Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 B 5 HANDKNATTLEIKUR IÞROTTIR Meistaraheppni Ivar Benediktsson skrifar Islandsmeistarar Vals verða að telj- ast heppnir að hafa náð báðum stigunum í viðureigninni við baráttu- glaða ÍR-inga í Breið- holtinu á sunnudags- kvöldið. Eftir að hafa átt undir högg að sækja í síðari hálfleik tókst þeim að rétta stöðuna í lokin og skora sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. ÍR reyndi allt hvað af tók og þrátt fyrir að vera einum fleiri síðustu fimmtán sekúndurnar tókst þeim ekki að bjarga öðru stiginu í hús. Lokatölur 19:18 fyrir Val. Fyrri hálfleikur slakur, mýmörg mistök litu dagsins ljós á báða bóga. Eini ljósi punkturinn i leikhklutanum var góð markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar í marki Vals og Magnúsar Sigmundssonar í marki ÍR. Á þeim strönduðu ófáar sóknimar og einkum virtust ÍR-ingar vera lán- lausir í mörgum dauðafærum. Þegar gengið var til leikhlés leiddu Vals- menn með tveimur mörkum, 11:9. Júiíus Gunnarsson kom daufum Valsmönnum í þriggja marka forystu strax í upphafi síðarí hálfleiks en í kjölfarið tók ÍR öll völd á vellinum. Valsmenn skoruðu ekki mark í þrett- án mínútur eða í átta upphlaupum. ÍR-ingar skoruðu fímm mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti, 14:12. Jón Kristjánsson þjálfari Vals sá að við svo búið mátti ekki standa og tók leikhlé og náði að hressa sína menn með snarpri ræðu. Valsmenn jöfnuðu og eftir það var leikurinn í járnum allt til leiksloka, en ÍR-ingar þó yfírleitt á undan að skora allt þar til 3,20 mín. voru eftir að Valsmenn komust yfír 18:17 og aftur 19:18. Ef smá lán hefði fylgt ÍR liðinu í þessum leik hefði það átt að ná meira út úr honum en raun varð á. Þeir komust inn í leikinn í fyrri hálfleik en misstu taktinn um stund og eins var í þeim síðari. Meiri yfírvegun vantaði í sóknarleikinn í lokin. Vöm- in var sterk og Magnús markvörður fór á kostum. FH heppið gegn lán- lausum Víkingum FH getur þakkað sínum sæla að hafa borið sigurorð af Víkingum, 28:27. Víkingar höfðu knöttinn þegar 50 sekúndur voru eft- Hörður ir. í staðinn fyrir að Magnússon halda honum út leik- skrifar inn misstu þeir hann, FH-ingar geystust í sókn, Víkingar brutu gróflega á Héðni Gilssyni við punktalínu, misstu mann útaf og FH tók leikhlé þegar níu sekúndur voru eftir. Þeir stilltu upp fyrir Héðin sem tók tvö skref en Friðleifur Friðleifsson stöðvaði hann mjög gróflega, hefði átt að fá rauða spjaldið. Víkingar því orðnir aðeins fjórir í vöminni og þetta nýtti Héðinn sér loksins, gerði sigurmarkið með glæsilegu uppstökki á síðustu sekúndu Ieiksins. „Þetta var sætur sigur eftir léiegan fyrri hálfleik. Sjokkið á móti Val var mikið og andlega hliðin ekki sterk en menn rifu sig upp í síðari hálfleik og stigin voru kærkomin. Við vorum að spila á móti mjög sterku Víkings- liði sem á ömgglega eftir að taka stig í næstu leikjum," sagði Guð- mundur Karlsson, þjálfari FH, eftir leikinn. Víkingar mættu mjög grimmir til leiks og náðu fljótlega góðri forystu í fyrri hálfleik. Sóknarleikur þeirra gekk þá mjög vel með Árna Friðleifs- son og Knút Sigurðsson fremsta í flokki. Lið FH virkáði áhugalaust og mikill doði einkenndi liðið í fyrri