Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ +' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 C 3 FERÐALOG FERÐALOG Á gönguskóm yfir Nuussuaq iMaarmorilik t'n,°nr>Oq o^gpciú"- -, 9 fJörö, .M/, uOr », * o r~~y( Qaarsut^^x^qm^íihnaíí^:;; ^lkerasak ■<$. yÁ-á&& í Uummannaq búa um fimmtán hundruð manns. FERJAN siglir makindalega eftir spegilsléttum sjónum milli borgar- ísjakana á Diskó-flóa. Ferðinni er heitið norður fyrir Diskó-eyju, út fyrir Nuussuaq-skagann og til Ummannaq. Siglingin hófst í Iluliss- at („ísjakastaðnum"), en þangað komum við Unnur Svavarsdóttir flugleiðina frá Kefiavik eftir flug- vélaskipti í Kangerlussuaq (Syðri Straumsfirði). Það er farið að síga á seinni hluta júlímánaðar. Stemmningin er sérstök í þessum heimi borgarísjaka og eftirvænting- in eftir að komast á áfangastað, 500 km norðan við heimskauts- baug, er mikil. 15 tíma sigling til Uummannaq Við höfðum enga vitneskju um ferðir göngugarpa á Nuussuaq en eftir að hafa rýnt nokkuð í kort sýndist okkur vera fært að ganga þvert yfir innanverðan skagann. Til þess að þetta væri mögulegt þurft- um við að komast að landi á af- skekktum stað við botn Um- mannaq-fjarðar norðanvert á skag- anum. Þaðan lá hin fyrirhugaða gönguleið yfir fjallendi skagans að bænum Saqqaq sem stendur við Diskó-flóa, sunnan til á Nuussuaq. Alls er þessi leið um 75 km löng. Hvort og hvernig við kæmumst að upphafsstað gönguleiðarinnar var óljóst en frá Saqqaq var ætlunin að taka fetju til Ilulissat. Eftir 15 tíma siglingu komum við til Uummannaq. Bærinn stend- ur undir samnefndu fjalli á lítilli Eftir vel heppnaða gönguferð um syðsta hluta Grænlands sumorið 1994 ókváðu Jén Viðar Sigurðsson og llnnur Svavarsdótfir að leggja land undir fót á Grænlandi að nýju síðasta sumar. Þau vildu komast á framandi og fáfarnar slóðir og augu þeirra beindust að hinum mikla skaga Nuussuaq sem skilur að Diskó-flóa í suðri og Ummannaq-fjörð í norðri. eyju innarlega í Uummannaq-firði. Litskrúðugt fjallið gnæfir tignar- lega yfir bænum. í Ummannaq búa um 1.500 manns en nokkuð er um fámenna bæi í nágrenninu. Ekkert undirlendi er á eyjunni og eru hús- in reist á mishæðóttum klöppum. Það reyndist ekki auðhlaupið að finna stað til að koma niður tjaldi en eftir töluverða leit fundum við lítinn blett skammt utan við bæinn sem var nothæfur til þess brúks. Á þessum slóðum lifa menn fyrst og fremst á veiðum. Selur er veidd- ur allan ársins hring en á sumrin er nokkuð veitt af grálúðu og rækju. Á veturna leggur hafið og leggjast þá allar siglingar af. Ferð- ast menn þá á hundasleðum. Mikið er af hval í firðinum og stunduðu Evrópumenn hvalveiðar hér fyrr á öldum. Mannlíf er heillandi og frá- brugðið því sem maður þekkir ann- ars staðar, þar sem amstur nútím- ans setur mark sitt á líf manna. Á norðurströnd Nuussuaq gegnt Ummannaq er óbyggður staður sem öðlaðist heimsfrægð fyrir um tveimur áratugum. Þessi staður nefnist Qilaqitsoq. Þar fundust mjög vel varðveittar 500 ára gaml- ar múmíur í hellisskúta. Þessi fund- ur þótti afar merkilegur. Nokkrar af múmíunum eru nú til sýnis í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Árið 1930 lagði þýski vísinda- maðurinn Alfred Wegener upp frá Ummannaq-firði í leiðangur á Grænlandsjökul. Það reyndist hans hinsta för. Á litlu safni í Um- mannaq er að finna ýmsa muni frá þessum leiðangri. Þar á meðal bein úr íslensku hestunum sem notaðir voru við að koma tækjum og bún- aði upp á jökulinn. Nokkur námuvinnsla hefur verið stunduð við Uummannaq-fjörðinn. Við Qaarsut voru kol numin úr jörðu á árunum 1905-1924. Á eyj- unni Agpat var eitt sinn marmara- náma og er marmara þaðan víða að finna í byggingum á danskri grund. Þriðji námustaðurinn, Ma- armorilik, er e.t.v. sá frægasti á Grænlandi. Fyrst