Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar fóm sælir og glaðir frá Grindavík Morgunblaðið/Einar Falur DWIGHT Steuvart hjá Keflavík er hér umkringdur Grindvíklngum en nær engu að síður að skora. Til varnar eru Páll Axel Vilbergsson, Rodney Dobard og Marel Guðlaugsson. KEFLVÍKINGAR unnu geysiiega mikilvægan sigurá Grindvíking- um í Grindavík í gærkvöldi er liðin mættust fyrsta sinni í úr- slitarimmunni um íslandsmeist- aratitilinn. Grindvíkingar eiga heimaleikjaréttinn og fá odda- leikinn, sjöunda leik liðanna, því til Grindavíkur ef til hans kem- ur. Keflvíkingar gerðu sér fylli- lega grein fyrir þessu og þeim tókst að sigra í fyrstu tilraun í Grindavík. Óll nótt er samt ekki úti enn fyrir Grindvíkinga og það vita þeir. Sigur Keflvíkinga var bæði öruggur og auðveldur og Grindvíkingar láta það ekki spyrjast um sig að þeir tapi baráttulaust. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst í hvað stefndi. Varnir beggja liða voru sterkar og því ekki auð- hlaupið að því fyrir sóknarmennina að Skuh Unnar , , ,, Sveinsson koma boltanum skrifar rétta boðleið. Grind- víkingar fengu samt ágætis færi en var gjörsamlega fyrirmunað að hitta og það var þeirra lán að Keflvíkingar náðu ekki afgerandi forystu strax í upp- hafi því heimamenn gerðu ekki stig fyrr en eftir 3,34 minútur. Vamimar héldu áfram að vera aðal liðanna en sóknin að sama skapi frekar léleg og hjá Grindvíkingum allt að því vandræðaleg á köflum. Það var aðeins Rodney Dobard sem ■rsýndi eitthvað, en Grindvíkingar lögðu ekki nærri nógu mikla áherslu á að koma boltanum inn í teiginn til hans. í vörninni fékk hann að stjaka all hressilega við Dwight Stewart hjá Keflvíkingum án þess að dómararnir dæmdu á það. Þetta setti skemmtilegan svip á leikinn því ef dæmt hefði verið á hveija snert- ingu hefði leikurinn trúlega orðið hundleiðinlegur. Eftir að Grindvíkingar tóku leik- hlé um miðjan hálfleikinn tókst þeim að laga stöðuna, komust í 22:16. Þá fóru gestirnir að dæmi heimamanna og tóku leikhlé. Falur Harðarson hrökk í gang og gerði 11 stig í röð, þar af þijár þriggja stiga körfur, og Sigurður Ingi- mundar bætti síðan við þriggja stiga körfu og staðan orðin 28:32. Eftir að Dobard hafði minnkað muninn í tvö stig með fyrstu fjórum stigum síðari hálfleiks gerðu Kefl- víkingar 14 stig gegn tveimur stig- um Grindvíkinga. Þar með höfðu gestirnir náð 14 stiga forystu og miðað við hvemig leikurinn hafði verið var ljóst að Keflvíkingar voru með unninn leik. Falur sá besti Það hlýtur að vera mikil ánægja í herbúðum Keflvíkinga, ekki aðeins með að sigra í fyrsta leik í Grinda- vík, heldur einnig, og ef til vill ekki síður að ná að halda Grindvíkingum í 66 stigpim. Þetta mikla þriggja stiga lið náði sér aldrei á strik í sókninni. í hvorum hálfleik hittu leikmenn aðeins úr þremur þriggja stiga skotum í 13 tilraunum! Sókn Keflvíkinga þokkaleg, og mun skárri en sókn Grindvíkinga. Þeir náðu þó ekki að halda uppi sama hraða og í síðustu leikjum, enda vörn Grindvíkinga sterkari en sú vörn sem Keflvíkingar hafa feng- ið gegn sér á síðustu vikum. Þrátt fyrir þetta gekk þokkalega í sókn- inni og Falur fór á kostum á löngum köflum og sýndi að hann er án efa besti leikstjórnandinn hér á landi um þessar mundir. Hann er gríðar- lega snöggur og varnarmenn Grind- víkinga áttu í miklum vandræðum með hann, sérstaklega er Falur snöggur að skjótast fyrstu tvo til þtjá metrana - og skilur þar með varnarmanninn eftir. Ekki má gleyma Guðjóni Skúlasyni sem átti fínan leik, bæði í sókn og vörn. Vörnin hjá Keflavík var frábær og þar lögðu menn áherslu á sam- vinnu; einn fyrir alla, allir fyrir einn. Ef einhver missti af sínum manni var strax kominn hjálp. Þar voru þeir Albert, Grissom og Stewart fremstir í flokki þó svo þeim síðast- nefnda hafi ekki gengið vel í barátt- unni við Dobard. Dobard fór á kostum Rodney Dobard átti stórleik í liði Grindvíkinga. Hann gerði reyndar ekki „nema“ 21 stig og það er við félaga hans að sakast því þeir komu boltanum ekki nærri nógu oft inn í vítateiginn til haris. Auk þess að vera stigahæstur Grindvíkinga tók hann 11 fráköst og „stal“ boltanum níu sinnum af Keflvíkingum. Aðrir leikmenn Grindvíkinga náðu sér ekki á strik í sókninni. Mikil- vægt að sigra í fyrsta leik SKELLUR? Þetta voru bara 9 stig og það er bara 1:0 fyrir þá. Það skiptir ekki máli hvort lið tapar með einu stigi eða tuttugu. Sókn- Frímann arleikurinn var Ólafsson ekki nógu góð- hins vegar alveg þolanlegur mestallan leikinn en við vorum ragir í sókninni. Við erum að sjálfsögðu tilbúnir í úrslitin þegar keppnin er byrjuð og verðum búnir að kippa þessu í liðinn fyrir næsta leik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvlkinga eftir leikinn og var ekki mjög ánægður með gengi sinna manna. Skýr skilaboð „Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik og senda skýr skilaboð, við erum ekki bara komnir hingað til að vera með. Við ætlum að vinna þetta allt. Mér fannst við spila vel I vörninni og við héidum þeirra mönnum niðri. Þeir voru ekk- ert að gera í leiknum og það sakaði ekki að þriggja stiga körfurnar lágu hjá mér,“ sagði Falur Harðarson Keflvíkingur en hann skoraði 5 þriggja stiga körfur f leiknum. „Við lögðum gríðarlega áherslu á að vinna þennan leik og taka í rauninni af þeim hei- maleikinn,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. „Það var þó fyrst og fremst frábær varnarleikur sem gerði þetta að verkum. Við héldum þeim í 66 stigum með því að stöðva skyttumar þeirra sem við lögðum mesta áherslu á og það gekk eftir. Við komum vel tilbúnir I úrsli- takeppnina og nú erum við að spila miklu meira sem lið en áður í vetur og við höfum gam- an af leiknum. Við verðum þó að halda einbeitingunni því þetta er rétt að byrja en það er ekki slæmt að fara héðan með þennan sigur,“ sagði Jón Kr. Gíslason. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Fyrsti leikur liðanna i úrslitunum, leikinn i Grindavik 28. mars 1996 GRINDAVÍK KEFLAVÍK 66 Stig 75 6/10 Víti 10/14 6/26 3ja stlga 9/18 40 Fráköst 44 22 (varnar) 33 18 ^ (sóknar) 11 19J _ .. 7 10® f BÓHa tapað 21 14 Stoðsendingar 14 15 Villur 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.