Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 ■ LAUGARDAGUR 16. MARZ BLAD Valdimar með slitin krossbönd? „ÞAÐ er best að segja sem minnst á þessari stundu, eitt er víst að mér líst ekki vel á þetta,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Selfoss, sem rann í bleytu á gólfí vallarins um miðjan síðari hálfleik gegn KA á Akureyri í gærkvöldi og meiddist í hné. Var jafnvel haldið að um slitin krossbönd væri að ræða. Vaidimar vildi ekkert um það segja fyrr en að iokinni ítarlegri skoðun. Ef svo er væri það skarð fyrri skildi í landsliðinu sem fer tii Japa'ns í næsta mánuði. „Við fórum aðeins saman yfír tapleikinn gegn Selfossi strax á miðvikudagskvöldið, ákváðum síðan bara að far í bíó og slaka vel á fyrir þennan," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, aðspurður hvort hann hefði kortlagt Selfyssinga eftir tapið í öðrum leiknum. HANDKNATTLEIKUR Haukar féllu með foringjanum FH-ingarfögnuðu sigri íframlengdum spennuleik, 28:27. Magnús Árnason varði vítakast þegar leiktími var úti Morgunblaðið/Kristinn MAGNÚS Árnason, markvörður FH og fyrrum markvörður Hauka, áttl snilldarleik. Hér halda félagar Magnúsar honum á lofti. HAUKAR féllu með foringja sín- um, Gunnari Gunnarssyni þjálf- ara þegar þeir urðu að játa sig sigraða í framlengdum leik í Hafnarfjarðarbaráttunni gegn FH. Spennan var geysileg, náði hámarki þegar leiktíminn var úti og Haukar áttu eftir að taka vítakast — gátu jafnað, þannig að leikurinn yrði aftur fram- lengdur. Staðan var 27:28 fyrir FH-inga þegar Gunnar gekk fram til að taka vítakastið, brást bogalistin — Magnús Árnason, fyrrum markvörður Hauka, varði vítaskot Gunnars og kórónaði þar með frábæran leik sinn, varði alls 23 skot. Það hefði verið sárt fyrir FH-inga ef Gunnar hefði skorað, þvf að Haukar fengu vftakastið á silf- urfati, eftir að Jón Freyr Egils- son fór inn úr horni og náði ekki að skora. Félagi Jóns Freys gekk til hans til að hug- hreysta hann... FH-ingar vökn- uðu upp við vondan draum og áhorfendurtrúðu ekki sínum eigin augun... Magnús varði vítakastið og FH-ingar stigu trylltan dans, ruku að Magnúsi til að hylla hann. Guðmundur Karlsson, þjálfari FH-liðsins^ var ánægður að ,Eg get ekki annað en þakkað Haukum fyrir drengilega bar- áttu — leikirnir þrír voru frábær skemmtun fyrir Hafnfirðinga. Betra liðið stóð uppi sem sigurvegari — það sýnir ákveð- in styrk að leggja Hauka tvisvar að velli hér í Strandgötu. Þetta var dæmigerður leikur, sem tók á taug- arnar; hjá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum — tveggja til þriggja marka forskot fauk út í veður og vind á augabragði. Nú fögnum við lítillega í kvöld, hefjum síðan undirbúninginn fyrir slaginn gegn KA, sem hefst á miðvikudag- inn á Akureyri," sagði Guðmundur. FH-ingar sýndu gífurlega bar- áttu á lokakaflanum, er þeir náðu að snúa leiknum sér í vil — voru undir 26:24. Guðjón Árnason sýndi klókindi er hann sneri á vörn Hauka og einnig Héðinn þegar hann skor- aði eftir gegnumbrot, með einn Haukamann á bakinu, 26:26. Hall- dór Ingólfsson svarði fyrir Hauka, þá kom Héðinn með langskot, 27:27. Sigurður Sveinsson sýndi hvað hann var yfirvegaður á örlaga- stundu, skoraði 27:28 með glæsi- legu undirhandaskoti. Þetta glæsi- lega mark reyndist síðasta mark kvöldsins. Spennan var ótrúleg — sigur FH virtist í höfn strax í upphafi seinni hálfleiksins — staðan 9:14. Haukar fóru síðan fljótlega að taka Guðjón Árnason úr umferð og náðu að jafna 18:18 um miðjan seinni hálfleikinn og komast síðan yfir, 19:19, í fyrsta skipti síðan þeir voru yfir 1:0 og 4:3. Undir lokin var spennan raf- mögnuð — Guðjón kemur FH yfir, 21:22. Gunnar Gunnarsson, foringi og þjálfari Hauka, jafnaði 22:22 með glæsilegu undirhandarskoti þegar 2.56 mín. voru eftir. Hans Guðmundsson svarar með sínu fyrsta marki, 22:23, síðan var mik- ill darraðadans stiginn, þegar fjór- tán sek. voru eftir skoraði Gunnar Gunnarsson með langskoti, 23:23 — framlengja varð leikinn. Guðjón skoraði 23:24, síðan koma þijú mörk Hauka í röð. Gunn- ar Gunnarsson skoraði það þriðja, 26:24 — með glæsilegu langskoti, hljóp fagnandi frá marki, en féll síðan á gólfið. Gunnar tognaði illa á nára og kom ekki rneira við sögu fyrr en leiktíminn var úti — til að taka vítakastið, eins og áður hefur verið sagt frá. Það má því með sanni segja að Haukar hafi fallið með foringjanum. Magnús Árnason var maður FH-liðsins, sýndi frábæra mark- vörlsu. Þá lék Sigurðúr Sveinsson vel og Héðinn Gilsson og Guðjón Árnason voru ómetanlegir í fram- lengingunni. Halldór Ingólfsson, Petr Baumruk og Gústaf Bjarnason voru bestu leikmenn Hauka. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar KÖRFUKN ATTLEIKUR: KVEIMNAUÐ KR OG KEFLAVÍKUR LEIKA TIL ÚRSLITA / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.