var þar numinn marmari en síðar var blý, sink og silfur unnið úr námu er nefndist Svarti engillinn. Námuvinnslu þar var hætt árið 1990 og lauk þar með 300 ára námusögu Grænlands í bili a.m.k. „Þá skulum við bara tala íslensku“ Frá Uummannaq höldum við með póstbátnum til Ikerasak sem er innsti bærinn við Ummannaq-fjörð. Veðrið er fallegt og hvalir skjóta upp kollinum af og til. Ikerasak kom á óvart. Þessi fámenni og frum- stæði bær stendur á eyju í ótrúlega fallegu umhverfi. Flest húsanna eru úr timbri en eitthvað er þó um að fólk búi í myndarlegum torfhúsum. Við gengum um bæinn til að freista þess að finna einhvern sem ætti bát og gæti flutt okkur yfir til Nuussuaq. Á vegi okkar varð eldri maður sem var að verka sel. Okkur fannst hann efnilegur og freistuðumst til að taka hann tali. Við spurðum hvort hann talaði dönsku og jú hann kvaðst geta bjargað sér á því tungumáli en spurði á móti hvaðan við værum. Þegar hann heyrir það svarar hann að bragði: ,Já fínt, þá skulum við bara tala íslensku“! Dvölin i Ikeras- ak varð lengri en til stóð því þessi nýi vinur okkar, Jörgen Dahl, hafði margt að sýna og segja frá. Hann bjó á íslandi í einhver ár um miðja öldina og langt var um liðið frá því að hann hafði tækifæri til að tala íslensku. Jörgen er dæmigerður veiðimað- ur og lifir á því sem umhverfið hefur uppá að bjóða. Hann sýndi okkur sleðahundana sína og veiði- húsið. Ljósgjafinn í húsinu var lampi sem hann hafði unnið úr tálgusteini en slíkan stein má finna í nágrenninu. Lýsið kom af dýrun- um sem hann veiðir og kveikurinn var fífa af blettinum fyrir utan. Jörgen átti hvorki kiukku né úr enda engin þörf fyrir slík tæki á þessum slóðum. — Jörgen óttaðist að við hefðum ekki nóg að borða á Nuusuaq og sýndi okkur ýmsar plöntur sem eru góðar til átu. Af nógu virtist að taka. Logn, léttskýjað og 15-17 stlga hiti Nú tók við sigling á litlum bát frá Ikerasak og inn Qarajaq-fjörð- inn. Þéttleiki borgarísjaka fór stöð- ugt vaxandi og þeir urðu sífellt stærri. Hæsti jakinn sem varð á vegi okkar náði tæplega 100 m hæð frá sjávarborði. Maður fann fyrir smæð bátsins innan um þessi fer- líki. Brátt sáum við til upprunastað- ar jakanna en það er Qarajaq-skrið- jökullinn sem teygir sig frá megin- jöklinum og niður í botn íjarðarins. Þessi jökull skríður fram um 25 m á sólarhring sem mun vera mesti skriðhraði jökuls á norðurhveli jarð- ar. Við náum áfangastað sem er lít- ill vogur á norðurströnd Nuussuaq VIÐ Ikerasak. ÍSFYLLTUR fjörður við Ilulissat. og kveðjum fylgdarmann okkar. Tjaldi er slegið upp og í kvöldkyrrð- inni njótum við útsýnisins yfir ijörð- inn sem lítur út eins og fljótandi skriðjökull. Sól er á lofti allan sólar- hringinn. Á þessum slóðum sest sumarsólin ekki fyrr en komið er fram í ágúst. GENGIÐ um hreindýraslóðir á Nuussuaq. Byrðarnar eru axlaðar morgun- inn eftir og gangan yfir Nuussuaq hefst. Við treystum því að engar óyfirstíganlegar hindranir verði á vegi okkar því að engu er að hverfa með því að snúa við. Lög- regluþjónn í Uummannaq benti okkur hins vegar í gamni á að fjörðinn mundi þó alltént leggja í janúar. Þægilegt land er undir fótum. Það er logn, léttskýjað og 15-17 stiga hiti. Þannig reyndist veðrið alla dagana sem við vorum á göngu. Gróður er töluverður og bláber jafnt sem krækiber eru full- þroskuð. í lofti eru stórir sem smáir fuglar og litskrúðug fiðrildi eru á sveimi. Af og til rekumst við á ferfætl- inga á borð við snæhéra og hreindýr. Skammt er milli lækja er gefa tært og gott vatn. Kyrrðin, náttúrufeg- urðin og vitneskjan um að vera ein á þessu af- skekkta svæði skapar einstaka stemmningu og ekkert er fjarri hug- anum en ys og þys hversdagsins. Leiðin liggur um dali og fjallaskörð milli jökla inn á skagann. Hæst liggur leið okkar upp