Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Rúmgóður Volkswagen Pass at með dísilvél PASSAT langbakur frá Volkswagen er nú fáanlegur með dísilvél en til þessa hefur hann aðeins verið boðinn hérlendis með tveggja lítra bensinvél. Með 1,9 lítra og 90 hestafla dísilvél og sjálfskiptingu kostar Passat rúm- ar 2,2 milljónir króna en slíkur bíll var á dögunum sérstaklega kynntur fyrir leigubílstjórum. Volkswagen-umboðið, Hekla hf., lét útbúa bil til leiguaksturs, þ.e. kom fyrir í honum viðeigandi mælum og tækjum og hefur hann verið sýndur bílstjórum síðustu daga. Við skoðum lítillega þessa dísilútgáfu hér í dag. Passat er nokkuð stór og stæði- legur bíll, rúmir 4,5 metrar að lengd, ágætlega rúmgóður fimm manna framdrifinn bíll og hefur langbakurinn nóg pláss fyrir far- angur. Bíllinn er frekar sléttur og felldur í útiiti, framendinn nokkuð voldugur með mjóslegnum aðalluktum og aukaluktum í stuð- ara. Rúður eru stórar og góðar og er eiginlega ekkert sérstakt um útlit bílsins að segja, hann sker sig ekki úr en er bara ósköp venjulegur og geðugur útlits. Þá er Passat ágætlega rúmgóð- ur hið innra. Framsæti eru að flestu leyti góð en mættu þó veita betri hliðarstuðning. Hægt er að stilla halla á setu- bílstjórasætis og eru stillingar að öðru leyti hefðbundnar. Gott er að umgang- ast aftursætin og rými er þar einnig ágætt og sama er að segja um farangursrýmið sem tekur 521 lítra og eykst í 820 lítra sé aftursætið fellt niður. Verklegt mælaborð Mælaborð er sömu ættar og í öðrum gerðum frá Volkswagen og allt fremur sterklegt og verk- legt útlits. Stýrið er fremur svert og má færa það nokkuð upp og niður og er það aflstýri. Mælar eru stórir og góðir og bíllinn er búinn snúningshraðamæli auk hinna venjulegu mæla og rofa og auðvelt að ná til þeirra allra. Þessi dísil-Passat var búinn sjálfskiptingu og er stöngin sjálf mjög stutt, eiginlega bara hand- fangið sjálft en samt í ágætu seil- ingarfæri. Þetta er fjögurra þrepa skipting með svokallaðri skynv- æddri skiptingu og nýtir hún þar tölvutæknina sem til aðstoðar. Hún er þeim eiginlegum búin að hún skynjar aksturslag hvers öku- manns og eftir tvö þijú skipti er hún búin að meðtaka það og hag- ar skiptingum og hröðun eftir því sem hann hefur tamið henni. Þetta virkar kannski heftandi í fyrstunni og vitanlega breyta menn þessu frá einu skipti til annars þegar þeir aka en þó - þeir sem aka með nokkuð ákveðnu lagi og halda sig við það fá mýkri og betri meðferð með því. Helsti staðalbúnaður í þessari gerð af Passat er vökva- og velti- stýri, útvarp og segulband, raf- stýrðir hliðarspeglar, líknarbelgur fyrir bílstjóra, samlæsingar og hitaðir ýristútar fyrir framrúðu- þvottinn sem er mjög þægilegur kostur. Seig en ekkl snörp vél Dísilvélin er sem fyrr segir 1,9 lítra, fjögurra strokka með for- þjöppu og kælingu og er 90 hest- öfl. Þetta er ekki beint hljóðlát vél en hún gefur nokkuð góða vinnslu og er ökumaður ekki í vandræðum með að eiga við alla venjulega meðferð innanbæjar Morgunblaðið/Ámi Sæberg PASSAT-langbakur frá Volkswagen er ósköp sléttur og felldur bíll. FARANGURSRYMIÐ gleypir 521 lítra og er