór koma
inn fyrir Lárus Orra Sigurðsson, sem farinn er
til Englands, Rúnar Kristinsson, sem er farinn til
Flórída til liðs við Örgryte, Þórð Guðjónsson,
Harald Ingólfsson og Helga Sigurðsson.
Amór og Ólafur Þórðarson eru leikjahæstir af
landsliðsmönnunum á Möltu með 62 leiki að baki.
Þess má geta að Birkir og Sigurður Jónsson leika j
báðir 40. landsleikinn í dag.
Keegan keypti
skemmtikraftinn
GENGIÐ var frá kaupum enska úrvalsdeildarliðs-
ins Newcastle á kolumbíska landsljðsframhetjan-
um Faustino Asprilla frá Parma á Ítalíu í gær á
andvirði um 670 mijjóna króna. Kevin Keegan,
knattspyrnusljóri Newcastle, kvaðst í gær „himin-
lifandi" með að málið væri í höfn. „Hann er leik-
maður sem áhorfendur hér elska. Hann er sigur-
vegari; markaskorari og skemmtikraftur. Ég hef
borgað sanngjarnt verð fyrir leikmanninn miðað
við hve góður hann er.“ Keegan sagðist ekki kvíða
því þó Asprilla hefði orð á sér fyrir að vera skap-
heitur. „Við höfum öll okkar djöful að draga en
knattspymuvöllurinn er sá staður sem skiptir
máli,“ sagði hann. „Fólk er of gjarnt á að dæma
leikmenn af því sem gerist utan vallar."
Branco til Boro
BRASILÍSKI varnarmaðurinn Branco skrifaði í
gær undir samning við enska félagið Middlesbro-
ugh og mun því leika við hlið landa síns, Juninho,
í úrvalsdeildinni. Branco, sem er 31 árs og sérstak-
lega lunkinn í aukaspyraum nærri vítateig mót-
hetjanna, hefur þrívegis verið með Brasillu í loka-
keppni HM og eftirminnilegt er sigurmark hans,
beint úr aukaspyrnu, gegn Hollendingum í heims-
meistarakeppninni í Bandaríkjunum í hittifyrra.
Hann skrifaði undir 18 mánaða samning og getur
endurnýjað hann til eins árs til viðbótar fái hann
atvinnuleyfi.
tfrgttttMnMQi
1996
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR
BLAÐ
Barist um
bikara
Morgunblaðið/Kristinn
KNATTSPYRNA
Amór Guðjohnsen sem, hefur hafið sitt átjánda landsliðsár, er á heimleið
Ætlar að snúa sér að þjálf-
un eftir næsta leiktímabil
ÚRSLITALEIKIR bikar-
keppni kvenna og karla verða
í Laugardalshöll á morgun og
þar verður baráttan mikil um
bikarana góðu sem eru í boði
fyrir sigur. I karlaflokki leika
KA og Víkingur en í kvenna-
flokki Fram og Stjarnan. KA
og Fram eru handhafar bik-
aranna og hér má sjá Hafdísi
Guðjónsdóttur, fyrirliða
Fram, lengsttil vinstri, nöfnu
hennar Ingólfsdóttur, for-
mann meistaraflokksráðs
kvenna hjá Stjömunni, Björg-
ólf Jóhannsson, formann
handknattleiksdeildar KA, og
Birgi Sigurðsson línumann
Víkings og fyrirliða.
Arnór Guðjohnsen, landsliðsmað-
ur í knattspyrnu, sem hefur
Ieikið sem atvinnumaður í nítján ár
eða síðan hann fór
Sigmundur Ó. tii Belgíu 1978, segir
Steinarsson að það sé kominn
skrifar tími fyrir hann _að
frá Möitu snúa heim á ný. „Ég
kem heim eftir þetta keppnistímabil,
verð sem leikmaður í eitt keppnis-
tímabil og sný mér síðan að þjálf-
un.“ Arnór hefur tekið fyrsta grunn-
stig í þjálfun í Svíþjóð og ætlar að
nema meira áður en hann kemur
heim. Hann er nú að hefja sitt
átjánda landsliðsár, lék sinn fyrsta
landsleik gegn Sviss í Bern í maí
1979. Arnór hefur þar með jafnað
met Ríkharðs Jónssonar og Ásgeirs
Sigurvinssonar, sem léku í átján ár
með landsliðinu á árum áður.
Þegar Arnór lék fyrst var hann
17 ára og 296 daga gamall, en Rík-
harður var 17 ára og 254 daga gam-
all og Ásgeir 17 ára og 65 daga
gamall, þegar hann lék sinn fyrsta
landsleik. Þegar Arnór lék sinn
fyrsta landsleik var sonur hans. Eið-
ur Smári, rétt 6 mánaða gamall. Það
hefur lengi verið draumur Arnórs
að leika landsleik með syni sínum
áður en hann leggur skóna á hilluna
og það hefði líklega orðið hér á
Möltu, ef Eindhoven, liðið sem Eiður
Smári leikur með í Hollandi, hefði
ekki óskað eftir því_ að hann færi
ekki til Möltu. Logi Ólafsson, lands-
liðsþjálfari, varð við þeirri ósk.
Árnór, sem meiddist fyrir stuttu
— liðþófi rifnaði á vinstri fæti, var
ekki í byrjunarliði íslands gegn Sló-
veníu, en kom inn á sem varamaður
og verður í byijunarliðinu í dag gegn
Rússum. „Ég er allur að koma til
og verð betri og betri með hverjum
deginum. Það er mjög gott fyrir mig
að fá tækifæri hér til að æfa á grasi.
Þá er þetta gott tækifæri fyrir
landsliðið að koma saman og æfa
og leika 3 landsleiki. Góður undir-
búningur fyrir heimsmeistarakeppn-
ina, en fyrsti leikur okkar í HM verð-
ur gegn Makedóníu í byijun júní,“
sagði Arnór Guðjohnsen.
■ Jafnar metið / C4
KÖRFUKNATTLEIKUR: LEIKIRNIR í ÚRVALSDEILDINNI í GÆRKVÖLDI / C2