í 750 m en hæstu fjöll á þessum slóðum ná yfir 2000 m. Allt er miklu stórbrotnara en litla kortið okkar hafði gefið til kynna. Af og til sjáum við inn til megin- jökulsins eða yfir löng og mikil vötn sem kúra milli fjallgarða á skaganum. Eitt þeirra, Sarqap taserssua, er yfir 40 km á lengd. Litlir skriðjöklar teygja sig niður hlíðar hér og þar. Síðasti spölurinn var torfær Okkur miðar vel og einu farar- tálmarnir eru ár sem auðvelt er þó að vaða. Einn morguninn sjáum við torkennilega díla á lofti, neðst við sjóndeildarhringinn. Við betri skoðun kemur í ljós að þetta eru borgarísjakar á Diskó-flóa. Speg- ilsléttur hafflöturinn rennur sam- an við himinn. Það er farið að halla undan fæti að suðurströnd- inni. Leiðin niður að sjó liggur um myndarlegan dal sem hefur að geyma stöðuvatn. Tveir skriðjö- Nú fór gumanið að kórna. Hryggurinn reyndist vera stórbrotinn jök- ulgarður. Það sem gerði hann fróbrugðinn öðrum var að hann reyndist samsettur nær eingöngu úr björgum sem voru 15- 25 m í þvermúl. klar ná niður að vatninu. Milli vatnsins og sjávar tökum við eftir dökkum hrygg sem girðir af dal- inn. Þessi síðasti spölur að sjó reyndist afar torfær. Nokkrar ár þurfti að vaða. Við gátum krækt út fyrir annan skriðjökulinn en þurftum að fara yfir hinn. Erfið stórgrýtisskriða í brattri hlíð milli jöklanna bætti ekki úr. Við erum orðin þreytt þegar niður fyrir stöðu- vatnið er komið og að þeim dökka hrygg sem við höfðum séð til ofar úr dalnum. Nú fór gam- anið að kárna. Hryggur- inn reyndist vera stór- brotinn jökulgarður. Það sem gerði hann frá- brugðinn öðrum var að hann reyhdist samsett- ur nær eingöngu úr björgum sem voru 15- 25 m í þvermál. Að kom- ast yfir slíkan farar- tálma er ekki auðvelt. Ýmist þurfti að klifra upp á björgin, klöngrast ________ milli þeirra eða undir. Þungir bakpokar bættu ekki úr skák. Hindranir urðu si- fellt til þess að snúa þurfti við og leita nýrra leiða um stórgrýtið. Þetta tókst þó að lokum en þau voru þreytt skötuhjúin sem settust niður við strönd Diskó-flóans að degi loknum. Engu að síður var veiðistöngin tekin upp og þess freistað að krækja í uvaq en svo nefnist smágerður fjarðaþorskur á máli innfæddra. Síðasta dag göngunnar lá leiðin um þægilegt land meðfram ströndinni til Saqqaq. Af og til var kyrrðin rofin með mjög háværum drunum frá borgarísjökum. Við náðum til menningarinnar í Saqqaq eftir mjög vel heppnaða 5 daga göngu yfir Nuussuaq. í seinni hluta þessarar ferðar okkar héldum við suður á bóginn, heim- sóttum Diskó-eyju og sigldum síð- an áfram suður með þessari ævin- týraströnd Vestur-Grænlands. ■ Blackpool er eftirsóttur ferðamannastaður Perlan við írska hafið Á STRÖNDUM Englands er að fihna marga fagra og fjölsótta útilífs- og skemmtistaði sem ferðamenn úr öllum áttum flykkj- ast til á sumardögum. Af flestum og jafnvel öllum þeirra ber þó Blackpool, skemmtanaborgin mikla á suðvesturströnd Eng- lands, í nágrenni við hafnarbæ1 inn góðkunna Fleetwood og Vatnahéruðin frægu, sem skáld og myndlistarmenn hafa gert ódauðleg í verkum sínum. Um aidaraðir stóð á þessum stað lítið þorp umhverfis dálitla tjörn sem frá fornu fari nefndist Svartipollur eða Blackpool, ör- skammt upp frá strönd írska hafsins. En á síðari hluta 19. aldar hristi þorpið skyndilega af sér einhvern álagaham og tók að breytast og vaxa á örskömm- um tíma upp í að verða allstór borg sem bauð upp á gleði og afþreyingu við allra hæfi handa fólki sem lítur upp úr dagsins önn og vill skemmta sér og njóta lífs- ins. Margt stuðlaði að þessum breytingum, en þó einkum ný samgöngutækni með tilkomu járnbrauta og vaxandi iðnaðar/ borgir í nágrenninu, svo sem Manchester, Liverpool og margar HINN aldargamli Blackpoolturn er 158 metra hár og sniðinn eftir Eiffelturninum í París. aðrar. Og þar með varð Black- pool og baðströndin við Irska hafið brátt eftirsóttur staður til hvíldar, hressingar og heilsubót- ar fyrir þúsundir og niilljónir manna sem flykktust þangað til að skemmta sér og láta sér líða vel. Heimamenn voru líka fljótir að átta sig á nýjum aðstæðum og lögðu sig fram um að mæta þörfum þessa sívaxandi ferða- mannafjölda fyrir aðstöðu og af- þreyingu. 