hálf- leik. Varnarleikurinn afleitur og markvarslan eftir því. Það var gjör- breytt lið sem kom til leiks í síðari hálfleik, leikmenn börðust og þar fóru fremstir í flokki Hálfdán Þórðar- son og Sigurður Sveinsson. Samt gekk heimamönnum illa að nálgast gestina. Það var ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum að Sig- urði Sveinssyni tókst að koma FH yfir í fyrsta skipti úr vítakasti, 25:24. „Við vorum með annað stigið í höndunum, í staðinn fyrir að fá frí- kast og halda knettinum, spiluðum við okkur í vonlausa stöðu á línuna, misstum knöttinn og töpuðum leikn- um. Sigurður Sveinsson var okkur erfiður og það ekki í fyrsta skipti sem hann er okkur Víkingum erfíður," sagði vonsvikinn þjálfari Víkinga, Árni Indriðason. Árni má líka vera vonsvikinn. Hans menn áttu annað stigið skilið. FH- ingar mega vera mjög lukkulegir með sigur í þessum leik, þeir léku iengst af illa en börðust þó vel í síðari hálf- leik og uppskeran var góð. Hálfdán Þórðarson og Sigurður Sveinsson voru bestu menn FH. Þá lék Hans Guðmundsson vel í fyrri hálfleik — var þá eini leikmaður FH sem lagði sig fram. Árni Friðleiksson og Knútur Sigurðsson voru bestu menn Víkinga, þó gerði Knútur nokk- ur afdrifarík mistök undir lok leiksins. Sigurtil siðshjáKA KA-menn þurftu ekki að sýna neinn stjömuleik til að sigra Selfoss á heimavelli sl. sunnudags- ■■■■■■ kvöld og það er nán- Stefán Þór ast orðið til siðs að Sæmundsson KA sigri í skrautleg- skrifar frá um leikjum sem þess- Akureyri urrL Selfyssingar reyndu ýmsar fléttur og héldu mann- taflinu í jafnvægi án þess þó að eiga mátleik í fórum sínum. KA sigraði 28:26 eftir að staðan hafði verið 14:14 i leikhléi. Selfyssingar komu á óvart með því að leika maður á mann í byijun. Þetta hafði í för með sér flautukon- sert, pústra og brottrekstra. Liðið skipti fljótlega um vamaraðferð og voru menn misjafnlega framarlega meðan KA hélt sig við flata vöm. Leikurinn var jafn, KA 1-2 mörkum á undan þar til Selfoss jafnaði 10:10. Duranona tók Einar Gunnar úr um- ferð seinni hluta hálfleiksins og læddi inn mörkum þess á milli en lærisvein- ar Valdimars Grímssonar gáfust aldr- ei upp og héldu jöfnu. Bæði liðin byijuðu með flata vörn í seinni hálfleik og KA-menn skoruðu 6 mörk á móti 1 marki Selfyssinga á fyrstu 10 mínútunum og komust í 20:15. Þá höfðu gestirnir m.a. verið tveimur færri í eina og hálfa mínútu. Selfyssingar reyndu nú að taka Pat- rek og Duranona úr umferð og á tímabili fór Hallgrímur að veija þann- ig að munurinn minnkaði í 2 mörk, 24:22 þegar 8 mínútur voru eftir. Samt var lítil spenna í leiknum. Það virtist enginn hafa trú á öðru- en KA-sigraði og það gekk eftir. Leikurinn var frekar dapur, liðin léleg og dómgæslan einnig. Leó Orn átti skínandi leik hjá KA sem og Jó- hann Gunnar. Duranona var traustur að vanda og Patrekur fann sig í seinni hálfleik. Siguijón Bjarnason sýndi ágæt tilþrif hjá Selfyssingum, Valdi- mar sömuleiðis og Einar Guðmunds- son í seinni hálfleik. Stjörnuleikur Sigtryggs Grótta og Stjaman skildu jöfn, 25:25, í íjörugum leik á Sel- á sunnudagskvöld. Heimamenn voru komnir með góða for- ustu um miðjan síðari hálfleik en með kröft- ugum leik náði Stjaman að jafna og var aðeins.fimm sekúndum frá