Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG Þriðja nóttin í París ókeypis FIMMTÍU hótel í París bjóða þriðju nóttina á hótelinu ókeypis ef gestir bóka með átta daga fyrirvara og nefna „Paris Fantastique" um leið. Önnur tve&83a> þriggja og fjögurra sljörnu hótel bjóða aðra nóttina ókeypis ef gestir gista yfir helgi og nefna „Paris Fantastique“ þegar þeir bóka. Tilboðið „Paris Fantastique" stendur frá 1. febrúar til 30. apríl. Þeir sem nota sér það geta einnig fengið 20% afslátt á öllum vörum nema bókum og vídeóspólum í Boutique Musées-Lois- irs. Stórverslanirnar Galeries Lafay- ette og Le Printemps veita 10% af- slátt og bjóða ferðamönnum á tískusýningu, gefa þeim gjöf og kort af París og Cityrama býður 30% afslátt á tveimur mismunandi skoðunar- ferðum um París. Ferðirnar hefjast við 4 Place des Pyrami- des. Afsláttarmiðarnir liggja frammi á hótelunum sem taka þátt í „Paris Fantastique“. Ferða- skrifstofa Parísarborgar, Office de Rourisme, stendur fyrir átakinu og þar er hægt að fá nánari upplýs- ingar (127 av. des Champs-Elysees, sími: (331)49525354. Ópera og göngutúrar París getur verið heldur grá yfir vetrarmánuðina en það er nóg um að vera. Opéra de Paris-Garnier opnar til dæmis aftur eftir margra mánaða viðgerðir 5. mars næst komandi með „Cosi fan tutte“ og 19. mars flytur Jerome Robbins ballettinn aftur í hús- ið. Delacroix safnið verður einnig opn- að á nýjan leik upp úr miðjum mars. Það er frábært að ganga um borgina á hvaða tíma ársins sem er. Það er hægt að gera það upp á eigin spýtur eða fara í göngutúr með túlkn- um og Ieiðsögumanninum Anne Harvé. Hún talar ensku, frönsku og spænsku og fer með fólki um ákveðin hverfi í borginni um helgar, segir frá sögu þess, arkitektúrnum og þess háttar. Gönguferðin kostar tæpar 3.000 krónur og er hægt að skrá sig í þær þjá Anne Harvé í síma (33 1) 47905216. ■ Landið er ekki heppilegt til golfiðkunar en Ævar Auðbjörnsson skoðaði aðstöðuna Róðhústorgið gert upp Ráðhústorgið fær nýja ásýnd og borgarbúar nýtt deiluef ni Kaupmannahöfn hefur fengið nýtt Ráðhústorg. Torgið hefur verið gert upp og nýtt hús reist þar. Það hefur vakið ákafar umræður og deilur.Sigrún Davíðsdóttir rekur sögu torgsins og segir frá þessu nýja deiluefni borgarbúa. RÁÐHÚSTORGIÐ hefur löngum verið Kaupmannahafnarbúum um- ræðuefni. Nú hefur torginu verið breytt enn einu sinni og það hefur ekki gengið þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Endurbætumar og nýbygg- ing á torginu hafa vakið upp harðvít- ugar deilur og þeir sem hæst láta krefj- ast þess að nýbyggingin verði jöfnuð við jörðu. Og borgarfulltrúarnir, sem samþykktu framkvæmdina með yfir- gnæfandi meirihluta, halda því fram að þeir hafi verið blekktir. Stíllaust torg Torgið í núverandi mynd sinni er aðeins rúmlega aldar gamalt. Fram að því lá endinn á vestursíkinu. hluti af borgarsíkinu, þar sem torgið er núna. Um 1850 var fyllt upp í síkið og þá varð til grasbali þarna, opið svæði, sem var sveitasælan eintóm. Á'rið 1872 opnaði Kristján 9. stór- fenglega iðnaðar- og listsýningu þarna. Á þessu opna svæði voru reistir skálar, þar sem nokkur lönd kynntu iðnað sinn og list. Á þessum tíma þótti nefnilega sjálfsagt að kynna iðnað og list saman. Þetta var kölluð norræn sýning, en í þeim hópi fékk Rússland einnig að vera og nokkur fleiri norðlæg lönd. í til- efni af sýningunni var reist Hús iðn- aðarins á svipuðum slóðum og nú- verandi Hús iðnaðarins er og þar sem veitingastaðurinn Copenhagen Corner er til húsa. Árið 1889 var sýningarsvæðið rýmt og skálarnir rifnir, því nú stóð mikið til. Kaupmannahafnarbúar áttu að fá nýtt og reisulegt ráðhús. Arkitektinn var sigurvegari í arki- tektasamkeppni og hét Martin