Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 3
2 E FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 E 3 Morgunblaðið/jt V40 langbakurinn er laglegur og áhugaverður bíll frá Volvo, framleiddur í Hollandi og er væntan- legur til landsins í næsta mánuði. Hjóla- belgur hannaður RANNSOKNIR hafa sýnt að yfir 70% af öllum dauðaslysum vélhjólamanna sé vegna höfuð- meiðsla þrátt fyrir vernd sem nútíma hjálmar veita. Breska umferðarrannsóknaráðið hefur af þessum sökum látið hanna líknarbelg í vélhjól. Fyrirtækið Lotus Engineering hannaði belginn og einnig þurfti fyrir- tækið að hanna nýja gerð af gínu. Niðurstöður af rannsókn- um með hinn nýja líknarbelg lofa góðu og segir umferðar- rannsóknarráðið að hjólabelg- urinn geti dregið verulega úr höfuð- og brjóstholsmeiðslum. Líknarbelgurinn er staðsettur í námunda við eldsneytistankinn. í miklu úrvah SKEIFUNN111 • SIMI: 588 9797 Höggdeyfar BILAHORN© varahlutöverslun HafnarfiarQar Reykjavíkurvegi 50 • SÍMI: 555 1019 IMtirgiiiiilbltelrlír - kjarni málsins! Volvo S40 og V40 vænt- anlegir í næsta mánuði VOLVO S40 og V40 heita nýju gerð- irnar sem Volvo verksmiðjurnar sænsku hafa byrjað að framleiða en þessar gerðir eru framleiddar í verk- smiðju NedCars í Born í Hollandi. NedCar er sameiginlegt fyrirtæki Volvo, Mitsubishi og hollenskra stjórnvalda og á hver aðili þriðjung í fyrirtækinu. Nýju gerðirnar eru væntanlegar hingað til lands á næstu vikum og verður S40 sem er stallbakurinn kynntur fljótlega eftir páska en langbakurinn V40 stuttu síðar. Verð þeirra verður á bilinu 2 til 2,5' milljónir króna en nákvæmt verð liggur ekki fyrir ennþá. S40 og V40 falla í stærð og gerð mitt á milli 400 línunnár og Volvo 850. Volvo er með þessum nýju gerð- um að styrkja stöðu sína í fram- leiðslu bíla í efri kantinum á milli- stærð en talsmenn verksmiðjanna segja eftirspurn í þeim flokki eiga eftir að vaxa einna mest á næstu árum. Ráðgert er að framleiða kringum 80 þúsund bíla fyrsta árið en hún hófst um síðustu áramót og er _að komast í fullan gang. í útliti eru S40 og V40 með held- ur mýkri línur en Volvo hefur státað af til þessa og má segja að með þeim hafi framleiðandinn brotið langa hefð sína og þótt Volvo svipur sé t.d. á framenda er engan veginn augljóst að hér sé Volvo bíll á ferð- inni. Þá segja talsmenn Volvo að hugmyndir hafi verið sóttar í gömlu PV og Amazon gerðirnar, einnig að örii á svipmóti 1800 og 480 bílanna í afturrúðunum. V40 og S40 eru búnir því sem í dag er farið að telj- ast staðalbúnaður í öryggi svo sem líknarbelgjum bæði við framsæti og í hliðum, hliðarárekstravörn, stillan- legum öryggisbeltum, hemlalæsi- vörn og öðru því sem Volvo hefur byggt öryggisatriði sín á eftir meira en aldarfjórðungs reynslu og rann- sóknir á árekstravörnum. Þá má nefna að meðal nýjunga eru litlar hliðarluktir á listum sem tengjast stuðurum og hemlaljósið er þannig útbúið að það kviknar mun fyrr eða hraðar en hefðbundin ljós. Kviknar það á einum þúsundasta hluta úr sekúndu en yfirleitt tekur það 250 þúsund hluta að kvikna sem þýðir að á 130 km hraða kviknar hemlaljósið einni bíllengd fyrr en hefðbundið ljós. V40 og S40 bjóða uppá sama vélaframboð, fjögurra strokka, 16 ventla, 1,8 eða 2,0 