Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 D 3 Morgunblaðið/Þorkell KOMINN á álfelgnr og 31 tommu dekk er bíllinn orðinn hinn vígalegasti. Sterklegur og hrár Isuzu ISUZU Crew Cab er fimm manna pallbíll sem fjallað hefur verið um á þessum síðum. Nýlega fengu Bílheimar, umboðsaðili Isuzu, bensínútfærslu af þessum traust- lega bíl og var hann reyndur á dögunum. Bíllinn sem var prófaður er grunngerð með lágmarksbúnaði og öflugri 2,3 lítra bensínvél. Mæla- borðið er afar einfalt í sniðum og gólf gúmmíklætt. Þó er vandað til frágangsins þótt ekki sé verið að eyða í dýr hráefni. Ágætlega fer um ökumann þótt stillingarmögu- leikar á sætum séu takmarkaðir, hægt er að renna sætinu fram og aftur á sleða og halla sætisbakinu. Ágætt pláss er í aftursætum og fer ágætlega um fullorðna þar. Lipur í borginni Útsýni er gott úr bílnum og hlið- arspeglarnir eru stórir. Hann legg- ur líka vel á með vökvastýrinu og er því nokkuð lipur í borginni. Þá liggur hann vel á vegi í aldrifinu. Isuzu Crew Cab er hrár bíll sem hentar prýðilega til alls kyns breyt- inga. Strax kominn á 31 tommu dekk virkar hann kraftalegur og fær í flestan sjó án þess að hafa verið hækkaður upp eða settir á hann brettakantar. Flexitorfjöðrun er að framan en blaðfjaðrir að aftan eru fullstífar, eins og algengt er í pallbílum, enda eru þeir smíðaðir til vinnunotkun- ar. Crew Cab er líklega fyrst og fremst hugsaður sem vinnubíll til að bera þung hlöss og dugar eflaust vel til slíkra nota, enda er allur umgangur um hann þægileg- ur og engin hætta á að skemma fín gólfefni eða annað slíkt. Bíllinn er satt að segja töluvert hastur og er það helsti ljóður á hans ráði ef hann er ætlaður til almennari nota en til vinnu. Meiri burðargeta Þessi nýja 2,3 lítra bensínvél er valkostur við stórskemmtilega 3ja lítra dísilvélina með forþjöppunni, sem kynnt hefur verið á þessum síðum. Bensínvélin er þýð og vinnslan í góðu lagi enda þótt hest- öflin séu ekki nema 98 í saman- burði við 109 hestöfl dísilvélarinn- ar. Bensínvélin er náttúrulega tölu- vert minni að slagrými og þyngd og fyrir vikið er burðargeta bensín- bílsins 1.090 kg á móti 930 kg í dísilbílnum. Bíllinn er handskiptur. Þótt skemmtilegra væri að hafa svo stóran bíl með sjálfskiptingu er handskiptingin lipur og venst fljótt. Bíllinn er með háu og lágu aldrifi en í venjulegum akstri fer honum vel að vera ekið í afturdrifinu einu saman. Driflæsingar eru ekki í bílnum en hægt að fá sérstaklega loftlæsingu að aftan og kostar hún ísett 130 þúsund kr. 2.190.000 krónur Það skemmtilegasta við Isuzu Crew Cab bensínbílinn er verðið. Tilbúinn á götuna með útvarpi og geislaspilara kostar hann 2.190.000 krónur, sem hlýtur að teljast heiðarlegt verð fyrir þetta mikinn bíl. Auðvelt er að fá hann dýrari, þ.e.a.s. ef hann er tekinn breyttur fyrir 35 tommu dekk. Bílheimar eru reyndar með sér- stakt tilboð á þessum breytingum. Fyrir upphækkun, brettakanta, stigbretti, aurhlífar, dekkin, álfelg- ur, sjúkrakassa og slökkvitæki ásamt sérskoðun og breytingu á hraðamæli og alla vinnu, greiða menn 275 þúsund krónur. Einnig er boðið upp á Brahma plasthús og sprautun fyrir 145 þúsund kr. ■ Gugu Nýir möguleikar í fyndnum Skoda Felicia FELICIA Fun heitir ný útgáfa frá Skoda sem kynnt var í Genf í byijun mánaðarins en hér er um að ræða tveggja manna pallbíl sem breyta má með einu handtaki í fjögurra manna bíl. Sitja þá aftur- sætisfarþegarnir í eins konar blæjubíl en afturveggurinn sem snýr að pallinum er sem sé hreyf- anlegur og þannig býður þessi fyndni bíll uppá ýmsa möguleika. Talsmaður Skoda á sýningar- básnum sagði framleiðandann með þessu bjóða bíl sem byði uppá flöl- breytta notkun, ekki síst fyrir þá sem stunda einhvers konar útiveru eða tómstundir sem krefjast flutn- ings. Þannig væri tveggja fer- metra flutningsrými á pallinum sem þýddi nóg pláss fyrir skíði, fjallavélhjól, brimbretti eða ýmis- legt annað og ef fleiri vildu slást í hópinn væri ekkert annað en taka afturhliðina með tveimur handtökum og færa hana aft- ar og koma þá í ljós tvö sæti til viðbótar. Sagði hann þetta vera rétta bílinn fyrir at- hafnasamt fólk með fjöl- breyttan lífsstíl. Skoda Felicia Fun er boð- inn með 1,6 lítra og 75 hest- afla vél sem komin er frá Volkswagen og hefur verið í boði í Felicia frá síðasta sumri. Sýningarbíllinn var í allskærum gulum lit en litaval á þessari gerð er nokkuð annað en í hinum hefð- bundna Felicia bíl. ■ Morgunblaðið/jt FELICIA Fun heitir þessi nýja gerð frá Skoda sem getur verið hvort sem er tveggja eða fjögurra manna pallbíll. HÉR HEFUR afturhlerinn verður færður aftar og þá koma viðbótarsætin tvö í Ijós en þar sitja menn eins og þeir væru í blæjubíl. Álfelgur - stýri - gírhnúðar- sæti innPGTus Urðarstíg 9 sími 551 1902 TILBOÐ ÓSKAST í Ford Econline E-150 Mark III Qhateau", árgerð 1993 (ekinn 14 þús. mílur), Toyota 4-Runner SR-5, árgerð 1988 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. mars kl. 12—15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA ► Á bifreiðaverkstæðum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaði með merki Bíliðnafélagsins ► Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefur aðgang að endurmenntun á sínu sérsviði ► Láttu ekki bílinn þinn í hendurnar á hverjum sem er, það gæti orðið þér dýrt Bíliðnafélagiö er fagfélag bifreiðasmiöa, bílamálara og bifvélavirkja Bíliðnafélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.