sigri. Leikurinn var hraður og líflegur frá upphafi og góð skemmtun fyrir áhorfendur. Þó nokkuð var um mistök og liðin fylgdust að fram undir lok fyrri hálfleiks en þá tóku heimamenn frumkvæðið og höfðu yfír í hléi, 12:10. Grótta hélt áfram þar sem frá var horfíð í upphafí síðari hálfleiks og náði öruggri forustu. Markvörðurinn Sigtryggur Albertsson var öðrum fremur maðurinn á bak við velgengni Gróttumanna. Hann varði hvað eftir annað frá Stjörnumönnum í dauða- færum og færði þannig félögum sín- um mörg hraðaupphlaup. Mestur varð munurinn fimm mörk, 21:17. Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði breytingu á liði sínu og setti Konráð Olavson í hlut- verk leikstjórnanda en kippti Dmitri Filippov útaf. Við þetta breyttist leik- ur liðsins og gestirnir söxuðu hratt á forskotið. Stjarnan jafnaði 22:22 og náði forustunni á lokamínútunni, tjarnarnesi Sævar Hreiðarsson skrifar . Sindri Bergmann Eiðsson skrifar 25:24. Grótta átti síðustu sóknina og Jurí Sadovski náði að jafna með föstu skoti þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. , „Ég er ánægður með að við brotn- uðum ekki við mótlætið. Við erum með mun betra lið en Grótta en þeir voru með frábæra markvörslu í kvöld,“ sagði Viggó Sigurðsson, í leikslok. „Við náðum ekki að halda þetta út. Við gerðum þreytingar á varnar- og sóknarleiknum og þeir gengu á lagið,“ sagði Gauti Grétarsson, þjálf- ari Gróttu. KR-ingar fallnir KR-ingar tóku á móti Aftureldingu í Höllinni á sunnudag og töpuðu 25:27 í frekar slöppum leik. Þar fór síðasti möguleiki KR á að halda sér í fyrstu deild. KR byijaði leikinn betur og var elcki á því að láta 1. deildar sæti baráttulaust. Með góðri markvörslu Hrafns Margeirssonar og góðri skotnýtingu Hilmars Þórlinds- sonar héldu KR-ingar 2 marka for- ystu mestan part fyrri hálfleiks. En í hálfleik var staðan 12:11 þeim í vil. Afturelding var hins vegar ekki sjón að sjá og átti erfítt með að kom- ast framhjá vöm KR. Seinni hálfleikinn byijuðu Aftur- eldingarmenn betur og komust fljótt yfír 14:13. Liðin skiptust síðan á að skora, og það var ekki fyrr en á síð- ustu mínútunni sem úrslitin réðust. Með baráttu komust Aftureldingar- menn yfir og sigruðu 25:27 eftir spennandi lokamínútur. Leikurinn var annars ekkert augnayndi og einkenndist öðru frem- ur af baráttu og óskynsamlegum leik á köflum. Dómararnir lögðu einnig orð í belg. Róbert Sighvatsson átti ágætan leik í sókn sem og Ingimundur Helga- son. Bjarki Sigurðsson sýndi einnig tennurnar þðru hvoru. Hjá KR átti Sigurpáll Árni Aðalsteinsson góðan leik og Hilmari gekk vel í sókninni. FOLX ■ PÉTUR Bjarnason, sem hefur leikið handknattleik með KA í fjöl- mörg ár, fékk afhentan blómvönd fyrir leik KA og Selfoss. Tilefnið var 300 meistaraflokksleikir með KA en margir þeirra síðustu hafa reyndar verið leiknir þar sem Pét- ur hefur aðeins verið á skýrslu. ■ FLEIRI fengu blóm fyrir leik- inn. Stjórn handknattleiksdeildar KA færði Valdimar Grímssyni vönd til að þakka honum formlega á heimavelli fyrir samstarfið keppnistímabilin á undan. Valdi- mar afhenti síðan Alfreð Gísla- syni blóm frá Selfyssingum og hamingjuóskir með bikarmeistara- titilinn. ■ EINIR fimm útsendarar Tu- sem Essen mændu á Patrek