stækkanlegt í 820 lítra sem gerir langbakinn að ágætum ferðabíl fjölskyldunnar. Dísilvélin er 1,9 lítrar og 90 hestöfl og er sparneytin, eyðir rúmum 6 lítrum á 100 km í þéttbýlisakstri. sem utan með þessari vélarstærð. Helsti kostur hennar er kannski spameytnin. Hún fer með rétt rúma 6 lítra í þéttbýlisskaki, 4,2 lítra á stöðugum 90 km hraða og 5,8 sé einhvers staðar ekið á 120 km jöfnum hraða. Passat er í alla staði mjög lipur og meðfærilegur bíll. Vél og skipt- ing gera þéttbýlisakstur auðveld- an, stýrið er létt og bíllinn leggur vel á. Vélin gefur enga ofursnerpu en dugar og er góð seigla í henni. A þjóðvegi var reyndar ekki mikið hægt að prófa hann en hann virk- ar þó rásfastur og rýmið er gott þannig að hann á að geta gegnt því hiutverki vel að vera ferðabíll fjölskyldunnar. Þá er eins og áður er nefnt nokkur áhugi meðal leigubílstjóra sem gjarnan vilja dísilvél og með sjálfskiptingu en þar hefur ekki verið um auðugan garð að gresja á íslenskum bílamarkaði. Verðið er 2.250.000 sem er kannski hærri kantinum en þó hafa Heklu- menn náð því niður í það sem telja má boðlegt en fram að þessu hafa þeir ekki talið dísil-Passat eiga raunhæfa samkeppnismögu- leika hérlendis. Bensín-langbak- urinn kostar með sjálfskiptingu tæpar tvær milljónir. ■ Jóhannes Tómasson Sérhæfa sig í við- gerðum á stórum bílum með sér- völdum tækjum STARFSMENN Nýju bílasmiðjunnar. Frá vinstri: Ágúst Ormsson, Hjörtur Steinarsson, Hrafn- kell Þórðarson og Stefán Hrafnkelsson. Á myndinni til hægri stillir Hrafnkell upp tækjunum og undirbýr mælingu. „VIÐ höfum einfaldlega ekkert losnað úr þessari atvinnugrein. Þeg- ar Bílasmiðjan hf. hætti rekstri 1974 vorum við einir 14 starfsmenn sem keyptum reksturinn, tókum upp nafnið Nýja bílasmiðjan og héldum áfram að byggja yfir rútur. Árin 1981-86 einbeittum við okkur að yfirbyggingu á 30 strætisvagna en í framhaldi af því var slík ný- smíði eiginlega aflögð og við ætluð- um að hætta rekstrinum og vorum komnir annað. Það kom hins vegar áfram eitt og eitt viðgerðarverkefni og við ákváðum því að halda áfram og sérhæfa okkur í réttingum og öðrum viðgerðum á stórum bílum,“ segja þeir Ágúst Ormsson og Hrafnkell Þórðarson sem nú eru einir eigendur Nýju bílasmiðjunnar. „Með kaupum á vönduðum tækj- um og góðri aðstöðu hér getum við tekið að okkur nánast hvers kyns grindarviðgerðir, réttingar og um- bætur á stórum bílum en áður voru illa skemmdir bílar oft dæmdir ónýt- ir eða sendir úr landi til viðgerðar með tilheyrandi kostnaði," segja þeir félagar er blaðamaður leit inn í í smiðju þeirra. Fyrirtækið er til húsa við Flugumýri í Mosfellsbæ en það er 480 fermetra stálgrinda- bygging sem þeir reistu sjálfir, þar af eru 160 fermetrar sem fara und- ir málningarverkstæði sem þeir leigja út en fá í staðinn unna sprautuvinnu fyrir sig. Þá er rekin sandblástursþjónusta í stóru tjaldi á lóðinni við húsið. Fyrir utan þá tvo starfa þrír aðrir við fyrirtækið, þrír við málninguna og tveir við sandblástur þannig að þetta er orð- ið níu manna fyrirtæki. En hvaða tækjum er Nýja bílasmiðjan búin sem aðrir hafa ekki yfir að ráða? „Við ákváðum strax þegar húsið var