Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 B 3 URSLIT KA-Valur 28:26 KA-liúsið á Akureyri, þriðji úrslitaleikur um Islandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, þriðjudaginn 2. april 1995. Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 8:1, 9:3, 11:5, 14:6, 16:7, 17:10, 18:10, 18:12,. 19:14, 20:17, 21:20, 22:20, 22:21, 23:21, 23:22, 26:22, 26:24, 27:25, 28:25, 28:26. Mörk KA: Julian Duranona 11/3, Patrekur Jóhannesson 6, Björgvin Björgvinsson 4, Jóhann G. Jóhannsson 3, Leó Órn Þorleifs- son 2, Heiðmar Felixson 1, Atli Þór Samú- elsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7/5, Valgarð Thoroddsen 5, Dagur Sigurðsson 4, Skúli Gunnsteinsson 4, Jón Kristjánsson 2, Sveinn Sigfinnsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ingi Rafn Jónsson 1. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Komust vel frá erfiðum leik. Ekki skal fullyrt að hver og einn einasti dóntur þeirra hafi verið réttur en enginn ætti að þurfa að kvarta undan frammistöðu þessa góða dómarapars, Ahorfendur: 1.045. UMFG - Keflavík 68:67 Iþróttahúsið í Grindavík, þriðji úrslitaleikur- inn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, þriðju- daginn 2,,apríl 1996. Gangur leiksins: 2:0, 5:7, 13:7, 19:13, 19:20, 26:30, 29:32, 38:32, 40:36, 40:41, 47:43, 49:49, 54:49, 56:57, 58:61, 60:63, 66:65, 66:67, 68:67. Stig Grindavíkur: Rodney Dobard 19, Marel Guðlaugsson 14, Hjörtur Harðarson 13, Helgi Jónas Guðfmnsson 10, Unndór Sigurðsson 3. Stig Kefiavíkur: Dwight Stewart 19, Guð- jón Skúlason 12, Davíð Grissom 10, Sigurð- ur Ingimundarson 9, Albert Óskarsson 7, Jón Kr, Gíslason 6, Falur Harðarson 4. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Bend- e_r. Dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 1.100 Knattspyrna UEFA-keppnin Fyrri leikir í undanúrslitum: Miinchen, Pýskalandi: Bayern Milnchen - Barcelona.......2:2 Marcel Witeczek (52.), Mehmet Scholl (57.) — Oscar Garcia (15.), Gheorghe Hagi (77.). 63.000. Prag, Tékklandi: Slavía Prag - Bordeaux............0:1 Christophe Duguarry (7.). Holland Twente - Willem II................2:1 Bruggink 2 (48., 53.) — De Gier (89.). Þýskaland St. Pauli - Bayer Leverkusen......2:1 Driller (61.), Scharping (85.) — Völler (74.). 19.000. England 1. deild: Bamsley - Norwich.................2:2 Birmingham - Portsmouth...........2:0 Charlton - Leicester..............0:1 Crystal Palace - Port Vale........2:2 Huddersfield - Reading............3:1 Ipswich - Derby...................1:0 Oldham - Grimsby .................1:0 Sheffield United - Southend ......3:0 Tranmere - Millwall...............2:2 Watford - Sunderland..............3:3 WBA - Luton ......................0:2 Íshokkí NFL-deildin Leikir aðfararnótt Iaugardags: Buffalo - Philadelphia............5:6 ■ Eftir framlengingu Wasington - Ottawa................5:0 Calgary - Los Angeles.............3:4 Edmonton - Winnipeg...............3:2 Vancouver - Chicago...............4:2 Aðfaranðtt sunnudags: Hartford - NY Islanders...........3:1 Pittsburgh - New Jersey...........2:1 Tampa Bay - Florida...............2:1 Ottawa - Montreal.................1:3 Edmonton - Toronto................3:4 Leikir aðfararnótt mánudags: NY Islanders - NY Rangers..................1:4 Buffalo - Boston..........................5: 6 5: 3 .8: 1 ..4: 1 ..2: 4 ....1:1 ....1:4 Chicago - Dallas.i.............. Detroit - St.Louis............ Philadelphia - Pittsburgh....... San Jose - Anaheim.............. Washington - Tampa Bay.......... Calgary - Winnipeg.............. Leikir aðfararnótt þriðjudags: Florida - Hartford................3:2 Montreal - Buffalo................4:6 ■Ottawa - Boston..................1:1 ■ Eftir framlengingu Vancouver - Edmonton..............2:6 AUSTURDEILD Norðausturdeild: • Pittsburgh „46 26 4 340:261 96 Montreal „39 29 8 248:226 86 Boston „36 30 9 261:253 81 Hartford „31 35 9 221:238 71 Buffalo „29 40 7 230:246 65 Ottawa „15 56 5 171:271 35 Atlandshafsriðill: Philadelphia „40 22 13 258:194 93 NY Rangers „39 21 14 256:210 92 Florida „39 28 9 239:222 87 Washington „36 29 11 215:189 83 New Jersey „34 29 12 198:181 80 Tampa Bay „34 29 12 220:231 80 NY Islanders „20 47 8 207:293 48 IÞROTTIR IÞROTTIR VESTURDEILD Miðdeild: o Detroid.......58 12 5 299:164 121 • Chica'go........38 26 12 254:202 88 St.Louis..........31 31 14 205:230 76 Toronto...........31 34 12 229:237 74 Winnipeg..........33 38 5 257:272 71 Dallas............24 38 13 210:255 61 Kyrrahafsdeild: ..30 39 ..30 38 Colorado.......43 23 Vancouver..... Calgary...... Edmonton..... Aanheim....... Los Angeles....: SanJose...........18 51 • Tryggt í úrslitakeppni ■ Deildarmeistari <] Besti árangur frá upphafí 10 300:222 96 ..30 33 15 266:270 75 ..31 34 11 222:222 73 8 230:285 68 7 211:230 67 .22 38 17 238:285 61 7 235:329 43 Ikvöld HANDKNATTLEIKUR 2. deild, úrslitakeppni: Fylkishöll: Fylkir-Fram.kl. 20 Akureyri: Þór - HK.........kl. 20 Strandgata: ÍH - Breiðablik.kl. 20 SKÍÐI Skíðamót íslands, sem haldið verður um páskana, verður sett í Bústaða- "dírikju kl. 21.00 í kvöld. GOLF Opið mót í Leirunni Kylfingar geta glaðst þessa dagana því á laugardaginn var hélt GS fyrsta opna golfmót ársins og þar mættu 204 kylfingar til leiks. Leiru- menn ætla að reyna að hafa annað mót á laugardaginn kemur. SJONVARP Liverpool og New- castleáStöð3 TVÖ af bestu knattspyrnuliðum Bretlandseyja, Liverpool og New- castle, mætast í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnunni á Anfield Road í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 3 og hefst útsendingin kl. 19. m I 1 I LIVERPOOL - NEWCASTLE í KVÖLD KL. 19:00 S T O Ð Þeir sem gerast áskri fendur fyrir páska fá páska- egg frá Nóa - Síríus. Áskriftarsími 533 5633 3 HANDKNATTLEIKUR „Töpum ekki aftur heima“ Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Fantagóður fyrri hálfleikur KA- manna réð úrslitum í þriðja leiknum gegn Val í gærkvöld og með sigrinum, 28:26, hafa þeir gulu hleypt spennu í baráttunni um ís- landsmeistaratit- ilinn. Valsmenn voru á hælunum framan af og sjö mörkum undir í ieikhléi. I seinni hálfleik gjörbreyttist leikur þeirra og munurinn var minnstur eitt mark. Hvað skyldu leikmenn segja um þennan sveiflukennda leik og framhaldið? Patrekur Jóhannesson er á förum frá KA og hann vildi ekki kveðja liðið með tapi á heimavelli. „Nú er að duga eða drepast á fimmtudag- inn. Ef við klárum þann leik þá vinnum við þetta. Við töpum ekki aftur hérna heima, þetta var slys í fyrsta leiknum. Þennan leik unnum við í fyrri hálfleik, það er engin spurning. Reyndar var þetta orðið tæpt í lokin og það þýðir ekkert að slaka á þegar svona sterkt lið eins og Valur á í hlut,“ sagði Pat- rekur. Guðmundur Arnar Jónsson byrj- aði vel í marki KA og markvarsla hans skóp snarpar skyndisóknir. „Já, ég er ánægður með fyrri hálf- leik hjá mér og liðinu í heild. í þeim seinni fengum við of mörg hraða- upphlaup og erfið skot á okkur, en