Jó- hannesson í leiknum gegn Sel- fossi. Því miður hittu þeir á slæ- man leik. Þetta var alls ekki góður handbolti en Patrekur stóð sig bærilega. Hann var ragur í fyrstu en náði sér betur á strik í seinni hálfleik og skoraði alls 7 mörk. Eftir Ieikinn sagðist hann vissulega hafa fundið fyrir augnaráði Þjóð- verjanna og verið frekar óstyrkur. Leikurinn var harður en Patti hélt skapinu í skefjum og uppskar að- eins eina brottvísun. ■ MARGRÉT Theodórsdóttir, leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ, vann síðast bikartitil fyrir 15 árum og þá með FH en þá var Nína K. Björnsdóttir, fé- lagi hennar í Stjörnunni, þriggja ára. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson DAGUR Sigurðsson og félagar áttu fullt í fangl með baráttuglaða ÍR-inga á sunnudagskvöldið. Hér er hann búinn að brjótast framhjá Einar Einarssyni, en ekki vildi knötturinn í markið í þetta sinn. Dagur skoraði þrjú mörk í leiknum, öll úr vítaköstum. Valgarð Thoroddsen fylgist spenntur með framvindu mála. Önnur skrautfjöð- ur hjá Stjömunni ISIÝKRÝNDIR bikarmeistarar, Stjörnustúlkur, bættu skrautfjöður í hatt sinn á laugardaginn þegar þær tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna með 24:24 jafntefli gegn Eyjastúlkum. Garðbæingar léku ekki sinn besta leik en sluppu fyrir horn gegn sprækum Eyjadömun- um, sem hafa einar í deildinni ekki tapað stigi gegn þeim ívetur. Enn eru tvær umferðir eftir en þar sem ÍBA gaf leik sinn gegn Stjörnunni dugði Garðbæingum jafntefli enda stigahæstir og með langbesta mark- hlutfallið. Stjörnurnar byijuðu full kæruleysis- lega en náðu samt að halda for- skoti Eyjastúlkna við eitt og tvö mörk - voru raunar heppnar Stefán að verða ekki meira und- Stefánsson ir. En tími Garðbæinga skrifar kom um miðjan fyrri • hálfleik, er tveir Vest- mannaeyingar fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma, og Stjarnan náði að skora fjögur mörk í röð. En Eyjastúlkur voru ekki búnar að segja sitt síðasta orð og héldu uppi baráttu. Náðu að jafna rétt eftir miðjan síðari hálfleik og höfðu möguleika á komast yfir en það gekk ekki eftir því tvær þeirra voru aftur reknir af velli þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og staðan 23:23. Nína K. Björnsdóttir skoraði úr víti fyrir Stjörnuna en nokkr- um sekúndum fyrir leikslok fengu Eyja- stúlkur víti og þar brást fyrirliðinn Ingi- björg Jónsdóttir ekki og skoraði jöfnun- armarkið. „Þetta var ekki nógu skammtilegur leikur. Ég hefði viljað skemmtilegri leik af því að við vorum að taka á móti bik- ar en það er spurninjr um hvort ekki sat þreyta í okkur og þó við höfum ætlað okkur að vinna or ekki víst að hugur hafi fylgt máli,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, en hún átti góðan leik, vann vel í vörn- inni, skoraði sjálf 4 mörk og fiskaði 5 vítaköst. „Engu að síður er það veturinn sem gildir og í raun meira að marka þennan titil - gamla meistaratitilinn," bætti Guðný við. Herdís Sigurbergsdótt- ir, Nína og Fanney Rúnarsdóttir stóðu sig ágætlega en í heild var liðið í dvala og ekki mátti miklu muna að fresta yrði afhendingu bikarsins. „Okkur vantaði bara herslumuninn,11 sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, en sem fyrr segir hefur lið hennar ekki tapað leik gegn Stjörnunni í vetur held- ur gert tvö jafntefli. „Við ætluðum að klára þetta núna, það er alltaf takmark að vinna Stjörnuna eins og önnur lið og við ætluðum að fresta þessari af- hendingu hjá þeim.