Nyrop. Tíska þessa tíma var tertu- stíllinn, en hugmynd Nyrops var einna látlausust. Byggingu hússins var að fullu lokið 1905, þegar húsið var vígt með pompi og pragt í hátíð- arsalnum, sem er enn helsti hátíðar- salur borgarinnar. Tveimur árum áður höfðu ráðhúsklukkan og klukkuspilið verið vígð á nýársnótt. Klukkuspilsómarnir heyrðust þó ekki, því það brutust út óeirðir, sem laganna verðir náðu ekki að bæla niður fyrr en morgnaði. Á þessum tíma var torgið heilt og ódeilt. Á stríðsárunum breytti torgið um svip, því þá voru loftvarnarbyrgi grafin niður í torgið og kúlulaga byrgin settu svip sinn á það. Síðan var torginu skipt með götu sem lögð var yfir það. Á uppgangsárum sjö- unda áratugsins breyttist ásýnd torgsins enn. í stað gamla Húss iðn- aðarins var nýtt hús reist og það varð mörgum þyrnir í augum. Kassa- lagið þótti stinga illa í stúf við ráð- húsið og aðrar gamlar byggingar við torgið. Og ekki þótti það til bóta þegar ljósaskiltunum fjölgaði jafnt og þétt. Torgið hefur lengi þótt leiðin- lega stíl- og sviplaust. Nýbygglng veldur fjaðrafoki Um árabil hefur staðið til að laga torgið og í tilefni menningarársins var ákveðið að slá til. Ákveðið var að tengja torgið aftur og loka göt- unni, sem hefur skipt því í tvennt. Torgið hallar að ráðhúsinu, sem myndar þá þungamiðju þess. En meginbreytingin er nýbygging andspænis ráðhúsinu. Húsið verður í ár notað fyrir upplýsingaskrifstofu menningarársins, en í framtíðinni verður þar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, auk þess sem húsið er umferðarmiðstöð strætisvagna borg- arinnar. Fyrstu teikningarnar, sem birtust áður en framkvæmdir hófust á liðnu ári, sýndu hús, sem var lægra í annan endann, sveigt upp á við með léttu og leikandi yfirbragði. Borgarfulltrúar vildu vera framsýnir og framsæknir og skapa borginni nýja ásjónu, svo viljinn til að byggja var fyrir hendi. Það runnu hins veg- ar á þá tvær grímur, þegar þeir fengu loks í hendur módel að torginu með væntanlegri byggingu. Nýja húsið var mun stærra og þunglama- legra en þeir höfðu ætlað. En módel- ið kom ekki fyrr en kvöldið sem greiða átti atkvæðl um framkvæmd- ina og mörgum fannst að nú væri of seint að snúa við. Framkvæmdir hófust og i ársbytj- un stóð húsið tilbúið. Um leið var V„IÐ vorum að skoða okkur um og sáum þá skilti sem vísaði feið- ina að golfvelli. Ég hef stundað golf lengi og okkur langaði að skoða aðstöðu heimamanna," segir Ævar Auðbjörnsson sem nýlega var á ferð um Namibíu og lagði lykkju á leið sína til að skoða völlinn. „Landið á þessum slóðum í Namibíu er af- skaplega hijóstrugt og ekki hagstæðustu skilyrði þarna fyrir golfvöll. En menn hafa reynt að búa til völl við þessar aðstæð- ur.“ Þetta var semsagt enginn grasvöllur eins og við eigum að venjast, heldur var 9 holu golfvöll- urinn þeirra úr sandi og grjóti. „Þarna var starfandi golfklúbbur og að því er virtist ágætt hús sem starfsemin var í. Menn höfðu reynt að bera tjöru- lög á sandinn til að binda hann en okkur þótti völl- urinn satt að segja af- skaplega dapurlegur. Þeir sem voru að spila golf þegar okkur bar að garði voru með litla gervigrasmottu á vagnin- um sem þeir slógu á því eins og gefur að skilja var ómögulegt að slá á sandinum." Ævar segir að þegar menn voru búnir að slá sig á flöt voru þar sköfur og með þeim var búin til braut og „púttað" eftir henni að holunni. „Ástandið á golfvöll- unum var ekki víða svona því við sáum góða velli norðar í landinu." Ævar var staddur í BUFFALÓAHJÖRÐ. LJÓNYNJA á botni gígsins. LITIÐ yfir Ngorongoro reyndist of stór til að komast niður snarbrattan slóðann niður í gíginn. • Varð því úr að við leigðum okkur Land-Rover jeppa með bílstjóra til að fara með okkur á