Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 1
AAÐ 4 GÆÐAFIOKKA GISTISTADI Á ÍSIANDI? GENGIÐ YflR GRÆNLAND VII) strönd Diskóflóa. Diskóeyja í baksýn til hægri. SUNNUDAGUR18. FEBRÚAR1996 BLAÐC Danmörk Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Vikugjaid: OpelCorsa, dkr. 1.795 OpelAstra, dkr. 1.995 Opel Astra st., dkr. 2.195 Opel Vectra, dkr. 2.495 Tveggja vikna gjald: OpelCorsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. aksturog tryggingar. Fáið nánari varðtilboð. Iníemationa! Car Rentaí ApS. Uppl. á íslandi sími 456-3745. íslendingor eru sólgnir í sólino Spánn er fyrirheitna landið í sumar ÞAÐ er margt að sjá í Barcelona á Spáni meðal annars þessa stórfenglegu kirkju, Sagrada Familia. Fjðlmargir Islendingar ætla að fljúga til Barcelona í sumar á vegum Flugleiða og ýmist dvelja í borginni sjálfri eða ferðast þaðan um landið á bílaleigubíl. SPÁNN er greinilega fyrirheitna landið í sumar en samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum í höfuðborginni er mikið bókað í sumarleyfisferðir þangað. Sumarhús í Danmörku og Hollandi njóta einnig mikilla vinsælda. Að sögn Helga Péturssonar, upplýsingafulltrúa Samvinnuferða-Landsýnar, eru ferðir til Benidorm og Mallorka mjög vinsælar í sumar og mun meira hefur til dæmis verið bókað til Benidorm en í fyrra. Auk þess hafa sumarhús í Heijderbos í Hollandi verið töluvert vinsæl. Goði Sveinsson, sölu- og markaðsfull- trúi Úrvals-Útsýnar segir að vinsælustu staðirnir sem þar séu í boði séu Portúgal og Mallorka og að um 70-80% viðskiptavina kaupi tveggja vikna ferðir. Þá séu sumarhús í Duinrell í Hollandi að seljast upp en vonast sé til að samn- ingar takist um fleiri hús. Einnig sé Fort Myers í Flórida vinsælt en þangað var fyrst farið að bjóða ferðir síðastliðið haust. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur, fram- kvæmdastjóra yngstu ferðaskrifstofunnar sem haft var samband við, Plúsferða, er tvennt sem stendur upp úr á þeim bænum: Danmerkurferðir til Billund seljast afar vel og sömuleiðis ferðir til Mallorka á Spáni. Hjá Heimsferðum fengust þær upplýsingar að nýr áfangastaður ferðaskrifstofunnar, Costa del Sol á Spáni, hafi fengið mjög góðar viðtökur. „Nú þegar eru fjórar ferðir uppseldar og aðrar fjórar eru að seljast upp. Costa del Sol á eftir að verða vinsælasti áfangastaðurinn okkar í sumar," segir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heims- ferða. Benidorm sé þó einnig vinsælt en þangað fóru um tvö þúsund farþegar á vegum Heimsferða á síðasta ári. Þá eigi hann einnig von á að Parísar- Costa del Sol vinsælt aftur eftir nokkurra árahlé ferðir Heimsferða sem farnar verða í júli og ág- úst seljist upp en svo hafi verið þau fjogur ár sem ferðaskrifstofan hafi boðið ferðir þangað. Kolbrún Garðarsdóttir, sölumaður hjá Ferða- skrifstofu stúdenta, segir að sólarlandaferðir með Klúbbi 18-30 séu mjög vinsælar hjá ferðaskrifstof- unni en þar eru meðal annars í boði ferðir til grísku eyjanna sérstaklega miðaðar við þarfir ungs fólks á aldrinum 18 ára til þrítugs. Þá selji ferðaskrifstofan einnig töluvert af ferðum til ungs fólks sem vill ferðast á eigin vegum. Ferðalög um ítalíu og Austur-Evrópu séu hvað vinsæl- ust og kaupi flestir sér svokölluð Inter- rail kort. Að sögn Helga Daníelssonar, hjá Ferðaskrif- stofu Reykjavíkur er ferðir til Benidorm vinsælar og töluvert hefur verið spurt um Kúbu en nú í sumar bíður ferðaskrifstofan ferðir þangað í fyrsta skipti. Margrét Hauksdóttir hjá upplýsingadeild Flug- leiða segir að áhugi fólks