lítra bensínvélar sem eru 115 og 137 hestöfl. Þriðji möguleikinn er 1,9 lítra og 90 hest- afla dísilvél með forþjöppu. NedCar fyrirtækið hefur fjárfest fyrir 3,4 milljarða hollenskra gyllina (yfir 150 milljarða íslenskra króna) og er framleiðslugetan alls um 200 þúsund bílar árlega. Skipta Volvo og Mitsubishi með sér afköstunum til helminga. Alls tekur innan við 20 klst. að frarnleiða hvern Volvo S40 og V40. Á síðasta ári fram- leiddi Volvo fyrirtækið alls 374 þús- und bíla sem er 6,7% aukning frá árinu 1994. ■ Frísklegur og viljug- ur Renault Mégane Q* MÉGANE heitir nýja milli- stærðin frá Renault sem kynnt var hjá umboðinu, Bifreiðum og landbúnaðarvélum, á dögun- JjjJ um en Mégane tekur við af Renault 19 sem náð hefur tals- verðum vinsældum hérlendis. Mégane er vel lagaður bíll, hef- VI ur skemmtilegar bogalínur, er Z framdrifinn fimm manna og er ágætlega vel búinn þægindum Ui sem nauðsynjum. Hann er fá- fi£ anlegur með tveimur vélar- stærðum, 1,4 og 1,6 lítra, 75 eða 90 hestafla og kostar á bilinu tæp- lega 1,3 milljónir króna og uppí tæp- ar 1,5 milljónir. Við skoðum í dag dýrustu útgáfuna, RT sem er með stærri vélinni. Mégane hefur ávalar og boga- dregnar línur og er mjög frísklegur í útliti. Hann minnir í fáu einu á fyrirrennarann, Renault 19, það er rétt framendinn sem gefur skyldleik- ann til kynna og hann er einn af þessum bílum sem vekja nokkra at- hygli í umferðinni - trúlega fyrir hressandi útlit sitt. Vélarhúsið hallar fram og aðalluktir eru eins og mjó- slegin hálflokuð augu. Bogalínan frá framrúðu er teygð aftur eftir bílnum og er afturrúðan fremur flöt og aft- urendinn þverskorinn með bogasniði og þar eru luktir nokkuð áberandi. Breiður hliðarlisti er neðarlega og er hann ekki látinn ná alveg milli hjólaskála. Fremri hliðarrúðan er sæmilega stór en sú aftari lægri. Frísklegur Að innan er Mégane með sama frísklega yfirbragðinu. Mæiaborðið er í einingum, ein framan við öku- mann með hefðbundnum mælum, önnur til hliðar þar sem eru miðstöðv- arrofar og útvarp og þar ráða bogal- ínurnar einnig ríkjum. Rofum er að mestu komið fyrir með hefðbundnum hætti en eins og sumir aðrir, ekki síst franskir bílar, hefur Mégane þau þægindi að útvarpsrofar eru á armi við stýrið og er þetta tiltölulega litla atriði til merkilega mikilla-þæginda þar sem ökumaður vill oft hækka og lækka og hræra í útvarpinu. Þótt hreyfingin sé ekki viðamikil og fjar- lægðin ekki mikil í hið hefðbundna útvarpsstæði með öllum nauðsynleg- um rofum þá er það til mjög mikilla þæginda að þurfa ekki að losa hönd- ina frá stýrinu. Sætin eru góð, mjúk og veita góð- an stuðning, og sérstaklega er gott að koma sér fyrir í fjölstillanlegu ökumannssætinu og þar haggast ökumaður ekki eftir að hann hefur hagrætt sér. ákjósanlega. Útsýni er ágætt úr öllum sætum og Mégane er rúmgóður bæði í fram- og aftur- sætum og er óhætt að segja að hann fari mjög vel með bæði farþega og ökumann, menn sitja vel, nokkuð þröngt þegar þrír fullorðnir eru komnir í aftursætið, en allt er frem- ur til þæginda. Hljóðlát vél Vélin er 1,6 lítra með fjórum strokkum og ijölinnsprautun og er 90 hestöfl. Hún er hljóðlát og veitir bæði gott viðbragð og góða vinnslu. Hún er sögð eyða 8,5 lítrum