baráttan var í lagi. Næst er það fimmtudagsleikurinn og síðan úr- slitaleikurinn hér heima,“ sagði Guðmundur Arnar. „Spiluðum ekki okkar bolta“ „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist í fyrri hálfeik. Við vorum ekki að spila okkar bolta og það klikkaði allt sem klikkað gat. Okkur var refsað en við fórum yfir stöðuna í leikhléinu og gerðum mun betur í seinni hálfleik. Það dugði ekki til en maður verður að vera bjartsýnn fyrir næsta Ieik,“ sagði Jón Krist- jánsson, þjálfari og leikmaður Vals. Dagur Sigurðssön fyrirliði sagði að mikil orka hefði farið í það að vinna upp forskot KA-manna og það hefði næstum tekist. Hann var sannfærður um Valssigur í ijórða leiknum á morgun. Degi hefur yfir- leitt vegnað vel á móti KA en hann fann ekki rétta taktinn að þessu sinni. „Nei, skotin gengu ekki vel í byrjun. Þau lenda víst ekki alltaf í vinklunum. Maður verður að sætta sig við að þetta er ekki eilífur dans á rósum,“ sagði Dagur. KORFUKNATTLEIKUR Urslitakeppnin í handknattleik Þriðji leikur liðanna í úrsiitum íslandsmótsins, leikinn á Akureyri þriðjudaginn 2. apríl 1996. KA Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % 17- 24 71 F.h 10 25 40 11 23 48 S.h 16 23 70 28 47 60 Alls 26 48 54 SOKNARNYTING 11 3 3 2 6 3 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti Loksins alvöru úrslitaleikur Helgi Jónas tryggði Grindvíkingum sigur í blálokin EFTIR tvo fremur daufa leiki milli Grindvíkinga og Keflvíkinga kom loksins alvöru leikur, hraður, jafn, spennandi og skemmtileg- ur. Úrslitin réðust ekki fyrr en sjö sekúndur voru eftir en þá lagði Helgi Jónas Guðfinnsson knöttinn í körfu Keflvíkinga og tryggði liði sfnu 68:67-sigur. Staðan er þvi'orðin 2:1 fyrir Grindavfk og liðin mætast i'fjórða sinn á laugardaginn í Keflavík. Urslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Þriðji leikur liðanna i úrslitunum, leikinn í Grindavík2. apríl 1996 GRINDAVÍK KEFLAVÍK Darraðardans undir körfunni Morgunblaðið/Asdís ÞAÐ var hart barist undir körfunum í Grindavík í gærkvöldi. Hér eru Grindvíkingar í sókn, Guðmundur Bragason og Rodney Dobard eru í loftinu og Hjörtur Harðarson er við öllu búinn. Til varnar hjá Keflvíkingum eru Sigurður Ingimundarson, Dwight Stewart, Albert Óskarsson og Jón Kr. Gíslason. 68 Stig 67 12/15 Víti 3/4 6/23 3ja stiga 6/20 40 Fráköst 38 27 (varnar) 30 13 (sóknar) 8 15 1 Bolta náð 10 13 Bolta tapað 22 12 Stoðsendingar 17 13 Viiiur 17 Keflvíkingar voru hálfgerðir klaufar að tapa leiknum. Þeir voru með vænlega stöðu þegar lítið var eftir en gleymdu sér á lokasekúndun- Skúh Unnar um Qg þag nýttu Svemsson , ■ skrifar heimamenn ser. Rodney Dobard kom Grindavík yfir, 66:65, með tveimur vítaskotum þegar 33,9 sekúndur voru eftir en Helgi Jónas hafði skor- að úr sömu stöðu 45 sekúndum áður, 64:65. Þegar 16,9 sekúndur voru eftir var dæmd villa á heimamenn og þeir tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum. Ráðabrugg þeirra gekk eftir, þeir létu Keflvíkinga skjóta úr góðu færi til þess að eiga síðasta orð- ið f leiknum. Jón Kr. skoraði 66:67, er 13 sekúndur voru til leiksloka. Helgi Jónas fékk boltann og óð upp völlinn einn gegn Grissom og náði að skora þegar 7 sek- úndur voru eftir. Keflvíkingar náðu ekki að hýta sér þann tíma því Marel komst inní send- ingu þeirra og heimamenn fögnuðu ógurlega. Fyrri hluti fyrri hálfleiks var rosalega hraður og skemmtilegur. Bæði lið keyrðu eins og mögulegt var þannig að úr varð hin besta skemmtun. Leikmenn