Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 4
KEILA Verðlaunapeningar eru ekki aðalatrídið ÁGÚSTA Þorsteinsdóttir, fyrr- um sunddrottning úr Ármanni, og Gunnar H. Loftsson, sýndu hvers þau eru megnug fkeilu er þau skutu landsliðsmönnum ref fyrir rass og tryggðu sér íslandsmeistaratitla íkeilu. „Það má segja að það hafi ver- ið dagur öldunganna," sagði Ágústa, sem er 54 ára. Hún endurtók leikinn frá því ífyrra, lagði Elínu Óskarsdóttur ítvö- földum úrslitaleik, 222:190 og 206:172, og varði meistaratitil sinn. Þær stöllur hafa háð harða rimmu sl. sjö ár á kvennamótum og skipst á að fagna sigri. mr Agústa, sem er fyrrverandi landsliðskona í keilu — lék t.d. með á Norðurlandamótinu á íslandi 1995 — var þekkt sundkona í Ár- manni á árum áður, margfaldur ís- Iandsmeistari og íslandsmethafi á árunum 1955 til 1960, eitt árið setti hún 28 met. „Jú, sundið og reynslan sem ég fékk sem sundkona — keppti víða við misjafnar aðstæður — hefur óneitanlega hjálpað mér í keilunni. Að sjálfsögðu eru þetta ólíkar íþrótt- ir — snerpan ræður ríkjum í sund- inu, en yfirvegunin og einbeitingin í keilu. Sálarstyrkur hefur mikið að segja og einnig hvemig maður er upplagður hvern dag. Það var minn dagur þegar ég mætti Elínu, ,sem ég tel vera besta kvennakeilara landsins, í úrslitaleiknum. Elín hafði leikið vel mest allt mótið og með forystuna, en þegar að úrslitunum kom náði ég mér á strik og fann rennslið á brautinni fljótt,“ sagði Ágústa, sem er mikil keppniskona; þekkt fyrir að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þegar Ágústa var spurð hvort hún vissi hvað hún hefði unnið til margra verðlaunapeninga í sundi og keilu, sagði hún ekkert vita um það. „Eg hef stundað og tekið þátt í íþróttum til að njóta ánægjunnar, ekki til að telja verð- launapeninga, þeir eru ekki aðalatr- iðið.“ Ágústa hefur tvisvar áður fagnað íslandsmeistaratitli einstaklinga — fyrst 1992 og svo í fyrra. Eftir 46 leiki tryggðu þrír efstu keilararnir sér rétt til að leika til úrslita — Elín, sem var með 8.719 (Meðaltal 185,52) stig, var í efsta sæti, þá Ágústa með 8.290 (176,85) og í þriðja sæti Sólveig Guðmundsdóttir með 7.931 (169,80) stig. Ágústa vann Sólveigu 163:151 í einum leik í undanúrslitum og síðan Elínu 428:362 í úrslitum. Gunnar H. Loftsson byrjaði ís- landsmótið vel og var lengi fyrstur, en datt niður í undanúrslitum og varð í 5. sæti þegar einn leikur var eftir í sex manna úrslitum. Hann sýndi mikla keppnishörku og komst í úrslitakeppnina með því að vinna Jón Helga Bragason, sem var í fyrsta sæti með 9.199 (meðaltal 197,37) stig, Björn G. Sigurðsson var annar með 9.005 (192,61) og Gunnar H. segirÁgústa Þorsteinsdóttir, fyrrum sunddrottn- ing, sem varði íslandsmeistaratitil sinn ÁGÚSTA Þorstelnsdóttir, fyrrum sunddrottning úr Ármanni, og Gunnar H. Loftsson, íslands- meistarar í einiiðaleik. Þau keppa fyrir hönd íslands á Evrópubikarmóti einstaklinga í London. þriðji með 8.936 (191,87) stig. Gunnar H. vann Björn í undanúr- slitum 185:168 og síðan Jón Helga í tvöföldum spennandi úrslitaleik — 176:156 og 195:213, samtals 371:369. Fara til London Ágústa og Gunnar H. unnu sér rétt til að taka þátt í Evrópubikar- móti einstaklinga, sem fer fram í London í september. „Það að keppa á Evrópubikarmótinu kallar á meiri æfingar þegar líða fer á sumarið. Ég kasta ekki eingöngu keilum til að þjálfa mig upp, heldur legg ég mikla áherslu að byggja mig vel upp líkamlega og andlega. Það nægir ekki að mæta með kúlu og kasta og kasta, maður verður að vera vel upplagður þegar maður kastar kúl- unni,“ sagði afrekskonan Ágústa Þorsteinsdóttir, sem á eftir að láta meira að sér kveða á keilubrautinni. Ágústa tekur það með trompi, sem hún leggur fyrir sig, eins og Guðjón Olafsson, eiginmaður Ágústu, sem var landsliðsmaður í handknattleik og lék með KR, sagði: „Ágústa er dellukona. Það er sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, hún verður gagntekin af því eins og sundsaga hennar segir til um og nú keiluíþrótt- in.