í borga- rakstri en fara niður í 5,2 lítra á jöfum 90 km þjóðvegahraða. Há- markshraðinn er 184 km/klst. og viðbragðstíminn úr kyrrstöðu I 100 km hraða er 11,5 sekúndur. Af stað- albúnaði í RT gerðinni má meðal annars nefna fjarstýrðar samlæs- ingar sem tengdar eru þjófavörn þannig að ekki er hægt að setja bílinn í gang nema hann hafi RENAULT Mégane var kynnt- ur í heimalandinu á liðnu hausti en er nú kominn hingað og er hinn frísklegasti bíll á alla lund. verið opnaður með fjarstýringunni. Þá er útvarp og segulband, rafdrifn- ar rúður, líknarbelgur í stýri, útihita- mælir og höfuðpúðar við aftursætin. Mégane er mjög lipur í meðförum og þægilegur bíll í allri umgengni. I þéttbýlinu er auðvelt að láta hann vinna rösklega í viðbragðinu án þess að vera með nokkurn hamagang, gírstöngin rennur liðlega á milli gíra og gerir þennan daglega akstur mjúkan og þægilegan. Ágætt er einnig að umgangast bílinn almennt og á fjarstýrð læsingin sinn þátt í því sem er skemmtilega þægilegur kostur. Afturhurðin opnast ágætlega og þótt farangursrýmið sé ekki af yfirstærð rúmar það nokkuð vel hæfilegan skammt fyrir venjulegar stuttar ferðir fjölskyldunnar. Fella má einnig niður aftursætisbökin ef þarf. Á þjóðvegi hegðar Mégane sér ákjósanlega. Sjálfstæð gorma- og snerilfjöðrunin gefur bílnum bæði mýkt og rásfestu og varð ekki vart við neinar sérlegar óvæntar hliðar- hreyfingar eða stökk með afturend- ann þótt farið væri nokkuð vel í holuprófun. í heild má segja að Mégane sé með þeim ein- kennum sem fransk- Alhliða aldrifsbíll frá Mercedes Benz á næsta ári það er kr. 1.498.000 og er ekki langt frá að hann fái mínus fyrir það, þ.e. RT bíll- inn. Þar er þó margt innifalið eins og fram hefur komið, bæði þægindi og öryggis- tæki, og Mégane er laglegur, rúmgóður og álitlegur bíll. Þeir sem geta komist af með minni vél og heldur minni búnað, ekki líknarbelg, ekki samlita stuðara, ekki útihitamæli o.fl. geta fjárfest í RN gerðun- um á 1.298.000 og 1.348.000 kr. ■ Jóhannes Tómasson Rými Vinnsla Hljóðlát véi Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/jt AAV hugmyndabíllinn frá Mercedes Benz með aldrifi var fyrst sýndur Evrópubúum á bílasýningunni í Genf sem nýlega er lokið en með honum segjast talsmenn verksmiðjanna vera að fara inn á nýja braut í þróun aldrifsbíla. AAV bíllinn er skemmtilega óvenjulegur útlits og nafnið bendir til ijölhæfni hans, All Activity Vehicle - alhliða blll. Framleiðsla á að heijast á næsta ári og fer hún fram í Bandaríkjunum. Sala hefst þar í landi haustið 1997 en ekki fyrr en með vorinu 1998 í Evrópu. Alhliða-bíllinn er hannaður af tækni- mönnum Mercedes Benz í þróunarmiðstöð fyrirtækisins I Sindelfingen í Þýskalandi og starfsbræðrum þeirra í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Helst er það framend- inn, vatnskassahlífin og aðalluktir sem bera einkenni bræðra hans frá fólksbíla- línunni og kannski lagið á framrúðunni. Að öðru leyti hefur AAV bíllinn sín ein- kenni, bogadregna þaklínu með óvenju- legum aftasta hliðarglugga sem tengist skemmtilega afturrúðunni, stórar 17 þumlunga felgur en á afturhleranum er varahjól og allur er bíllinn fremur breið- leitur og sterklegur á velli. AAV er eiginlega langt frá