safari um svæðið. Þegar við höfðum ekið skamma stund eftir gígbarminum birtist okkur merkileg sýn. Hópur af Maasai mönnum kom æðandi út úr runnum við veginn, hoppandi og baðandi út öllum öngum eins og eitthvað hræðilegt hefði gerst. Við snarstoppuðum bílinn til að sjá hvað gengi á og kom þá í ljós að þeir voru að bjóða uppá mynda- töku. Þarna eru það orðin hrein viðskipti að stilla sér upp fyrir myndavélar ferðamanna gegn greiðslu, nokkuð sem er algengt með frumbyggjaþjóðir vítt og breitt um álfuna. Þetta er leið þeirra til að gera sér tekjur af ferðamönnunum, sem annars myndu aka í gegnum lönd þeirra án þess að skilja nokkuð eftir sig. Það er staðreynd að stærstur hluti þess gjalds sem ferðamenn greiða fyrir í uppihald og aðgangseyri í friðlöndin fer í annarra vasa en frumbyggja svæðanna. Að myndatöku lokinni kom ung- ur Maasai að tali við okkur. Bar hann sig illa yfir því að hafa feng- ið 20 $ seðil frá einhverjum ferða- manni og sagðist ekki geta notað hann. Áströlsk samferðakona okk- ar aumkaði sig yfir hann og skipti á dollaraseðlinum og tanzanískum UPPÁBÚNIR Maasai strákar stilla sér upp til myndatöku. shillingum, sem hann þáði með mestu þökkum og hvarf á braut. Okkur fannst þetta býsna tor- kennilegt því venjan er sú á þessum slóðum að fólk sækir í erlendan gjaldeyri sakir óstöðugra innlendra gjaldmiðla. Það kom því ekki á óvart við nánari athugun að seðill- inn reyndist falsaður! Nýr heimur Til að komast ofan í gíginn á bíl er aðeins um eina leið að ræða og síðan aðra uppúr. Veggirnir eru þverhníptir, svo það var ansi bratt að aka niður hlykkjóttan krákustíginn en gamli Land- Roverinn silaðist það örugglega. Niðri á botninum opnaðist okkur ný veröld. Stórar hjarðir villtra dýra stóðu þar andspænis manni í ótrúlegri nálægð. Ótal myndir af lífinu á sléttunni bar fyrir augu: Zebrahestar á beit, halla undir flatt og skvetta upp rassinum þeg- ar við nálgumst. Strútar hlaupa kapphlaup fram úr jeppanum. Nashyrningskarl reynir til við nas- hyrningskerlingu með hálfstálp- aðan unga sér við hlið. Stór hjörð af buffalóum ygglir sig framan í okkur og baular, bílstjóranum til skelfingar sem veit að þeir ráðast á bíla. Ljónin liggja í sólbaði í mollunni yfir hádaginn. Gamall fíll, trúlega útskúfaður úr samfé- lagi fílanna, bíður dauðans, úrillur og yfirgefinn. Nokkur þúsund bleikir flamingóar spígspora í leðj- unni í vatninu. Vörtusvín setja upp halann og hlaupa undan lævísri hýenu. Ungir Maasai kúasmalar rölta um með beljurnar sínar, vel vopnaðir spjótum og bogum til að vernda þær gegn rándýrum. Þegar fór að skyggja var stefn- an tekin upp á gígbrúnina. Jafn örugglega og hann hafði silast niður, silaðist Land-Roverinn upp aftur og skilaði okkur heilu og höldnu á tjaldstaðinn. Þegar við lágum inni í tjaldinu um kvöldið á gígbarminum og horfðum í gegnum moskítónetið út í myrkrið reikaði hugurinn niður sléttuna. Oll þessi dýr, stór og lítil, grimm og meinlaus, Maasaiarnir með kýrnar sínar; allt virtust þetta hlekkir í einhverri óijúfanlegri heild, þar sem hver lífveran er háð annarri. Eini hluturinn sem ekki passaði inn í þessa mynd var Land-Roverinn og við. Þó virtist umferðin valda ótrúlega lítilli styggð, enda flest dýr sjálfsagt orðin vön hvítum safari-bílum, vit- andi að skothríðin frá Nikon og Minolta er hættulaus. ■ Jón Geir Pétursson og Kristín Lóa Ólafsdóttir liffræðingar Ljósmynd/Davíð Helgason NÝJA húsið á Ráðhústorginu rís eins og veggur andspænis Ráðhúsinu. RÁÐHÚSIÐ séð frá wýbyggíng- unni. fyrsta almenna deilumál ársins haf- ið. Fjölmiðlar gengu um og spurðu almenning og borgarbúa hvað þeim þætti um nýja húsið. Svarið var nán- ast einróma: Húsið væri skelfileg mistök og væri svartur blettur á