hittu ágæt- lega þrátt fyrir að leikin var stíf vörn á báða bóga, Grindvíkingar í svæðisvörn en Keflvíkingar í maður á mann. Falur Harðarson, leik- stjórnandi Keflvíkinga, fékk sína þriðju villu eftir tæpar átta mínútur og var tekinn útaf. Jón Kr. tók stöðu hans og við það lagaðist sóknarleik- ur liðsins, en Falur náði sér alls ekki á strik í gærkvöldi. Heimamenn tóku leikhlé um miðjan hálfleikinn og breyttu yfir í maður á mann vörn og einhvern vegin varð leikurinn rólegri eftir það. Leikmenn hættu að hitta eins og þeir gerðu framan af leiknum og sérstaklega voru Keflvíkingar óheppnir því nokkrum sinnum fór boltinn hreinlega uppúr körfunni eftir að vera kominn langleiðina í gegnum netið. Síðari hálfleikur var æsispenn- andi og skiptustu liðin á um að hafa nokkurra stiga foyrstu. Sókn- arleikur liðanna var ekki eins góður í síðari hálfleiknum, en spennan var fyrir hendi og baráttan einnig. Kefl- víkingar hefðu mátt nota Jón Kr. og Grissom meira í síðari hálfleikn-' um. Jón virtist ráða betur við að stjórna sókninni og Grissom var HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ KA-menn vöknuðu af dvalanum HVERPOOL NEWCASTLE lí BEINNI ÁSTÖÐ3I Toppslagur í ensku úrvals- deildinni á Stöö 3 í kvöld. Ekki missa af Fowler og Asprílla. Tryggöu þér loftnet fyrir kvöldiö. LIÐ KA og Vals sýndu bæði frábæran handknattleik í KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöldi. Það var reyndar ekki samtímis nema að litlu leyti, því það voru KA-menn sem héidu sýningu ífyrri hálfleiknum — höfðu sjö marka forystu íleikhléi, 17:10 — en framan af seinni hálf- leik sýndu íslandsmeistarar Vals sannarlega hvað býr í liði þeirra og söxuðu jafnt og þétt á forskot deildar- og bikarmeistaranna. Gestirnir skoruðu úr tíu fyrstu sóknunum í seinni hálfleik á meðan sóknarleikur heimamanna var í lamasessi. Valsmenn komust einu marki frá þeim gulu og bláu, um miðjan hálfleikinn, en ekki lengra og norðanmenn fögnuðu sigri, 28:26. Leikurinn f gær var upp á líf eða dauða fyrir þá, því með tapi voru þeir úr leik í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en nú er enn von f herbúðum KA. Til gamans má geta þess að sóknar- nýting KA var 71% ffyrri hálfleik og 70% hjá Val eftir hlé. Segja má að Sigfús Sigurðsson, hinn annars góði línumaður í liði Vals, hafi gefið tóninn strax í fyrstu sókn leiksins — fékk dauða- færi á línunni fyrir miðju Skapti marki en skaut framhjá. Hallgrímsson Það var ljóst frá byrjun skrifar ag KA-menn ætluðu sér ekki að fara í páskafrí svo snemma, þeir komust í 3:0 og eftir 13 mín. leik var staðan orðin 8:1. KA-menn stórkostlegir Tilþrifín voru þvílík að menn sátu nánast orðlausir á bekkjum KA-heimilis- ins og segja má að það hafi verið eftir að KA gerði áttunda markið að form- iega hafi verið ljóst að nú væri liðið komið almennilega í gang á ný eftir slaka leiki undanfarið. Nú var allt orðið eins og það átti að vera; með öðrum orðum, stórskyttan Duranona skoraði umrætt mark með glæsilegu langskoti og hljóp síðan eftir endilangri hliðarlín- unni og fagnaði með áhangendum KA eins og hann var frægur fyrir í vetur. Þetta hefur ekki sést upp á síðkastið, en nú könnuðust menn við kauða og reyndar félaga hans í liðinu líka. Ekki þarf svo sem að lýsa fyrri hálf- leiknum ýtarlega, í stuttu máli sagt Voru Valsmenn eins og börn í höndum vel stemmdra KA-manna. Allt KA-liðið lék vel, nokkuð sem ekki hefur gerst í síðustu leikjum, og þá var ekki að sökum spyija. Vörnin var