“ Þess má geta að fyrir ellefu árum fóru Ágústa og Guðjón með börnin sín til að leika keilu — einu ári síðar var hún komin í landsliðið. HANDKNATTLEIKUR Valdimar með markamet VALDIMAR Grímsson, þjálfari og leikmaður með Selfossi, setti nýtt markamet í úrslitakeppn- inni, þegar hann skoraði tólf mörk fyrir Selfoss gegn KA á Akureyri. Alis hefur hann skorað 188 mörk í úrslitakeppninni síð- an fyrirkomulagið sem nú er leikið, var tekið upp 1992. Sig- urður Sveinsson, fyrrum leik- maður Selfoss og Víkings, átti fyrra metið - 178 mörk. Olafur Stefánsson, Val, er í þriðja sæti með 145 mörk. • Tólf leikmenn hafa náð að skora yfir 100 mörk í úrslita- keppninni, síðastir til að ná því voru Patrekur Jóhannesson, KA, og Gunnar Beinteinsson, FH. • Valdimar og félagi hans, Björgvin Rúnarsson, skoruðu fyrir Selfoss og voru þar með að skora fyrir þriðja liðið sem þeir hafa leikið með í úrslita- keppni. Valdimar hafði áður skorað fyrir Val og KA, Björgvin ÍBV og Víking. Alexei Trúfan hafði áður skorað fyrir þrjú félög - Víking, FH og Aftureldingu. • Þegar Patrekur skoraði 12 mörk og Julian Duranona 11 mörk fyrir KA, var aðeins einn leikmaður búinn að ná því að skora tíu mörk eða meira fyrir KA í úrslitakeppni. Valdimar Grímsson náði því fimm sinnum - skoraði mest 13 mörk fyrir KA gegn ÍBV. • Valsmenn hafa aldrei tapað leik í úrslitakeppninni að Hlíðar- enda - léku sinn fimmtánda sig- urleik þar gegn Gróttu á mánu- dagskvöldið. • KA hefur leikið tvo leiki á Selfossi í úrslitakeppni - lék þar 1994 ogtapaði báðum, 22:29 og 24:27. Selfyssingar slógu KA þá út í 8 liða úrslitum. Allterþá þrennt er SPÁNSKA liðið Taugres Vit- oria sigraði í gærkvöldi í Evrópukeppni bikarhafa er liðið sigraði PAOK Saloniki frá Grikklandi 88:81. Þetta var þriðja áriö í röð sem Spánvarjar ieika til úrslita en Vitoria tapaði úrslitaieikn- um í fyrra og hittifyrra. Það vai- Ramon Rivas senv fór á kostum í leiknum en hinn baudaríski ieikstjórn - andi, Keimy Green, iék ekki með vegna meiðsla. Grikkírn- ir treystu hins vegar mikið á Branislav Prevelie. en hann gerði 25 stig. Gestimir náðu fljótlega undirtökunum og það var ekki. fyrr en upp úr miðjum síðari hálfleik sem heima- menn náðu að tryggja sér sigur. Staðan i leikhléi var 44:50. Menn höfðu óttast ólæti á leiknum en löggæsia var mik- il og engiri vandræði urðu enda margir lögi’egluþjónar sem gættu hinna 1.300 Grikkja sem fylgdu sínu liði. Jensen heim til Brandby JOHN Jensen hefur veriö lán- aður frá Arsenal til danska liðsins Brondby. Hann lék með félaginu áður en hann var keyptur tii Arsenaí árið 1992 eins og frægt, er orðið því George Graliam, þáver- andi þjálfarí Arsenai, fékk eitthvað greitt undir borðið er Daninn var keyptm’. Jens- eu var keyptur eftir frammi- stöðu sína með danska lands- liðinu í Evrópukeppninní 1992 en þá gerði hann meðaí annars fyrsta mark Dana í keppninni, gegn Þjóðverjum, Hann hefur ekki náð sér á strik með Arsenat og hefur aðeins gert eitt, mark í þeim 136 leikjum sem hann lék með Arsenaí. Hugsanlegt, er að Bruce Rioch selji einnig lan Wright, hinn 32 ára gamla sóknar- mann, sem hefur farið fram á að vera seldur frá féiaginu, Stjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun en Rioch hefur sagt Wright að hann vijji helst. ekki seya hann. Bæði Chelsea og Everton hafa sýnt áhuga á Wright, sem hefur gert 19 mörk fyrir Arsenai £ vetur. Floro rek- inn frá Albacete BENITO Floro þjálfari Albac- ete á Spáni var látinn taka pokann sinn í gær. Floro hóf þjáifaraferil sinn hjá Albacete en flutti sig síðan um set til stórliðsins Real Madrid. Eftir að hann hætti þjá Madrid eft- ir að missa af rneistaratitlin- um í síðasta leik liðsins vorið 1993, snéri hann aftur heim en hefur nú verið rekinn frá félaginu. Albacete er í 19. sæti eins og er og í mikiili fallhættu eins og í fyrra, en þá bjargaði það iiðinu að lið- um var fjölgað í deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.