Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 D 3 YW Citystromer VW hefur lokið við að fram- leiða fyrstu línuna, 100 bíla af rafbílnum Citystromer. Bíll- inn er byggður á VW Golf og var fyrst settur á markað í október 1994. Bílarnir eru allir seldir, til opinberra stofnana og náttúruverndarsamtaka í Þýskalandi. VW verksmiðjan í Sachsen hefur hafið fram- leiðslu á línu númer tvö. 5 lítra bíll MIKIÐ hefur verið rætt um þriggja og fjögurra lítra bíla í Evrópu, þ.e. bíla sem hægt er að aka 100 km leið á þremur til fjórum lítrum af bensíni. Nú hefur Evrópusambandið sett sér öllu raunhæfara tak- mark. Bíll sem hægt er að aka 100 km á 5 lítrum á að vera ríkjandi á götum Evrópu árið 2005. Rannsóknir hafa sýnt fram á að 12% af allri koltví- sýringsmengun í álfunni er vegna bíla. Saab fær við- urkenningu TÍMARIT bandarísku bifreiða- eigendasamtakanna, AAA, hefur útnefnt Saab 9000 CSE besta kostinn í sínum verð- flokki (35.000-40.000 dollar- ar). Tímaritið tiltekur sérstak- lega þægindi, aksturseigin- leika, hemlun og rými sem kosti við Saab 9000 CSE. Þetta er í þriðja sinn sem Saab fær viðurkenningu sem þessa. Stjörnumerki og slys TRYGGINGAFÉLAGIÐ Zúrich Municipal segir að öku- menn sem fæddir eru í stjörnu- merkinu Hrútnum lendi oftar í umferðarslysum en aðrir öku- menn. Bogmaður lendi hins vegar sjaldnast í slysum. Tryggingafélagið hefur gert lista yfir tjónatíðni ökumanna eftir því hvenær í dýrahringn- um þeir eru fæddir. Niðurröð- unin er eftirfarandi. 1. Hrútur. 2. Fiskar. 3. Meyja. 4. Vatnsberi. 5. Vog. 6. Tvíburar. 7. Sporðdreki. 8. Ljón. 9. Naut. 10. Krabbi. 11. Steingeit. 12. Bogmaður. Renault vinsæll í Þýskalandi RENAULT var fimmta árið í röð mestseldi innflutti billinn í Þýskalandi. Markaðshlutdeild Renault á þýskum markaði var 5,1% á síðasta ári sem er sama híutdeild og 1994. Alls seldust 170 þúsund fólksbílar og 9 þúsund sendibíiar af Renault gerð í fyrra. Af einstökum gerðum seldist mest af Clio eða 40 þúsund bílar. Mini kappakstur MINI bíllinn, sem eitt sinn var framleiddur undir heitinu Austin en er nú alfarið í eigu Rover, er enn framleiddur, 36 árum eftir að hann kom fyrst á markað. I tilefni af þessu ætlar Rover næsta sumar að efna til kappaksturs fyrir Mini l,3i. Bannað verður að eiga við vélar bílanna og hjólbarða þannig að þeir verða löglegir í venjulegri umferð. ■ Mest selst af bílum með minnstu vélarnar Fjögurra dyra stallbakar ■ beinskiptir f A " TOYOTA SUZUKI IffCI Þægindabúnaður Öryg gisbúnaður 1 1 nn opei_ /7 x VcL Sam- Raf- Raf- Utvarp Upp- Hitií Styrkt. ABS Yfirbygging l/CDft H NIS5AWI Stagrými læs- stýrðir drifnar og hitaðar fram- Þjófa- Líknar- bitar í Höfuð- hemla- lengd breidd VCIIU HONDA / hestöfi ingar speglar rúður segulb. rúður sætum vörn belgir hurðum púðar kerfi metrar mmmmmmmmmmmtmmmmammmnm Ford Escort CLX 1.391/75 S S S S F+A - - - S 4 . 4,29 1,70 1.248.000kr. Honda Civic 1.4i S 1.396/90 S s s S A - S _ S 4 . 4,31 1,69 1.459.000 kr. Suzuki Baieno 1.3 GL HS 1.298/85 s s s s A s . 