hreyfanleg og sam- stillt — þar var kominn múrinn, sem lokaði svo oft á mótherjana í vetur og fyrir aftan hann var Guðmundur Arnar í essinu sínu. Varði mjög vel. Það geisl- aði af KA-mönnum en gestirnir höfðu einfaldlega ekki roð við þeim. Það var nánast sama hvað Valsmenn reyndu, ekkert gekk upp. Sóknarleikur Vals var langt frá því að vera jafn góður og undanfarið og vörnin réð ekki við KA- menn. Þá komst Guðmundur Hrafnkels- son aldrei inn í leikinn; varði ekki eitt einasta skot allan hálfleikinn og Orvar Rúdolfsson, sem kom inná undir lokin, varði eitt skot af línu — en dæmt var víti sem KA skoraði úr þannig að mark- verðir Vais vörðu aldrei í hálfleiknum þannig að liðið héidi knettinuin. Páskailmur! Stuðningsmenn KA voru kátir í hléinu en hafi einhver verið húinn að bóka sig- ur var um mikla bókhaldsskekkju að ræða. Valsmenn hafa oft sýnt fram á að þeir eiga Iið sem aldrei má afskrifa. Aidrei má gefast upp gegn meisturunum og í síðari hálfleik í gær kom í Ijós hvers vegna. Þrátt fyrir að vera sjö mörkum undir þegar flautað var til hálfleiksins var enginn uppgjafartónn í þeim frekar en fyrri daginn. Guðmundur Hrafnkels- son minnti á sig í fyrstu sókn KA- manna, varði glæsilega af línunni frá Leó Erni, en KA náði reyndar knettinum og Björgvin skoraði úr horninu. Munur- inn þá orðinn átta mörk en síðan var eins og Valsliðið springi út eins og túlíp- ani í tilefni páskanna, ilminn lagði yfír KA-heimilið og skyndilega var munur- inn orðinn eitt mark — ótrúlegt en satt — eftir stundarfjórðungsleik. Valsmenn gripu til þess ráðs eftir hlé að taka Duranona úr umferð, en liann hafði gert sjö mörk í fyrri hálfleik. Meistararnir höfðu líka góðar gætur á Patreki og við þetta hrundi sóknarleikur KA-manna, varð mjög svo vandræðaleg- ur svo ekki sé-meira sagt. Duranona skoraði úr einu víti snemma hálfleiks en fyrsta markið utan af velli gerði hann ekki fyrr en eftir 17 mínútur. Ljóst er að við því má KA-liðið ekki og litlu munaði að illa færi í gær. Þrátt fyrir að Patrekur væri einnig í strangri gæslu í seinni hálfleiknum lék hann mjög vei og gerði fjögur glæsileg mörk. Honum var vísað af velli í annað skipti í leiknum fljótlega eftir hlé en lék þrátt fyrir það í vörninni út leikinn. Glæfraleg ákvörðun í ljósi þess hve mikilvægur hann er í sóknaraðgerðunum, en þrátt fyrir að hafa tekið vel á Valsmönnum í varnar- leiknum var honum ekki gert að hvíla sig frekar að þessu sinni. Enda eins gott fyrir KA-menn. Aðrir voru langt frá því eins góðir og í fyrri hálfleik og Patrekur var ljósið í myrkrinu lengst af. Það kom berlega í ljós í gær að þetta eru tvo iangbestu lið landsins. KA-menn voru frábærir í fyrri hálfleiknum og Valsmenn í þeim síðari. Það hlýtur að vera KA-mönnum áhyggjuefni hve leik- ur liðsins hrundi eftir hlé, en það sem skipti öllu var að sigur hefðist og nú ættu leikmenn liðsins að vera búnir að fá trúna aftur. Búnir að öðlast nauðsyn- legt sjálfstraust til að heimsækja Vals- menn bjartsýnir. Þeir leikmenn sem höfðu verið afar daufir í tveimur fyrstu leikjunum gegn Val — allir aðrir en Patrekur — léku geysilega vel í fyrri hálfleik, þegar grunnur var lagður af sigri; hornamennirnir grimmir og á eilíf- um þeytingi í þeim tilgangi að opna fyrir skyttunum og rugla varnarmenn Vals í ríminu, Leó Orn frískur á línunni og hlut Guðmundar markvarðar og Duranonas er áður lýst. Hann mátti sín hins vegar lítils eftir hlé en þá hrökk nafni hans Hrafnkelsson í gang í Vals- markinu og varði