“ Sænska stúlkan Malin Lake átti stórleik á laugardaginn, var afar óeigingjörn og átti margar stór- kostlegar stoðsendingar. Þórunn Jörg- ensdóttir stóð sig vel í markinu og Ingi- björg, ásamt Andreu Atladóttir, var ágæt. Víkingar hristu Hauka af sér Víkingur vann Hauka 22:16 í 1. deild kvenna í Víkinni á laugardaginn. Vík- ingsstúlkur byijuðu með látum, komust í 6:0 og síðan mest í 8 marka forskot með góðri vörn, sem aftur skilaði góðri markvörslu. En Haukar voru vel á verði og biðu eftir tækifæri. Það kom um miðjan síðari hálfleik er Víkingar sváfu á verðinu og Hafnfirðingum tókst með mikilli baráttu að minnka muninn í 15:14 og höfðu möguleika á að jafna. Þessi kafli tók þó sinn toll og þegar ekki tókst að jafna fjaraði baráttan út og Víkingar bættu við 6 mörkum í röð og gerðu út um leikinn. Kaf laskipt í Árbænum Fylkir vann KR 19:18 í kaflaskiptum leik í Árbænum á laugardaginn. Eftir slaka byijun Árbæinga komust Vest- urbæingar í gott forskot og höfðu 6:11 í leikhléi. En Árbæingar sneru algerlega við blaðinu í leikhléi, unnu upp forskot- ið ogjöfnuðu um miðjan síðari hálfleik og náðu að klára leikinn. Sá mikilvægasti Olafur Lárusson þjálfari Stjörnunnar má vera sáttur við árangur liðs síns; bikarinn og deildarkeppnin þegar í höfn auk þess sem staða liðsins - ósigr- að með 150 fleiri mörk skoruð en feng- in á sig - segir sitt. „Það var ekkert frekar takmarkið að vinnaþrefalt heldur taka sem mest af titlum. Eg lít á bikar- inn sem bónus, en deildarmeistaratitill- inn er að mínu áliti sá mikilvægasti, því mest vinna liggur á bak við hann og hann gefur gleggsta mynd af getu liðs- ins. Nú er bara að nota undirbúningstím- ann vel þó að landsliðið trufli hann, koma í úrslitjn og klára dæmið en það er bara spurning um dagsform í úrslit- um,“ sagði Ólafur. „Annars var þetta var rólegur og yfir- vegaður leikur, allavega af hálfu Stjörn- unnar, og Ieikurinn bar keim af því að deildartitillinn var nánast kominn í höfn. Ég held að við hefðum getað gert betur og það á ekki að missa stig í leik sem þessum en við höfum leikið þijá leiki í vikunni og það situr kannski í okkur,“ bætti Ólafur við.“ FIMLEIKAR / BIKARKEPPNI Gerpla sigursæl BIKARKEPPNI Fimleikasambands íslandsfórfram í íþróttahúsinu Digranesi um helgina og urðulið Gerplu úr Kópavogi sigursæl. Unnu íöllum flokkum þar sem keppt var ífimleikaþrepunum auk þess sem þeim tókst að ná bikarnum af Armenningum ífrjálsum æfingum A-liða pilta, en íkvennaflokki A-liða sigraði Björkfjórða árið í röð ífrjálsum æfingum. Stefán Stefánsson skrifar Sextíu keppendur tóku þátt í mótinu og að sögn Elsu Jóns- dóttur mótsstjóra gekk mótið mjög vel. Mótið er liða- keppni og á laugar- deginum var keppt í þriðja og fjórða þrepi fimleikastig- ans en það ýru fyrirfram ákveðnar æfingar. Á sunnudeginum var keppt í frjálsum æfingum og þar var þeim bestu teflt fram. Ekki var keppt í B-liðum í ár vegna þess að þátttaka var ekki næg. Lið Bjarkar sigraði örugglega í frjálsum æfingum A-liða stúlkna