því að vera jeppi í útliti og að innan er ekki síður að finna einkenni og þægindi sem í fólks- bíl væru. Mjúk og ávöl sæti sem virðast þó veita góðan stuðning á alla kanta, bogadreginn svipur á mælaborði og frísk- leg uppsetning eða röðun á rofum og mælum og allt gerir þetta bílinn áhuga- verðan. Talsmenn framleiðanda segja að bíllinn sé hugsaður sem venjulegur lang- bakur, fjölskyldubíll og utanvegabíll eða jeppi - með öðrum orðum mjög fjölbreytt- | ur og alhliða bíll og ekki síður beri að' AAV er ný hönnun frá Mercedes Benz. Aldrifsjeppi sem byijað verður að fjöldaframleiða í Banda- ríkjunum á næsta ári. vekja athygli á góðum og skemmtilegum aksturseiginleikum. AAV er með sítengdu aldrifi og með skynjurum og tölvubúnaði er átaki á hvert hjól stýrt eftir því sem hæfilegt er miðað við yfírborð vegar hveiju sinni. AAV verð- ur fáanlegur með fjögurra strokka dísil- vél með forþjöppu, sex eða átta strokka bensínvélum og fimm þrepa sjálfskipt- ingu. ■ ir bílar hafa lengst haft, þ.e. mýkt og þægindi bæði í sætum og íjöðrun, en þar fyrir utan er Mégane vel bú- inn, röskur og nokkuð vel rúmgóður. Langbakur og dísilvél Renault verksmiðjurnar hafa fjár- fest fyrir sem svarar um 169 milll- jörðum íslenskra króna í hönnun og markaðssetningu á Mégane og segja talsmenn verksmiðjanna að árið 1996 verði Mégane-ár. Bílnum hafi verið vel tekið í heimalandinu, Þýska- landi, Niðurlöndum, Ítalíu og á Spáni og sé nú orðið fáanlegur í flestöllum Evrópulöndum. í þessum mánuði verður Mégane einnig fáanlegur í Frakklandi með dísilvél með for- þjöppu. Lokaskrefið í Mégane línunni verður svo tekið næsta haust þegar kynntur verður langbakur á ' bílasýningunni í París. Verðið á RT út- gáfunni má ekki hærra vera en INNAN stokks er skemmtilegt útlit á mælaborð- inu og til þæginda er að hafa útvarpsstillingar á armi við stýrið. RÝMI fyrir farangur er 348 lítrar sem telst þokkaiegt en ekkert meira en það. Renault Mégane RT í hnotskurn Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, fjöl- innsprautun, 90 hestöfl. Vökvastýri - veltistýri. Fimm manna - framdrifinn. Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. Rafdrifnar rúðuvindur. Hitiíframsætum. Þrjú þriggja punkta bílbéiti í aft- ursæti. Útvarp og segulband. Líknarbelgur í stýri. Lengd: 4,12 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,42 m. Hjólhaf: 2,58 m. Þvermál beygjuhrings: 10,7 m. Þyngd: 1.055 kg. Hjólbarðastærð: 175/70 R13. Stærð farangursrýmis: 348 I. Stærð bensintanks: 601. Bensíneyðsla: 8,51 í þétt- býlisakstri, 5,21 á jöfnum 90 km hraða. Framfjöðrun: Sjálfstæð MacPherson gormafjörðrun með jafnvægisstöng. Aftan: Sjálfstæð snerilfjöðrun með jafnvægisstöng. Staðgreiðsluverð kr.: 1.498.000. Umboð: Bifreiðar og landbún- aðarvélar, Reykjavík. IMotendur ánægðir með harðkornadekk VlOhorfskönnun vngna harðkornahjolbarða Fjöldi krossa Ónealdir hiólbarðar Kostir Gott viðnám á þurrum vegi Viðunandi slit á vegum Viðunandi tjöruleysing Lágmarks mengun Enginn hvinur í akstri Ókostir Hemlunarvegalengd mikil i hálku Hemlunarvegalengd mikil í bleytu Tjara veldur verulegri minnkun á viðnámi Negldir hjólbarðar Kostir Gott veggrip í hálku og snjó Ókostir Naglar haldast illa í dekki ef ekið er