vel. Dagur, Ólafur, Jón og Valgarð í hægra horninu léku þá líka allir mjög vel, liðsheildin hjá Val er frábær þegar hún er samstillt og ljóst er að handknattleiksáhugamenn geta hlakkað til fjórða leiks liðanna, sem verður í Reykjavík annað kvöld. Þannig vörðu þeir Innan sviga, skot sem knötturinn fór aftur til mótheqa. Guðmundur Arnar Jónsson, KA 9 (3): 7(3) langskot, 1 af línu og 1 úr horni. Björn Björnsson, KA: Ekkert. Guðmundur Hrafnkelsson, Val 8 (5): 4(2) langskot, 3(3) af línu og 1 úr horni. Örvar Rúdoífsson, Val 1(1): 1(1) af línu. Morgunblaðið/Kristján BJÖRGVIN Björgvinsson hornamaður KA lék mun betur í gærkvöldi en í tveimur fyrstu leikjunum. Hér gerir hann sig líklegan til að fara inn úr horninu en Ólafur Stefánsson er ekki tilbúinn að greiða honum leiðina. góður í vörninni gegn Guðmundi. Dobart átti góðan leik hjá - Grindevíkingum, Marel var í stuði í fyrri hálfleik en var lítt áberandi í sókninni í þeim síðari. Hjörtur stjórnaði sókn heimamanna mjög vel og skoraði auk þess 13 stig. Helgi Jónas átti fínan síðari hálf- leik. Hjá Keflvíkingum munaði miklu að Falur náði sér ekki á strik. Stew- art var góður og þeir Grissom og Sigurður áttu ágæta spretti. Guðjón skoraði ótrúlegar körfur í fyrri hálf- leiknum en hitti illa í þeim síðari. Lá sem bet- ur fer okkar megin „MÉR LÍÐUR frábærlega, þetta var rosalegur bamingur allan tímann. Við vissum að þeir kæmu brjálaðir til leiks eftir útreiðina um síðustu helgi. Við vorum inni ■■■■■■ í leiknum ailan Frimann tímann en þeir Ólafsson spiluðu ákveðið ■ skrifar frá framan af en mér Grindavik fannst þeir hika í lokin og við náðum að færa okk- ur það í nyt. Við hittum ekki mjög vel í leiknum en með mik- illi baráttu og mikilvægum sókn- arfráköstum í lokin hafðist þetta. Ég er bara virkilega ánægður að við skulum vera búnir að ná yfir- höndinni í einviginu og nú þurfa þeir að elta okkur. Við þurfum að koma okkur niður á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik af því að ég veit að við getum gert betur. Að öðru leyti var leik- urinn mikill baráttuleikur og hvorugt liðið fékk léttar körfur og bæði liðin hefðu getað sigrað í þessum leik en sem betur fer > iá það okkar megin," sagði fyrir- liði Grindvíkinga, Guðmundur Bragason, eftir leikinn. Helgi Jónas Guðfinnsson gerði sigurkörfu Grindvíkinga f lok leiksins: „Þegar ég leit á klukk- una sá ég að það voru 13 sekúnd- ur eftir, ég bara óð áfram og sá að [Davíð] Grissom var einn til að stöðva_ mig þannig að ég tók sénsinn. Ég vissi ekki hvað var mikið eftir þegar ég skoraði en hélt að það væri nægur tími fyr- ir þá að skora. Við náðum síðan að pressa þá í restina þannig að þeir eyddu dýnnætum tíma i að taka boltann inn. Það var þó ekki fyrr en ég sá Marel koma með . boltann upp sem ég leyfði mér að fagna því að skora sigurkörf- una og það var góð tilfinning,“ sagði Helgi. Klúðruðum þessu f lokin „Að sjálfsögðu er alltaf svekkj- andi að tapa,“ sagði Albert Ósk- arsson leikmaður Keflvíkinga. „Við áttum að vinna þennan leik, það er engin spuming um það. Leikurinn var jafn og við vorum komnir með góða stöðu undir lok- in en klúðruðum henni. Mér sýnist að leikurinn á sunnudaginn hafi ekki setið í okkur og I okkar huga var staðan bara 1:1 og við ætluð- um að gefa allt sem við áttum í leikinn en það dugði ekki alveg og við verðum bara að gefa meira í næsta leik. Við látum þeiman . leik ekki sitja í okkur,“ sagði Al- bert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.