Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 D 3 Stokkur ylir Vesturálinn Elliðaár Ný brú yfir Elliicmr og þrjúr akreinreinar í hvora áff LOKIÐ er samningum við verktaka um gerð breikkunar á Vesturlands- vegi frá Breiðhöfða vestur fyrir vestari ál Elliðaáa í Reykjavík. Verktaki er Völur hf. og Sveinbjörn Sigurðsson hf. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðar- innar. Verkið skiptist í sex hluta, þ.e. breikkun Vesturlandsvegar á 1.220 m kafla með að- og fráreinum, leng- ingu á steyptum stokki fyrir vest- ari ál Elliðaáa, gerð 65 m langrar og 18 m breiðrar, steyptrar brúar yfir Elliðaár, lengingu á steyptum undirgöngum við Breiðhöfða, land- mótun norðan Vesturlandsvegar og í kringum steyptu mannvirkin og gerð hljóðmanar meðfram götunni Straumi sunnan Vesturlandsvegar, og gerð göngustíga undir og í kring- um Elliðaárbrú. Brú yfir Sæbraut flöskuháls Umferð á að vera komin á nýjan Vesturlandsveg 1. september næst- komandi en verki að fullu lokið 1. október 1996. Næsti áfangi þessa verks er gerð brúar Vesturlandsvegar yfir Sæ- braut. Þar með verður komin teng- ing við Miklubraut sem einnig hefur þijár akreinar í hvora átt. Þessi framkvæmd hefur enn ekki verið tímasett en þar til hún er tilbúin verður þriðja akrein á vestari hluta nýbyggingu Vesturlandsvegar höfð Iokuð. Það er gert vegna öryggis- sjónarmiða því samruni akreina er talinn öruggari austar. Brúin yfir Sæbraut verður mikill flöskuháls á þessari leið og því óskandi að fjár- magn fáist til þeirra framkvæmda sem fyrst, segir í Framkvæmda- fréttum. Tilboð Valar hf. og Sveinbjörns Sigurðssonar hf. í verkið hljóðaði upp á 237 milljónir króna sem er 79,9% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar sem hljóðaði upp á 296,7 milljónir króna. ■ A3 ekki í Genf AUDI hefur ákveðið að sýna ekki A3 hlaðbakinn á bílasýn- ingunni í Genf í næsta mán- uði. Þess í stað sýnir Audi kraftmikla S8 útfærslu af A8 álbílnum. A3 verður hins vegar kynntur í Evrópu í júní en ráðgert er að framleiðslan hefjist í ágúst. í haust hefst sala á Audi S4 í Evrópu. S stendur fyrir Sport. Bíllinn verður með Quattro sídrifi og kraftmeiri vélagerðum en A4. Mercedes- Benz innknllnr MERCEDES-Benz hefur inn- kallað 545 þúsund bíla í C-lín- unni, eða alla bíla sem smíðað- ir voru fram til maímánaðar 1995. Ástæðan er galli í læs- ingu á skottloki. Árið 1993 opnaðist skottlokið í sjö bílum meðan þeir voru á ferð og ákvað Mercedes-Benz að kalla inn alla bílana og skipta um lás þar sem þess þarf. Ný Sonntn HYUNDAI hefur kynnt arf- taka Sonata í Kóreu. Bíllinn er kallaður Sonata III. Fram- og afturendi bílsins hefur fengið nýtt útlit sem er ætlað að hugnast Evrópumönnum betur. Auk þess hafa verið gerðar aðrar betrumbætur á bílnum sem er sagður hafa enn betri aksturseiginleika en áður. Hann verður boðinn með 1,8 lítra vél með einum yfir- liggjandi knastás auk 1,8 og 2,0 lítra vélum með tveimur yfírliggjandi knastásum. Stað- albúnaður verður líknarbelgir, ABS-hemlakerfí, spólvöm, og rafstýrð fjöðrun. Sala á bílnum hefst í Bandaríkjunum 1. októ- ber, en líklega eitthvað síðar í Evrópu. ® Lakkskynjari FÁTT veldur bíleigendum meiri leiða en lakkskemmdir á bílnum. í fæstum tilfellum finnst nákvæm- lega sami liturinn þegar skemmdin er lagfærð og lökkuð svo bíllinn verður skellóttur. Þýski lakkfram- leiðandinn Herberts GmbH hefur núna aukið líkumar á því að við- gerð á lakki takist betur í framtíð- inni en hingað. Fyrirtækið hefur þróað handhægt mælitæki