greitt á auðu yfirb. Naglar eyðast og tapa upprunalegum eiginleikum of fljótt Hætta á "skautun" og aukinni hemlunarvegalengd á þurru malb. Hætta á minna veggripi á blautum vegi Aukin viðhaldskostnaður á vegum Hvinur í akstri Óviðunandi tjöruleysing og mengun Aðeins nothæfir að vetri Harðkornahjólbarðar Kostir Gott viðnám á þurrum vegi Gott viðnám á blautum vegi Gott viðnám í hálku Rásfastir við allar aðstæður Viðunandi slit á vegi Viðunandi tjöruleysing Megnun í lágmarki Engin hvinur við akstur Heilsárshjólbarðar Ókostir Veit ekki um neina sérstaka ókosti Merkt var með krossi við þær fullyrðingar sem taldar voru réttar. wmm VIÐHORFSKÖNNUN Nýiðnar ehf., sem hefur þróað aðferðir til að framleiða harðkornadekk, með- al notenda harðkornahjólbarða leiðir í ljós að almennt þykir not- endum þeir betri en venjuleg dekk og nagladekk í akstri við hin marg- víslegustu skilyrði. Síðastliðið haust lét Nýiðn framleiða og seldi nokkra ganga af harðkornahjól- börðum. í viðhorfskönnuninni var byggt á svörum frá 21 notanda, þar af 16 lögreglumönnum. Not- endur völdu sig sjálfir í verkefnið með því að kaupa á fijálsum mark- aði harðkornadekk á sama verði og nagladekk. 19 notendur sögðu líklegt að þeir myndu kaupa harð- kornadekk til vetraraksturs í framtíðinni. Ólafur Jónsson, stjórnarformað- ur Nýiðnar, segir að viðhorfskönn- unin gefi vísbendingar um mat á gagnsemi harðkornahjólbarða. Hann segir að slit á hjólbörðunum verði rannsakað og samanburður framkvæmdur í vor. Fyrir milli- göngu Vegagerðar ríkisins verði framkvæmd allítarleg rannsókn á yfirborðssliti vegar af völdum harðkornadekkja í samanburði við nagladekk og venjuleg dekk. Rannsóknin fer fram í lok apríl- mánaðar hjá helstu rannsókna- stofnun Þýskalands á þessu sviði, BASt. Sannfærandi niðurstöður Lögreglubifreiðunum sextán var mest ekið þegar viðhorfskönn- unin var gerð, 15.056 km en bif- reiðum annarra þáttakenda minna. Spurt var hvernig dekkin hefðu reynst á þurru malbiki. 11 notendur sögðu þau reynast eins og venjuleg dekk, 9 sögðu þau betri en venjuleg dekk en enginn að þau væru verri en venjuleg dekk. 7 töldu þau eins og nagla- dekk og 4 að þau væru betri en nagladekk. Spurt var hvernig dekkin hefðu reynst á blautu malbiki. 8 sögðu eins og venjuleg dekk, 13 betri en venjuleg dekk og enginn taldi þau verri en venjuieg dekk. 1 taldi þau eins og nagladekk og 20 að þau væru betri en nagladekk við þessar aðstæður. Einnig var spurt hvernig dekkin hefðu reynst á blautum malar- vegi. 6 sögðu að þau væru eins og venjuleg dekk, 7 að þau væru betri en venjuleg dekk, 4 sögðu að þau væru eins og nagladekk og 9 að þau væru betri en nagla- dekk. Spurt var hvernig dekkin hefðu reynst í krapa. 3 sögðu eins og venjuleg dekk, 17 betri en venjuleg dekk, 14 eins og nagladekk og 6 betri en nagladekk. Þá var spurt hvernig dekkin reyndust á blaut- um ís. 2 sögðu eins og venjuleg dekk, 18 betri en venjuleg dekk, 9 eins og nagladekk og 2 betri en nagladekk og 8 verri en nagla- dekk. Loks var spurt hvernig dekkin hafi reynst í snjó. 2 sögðu þau eins og venjuleg dekk, 17 sögðu betri en venjuleg dekk, 14 eins og nagladekk og 5 betri en nagla- dekk. ■ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.