byggt að fjárfesta í tækjabún- aði til að geta rétt grindur vöru- og hópferðabíla sem oft skekkjast og snúast við óhöpp. Búnaðurinn er í raun einfaldur. Við steyptum járnramma í gólfið og í hann má síðan festa keðjur og tjakka sem síðan eru fest við grindur bíla sem á að rétta og þá er hægt að spenna, toga og halda með marga tonna átaki þar til skökk grindin er orðin eins og hún á að vera. Síðan fylgir þessu nákvæmur mælibúnaður þannig að við erum hér með full- komnustu tæki og getum rétt full- komlega og gert við snúnar og skemmdar grindur og það nýjasta er nýr réttingabekkur sem er ein- göngu til að geta rétt fullkomlega yfirbyggingar. Fyrir utan tækin sem eru frá franska framleiðandan- um Celette og er í forystu á þessu sviði höfum við sótt námskeið, m.a. til Volvo í Svíþjóð, en þeir hafa áratuga reynslu í viðgerðum af þessu tagi. Fulltrúar tryggingafé- laganna hafa skoðað hjá okkur að- stöðuna og samþykkt hana og allar aðferðir hér. Þá má líka geta þess að við höfum verið hér með nám- skeið fyrir skoðunarmenn trygg- ingafélaganna, Bifreiðaskoðun Is- lands og aðra sem koma við sögu í rekstri og eftirliti með stórum bíl- um. Oft hefur komið til umræðu hversu há iðgjöld þarf að greiða í bílatryggingum og við teljum að með þessum tækjabúnaði sem við höfum fjárfest í séum við að leggja okkar af mörkum til lækkunar á þessum gjöldum með því að geta boðið viðgerðir á hagkvæmari hátt en lengi hefur verið unnt. Hafi menn ekki búnað sem þenn- an geta þeir þurft að rífa meira eða minna úr bílunum til að komast að, festa réttingastaðinn við súlur eða bita og beita alls konar tilfæringum við slíkar viðgerðir. Það tekur óhemju tíma og þá er heldur ekki hægt að beita nákvæmum mæling- um á árangur. Viðamiklar réttingar með þessu móti gætu tekið allt að 400-500 tíma en við getum unnið slík verk á 40 til 80 tírnurn." Stuttur viAgerAatíml Stuttur viðgerðartími segja þeir Ágúst og Hrafnkell að sé aðalatrið- ið í allri útgerð atvinnubfla enda dýr tæki sem verði að nýtast sem mest og því sé mikilvægt að hafa slíka viðgerðaraðstöðu hérlendis. Enda hafi ekki skort verkefni og segja þeir að þetta hafi einnig leitt til þess að bíla séu síður dæmdir ónýtir eftir skemmdir því viðgerðar- kostnaður sé ekki það stór hluti af verðmæti bíls. Um verðið segja þeir að stöku sinnum geri þeir tilboð í viðgerðir sem einnig séu boðnar út erlendis og yfirleitt hafi kostnaður reynst lægri hjá Nýju bílasmiðjunni - jafnvel þegar tekið er tillit til flutn- ingskostnaðar. En smíðar Nýja bílasmiðjan þá ekki lengur nýja bíla - eða yfirbygg- ingar? „Nei, það er liðin tíð. Eigendur langferðabíla eiga nú orðið kost á ágætum erlendum yfirbyggingum. Einnig hefur verið flutt mikið inn af notuðum hópferðabílum og fara flestir þá leið en einn og einn smíð- ar þó enn yfir bíla, til dæmis að vetrinum þegar minna er um akstur og ef til vill mögulegt að nýta mann- skapinn í annað. Við höfum líka næg verkefni í viðgerðunum og getum því einbeitt okkur að þeim. Fagið kunnum við samt enda báðir lærðir bifreiðasmiðir," segja þeir Ágúst og Hrafnkell að lokum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.