2 s 4 - 4,19 1,69 1.265.000 kr. OpelAstra GL Sedan 1.388/60 s - - 1 - A - s - s 4 - 4,24 1,69 11.289.000 kr. Nissan Almera 1.392/87 s s - - A - s 1 s 4 - 4,32 1,69 1.335.000 kr. Toyota Corolla XLi 1.4 1.332/75 s - s s A mmmmmmmmm - - s 4 - 4,27 1,68 1.364.000 kr. S: Staðalbúnaður - : Fylgir ekki A: Afturrúða F+A; Fram- og afturrúður FORD Escort CLX. TIL þess að forðast að lenda í 40% vörugjaldsflokki hafa bílainnflytjend- ur flutt inn fólksbíla með vélum sem eru minni en 1.400 rúmsentimetrar að slagrými. Þannig útbúnir lenda bílamir í 30% vörugjaldsflokki sem getur skipt sköpum um þegar endan- legt verð til kaupenda er skoðað. Að öllu jöfnu ættu margir millistærðar fólksbílar að vera með stærri vélum því þrátt fyrir að framleiðendur hafi náð að kreista furðu mikið afl út úr þessum litlu vélum eru bílarnir sem þær knýja í mörgum tilfellum of stór- ir og þungir. Afleiðingin er sú að mörgum þykir millistærðarbílar með svo litlum vélum heldur kraftlitlir. HONDA Civic 1.4i S. SUZUKI Baleno 1.3 GL HS. OPEL Astra GL. Bílainnflytjendur segja að þarna megi sjá neyslustýringuna sem fólgin er í vörugjaldskerfmu í hnotskurn. A síð- asta ári var 47% allra seldra fólks- bíla með minni vélar en 1.400 rúm- sentimetra og 39% með minni vélar en 2.000 rúmsentimetra. Hér á síðunni er gerður saman- TOYOTA Corolla XLi. burður á nokkrum vinsælum stallbök- um sem eru með vélar minni en 1.400 NISSAN Almera. rúmsentimetra að slagrými. Borinn er saman búnaður sem fylgir bílnum, svonefndur staðalbúnaður, hvort sem það er búnaður sem snýr að þægind- um ökumanns og farþega eða öryggi þeirra. Loks er borið saman verð á þessum bílum. Rýmisins vegna er ekki hægt að tíunda hvern hlut í bíln- um og voru því valin af handahófi nokkur atriði sem flestum bíleigend- um þykir fengur í. ■ Honda F-MX HONDA kynnti fyrst á síðasta ári sinn fyrsta fjölnotabíl, löngu á eftir flestum öðrum af stærri bilaframleiðendum heims. Od- yssey, en svo heitir bíllinn, er fimm dyra og minni en t.d. Voya- ger frá Chrysler. Nýlega frum- sýndi Honda hins vegar F-MX fjölnotabílinn sem er frumgerð að framtíðar fjölnotabíl Honda sem verður stærri en Odyss- ey. Þetta er framdrif- inn einrýmisbíll sem er ætlað að gera alvarlega atlögu að veldi Voyager. í honum verða sæti fyrir átta manns og vélin er 2 lítra, fjögurra strokka vél með tveimur yfirliggjandi knast- ásum. Bíllinn verður einnig fram- leiddur aldrifinn og ABS-hemla- kerfi og tveir líknarbelgir verða staðalbúnaður. © V íbíl BOSCH anahlutir inn eru góðir! || ' nrnm Af sérstökum ástæðum er þessi Mercury Monterey Coupe '55 til sölu. Tveggja bikara bíll. Allur eins og nýr. Lítið ekinn eftir klössun. Upplýsingar í síma 588 6005. Rosenthalp"wl"s Glæsilegar gjafavörur + Matar- og kaffistell Í/O í sérflokki AwÆXWpU, Verð við nllrn hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. sérflokki Söluaðllar: Málningarþjónustan, Akranesl (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bflavara- hlutir og fl). Póllinn, (saflrðl (Handverkfæri). KEA, Akureyri (Handverkfæri og fl). Þórshamar, Akureyrl (Bflavarahlutir og fl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og bflavarahlutir). Vlklngur, Egllsstöðum (Handverkfæri, bflavarahlutir og fhiutir).Vélsmlðja Hornafjaröar, Hornaflrði (Handverkfæri, bflavarahlutir og fl). Byggingavörur Steinars Árnasonar hf., Selfossi (Handverkfæri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.