Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 4
mm HlíirgimMíi&ið KORFUKNATTLEIKUR Skagamenn engin hindrun eir voru einfaldlega betri en við á öllum sviðum og sigur þeirra var sanngjarn. Við sýndum góða baráttu allan leikinn __________ og vorum ekki að ■■■■■■ leika illa, en við , höfðum ekkert í Blondal -kt- a -i • 3 Skrifarfrá Njarðvikingana að Njarðvík gera að þessu sinni,“ sagði Hreinn Þorkelsson þjálfari Skagamanna eftir að lið hans hafi tapað .með 21 stigs mun í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvíking- ar sigruðu þar örugglega 107:86 eftir að staðan í hálfleik hafði ver- ið 62:48 og var þetta 12. sigurleik- ur þeirra í röð. Það var rétt á fyrstu mínútunum sem Skagamenn stóðu eitthvað í A-RIÐILL Fj. leikja u T Stig Stig UMFN 27 23 4 2463: 2139 46 HAUKAR 27 23 4 2390: 2083 46 KEFLAVÍK 27 19 8 2537: 2268 38 TINDASTÓLL 27 13 14 2094: 2140 26 l'R 27 12 15 2176: 2214 24 BREIÐABLIK 27 9 18 2133: 2445 18 heimamönnum. Þeir gerðu þau reginmistök að hleypa hraðanum upp og það voru Njarðvíkingar fljótir að nýta sér. Fljótlega fór að draga í sundur og um miðjan fyrri hálfleik var ljóst að Skaga- menn myndu ekki ríða feitum hesti frá þessari viðureign. Njarðvíkingar juku síðan forskot sitt í 26 stig, 78:50 í upphafi síð- ari hálfleiks og allt stefndi í stór- sigur. En Njarðvíkingar léku illa það sem eftir lifði leiksins og Skagamenn náðu aðeins að klóra í bakkann síðustu mínútumar. Hjá Njarðvíkingum voru þeir Rondey Robinson og Teitur Örlygsson bestir, en þeir Milton Bell, sem tók 20 vamarfáköst af 24, og Bjami Magnússon hjá Skagamönnum. B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig UMFG 27 18 9 2479: 2204 36 KR 27 14 13 2315: 2317 28 SKALLAGR. 27 13 14 2123: 2169 26 ÞÓR 27 7 20 2250: 2284 14 ÍA 27 7 20 2314: 2537 14 VALUR 27 4 23 2082: 2556 8 Becker og Stich ekki með þýskum ÞJÓÐVERJAR eru með hálfgert varalið gegn Svisslendingum í Davis- bikamum um helgina. Boris Becker, sem sigraði á dögunum á Opna ástr- alska meistaramótinu, verður ekki með vegna smávægilegra meiðsla á kálfa og annar þekktur tennisleikari, Michael Stich, treystir sér ekki til að leika nema í tvíliðaleiknum. Þriðji leikmaðurinn, Marc-Kevin Göller, fékk flensu 0g er farinn heim en al- þjóðasambandið hafnaði beiðni þjálf- arans um að fá að kalla á Matrin Sinner í hans stað. Reglur kveða á um að aðeins sé heimilt að tilkynna einn nýjan leikmann þegar svo stutt er þar til keppnin hefst. Tveir nýliðar verða því í liðinu, þeir Hendrik Dreek- man og David Prinosil. Chang með á nýjan leik Michael Chang verður í liði Banda- ríkjanna sem leikur við Mexíkó í Kaliforníu, en hann hefur ekki ver- ið í bandaríska Davisbikarliðinu síð- an 1990. Andre Agassi og Pete Sampras verða báðir fjarri góðu gamni en Todd Martin mun einnig koma inn í liðið. Edberg ekki með Svíum Stefan Edberg er einnig fjarri góðu gamni því hann leikur ekki með Svíum sem taka á móti Belgum, en Edberg hefur verið fastamaður í Davisbikarliði Svía allt frá árinu 1984. Hann hefur lýst því yfir að þetta sé síðasta árið hans í keppni á alþjóðlegum mótum. Hann bað þjálfarann um frí frá þessum leik þar sem hann vill undirbúa sig sem best fyrir mót sem hefst í Dubai á mánudaginn. Reeuter DENVER sigraði Lakers með tuttugu stfga mun en hér er troðið yfir Dikembe Mutombo hjá Nuggets. Barkley yfir 20.000 stig Charles Barkley, leikmaður með Phoenix Suns, varð í fyrrinótt 22. leikmaðurinn í sögu NBA-deild- arinnar til að skora meira en 20.000 stig. Ekki skemmdi það fyrir að Phoenix vann, lagði New Jersey Nets, 107:102, og var Barkley með 30 stig. Barkley hefur nú gert 20.014 stig í deildinni og vantar aðeins ellefu til viðbótar til að kom- ast upp fyrir Tom Chambers í 21. sæti. Barkley þarf aðeins að taka 33 fráköst til viðbótar til að verða tíundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar meira en 20.000 stig og tekur fleiri en 10.000 fráköst. Það var góður endasprettur hjá Atlanta sem færði Atlanta sigur á Washington, 98:92. Stacey Aug- mon gerði 20 stig fyrir Atlanta og Grant Long 17, þar af fjögur á loka- sprettinum þegar Atlanta gerði 9 stig gegn tveimur stigum gestanna. Glen Rice gerði 33 stig fyrir Charlotte og Larry Johnson 25 þeg- ar