Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 4
Sterkasta mót sem fram hefur farið hér á landi í skvassi hefst í Veggsporti í dag og lýkur um helgina. Þetta er hið svokallaða Norðurljósamót sem nú er haldið öðru sinni. Mótið er nokkuð sérstakt fyrir þær sakir að það er liður í keppninni um Norðurlandameist- aratitilinn í skvassi, en stigahæsti einstaklingurinn úr fjórum mótum hlýtur titilinn. Mótið gefur einnig stig á heimsafrekalistann. Þetta er í fyrsta sinn sem norræn samvinna og samkeppni er um Norðurlandameistaratitilinn. Kim Magnús og Magnús Helgason tóku þátt í fyrsta mótinu sem fram fór í Svíþjóð og fengu báðir tvö stig fyrir árangurinn þar en sigurvegari hvers móts fær 50 stig. Sigurvegar- inn úr fyrsta mótinu, Svíinn Daniel Forslund, verður meðal keppenda hér en erlendir keppendur verða 28 talsins, þar af sjö konur. Meðal keppenda verður einnig Svíinn Fredrik Johnson, en hann hefur afrekað að leika skvass í 46 löndum og verður Island því 47. landið þar sem hann leikur. Johnson er einn fárra skvassmanna í heimin- um sem hafa afrekað að vinna sjálf- an Janser Kahn. Mikil vinna hefur verið í að undirbúa mótið og er Englendingurinn Nigel Gildersleve kominn til landsins til að aðstoða við skipulagningu og framkvæmd, en hann kom fyrst til landsins árið 1989 til að kenna. Nokkur íslensk fyrirtæki styrkja framkvæmdina og Ian MacDugal frá Bandaríkjunum hefur heitið þeim íslendingi sem lengst kemst ferð til Bandaríkjanna til að keppa þar á skvassmóti. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna og í svokölluðum A- flokki. Þeir sem tapa fyrsta leik í opna flokknum fara í A-flokkinn þannig að þeir fá fleiri leiki fyrir vikið. Kim Magnús, besti skvassspil- ari íslands, mætir Finnanum Arttu Moisio í fyrstu umferð og ætlar sér sigur þó svo búast megi við mjög jöfnum leik. Keppni hefst í dag klukkan 10 árdegis með fyrstu tveimur umferð- unum í opna flokknum og síðan verður keppt fram eftir kvöldi og byrjað aftur kl. 10 á morgun, laug- ardag. Gert er ráð fyrir að úrslita- leikurinn í kvennaflokki hefjist kl. 15.30 og í karlaflokki kl. 16.30 á laugardag. Settir verða upp áhorf- endabekkir í Veggsporti þannig að áhorfendur ættu að geta fylgst vel með sterkasta skvassmóti sem hér hefur farið fram, en aðgangur er ókeypis. Brundrottningin Picabo Street frá Banda- ríkjunum, sem nýlega fagnaði heims- meistaratitlinum í Sierra Nevada, hélt áfram sigurgöngu sinni í bruni í gær, en þá var keppt í bruni heimsbikarsins í Narvík í Noregi. Þetta var þriðji sigur hennar í sjö brunmótum í vetur, auk þess sem hún hefur tvívegis hafnað í öðru sæti og einu sinni í þriðja. Varvara Zelenskaya frá Rússlandi, sem hafði besta tímann .eftir fyrri umferð, varð önnur og Heidi Ziirbriggen frá Sviss þriðja. Vegna hvassviðris efst í keppnis- brekkunni var brunbrautin stytt og famar tvær umferðir. „Ég keyrði af öryggi í efri hluta brautar- innar en tók síðan áhættu í neðri hlutan- um,“ sagði Street. „Ég fann að ég keyrði vel neðst og það réð úrslitum. Þó svo að brautin hafi ekki verið löng var hún erfíð og krappar beygjur í henni. Það var sama brautin fyrir alla keppendur, en ég vona að við getum keppt í allri brekkunni á morgun [í dag]. Ég er mjög ánægð með sigurinn því ég náði mér ekki vel á strik á æfíngum í brautinni fyrir keppnina og átti því ekki von á góðu gengi.“ „Það er kannski allt í lagi að keppa í svona stuttri brunbraut einu sinni til tvisvar á vetri, ekki meira,“ sagði Zurbriggen, sem vann bronsverðlaunin. Nú eru aðeins tvö brunmót eftir í heims- bikarnum og er Katja Seizinger sú eina sem getur hugsanlega náð Street að stigum. Til þess að svo verði þarf Seizinger að vinna bæði brunmótin sem eftir eru og Street að lenda aftarlega. PICABO Street frö Bandaríkjunum, sem nýlega fagnaAI helmsmeistaratitlinum í Sierra Nevada, hélt áfram slgurgöngu slnnl í brunl í g»r. Oriando Magic enn tap- laust á heimavelli Street nær örugg með bruntitilinn ORLANDO Magic hélt áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í fyrrinótt er liðið lagði Miami Heat, 116:112. Þetta var 29. sigur liðsins í röð í Orlando í vetur. Það er nú aðeins tveimur sigrum frá því að slá met Bos- ton Celtics frá keppnistímabil- unum 1985-1986 og 1986-1987, en liðið vann þá 38 heimaleiki i röð yfir tvö keppnistímabil. Shaquille O’Neal var stigahæstur í liði Orlando með 31 stig og Penny Hardaway kom næstur með 27 stig. Dennis Scott gerði 25 stig og Nick Anderson 17. Tim Hardaway var stigahæstur í liði Miami með 22 stig og tók auk þess 13 fráköst. Alonzo Mouming og Chris Gatling komu næstir með 18 stig hvor. „Ég held að Orlando sé með besta byrjunarliðið í NBA-deildinni,“ sagði Pat Riley, þjálfari Miami Heat. „Eg held að flestir séu sammála um það.“ „Við höldum okkar striki, leikum okkar besta leik á heitnavelli eins og við höfum verið að gera í allan vetur,“ sagði O’Neal. David Wesiey setti niður 33 stig fyrir Boston Celtics í sigri á Charl- otte Homets, 121:116, í framlengd- um leik. Wesley og Todd Day gerðu fyrstu sex stigin í framlengingunni og komu Boston í 120:114 þegar tvær og hálf mínúta var eftir og þá var sigurinn í höfn. Dino Radja og Rick Fox voru með 16, stig hvor fyrir Boston, en Larry Johnson gerði 26 stig fyrir Charlotte og Kenny Anderson 21. Atlanta sigraði Portland á heima- velli, 90:88. Mookie Blaylock gerði 23 stig og þar af þriggja stiga körfu þegar 11 sekúndur voru eftir og tryggði sigurinn. Steve Smith gerði 17 stig og Christian Laettner 15 fyrir Atlanta, sem sigraði í 999. leiknum undir stjóm Lenny Wilkens, þjálfara. Arvydas Sabonis var stiga- hæstur gestanna með 26 stig og Harvey Grant kom næstur með 17 stig. Charles Barkley var með 24 stig, 11 fráköst og níu stoðsendingar er Phoenix vann Minnesota 117:93. Michael Finley gerði 21 stig og Danny Manning 17 stig. Isaiah Rid- er var stigahæstur í liði Minnesota með 21 stig. Seattle sigraði Detroit 94:80 þar sem Shawn Kemp var stigahæstur með 23 stig og tók 14 fráköst. Gary Payton kom næstur með 19 stig og Detlef Schrempf gerði 18 og tók 11 fráköst. Allan Houston var stigahæstur gestanna með 29 stig, en hittni leikmanna Detroit var aðeins 23,5% í síðari hálfleik. Karl Malone gerði 26 stig og þeir John Stockton og Jeff Hornacek 17 hvor fyrir Utah Jazz, sem burst- aði Washington 115:93. Utah hefur nú unnið 16 af síðustu 20 Ieikjum sinum og fór upp í efsta sæti mið- vesturriðils. Gheorghe Muresan var með 20 stig og tók 14 fráköst fyrir Washington. Los Angeles Lakers fór til Vancouver og sigraði 99:80. Cedric Ceballos var með 23 fyrir Lakers, Eddie Jones 18, Anthony Peeler 15 og Vlade Divac tók 17 fráköst. Þetta var 10. sigur liðsins í síðustu 11 leikj- um. Bryant Reeves var stigahæstur heimamanna með 22 stig og Byron Scott og Blue Edwards komu næstir með 11 stig hvor. Sacramento vann New York 90:85 á heimavelli. Mitch Richmond gerði 22 stig fyrir Sacramento. Brian Grant og Billy Owens komu næstir með 16 stig hvor. Patrick Ewing, sem missti siðustu þijá leiki New York vegna meiðsla, var stiga- hæstur í liði sínu með 29 stig. Þetta var fjórða tap liðsins í röð. Reuter PENNY Hardaway settl nlður 27 stig fyrlr Orlando sem vann Miaml 116:112. Þetta var 29. slgur IIAsins f röA á heimavelll. Kjartan og félagar halda í vonina BORÐTENNISUÐ Bronshoj, sem teflir m.a. fram Kjartani Briem, vann sinn fyrsta sigur S úrslitakeppni um sæti í úrvals- deildinni í Danmörku. Liðið sigr- aði Olstykke 6-4 og er nú í þriðja sæti með þijú stig þegar tvær umferðir eru eftir. Olstykke er í tjóiAa sæti með 2 stig. „Ef við höldum okkur fyrir ofan Olstykke spilum við aukal- eik við liðið sem verður í 2. sæti í 1. deild um sæti í úrvalsdeild- inni," segir Kjartan. „Það er leikur sem við ættum að vinna nokkuð örugglega.“ SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN I ALPAGREINUM ÍÞRðfflR SKVASS KORFUKNATTLEIKUR / NBA Norðurljósamótið Fjölmargir eriendir keppendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.