og hlaut yfir 135 stig. Þar af voru tvær stúlkur, Elva Rut Jónsdóttir og Nína Björk Magnúsdóttir, með meira en 35 stig en það telst mjög gott og gefur góðar vonir fyrir Norðurlandamótið, sem fram fer á íslandi í lok mars auk þess að sýna greinilega að stúlkunum fer fram. I öðru sæti var lið Gerplu og í þriðja sæti stúlkur frá Ármanni. Hjá A-liðum pilta í frjálsum æfíngum tókst Gerplu að ijúfa sigurgöngu Ármenninga, sem haldið hafa bikarnum undanfarin íviorgunuiauiu/ poiKeu GUÐJÓIM Guðmundsson, hér í hringjunum, og félagar í Ármanni uröu að sjá á eftir bikarnum í hendur Gerplumanna eftir að hafa haldið honum í fjögur ár. Morgunblaðið/Þorkell LIUA Erlendsdóttir úr Gerplu í gólfæfingum. fjögur ár, en tæpum tíu stigum munaði í samanlögðu en það telst helst til mikið. Þar munaði mestu um að Rúnar Alexandersson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir skömmu, fékk 55 stig saman- lagt en sá árangur telst, að sögn fimleikamanna, á meðal 20 bestu í heiminum. Rúnar fékk 9,75 á bogahesti og sömu heimildir segja það duga á verðlaunapall á hvaða móti sem er. Einnig munaði mikið um að Dýri Kristjánsson og Ómar Örn Ólafsson bættu sig um 7 og 8 stig frá í fyrra. í fimleikaþrepunum voru, sem fyrr segir, lið Gerplu sigursæl. Sigruðu Ármenninga að vísu naumlega í C-liði stúlkna en nokk- uð örugglega í D-liðunum. í pilta- flokki voru Gerplumenn einir í flokki C-liða en sigruðu nokkuð örugglega í flokki D-liða. Fimleikamenn segja mikla grósku í íþróttinni og iðkendur séu nú á fjórða þúsund, þar af 500 í Ármanni og 500 í Gerplu enda sé íþróttin sjöunda fjölmennasta greinin innan íþróttasambands ís- lands. Mikill vaxtabroddur sé einn- ig úti á landi en þar hái víða að- staðan. Aukning sé ekki síst að þakka vinsældum trompfimleika, sem er hópíþrótt með keppni á dýnu, í gólfæfingum og á tram- políni. GLIMA Skarphéð- inn Orri tvöfaldur meistari SKARPHÉÐINN Orri Björnsson, glímukappi úr KR, sigraði í þriðju bikarglímu íslands sem fram fór að Laugum í S-Þingeyjasýslu á laugardaginn. Arngeir Friðriksson, HSÞ, varð annar og Jón Birgir Valsson, KR, þriðji. Orri hefur hlotið 16 stig af 18 mögulegum í Bikarglímunni og miðað við dreifingu stiga eiga hinir ekki möguleika á að ná honum í fjórða og síðasta mótinu. Hann er því ekki aðeins Bikarmeistari ís- lands í karlaflokki, heldur einnig búinn að tryggja sér titilinn lands- gh'mumeistari. KORFUKNATTLEIKUR Glæsileg tilþrif MALCOLM Montgomery, sem leikur með Selfyssingum í 1. deildinni og sést hér troða, sigraði í troðslukeppn- inni sem háð var í leikhléi á stjörnu- leiknum á sunnudaginn. Montgomery hafði yfirburði í troðslunni og sýndi að menn þurfa ekki endilega að vera yfir tveir metrar til að troða. Teitur Órlygsson sigraði í þriggja stiga keppninni eftir að hann og Blikinn Michael Thoele voru jafnir eftir for- keppnina. Utlendingarnir sigruðu is- lenska landsliðið 116:103 í leik þar sem útlendingarnir sýndu skemmtileg tilþrif og var Torrey John frá Tinda- stóli stigahæstur þeirra og skoraði mikið með glæsilegum troðslum. Teit- ur var stigahæstur í liði íslands, gerði 28 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur. Morgunblaðið/Bjarni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.