Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sönn vinátta NAFNIÐ á myndinni hennar Maríu Ragnarsdóttur, 8 ára, Laufrima 1, 112 Reykjavík, er svo fallegt, Sönn vinátta, að ekki er annað hægt en nota það sem fyrirsögn á myndinni hennar og bróður hennar, Jóns Inga, 6 ára. Vinátta getur í rauninni aldr- ei verið annað en sönn, ef einhver er ekki sannur vinur, er hann ekki vinur manns. Athugið það, krakkar, að vinátta er eitt það mikilvæg- asta sem við öðlumst á lífs- leiðinni, og ekki gleyma því að við getum verið vinir ann- arra, stórra, smárra, gulra, hvítra, svartra, mjórra, feitra - skiptir ekki máli hvar eða hvernig vinir manns eru, ef þeir eru sannir vinir er það allt sem þarf. Og þannig verð- um við meðal annars ham- ingjusöm. Ekki svo flókið! Myndin hans Jóns Inga er nafnlaus en það skiptir engu máli, hún er falleg. Morgun- sjónvarpið of snemma? KÆRI Moggi. Ég ætla að segja dálítið um morgunsjónvarpið. 1) Það er of snemma. 2) Það á að vera svona eftir klukkan tíu í einn klukkutíma og núna er ég búin. Signý Sigmundar- dóttir, Rjúpufelli 4, 111 Reykjavík. Nafn í mannheimum KÆRU Myndasögur Mogg- ans! Hér sendi ég ykkur sögu, vonandi finnst ykkur hún skemmtileg. Sunna Diðriksdóttir, 10 ára, Brekkutúni 6, 200 Kópa- vogur. P.S Ekki breyta sögunni. Sunna mín, Myndasögur Moggans breyta ekki sögum, myndum eða neinu öðru sem þið sendið okkur. Kærar þakk- ir fyrir söguna og myndina. Eitt sinn fyrir langa löngu var naðra sem átti nafnið Skellinaðra. En prest- urinn vill ekki breyta nafn- nafnið Skellinaðra. Einu sinni fór hún til mannheima að biðja um ráð. Hún hitti mann sem talaði dýramál. - Sæl vertu, naðra. - Sæll vertu, manni. Ég þarf ráð. Sko, mér leiðist ínu. - Já, það er auðvelt. - Er það? - Já, þú segir bara að Skellinaðra sé nafn í mann- heimum. Það gekk. Hins vegar fann maðurinn upp farartæki sem hann nefndi skellinöðru. ENDIR. Brandarabartki Myndasagnanna! Myndasagnanna! HÆSTU mögulegir vextir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í ljós — Ef þið akið ykkur í spiki, leyfið því að gutla svolítið og hristast af ykkur með lestri Brandara- bankans — Brandarabankinn; besta heilsubót sem völ er á — Mesta og besta ávöxtunin Kæru Myndasögur Mogg- ans. Hér koma brandarar í brandarabankann. Ég vona að þið getið birt þá. Kristrún Thors, Aðallandi 18, 108 Reykjavík: Af hveiju eru fílar alltaf í bleikum balletskóm? Svo að þeir geti falið sig í jarðarbeijaklösunum. xXx Af hveiju klifraði Ijóskan yfir glervegginn? Til þess að sjá hvað væri hinum megin. xXx Hvað sagði Ijóskan þegar hún sá cheerios hringina? Vá, þarna eru kleinuhringa- fræ! xXx Kæri Moggi! Hér koma brandarar í Brandarabankann. Og stuð- kveðjur til allra sem þekkja mig. Ég þakka líka fyrir gott blað. Valdís Þorkelsdóttir, Túnfæti, Mosfellsdal, 270 Mosfellsbær: Einu sinni voru tvær man- nætur á ferð. Allt í einu sáu þær riddara: Oh, í dagfáum við dósamat. xXx Strákarnir í mínum bekk eru svo óþekkir að kennarinn skrópar. .......................... ’ ' ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.