Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Menn borgi tryggingnr í samræmi við áhættu Félag íslenskra bif- reiðaeigenda hefur ver- ið meira í fréttum að undanförnu en nokkru sinni áður í sögu félags- ins. Þar ræður vita- skuld mestu barátta félagsins, sem sumir myndu kalla herferð, fyrir lægri iðgjöldum af ökutækjatrygging- um og samanburður við tryggingaiðgjöld í ná- grannalöndunum. FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda efndi á síðasta ári til útboðs um ökutækjatryggingar félagsmanna sinna og stefnir að því að gera samning við erlent tryggingafélag sem gæti haft í för með sér veru- lega lækkun á iðgjöldum hérlendis. Stjóm og starfsmenn FÍB hefur staðið í ströngu vegna þessa und- anfama mánuði. Formaður FÍB er Árni Sigfússon og framkvæmda- stjóri félagsins er Runólfur Ólafs- son. Félag íslenskra bifreiðaeigenda var stofnað 6. maí 1932. Stofnend- ur voru nokkrir framsýnir áhuga- menn um bifreiðar og rekstur þeirra. FÍB er hagsmunafélag bif- reiðaeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og til- lögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá lögggjaf- ar- og framkvæmdavaldinu. Runólfur segir að bifreiðaeig- endur á íslandi beri hærri skatta- byrðar en bifreiðaeigendur flestra annarra landa. Áratuga barátta FÍB hafi skilað áföngum í átt að sanngjamari skattheimtu. Bónuskerfi tekið upp „Fyrir atbeina FÍB var bónus- kerfí bifreiðatrygginga tekið upp með stofnun Hagtryggingar 1965. Þegar Skandia kom inn á íslenska tryggingamarkaðinn 1992 var gerður afsláttarsamningur fyrir félaga í FÍB. Samningur Skandia og FÍB varð til þess að önnur vá- tryggingafélög breyttu sínum ið- gjöldum og trygginga- markaðurinn nálgaðist kröfu FÍB um að trygg- ingaiðgjöld væru í sam- ræmi við áhættu,“ segir Runólfur. Runólfur segir að enn sé tölu- vert í land á þessum vettvangi en þróunin sé í rétta átt. Að frum- kvæði Árna Sigfússonar, sem tók við sem formaður FÍB á síðasta ári, gerði félagið samanburð á tryggingaiðgjöldum bifreiðaeig- enda hér á landi og í Norður-Evr- ópu og þar kom fram að bifreiða- eigendur hér á landi borga 50-100% hærri iðgjöld en bifreiða- eigendur í samanburðarlöndunum. „í kjölfar þessarar könnunar og einhliða viðbragða íslensku trygg- ingaféiaganna ákvað stjórn FIB að fara út í útboð á ökutækjatrygg- ingum FÍB félaga.“ Runólfur segir að með þessu hafi FÍB komið með nýtt innlegg í neytendabaráttu hérlendis. Með þessu móti hafi félagið nýtt nýjar smugur sem hafi opnast með EÉS- samningnum. Þetta tækifæri gripu menn til þess að reyna að hafa áhrif á markaðinn hér. Tjónalausir borga hlutfallslega hæstu iðgjöldin „Þessi umræða sem hefur verið um tryggingamál hefur ýtt undir það að bifreiðaeigendur eru vilj- ugri en áður að færa sínar trygg- ingar milli félaga," segir Runólfur. Hann segir að barátta FÍB hafi orðið til þess að núna leita við- skiptavinir tryggingafélaganna eftir tilboðum í sínar tryggingar og þeir fái betri kjör en áður fyrr tíðkuðust. „Engu að síður eru þeir tjóna- lausu að borga hlutfallslega lang- hæstu iðgjöldin og langt umfram það sem tíðkast í ná- grannalöndunum. Sá sem lendir oft í tjónum er mun kostnaðarsamari fyrir tryggingafélögin en sá tjónlausi. Eins og kerfið er uppbyggt hér á landi þá er búið að skapa jöfnuð sem bitnar á þeim tjónlausa. Erlendis eru bíl- eigendur að greiða iðgjöld í sam- ræmi við áhættu. Því hefur verið varpað fram hér að unga fólkið lendi óeðlilega oft í tjónum. Þetta er ákveðið vandamál og má kenna um þjálfunarleysi og jafnvel skort í á ábyrgð. Þetta er ekkert eins- dæmi hér á landi heldur á líka við um nágrannalöndin. Mismunurinn er aðeins sá að aldurs- og áhættu- greining hefur ekki tíðkast nema í litlum mæli á íslenska markaðn- um.