8 milljónir ferðamanna á hverju ári Brátt risu því í Blackpool hótel og gististaðir, verslanir og veit- ingahús, krár og spilavíti, bíla- stæði og tjaldstæði, skemmti- garðar og golfvellir, sundlaugar og baðstaðir og sitthvað fleira. En upp fyrir öll önnur mannvirki í borginni gnæfir þó Blackpool- turn sem reistur var árið 1895 og hélt upp á aldarafmæli sitt á X ■mrmrr STRANDLENGJAN í Blackpool við írska hafið býður upp á víðáttu, hvíld og andlega endurnæringu. HLUTI af ljósaskreytingum við Strandgötuna i Blackpool. Ferðafólk fundar um gæðamól FERÐAMÁLAHÓPUR Gæða- stjórnunarfélags íslands (G.S.F.Í.) heldur fræðslu- og kynningar- fund miðvikudaginn 21. febrúar nk. Fundurinn er haldinn á Hótel íslandi og hefst klukkan 20.30. Markmið fundarins er að kynna hugmynda- og aðferðafræði gæðastjórnunar og á hvern hátt hún nýtist í ferðaþjónustu. Fundurinn er liður í starfi ferða- málahóps G.S.F.Í. en innan hans starfar fólk víðsvegar úr ferða- þjónustu. Á fundinum verða 3 framsögu- menn: Guðrún Högnadóttir, for- maður G.S.F.Í. kynnir starfsemi félagsins og helstu hugtök gæða- stjórnunar, Magnús Pálsson, rekstrarráðgjafi fjallar um gæða- stjórnun í ferðaþjónustu, Elín Agnarsdóttir hjá Hans Petersen hf. rekur reynslusögu af gæða- stjórnun í þjónustufyrirtæki. Fundarstjóri er Haukur Alfreðs- son, rekstrarráðgjafi. ■ liðnu sumri. Turn þessi sem er 158 m hár og allnákvæm eftirlík- ing af Eiffelturninum í París er ásamt fjölbreytilegum ljósa- skreytingum við strandlengju borgarinnar það helsta sem ein- kennir og setur svip á Blackpool og ferðamenn taka eftir öðru fremur. Á breskan mælikvarða er Blackpool ekki nein stórborg, þótt hún hafi um 160 þúsund íbúa. En það segir ekki alla sög- una, því á hverju ári sækja um átta milljónir ferðamanna borg- ina heirn og dveljast þar um lengri eða skemmri tíma. Mestur er gestafjöldinn á hinum hefð- bundna ferðamannatíma á sumr- in, en á haustin og veturna koma Skíðasvæði Frakklands ó alnetinu ÞEIR sem hafa áhuga á skíða- svæðunum í Frakklandi geta nú skoðað myndir þaðan og fengið hugmynd um hvað þau bjóða á ainetinu. Slóðin er (http://www.skifrance.fr) Það er hægt að fá grundvallarupp- lýsingar á ensku, en nánari upplýsingar, t.d. um Val d’Is- ere, eru á frönsku. Kortið af skíðasvæðinu þar og vegakort- ið sem sýnir hvernig best er að^ komast til þorpsins eru ágæt. Á sumum stöðunum er hægt að bóka hótelherbergi beint, en önnur gefa lista yfir gististaði með síma og símbréfsnúmeri. Sum bjóða upp á 20-40% af- slátt. Nánari upplýsingar um hótelin fást á ainetinu. ■ AB einnig margir, því að borgin hef- ur öðlast fastan sess sem hentug- ur staður til alls kyns funda-, móta- og ráðstefnuhalds. Tíl dæmis leita þangað gjarna stjórnmálaflokkar Stóra Bret- lands til að halda fjölmenna landsfundi sína sem og fjölmörg önnur félagasamtök. í seinni tíð hefur ísland orðið talsvert ferðamannaland og ýms- um þykir það allmikið, þegai gestafjöldinn á ári hverju er far- inn að slaga nokkuð upp í 20t þúsund manns. En samt er þetta fátæklegt, ef við berum okkur saman við baðstrandarborgina fögru, Blackpool á strönd írska hafsins í Englandi, þar sem átta milljónir ferðamanna ganga um garða á ári liverju. Þessi góða borg hefur líka upp á margt að bjóða og býr yfir töfrum sen aðeins fáum stöðum eru gefnir. ■ Jón R. Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.