með ljósnæmum skynjurum sem les lit bílsins. Tölva í tækinu reiknar síð- an út hvaða litablöndu þarf á skemmda staðinn. Tækið er ekki komið á markað enn sem komið er en væntanlega verður verðið ekki undir 2,5 milljónum ÍSK. ■ BMW og Rover blendingur. Sigurjón lætur gengin frá Rover vera ríkjandi, eins og sést á grillin. Jarðgas hjá BMW BMW er fyrstur bílframleiðenda í Evrópu til að hefja fjöldafram- leiðslu á bíl sem er knúinn jarð- gasi. Þetta verða bílarnir 316 Compact og 518 Touring sem fá þessar vélar og fá þá um Ieið nýtt heiti, 316g og 518g. Af! vélanna minnkar um 15% miðað við venju- legar bensínvélar þessara bíla en í útblæstrinum verður fjórðungi minna af koltvísýringi og 80% minna af ósóneyðandi kolefnum. Kóreu- menn í 5. sæti SUÐUR-KÓREUMENN eru fímmta stærsta bílaframleiðslu- þjóð heims. Á síðasta ári voru framleiddir rúmlega 2,5 milljónir bíla í landinu, eða um 109 þúsund fleiri bílar en í Kanada, sem er sjötta mesta bílaframleiðsluþjóð heims. Framleiðsluaukning á síð- asta ári var 9,3% í S-Kóreu. Bandaríkin eru í fyrsta sæti, með tæplega 12 milljónir bíla, Japanir framleiddu 10,2 milljónir bíla, Þjóðveijar 4,67 milljónir og Frakk- ar 3,47 milljónir bíla. Hliðar- belgir í Toyota TOYOTA ráðgerir að gera samn- ing við dótturfyrirtæki GM í Bandaríkjunum um kaup á hliðar- líknarbelgjum í Toyota bíla sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Hliðarlíknarbelgirnir verða inn- byggðir í sæti bílsins. Mini endurhannaður TILBOD OSKAST NÝTT tæki með ljósnæmum skynjurum mælir hvaða litablöndu þarf á bílinn. GM EVl kemur á rnarkað í haust. GM raf bflar í haust MINI hefur verið framleiddur í 40 ár og er því fyrir löngu kominn í flokk klassískra bíla. Nú eru uppi ráðagerðir um að breyta algerlega útliti bílsins og er búist við að nýr Mini hugmyndabíll verði kynntur árið 1998 og framleiðslubíll verði settur á markað ári síðar. Nýr Mini frá Rover mun þó byggja á sömu grunneiginleikum og bíllinn sem Alec Issigonis hann- aði og kom fyrst á markað 1959. Innanrýmið skal vera sem mest, vélin sem er í framenda bílsins ligg- ur þversum og hann verður fram- hjóladrifinn. En Rover verður að hafa hraðan á ef ætlun fyrirtækis- ins er að taka þátt í líflegum smá- bílamarkaðnum. Þess vegna er nú unnið baki brotnu að hönnun nýja bílsins og ráðgert að hann verði kominn á markað 1999. Rover ætlar að slá tvær flugur í einu höggi með því að byggja styttri, þriggja hurða útfærslu og lengri fimm dyra útfærslu, sem þá kallast Metro, á sömu grindinni. ■ SVONA sér Mark Stehrenber- ger, teiknari hjá danska tíma- ritinu Bilen hinn nýja Mini. íToyotaT-100 SR-5 4x4, árgerð '93 (ekinn 7 þús. míl- ur), Chevrolet Cavalier, árgerð '91, Volkswagen Tran- sporter 9 sæta, árgerð '92 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. G.M.C. Jimmy Tilboð oskast i G.M.C. Jimmy SLE S-15 4x4 (tjónabifreið), árgerð '91. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA GENERAL MOTORS hyggst hefja sölu á rafmagnsbílum síðar á þessu ári og verður þar með á undan keppinautum sínum, sem telja að enn sé of snemmt að hefja fjöldaframleiðslu á bifreiðum sem valda ekki loftmengun. Jack Smith, stjórnarformaður GM, sagði á bílasýningunni í Los Angeles að tímabært væri orðið að koma rafmagnsbílum á götuna eftir langar og kostnaðarsamar tilraunir til að framleiða mengun- arlausan bíl sem almenningur hef- ur áhuga og efni á að kaupa. Sumir umhverfisverndarsinnar og bílaáhugamenn fögnuðu þess- um tímamótum, en aðrir létu í ljós efasemdir. Tæpur mánuður er síð- an yfirvöld í Kaliforníu urðu við kröfum bifreiðaframleiðenda um að falla frá reglum um að a.m.k. 2% bílaflota þeirra 1988 valdi ekki mengun. Nýi bíllinn kallast EVl og nær 60-75 mílna hraða á klukkustund. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst tekur rúmar níu sek- úndur þegar geymar eru fullhlaðn- ir. Ökuþolið er 112 til 144 km á hleðslunni. Undirvagn er smíðaður úr áli en yfirbygging úr gerviefn- um og vegur hann 1.350 kg, þar vega 26 rafhlöður bílsins 530 kg. Vélaraflið er metið til 137 hestafla. Áætlað er að EVl muni kosta um 35.000 dollara og verði því dýrari en sambærilegir bílar sem ganga fyrir bensíni. Meðal búnað- ar í EVl er loftkæling, ABS- hemlakerfí, líknarbelgir og skrið- stillir. ■ SIGURJÓN M. Sigurjónsson bílamálari hefur einnig leitt hugann að hugsanlegu útliti nýs Mini. Hér er Mini með ríkjandi BMW gen. MINI Sigurjóns með BMW grilli en byggður á sama grunnformi og Austin Mini. Bygging næsta áfanga;i brúaryfir Sæbraut, hetur\ enn ekki verið j tímasett mmmm Núverandi göturi wmmm Nýbygging nú Ekki tekið í notkun f ZVZZi Næsti átangi Ingvar Helgason hf. . Ný brú ylir Elliðaárnar Fióðgátt Breikkun Vesturlandsvegar í Artúnsbrekku Þriðja akreinin verður byggð nú, en ekki tekin í notkun tyrr en næsti áfangi tiefur veriö byggður, þ.e. nýbrú Vesturlandsvegar yfir Sæbraut Brimborg hf. ] Framlenging á undirgöngum coiS: 0 50 100 150 200 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Smábíll BMW ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um að BMW sé að vinna að hönnun nýs smábíls. Nú virðist sem þetta hafi ver- ið staðfest því nýlega birtist í banda- ríska vikuritinu Automobile News mynd af þessum nýja bíl sem er á stærð við Volkswagen Polo. Bíllinn mun keppa við tvo aðra þýska smábíla sem brátt fara í framleiðslu, þ.e. Audi A2 og Mercedes-Benz A-línuna. ■ Concept I vorið 1997 CONCEPT I, ný Bjalla Volkswag- en verksmiðjanna, verður komin í sýningarsali VW umboða víða um heim vorið 1997. VW hefur flýtt framleiðsluáætl- uninni um eitt ár og verður áætluð ársframleiðsla í fyrstu 100 þúsund bílar. Bíllinn verður framleiddur í Mexíkó, eins og núverandi Bjalla, og verður nýi bíllinn um þriðjung- ar af 350 þúsund bíla framleiðslu- getu verksmiðju VW í Puebla. Umboðsmenn VW í Bandaríkj- unum segjast hafa fengið það staðfest frá VW að nýi bíllinn verði kominn í þeirra hendur næsta vor^ eða á tímabilinu apríl til júní. I nóvember tilkynnti VW að Concept I yrði framleiddur í Puebla og að hann yrði kominn á markað fyrir aldamót. Bíllinn verður eingöngu framleiddur í Puebla, bæði með stýrið hægra megin og vinstra megin. VW framleiddi á síðasta ári 191 þúsund bíla í Mexíkó en 256 þús- und bíla árið 1994. ■ © BOSCH Varahlutip í bílinn era góðin! GWS 9-125 Slípirokkur 900w © BOSCH BOSCH umboðið aökeyrsla frá Hðaleitisbraut BRÆÐURNIR ehf | 9 ■ Simi: 553 8820 « Fax: 568 8807 Söluaðllar: Málningarþjónustan, Akranesl (Handverktæri). GH verkstæðlö Borgarnesl (Bflavara- hlutir og fl). Pólllnn, ísaflrði (Handverkfæri). KEA, Akureyrl (Handverkfæri og fl). Þórshamar, Akureyri (Bflavarahlutir og fl). KP Húsavík (Handverkfæri og bílavarahlutir). Víkingur, Egilsstööum (Handverkfæri, bílavarahlutir og ihlutir).Vélsmlðja Hornafjarðar, Hornafirðl (Handverkfæri, bflavarahlutir og fl). Bygglngavörur Stelnars Árnasonar hf., Selfossl (Handverkfæri). Hörtnun: Gunnar Steinþórsson / BOSCH / 02. 96-002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.