Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Girardelli hefur unnið flest HM- og ÓL-verðlaun karla en þrjár konur hafa unnið fleiri Karlar: Fjöldi verðlauna: Konur: Alberto Tomba hefur unnið sex verðlaun á ÓL- og HM-mótum, en þarafaðeins ein HM-verðlaun sem voru bronsverðlaun í stórsvigi i Crans Montana 1987. Tomba hefursagt að það vanti aðeins HM-gull til að fullkomna verðlaunasafnið og úrþví ætlar hann sér að bæta nú í Sierra Nevada á Spáni. Heimsmeistaramótið í alpagreinum fer nú fram í Sierra Nevada, (Snæfjöllum) á Spáni Tveir islenskir keppendur taka þátt i Þeir keppa i stórsvigi ~ á föstudag og slðan svigi sunnu- dag. mótinu, Haukur Arnórsson, Arm. og Arnór G unnarsson, isafirði. Fjöldi verðlauna: CrailZ, Þýskalandl j M. GoÍtSChel, Frakklandi Hanni Wenzel, uchiansiem A. Moser-Pröll, Ausmí Vreni Schneider, Sviss Sierra Nevada skiðasvæðið er I Andalúsiuhéraði, og er syðsta skiðasvæði Evrópu ■ HELGI Sigurðsson var í leik- mannahópi Stuttgart gegn 1860 Miinchen í þýsku deildinni á laug- ardaginn og var þetta í fyrsta sinn í vetur sem hann er í hópnum í deildarleik. Hann sat á varamanna- bekknum allan leikinn, en Stutt- gart, sem er í fimmta sæti deildar- innar, tapaði óvænt 2:3. ■ LARUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke gegn Birm- ingham. Stoke sigraði 1:0 og er nú í þriðja sæti 1. deildarinnar. ■ ARNAR Gunnlaugsson lék ekki með liði sínu Sochaux um helgina vegna meiðsla. ■ MICHAEL Jordan gerði 44 stig og Scottie Pippen 40 stig þegar Chicago vann Indiana 110:102 í NBA-deildinni í körfuknattleik f fyrrinótt. ■ UM ALGERA sýningu var að ræða hjá þeim félögum en Chicago hafði tapað þremur leikjum í röð í Indiana. ■ DENNIS Rodman tók 23 frá- köst fyrir Chicago í leiknum en Reggie Miller var með 24 stig fyr- ir Indiana. ■ DAVID Robinson skoraði 25 faémR FOLK stig, tók 12 fráköst og- varði sjö skot þegar San Antonio Spurs vann Houston 93:79. Houston gerði aðeins 47 stig eftir fyrsta leik- hluta og Olajuwon var haldið niðri en hann var með tvö stig í fjórða leikhiuta og 18 stig alls. ■ GLEN Rice var með 32 stig og Larry Johnson 29 stig þegar Charlotte vann Milwaukee 122:99. ■ JUWAN Howard setti niður 30 stig og Tim Legler 21 stig fyrir Washington sem vann Minnesota 108:96. ■ SHA WN Kemp meiddist á hendi í fyrsta leikhluta og sat á bekknum í öðrum leikhluta en kom öflugur í seinni hálfleik og gerði alls 25 stig fyrir Seattle sem vann Vancouver 118:109. Þetta var sjötti sigur Se- attle í röð en Vancouver hefur tapað átta af síðustu níu leikjum. ■ STEVE Smith og Grant Long gerðu sín 18 stigin hvor fyrirAtl- anta en liðið vann Portland 93:90 og var þetta 14 sigurinn í síðustu 19 leikjum. ■ TOM Hammonds setti persónu- legt met á tímabilinu þegar hann gerði 26 stig fýrir Denver, sem gerði sér lítið fyrir og vann Boston 117:93. Þetta var fimmti sigur Denver í síðustu 16 leikjum. ■ MAGNUS Wislander, sænski handknattleiksmaðurinn sem leikur með Kiel í Þýskalandi, hefur verið meiddur í þrjár vikur. Kiel hefur ekki unnið leik síðan hann meiddist - tapað þremur deildarleikjum í röð. ■ PETE Sampras vann Andre Agassi 6-2, 6-2 í úrslitaleik opins móts í San Jose í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag en við sigurinn fór Sampras