Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 4
Jl____
IÞRDMR
KNATTSPYRNA
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftirfund með landsliðsmönnunum
Strákamir fá tækifæri
til ad bjarga andlitinu
íslendingar mæta Rússum í knattspymulandsleik
á Möltumótinu í dag. Sigmundur Ó. Steinarsson
er á Möltu, fylgdist með 1:7 tapinu gegn Slóven-
um í fyrradag ræðir hér við Loga Ólafsson
landsliðsþjálfara um hvað fór úrskeiðis þá og um
baráttuna gegn hinu sterka liði Rússa.
Morgunblaðið/RAX
SIGURÐUR Jónsson, sem hér er með knöttinn, fyrirliði lands-
liðsins á Möltumótinu, og Arnór Guðjohnsen, til vlnstrl, verða
í eldlínunnl gegn Rússum í dag. Arnór kemur inn í byrjunarllð-
ið en hann byrjaði á varamannabekknum gegn Slóveníu.
Leikurinn gegn Slóveníu var
geysilega mikið áfall og stór
skellur, þannig að það kann að taka
einhvem tíma að koma sér út úr
þessu, en mótlætið var sjálfsagt
fundið upp til þess að sigrast á
því. Eftir að hafa rætt við strákana
hafa þeir fullan hug á að breyta
og gera'betur. Sem betur fer höfum
við tækifæri til þess núna, í stað
þess að þurfa að bíða lengi eftir
næsta leik. Menn hafa kærkomið
tækifæri til að bjarga andlitinu og
gera betur en þeir gerðu gegn Slóv-
enum,“ sagði Logi Ólafsson, landsl-
iðsþjálfari i knattspymu, við Morg-
unblaðið eftir fund með lands- liðs-
mönnunum í gærmorgun.
„Við munum að sjálfsögðu reyna
að læra af þessu og lagfæra hlutina
í viðureigninni gegn Rússum, leik-
um öðruvísi en gegn Slóvenum og
reynum að gera okkur grein fyrir
hvað gæti hugsanlega gert það að
verkum að við náum árangri —
hvaða þættir það eru i leiknum, sem
stuðla að því. Þegar íslenska lands-
liðið hefur náð árangri, hefur það
leikið geysilega góða vörn, notað
síðan tækifærið þegar það hefur
gefst til að sækja fram á við. Það
hefur kannski verið ákjósanlegra
að hafa aðra andstæðinga en Rússa
til að bæta fyrir afglöpin gegn Slóv-
enum, en því verður ekki breytt.
Því betri úrslitum sem við náum
gegn sterku liði Rússa, því gleði-
legri verða þau,“ sagði Logi.
Tap getur haft fjölþætt áhrif
Það er ljóst að þessi árstími hent-
ar ekki íslenskum knattspyrnu-
mönnum vel þar sem iangt er um
liðið síðan menn léku á Islandi. Á
íslenskt landslið að vera að keppa
á þessum árstíma?
„Jú, það er rétt með að tíminn
hentar okkur ekki sem best og ofan
á það bætist að við erum að leika
gegn sterkum þjóðum, sem eru á
mikilli uppleið, eins og Rússar og
Sióvenar, en þeir léku síðasta lands-
leik sinn í desember, á meðan við
erum með einn mann sem hefur
verið að leika eitthvað að ráði. Það
má setja spurningamerki við þetta,
þó að við lærum rosalega mikið á
þessu, en óneitanlega hefur þetta
fjölþætt áhrif. Þetta hefur áhrif á
hvar við lendum á styrkleikalistan-
um, þetta hefur áhrif á þegar við
þurfum að ná í vináttuleiki og svo
framvegis. Við verðum svolítið að
vega og meta stöðuna. Ég er ekki
að segja að við hefðum ekki átt að
fara hingað, alls ekki. Þessi ferð
nýtist okkur vel — það er betra að
fá þennan skell núna, en í heims-
meistarakeppninni. “
Eru strákarnir ekki niðurbrotnir
eftir þennan skell?
„Þeir eru eins og ég, súrir og
sárir. Það var ekki annað að heyra
á þeim, en þeir vilji ekki sitja með
þetta yfír sér og hafa þessi úrslit
á bakinu lengi. Þeir ætla að nýta
tækifærið núna — þá er möguleiki
á því að þetta líði mönnum frekar
úr minni.
Eins og vinnuslys
Það kemur í ljós hvaða menn það
eru sem geta rifíð sig upp úr svona
öldudal. Auðvitað geta svona slæm
mistök orðið öðru hvoru, hjá því
verður erfitt að komast. Þetta er
eins og ég sagði við strákana, eins
og hvert annað vinnuslys sem ger-
ist og þegar maður lítur til baka
virðist þetta allt saman mjög
klaufalegt og það hefði verið ein-
falt að koma í veg fyrir það. Maður
svekkir sig yfir því sjálfur ef maður
til dæmis lendir í árekstri, og spyr:
Hvað var ég að hugsa, hvað var
ég að gera?
Annars er svo að það eru margir
hér að koma.saman í fyrsta skipti
og þekkja þvi lítið hvern annan. Það
eru margir ungir menn í hópnum
og ég nýr þjálfari. Ég hef fundið
fyrir því að hér eru leikmenn sem
ættu að geta tekið svolítið meira
frumkvæðið, þeir vilja það kannski
ekki, vegna þess að þeir telja sig
þá vera að setja sig á háan hest.