torginu. Borgarfulltrúar kepptust um að vitna um að þeir hefðu verið blekktir og sumir kröfðust þess jafn- vel að húsið yrði rifið, meðan aðrir ráðleggja fólki að flana ekki að neinu og bíða með allar ákvarðanir í fimm ár, því þá gætu hlutirnir litið öðru- vísi út. Og þegar þú, lesandi góður, átt leið um Kaupmannahöfn, skaltu líta við á Ráðhústorginu og mynda þér eigin skoðun á nýja svipnum. Síðan geturðu rætt það við þá Dani, sem verða á leið þinni og þá mun örugg-. lega ekki skorta á samræðugleðina. ÆVAR við 9 holu golfvöllinn sem var úr sandi og gijóti. Níu holu golf- völlur úr sandi bænum Luderitz í Namib- íu í nóvember síðastliðn- um þar sem hann var að setja upp vinnslulínur í nýtt frystihús sem fyrir- tækið Islenskar sjávaraf- urðir á hlut í á móti heimamönnum. Hann starfar hjá fyrirtækinu Samey og var í Namibíu ásamt tveimur frá Lands- smiðjunni. Síðar komu tveir frá Marel og þrír frá Frostkælismiðjunni. Heimamaður bauð nokkrum þeirra á humar- veiðar. Farið var út á sjó á árabáti og veiðarfærin nýstárleg. „Við vorum með gildrur sem við hent- um út. Beitan var makr- íll. Það voru síðan alls- konar kvikindi sem komu í ljós, hákarlaseyði, sæ- slöngur, ótal smáfiska- tegundir og auðvitað humar. Fengurinn var ekki mikill að þessu sinni en það var mjög gaman að fara út á árabáti og prófa þetta,“ segir hann. - Hvað er Ævari minn- isstæðast við ferðina? „Líklega hvað íslending- ar eru að gera góða hluti í Namibíu." ■ A Lcmd-Rover niður í Ngoron- goro gíginn DETTI manni í hug samlíking við Örkina hans Nóa um einhvern stað á jörðinni væri það gígurinn Ngor- ongoro í Tanzaníu. Þó það sé orð- um aukið kemur Örkin samt upp í hugann þegar maður stendur ofan í gígnum, umlukinn bröttum veggj- um með ótölulegum fjölda villtra dýra allt um kring. Sakir þess hve svæðið er afmarkað og dýralífið fjölbreytt hefur gígurinn orðið vettvangur ótölulegs fjölda sjón- varpsmynda um lífið á sléttum Afríku. Fullyrða má að hvergi í álfunni sé að finna eins fjölskrúð- ugt dýralíf á svo afmörkuðu svæði. Ngorongoro gígurinn er um 20 km í þvermál og snarbrattir vegg- ir hans eru um 600 m háir. Hann er talinn hafa myndast í miklum eldgosum fyrir um 2,5 milljónum ára og er hluti Rift Valley sigdæld- arinnar, sem klýfur A-Afríku endi- langa. Botn gígsins er sléttur og er grunnt vatn í honum miðjum. Menn gerðu sér snemma grein fyr- ir mikilvægi þess að vemda dýra- líf svæðisins fyrir veiðiskap, en þá höfðu hvítir veiðimenn, svokallaðir „great white hunters“ gengið veru- lega nærri mörgum dýrastofnum. Var því ákveðið af nýlendustjóm Breta að sameina gíginn Ser- engeti þjóðgarðinum árið 1951. Við sameininguna var íbúum svæð- isins, sem teljast til Maasai ætt- flokksins, gert að flytjast brott. Það sættu þeir sig ekki við og varð því að samkomulagi að þeir fengju að halda áfram hefðbundn- um búskaparháttum sínum á svæð- inu. Ngorongoro svæðið var því skilið frá Serengeti og gert að sér- stöku friðlandi þar sem verndun náttúm og hirðingjabúskapur Maasaianna á að vera jafngilt. Til viðurkenningar á mikilvægi svæð- isins fyrir mannkyn allt, var það sett á lista Sameinuðu þjóðanna sem World Heretage Site árið 1978. Komu æðandl til að bjóða upp á myndatöku Við hófum ferðalagið í Tanzaníu í borginni Amsha, sem er aðalmið- stöð safari-iðnaðarins í landinu og er fallega staðsett undir fallegum hlíðum Meruljalls. Þaðan lá síðan leiðin til Ngorongoro en þangað er góð dagleið frá borginni. Eftir ferðalag í gegnum þurrar sléttur og fijósama akra komumst við á áfangastað og tjölduðum á brún gígsins með frábæra útsýni yfir hann. Við nánari athugun kom í ljós að bíllinn sem við vorum á NAMIBÍA 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.