sé greinilega mestur á ferðum til Spánar og þá aðallega Barcelona. Einn- ig sé mikill áhugi á Flórida. „Það er greinilegt að það er mikill áhugi á að komast í só- lina," segir Margrét. Þá sé töluvert um að hópar fólks taki sig saman og fari í stórborg- arferðir. Sumar- hús í Þýska- landi og í Dan- mörku vekja auk þessa áhuga margra og er nokkuð farið að spyrja um þau. ¦ ?Ferðaniönnuni fjölgaði á heimsvísu í fyrra, en vSxturinn var hægari en árin á undan skv. bráðabirgðatölum frá WTO, Alþjóðasamtökum ferða- manna. Skráð ferðalög voru um 567 milljónir og var aukning milliára 3,8% samanborið við 6,4% aúkningu milli áranna 1994 og 1993. TEKJUR ? Alþjóðlegar tekjur af ferða- mönnum voru 372 milh'arðar dollara eða um 24 þúsund milh'- arðar íslenskra króna á síðasta ári og jukust milli ára um 7.2%. VINSÆLDIR ?Frakkland er sem fyrr vinsæl- asti áfangastaður ferðamanna en þangað komu rúmlega 60 milljónir á síðasta ári. TU Spán- ar komu um 45 milljónir og Bandarikin duttu þvi í þriðja sætið. Þangað komu 44,7 niillj- ónir ferðamanna. GJALDEYRISTEKJUR af erlend- um ferðamönnum jukust um 1,8 milljarða króna milli áranna 1994 og 1995 samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands eðá um 11% en á sama tíma fjölgaði gestum til landsins um 6%. Heildartekjur af erlendum ferðamönnum árið 1995 voru tæp- lega 18,7 milljarðar króna, en árið á undan rúmir 16,8 milljarðar. Tekjur af fargjöldum voru um 7,9 milljarðar króna árið 1995 eða um 10% hærri en árið 1994. Tekj- ur af þjónustu sem ferðamenn keyptu á meðan þeir dvöldu í land- inu jukust hins vegar um 12% milli áranna og voru tæpir 10,8 milljarðar í fyrra. Athyglisvert er Gjaldeyristek jur af f erða- mönnum aukast um 11 % milli ára VOXTUR ?Mest aukning ferðamanna var í M iðausturlöndum í fyrra. Þangað komu um 11 mihjónir ferðamanna eða 11,8% fleiri en árið áður og tekjur hækkuðu um 29,7% í 6,65 milh'arða dollara eða 430 millj- arða íslenskra króna. að aukningin í gjaldeyristekjunum er eingöngu á 1. og 3. ársþriðj- ungi, þ.e.a.s. á tímabilinu frá jan- úar til apríl annars vegar og frá september til desember hins veg- ar. Engin breyting er hins vegar á háannatímanum frá maí til ág- úst. Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri, segir afar ánægjulegt að sjá þessa tekjuaukningu þó hún Qbreyttar yfír segi í raun ekkert um afkomu ferðaþjónustunnar, en megin- markmiðið sé auðvitað að bæta hana. „Það hlýtur að vekja athygli að aukningin yfir sumarmánuðina er engin," segir Magnús. „Skýring- arnar á því geta verið margar. í fyrsta lagi urðu gengissveiflur á árinu þannig að gengi algengustu gjaldmiðla yar lægst yfír sumár- mánuðina. í öðru lagi fjölgaði far- þegum hlutfallslega meir utan háannatímans en innan hans. Þá gæti aukin samkeppni vegna auk- ins framboðs í flestum þáttum ferðaþjónustu á háannatímanum hafa leitt til verðlækkunar frá fyrra ári. Einnig má benda á að yfír sumarmánuðina starfa margir eriendir aðilar að ferðaþjónustu hérlendis og virðisaukinn í þeirra rekstri kemur ekki fram sem gjaldeyristekjur hérlendis þó starf- semi þeirri auki auðvitað umsvif ferðaþjónustunnar. Það ánægjulegasta er auðvitað sú aukning sem næst í gjaldeyris- tekjum utan háannatímans, en meginmarkmið ferðaþjónustunnar er að ná aukningu þar. Þær aðgerð- ir sem unnið hefur verið að í þess- um tilgangi virðast vera að skila árangri og rétt er að benda á að hlutfallslega mesta aukning gjald- eyristekna á síðasta ári er í febrúar og nóvember." ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.