Ég sagði við strákana á fundin-
um, að þeir væru valdir til þess að
geta tekið frumkvæðið þegar það á
við og verið virkir aðilar í hópnum.
Hver og einn ber ábyrgð á hugar-
farinu í hópnum með framkomu
sinni og þeirri stemmningu sem
þeir geta búið til. Þannig að við
eigum að geta lært mikið af því að
vera hér saman á Möltu. Þetta er
kannski óþarfa stór skellur til að
draga lærdóm af. Mörg mistök sem
áttu sér stað í leiknum gegn Slóven-
íu, koma upp í leikjum sem menn
fagna sigri í, en þau verða þá ekki
eins áberandi vegna þess að menn
eru sigurvegarar.
Eins og ég sagði eftir leikinn,
þá erum við nánast að falla á eigin
bragði — létum lokka okkar inn í
hluti sem við vildum að þeir gerðu
en við gerðu þá sjálfír. Eg fór yfír
það á fundinum með strákunum,
það sem við ætluðum að gera en
gerðum ekki eða gerðum of lítið
af. Við ætluðum að setja Slóvena
undir ákveðna pressu á ákveðnum
stöðum á vellinum — það gerðum
við aldrei. Við komum oft þrír að
þeim leikmanni sem var með knött-
inn, en hann fékk samt sem áður
að gera það sem hann vildi, fékk
að stinga knettinum á milli þeirra.
Þá segir það sig sjálft að það er
einhvers staðar opin leið. Góð
pressa byggist á því að menn þurfi
annað hvort að leika knettinum til
baka, spyrna honum þvert þar sem
erfitt er að „stela“ honum eða þá
að koma lélegum sendingum fram
völlinn. Þetta voru atriði sem mínir
menn náðu ekki að koma í veg fýrir.
Kannski var jafnvægið á milli
þeirra sem léku í vörninni og í sókn-
inni ekki nægilega gott. Það er í
mörg horn að líta hjá okkur þessa
dagana og við erum komnir hingað
til þess að læra og taka ákveðna
áhættu — prófa eitthvað nýtt og
sjá hvort það sé eitthvað sem geng-
ur upp. Ef það gerist ekki verðum
við að hætta við það,“ sagði Logi.
Þrumur
og rigning
ÍSLENSKA landsliðið þurfti að
sleppa tveimur æfingum á
Möltu í gær, þar sem þrumu-
veður var og grenjandi rigning
— æfingasvæðinu var lokað. í
staðinn fyrir fyrri æfinguna
kallaði Logi Ólafsson leikmenn
sína á fund, til að kryfja leikinn
gegn Slóvenum og í gærdag
hlupu leikmennirnir um smá-
bátahafnarsvæðið í bænum
Ta’Xbiex, fyrir utan höfuð-
borgina Vallettu.
Þvegið fyrir
40 þúsund
RIGNT hefur á Möltu síðan
íslenska landsliðið kom þangað
á sunnudaginn og ræða menn
hér um að þetta sé versti febr-
úar í manna minnum. Ástandið
hefur verið þannig á æfinga-
svæðunum að þau hafa verið
eitt forarsvað sem hefur kost-
að að þvo hefur þurft æfinga-
búninga íslendinganna tvisvar
á dag og var kostnaður við það
kominn upp í 40 þúsund ís-
lenskar krónur í gær. Geir
Þorsteinsson, skrifstofustjóri
KSÍ, reyndi að fá magnafslátt
ígær!
Stærsti sigur
Slóveníu
SÍÐAN Slóvenia hóf að leika
landsleiki 1992, eftir hrun
Júgóslavíu, hefur liðið leikið
23 landsleiki. Sigurinn gegn
íslandi í fyrrakvöld, 7:1, var
þeirra stærsti. Áður höfðu þeir
stærst unnið Kýpur 3:01994
og Eistland með sömu marka-
tölu 1995.
Slóvenar hafa tvisvar leikið
gegn Makedóniu, sem leikur
með íslandi í riðli í undan-
keppni heimsmeistaramótsins,
og tapað báðum leikjunum, 1:4
heima og 0:2 á útivelli. Þess
má geta að Slóvenía varð sig-
urvegari á síðasta Möltumótinu
1994 — vann þá Georgíu 1:0,
Möltu 1:0 og gerði jafntefli við
Túnis, 2:2.
Einu sinni
hvassara
HALLDÓR B. Jónsson, vara-
formaður KSÍ, hafði nokkuð
gaman af því að segja móts-
höldurum á Möltu — eftir leik-
inn við Slóveníu í fyrradag —
að hann hefði sjaldan séð ann-
að eins, að leika landsleik í
knattspyrnu I sjö vindstigum.
Sagðist reyndar aðeins einu
sinni hafa orðið vitni að öðru
eins, þegar ísland vann Níger-
íu 3:0 á Laugardalsvelli árið
1981, en þá voru níu vindstig.
Arnór jafnar metið
Er að hefja sitt 18. ár
í landsliðspeysunni
Lék fyrst - síðast Arafjöldi
Arnór Guðjohnsen Lokeren, Anderiecht, Bordeaux, Hácken, Orebro 1979- IBern 18
RíkharðurJónsson Fram, Akranes 1947-1964 í Reykþvlk Reykjavík 18
Ásgeir Sigurvinsson IBV, StandariTUege, Bayern Miinclten, Sluttgart 1972 -1989 1 Reykjavík Reykjavik 18
Atli Eðvaldsson Valur, Dortmund, Diisseldort, KR 1976-1991 Þúrshöln, Fær. Reykjavik 16