í efsta sæti heimsafrekalistans í stað Thomas Musters. ■ SAMPRAS var mjög ánægður með leik sinn og Agassi, sem er áfram í þriðja sæti heimsafrekalist- ans, sagðist hafa verið yfirspilaður. VERDLAUN ALMENNT er viðurkennt að iðkun íþrótta er mikilvæg- ur liður í uppeldinu en sitt sýn- ist hveijum um íþróttakeppni barna. Rannsóknir benda til þess að sé keppni barna _■■■ skipulögð og fram- kvæmd á þann hátt að gleði og ánægja keppenda sé í fyrir- rúmi með áherslu á að þátttaka skipti öllu burtséð frá úrslitum eru minni lýkur á brottfalli iðkenda en ef ekkert kemst að nema þeir bestu og sigur. Ef litið er á keppnina sem þrep í uppbyggingunni til að sjá hvar einstaklingurinn stendur miðað við það sem áður var án þess að vera með saman- burð við aðra skilar hún meiru þegar til lengri tíma er litið en keppni um gull, sílfur og brons. Þannig getur keppni verið ör- vandi og uppbyggjandi en hún getur líka verið niðurdrepandi og hreinlega fælt börn frá íþróttaiðkun. Keppni barna er eitt og verð- laun annað. Fyrir hálfum mán- uði fór fram svonefnt Þorramót barna í fimleikum og sá fim- leikadeild Ármanns í Reykjavík um framkvæmdina. Um ein- stakiingskeppni var að ræða og fengu þrír efstu í hverjum flokki verðlaun, gull, silfur og brons, en allir keppendur, 156 talsins, fengu annaðhvort boli eða der- húftír fyrir að hafa verið með. Krakkamir voru látnir stilla sér upp og allir fengu viðurkenn- ingu um leið og þeim var þökk- uð þátttakan. Jafnt var látið í Qórða þrepi en Gerpla í Kópa- vogi sá um framkvæmdina. Áð- ur en verðlaunaafhendingin hófst voru liðin kölluð fram á gólf þar sem þátttakendur röð- yfir alla ganga. Þetta var iá- kvætt og uppbyggjandi hjá Ár- menningum. Um helgina fór fram bikar- mót Fimleikasambandsins og var um liðakeppni að ræða, íjög- ur lið í þriðja þrepi og jafnmörg Annaðhvort á að verð- launa alla kepp- endur í liði eða engan uðu sér upp en þegar til kom fengu ekki allir liðsmenn verð- launaliða verðlaun. Sumir vara- menn stóðu eftir á gólfinu þegar samherjarnir gengu upp á kistu- lokið til að taka við viðurkenn- ingum sínum. Svona fyrirkomuiag gengur auðvitað ekki. Samvinna er grundvallaratriði í hópíþróttum og börnum er kennt eða á að vera kennt að allir í hópnum séu jafn mikilvægir. 11 menn eru inná í knattspyrnuliði hveiju sinni og þtjár skiptingar eru heimilar en 16 eru á skýrslu og þó a.m.k. tveir fái ekki skráðan leik eru þeir hluti af hópnum. Varamenn KR og Fram, sem léku ekki bikarúrslitaleikinn á liðnu sumri, fengu verðlauna- peninga rétt eins og hinir í leiks- lok. Fullorðnu mennirnir hefðu enda ekki tekið annað í mál og sama á að eiga við þegar um böm er að ræða. Fimleikar em góð undirstaða fyrir allar íþróttagreinar en skipuleggjendur verða að vanda vel til allrar keppni barnanna og einblína ekki á útvalda þegar og ef til verðlauna kemur. Það er íþróttinni ekki til framdráttar þegar stjórnendur draga 10 ára gömul böm í dilkaog sniðganga sum fyrir að hafa verið vara- menn í hópnum. . . . Stemþor Guðbjartsson Hver erglímukappinn SKARPHÉÐINN ORRIBJÖRNSSON sem er nær ósigrandi? Ég er fædd- ur KR-ingur SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, glímukappi úr KR, hefur verið besti glímumaður landsins í vetur. Um helgina