liðið vann Sacramento 115:105. Kenny Anderson var með 14 stig og átti 11 stoðsendingar en Mitch Richmond var stigahæstur í liði Kings með 29 stig. Það var hörkuleikur í Dallas þeg- ar heimamenn tóku á móti Utah Jazz og úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar. Dallas hafði betur, gerði 136 stig en Jazz 133. Jim Jackson gerði 38 stig fyr- ir Mavericks og Jason Kidd 20 auk þess sem hann tók 25 fráköst, sem er met hjá honum í vetur. George McCloud var með 32 stig. HANDKNATTLEIKUR Selfyssingar höfðu það í Eyjum Selfyssingar sigruðu Eyjamenn í gærkvöldi 21:20. Leikurinn var nánast jafn á öllum tölum í fyrri hálfleik og var það góður leik- ur Einars Gunnars Sigurðssonar sem hélt gestunum við efnið. Gest- irnir komu mjög grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti áður en ÍBV svaraði fyrir sig eftir níu mínútur. Annað mark IBV kom ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn. Svo virtist sem Selfyssingar hefðu allt í hendi sér. En leikmenn ÍBV gáfust ekki upp og á síðustu tíu mínútunum settu þeir allt á fullt og breyttu stöðunni úr 20:16 í 20:20 og varði Sigmar Þröstur vel. Einar Gunnar kom Selfyssingum yfir og Hallgrímur félagi hans í markinu sá svo til þess að bæði stigin færu með Sel- fyssingum með því að veija síðasta skot ÍBV. Selfyssingar hlutu þarna mikilvæg stig í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina en Eyja- menn sitja eftir í fallbaráttu. Sigfús G. Guðmundsson ■ BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri bætti sig um 23% í svigi þegar hún lenti í 7. sæti á móti í Geilo í Noregi á þriðjudag. Hún fékk 52,50 punkta fyrir mótið, en hún átti áður best 77,13 punkta. Sigurvegari í sviginu var Kristine Heggelund frá Noregi. ■ THEODÓRA Mathiesen úr KR hafnaði í 9. sæti í svigi á sama stað á mánudag, en þá var Brynja í 13. sæti. Cathrine Mikkelsen, Nor- egi, sigraði. ■ FRANSKUR knattspyrnumað- ur, Gilles Hampartzoumain, sem leikur með Cannes hefur verið dæmdur í tveggja mánaða keppnis- bann eftir að í ljós kom að hann hafði neytt kannabisefna. ■ DAVE Bassett var í vikunni ráðinn knattspymustjóri hjá Cryst- al Palace, en nú em liðin 12 ár síðan hann hætti í sama starfi hjá félaginu, aðeins fjórum dögum eftir að hann tók við. ■ JIMMY Nicholl sem verið hefur þjálfari hjá Raith Rovers í Skot- landi undanfarin fimm ár, ákvað í vikunni að gerast stjóri hjá Mill- wall og taka þar við starfi Mick McCarthy, sem er orðinn landsliðs- þjálfari Ira. ■ LEIKMENN þýsku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu hófu leik í gærkvöldi að loknu jólaleyfi. Frei- burg og Gladbach gerðu marka- laust jafntefli. Leik Diisseldorf og Bremen var frestað. ■ / HOLLANDI var einn leikur í 1. deild í gærkvöldi. Leikmenn Vit- esse Amhem burstuðu Willem II með fimm mörkum gegn engu á útivelli ■ JAVIER Sotomayor heimsmet- hafi hástökki náði besta árangri ársins í gær er hann stökk 2,36 m. UM HELGINA Handknattleikur LAUGARDAGUR Bikarkúrslit kvenna: Höllin: Fram - Stjarnan...13.30 Bikarúrslit karla: Höllin: KA - Víkingur........17 SUNNUDAGUR 2. deild karla: ísafjörður: BÍ - Fylkir...13.30 KörÍFuknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - Breiðablik ....16 Keflavík: Kefiavík - UMFN.......16 Hlíðarendi: Valur- ÍR...........14 1. deild karla: ísafjörður: K_FÍ - Leiknir...13.30 Strandgata: ÍH - Höttur.........16 Stykkishólmur: Snæfell - Þór....16 SUNNUDAGUR Úrvalsdeildin: Akranes: ÍA Valur...............20 Borgarnes: UMFS - Þór...........20 Grindavík: UMFG - KR............20 Njarðvík: UMFN - Breiðablik.....20 Seljaskóli: ÍR - Tindastóll.....20 Strandgata: Haukar- Keflavík....20 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR - Tindastóll......17 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Höttur.......13 Blak ÍS og Þróttur leika í karlaflokki í Hagaskólanum í dag kl 14. Frjálsíþróttir Meistaramót íslands innanhúss fyr- ir keppendur 15 til 18 ára verður haldið í Baldurshaga og í Laugar- dalshöll í dag og á morgun og er í umsjón UMSS. Keppni hefst í dag klukkan 9.30. Borðtennis Borðtennismót verður í TBR-húsinu á sunnudaginn og verður keppt í sjö flokkum. Keppni hefst kl. 10 árdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.