“ Hvatakerfi Runólfur segir að víða erlendis sé boðið upp á ýmis konar hvata- kerfi fyrir unga bílstjóra. Sums staðar borgi ungir ökumenn mjög há iðgjöld vegna þess að þeir eru í áhættuhóp. Hluti af þessu háa iðgjaldi fari inn á ígildi skyldu- sparnaðarreiknings og er ávaxtað- ur þar. Lendi þessi ökumaður ekki í tjóni í vissan árafjölda fær hann uppsafnaðan sparnaðinn endur- greiddan og iðgjöld hans lækka um leið. „Þó valkostirnar hérlendis hafi aðeins verið að aukast á síðustu árum eigum við ennþá langt í land. Hvaða sanngirni er í því að þeir tjónalausu taki þátt í að niður- greiða iðgjöldin fyrir þá sem eru í áhættuhópi? Það hefur alltaf ver- ið eitt af baráttumálum FIB að ökumenn borgi tryggingar í sam- ræmi við áhættu,“ segir Runólfur. Ein öf lugustu frjálsu félagasamtökin í framhaldi af baráttu FÍB fyrir lækkun iðgjalda hófst félagasöfn- un innan félagsins. í september 1995 voru félagar í FÍB um sex þúsund talsins en eru nú orðnir rúmlega 18 þúsund. FÍB er því orðið ein öflugustu,_fijálsu félaga- samtök landsins. í skjóli þessa hefur félagið fengið tilboð um öku- tækjatryggingar fyrir sína félags- menn frá alþjóðlegu trygginga- miðluninni NHK og Skandia á Is- landi. „Við eigum einnig mörg verk óunnin gagnvart óeðli- legri skattheimtu sem bifreiðaeigendur hafa þurft að þola síðustu ár. Þessi verkefni gera þetta starf líka spennandi. Þegar félagahópurinn er orðinn þetta stór er hægt að ná miklu meiri árangri. Við sjáum líka fram á að geta bætt verulega þjónustuna við félagsmenn. Nú er verið að vinna að því að móta framtíðar vettvang félagsins í ljósi þessara breytinga. Félagið hefur vaxið mjög ört og þarf þá að vera í stakk búið að þjónusta sína félaga sem best,“ segir Runólfur. Víöa erlendis boðið upp á hvatakerfi Félagar í FÍB eru rúmlega 18 þúsund Jeppar hemla verr en fólksbifreióar HEMLUNARVEGALENGD jeppa, þ.e. sú vegalengd sem jepp- inn fer frá því stigið er á hemlana þar til hann stöðvast, er í mörgum tilfellum tvisvar sinnum lengri en hemlunarvegalengd fólksbíla. Þetta kemur fram í könnun sem þýska bílatímaritið Auto Bild gekkst fyrir. í greininni í Auto Bild segir m.a. að jeppar geti verið drápstól í höndum bílstjóra sem telja að þeir hafi algjöra yfírburði yfir venjulega- bíla vegna fjórhjóla- drifsins. Flestir þekkja yfirburði jeppa í akstri í snjó, leðju og sandi og í akstri utan vega. Niðurstaðan í könnun Auto Bild var hins vegar sú að við venjulegan borgarakstur eru aksturseiginleikar jeppanna verri en fólksbílanna og öryggið er minna. Tímaritið bar saman aksturs- eiginleika tveggja gerða jeppa, Mitsubishi Pajero og Opel Front- era, og einar gerðar fólksbíls, Audi A6. Þegar bílunum var nauð- hemlað á 50 km hraða á klst á þurru malbiki var munurinn milli þeirra með minnsta móti. Hemlun- arvegalengd Audi fólksbílsins var 10,5 metrar, 10,3 metrar hjá Opel Frontera og 11,1 metri hjá Mitsub- ishi Pajero. Þegar hemlunarpróf var gert á sömu bflum án ABS hemlalæsi- vamar, einnig á 50 km hraða á klst, á snjó, röskuðust hlutföllin verulega. Nú var hemlunarvega- MITSUBISHI Pajero. iengd Audi 26,4 metrar en hún rauk upp úr öllu valdi hjá jeppun- um, eða 60 metrar hjá Opel Fro- netra og 50,9 metrar hjá Pajero. Lengri hemlunarvegalengd jeppa skýrist að sjálfsögðu af meiri þunga þeirra. Jeppar eru yfirleitt um 200-300 kg þyngri en fólksbílar. Auk þess er þyngd- arpunktur þeirra hærri, m.a. vegna þess að veghæðin er meiri. En einmitt vegna þess að þyngd- arpunkturinn er hærri er jeppum hættara við veltu en fólksbílum. Niðurstöður í þýsku rannsókninni eru þær að þótt ökumenn jeppa fyllist öryggistilfinningu við akst-, ur þeirra mega þeir ekki láta glepj- ast. Jeppa verður að aka með sömu aðgætni og fólksbílum. ■ Jepparnir með meiri hemlunarvegalengd með og án ABS-hemlalæsivarnar Neyðarhemlun á 50 km hraða á klst. Hemlunarvegal. bílategunda Aðstæður á vegi Þurrtmalbik Nýfallinn snjór Snjórá vegi Hemlakerfi MeðABS ÁnABS Audi A6 Opel Frontera Mitsubishi Pajero 10,5 m 10,3 m 11,5 m 26,4 m 60,0 m 50,9 m 41,1 m 63,9 m 56,5 m OPEL Frontera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.