tryggði hann sér bikarmeistaratitilinn og eins er hann búinn að tryggja sér titilinn Landsglímumeistari islands, þó svo að enn sé eitt mót eftir af fjórum. Helsta markmið hans er að verða Glímukóngur íslands á þessu ári. Skarphéðinn Orri er 25 ára og býr í Hafnarfirði. Hann er ókvæntur og barnlaus. Hann byij- ■■■■■■ aði að æfa glímu Eftir þegar hann var tíu Val B. ára og æfír nú sex lónatansson til sjö sinnum í viku undir hand- leiðslu Ólafs Hauks Ólafssonar, sem var albesti glímumaður lands- ins til margra ára. Orri starfar sem trésmiður hjá föður sínum, Bimi Lárussyni, sem er fyrrum Islands- meistari í lyftingum. Þú býrð í Hafnarfirði en ert í KR, hvernig stendur á því? „Það kom aldrei neitt annað félag til greina. Pabbi er mikill KR-ingur og ég held að ég hafi verið skráður í félagið um leið og ég kom í heiminn. Ég er því fædd- ur KR-ingur.“ Glímukappinn er mikill keppn- ismaður og kannast margir við hann úr spurningakeppni fram- haldsskólanna í Sjónvarpinu, en hann var í Iiði Flensborgarskóla fjögur ár í röð frá 1988 til 1991. „Við komumst einu sinni í úrslit, árið 1991, en töpuðum þá fyrir MA.“ Hvernig er æfingum háttað hjá þér? „Fyrstu tvö árin æfði ég ekki mikið en nú æfi ég sjö sinnum í viku. Glími fjórum sinnum í viku og syndi daglega. Svo stunda ég lyftingar á sumrin til að styrkja mig. Eg hef aldrei æft eins mikið og í vetur enda hef ég lést um tíu kíló og er því mun friskari fyrir bragðið." Hvaða eiginleikum þarf góður glímumaður að búa yfir? „Hann þarf að ráða yfir mikilli kunnáttu í brögðum." Hvað er erfiðast við þessa iþróttagrcin? „Það er erfiðast að ná tökum á brögðunum því þau eru marg- breytileg og flókin. Ég skoða mik- ið myndbönd af glímum og reyni Morgunblaðið/Krisiinn SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, glímumaður úr KR og tré- smiður, í vinnunni á trésmíðaverkstæði föður síns í gær. að koma með eitthvað nýtt, til að koma andstæðingnum í opna.. skjöldu." Nú hefur íþróttin átt nokkuð erfitt uppdráttar. Hver er staða glímunnar í dag? „Það er mikill uppgangur um þessar mundir og það er bjart framundan. Sem dæmi um það byijuðum við hjá KR með æfingar fyrir unglinga fyrir þremur árum og þá æfðu um tíu unglingar. Nú eru um 70 krakkar á æfingum og það má því segja að það hafi orð- ið hálfgerð sprenging í íþróttinni. Þar er mikill kraftur í þessu núna.“ Hvert er helsta markmiðið hjá þér í vetur? „Stóra takmarkið er að verða gh'mukóngur íslands. Þessi glíma er haldin í 90. sinn og er því af- mælismót. Þetta er elsta mót á íslandi. Það væri gaman að fagna sigri á því. Ég hef unnið alla and- stæðinga mína á þessu ári og því ætti ég að eiga ágæta möguleika." Hver er erfiðasti andstæðingur- inn? „Ætli það sé ekki Jóhannes Sveinbjömsson, hann er sá eini sem hefur unnið mig í vetur. Ann- ars erum við fimm sem höfum verið að bítast um efstu sætin í mótunum í vetur. Hinir eru Ingi- bergur Sigurðsson, Arngeir Frið- riksson og Jón B. Valsson." Áttu mörg ár eftir í giímunni? Já, já. Ég á að minnsta kosti tíu ár eftir. Ég byijaði svo seint að vinna titla og því þarf ég að vera lengur í þessu. Eg held að þetta sé svipað og í öðrum íþrótta- greinum að maður toppar um þrí- tugt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.