Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ■ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 C '3 URSLIT Keflavík - UMFG 73:96 íþróttahúsið í Keflavík, 6. úrslitaleikurinn i úrvalsdeildinni í körfuknattleik, flmmtu- daginn 11. apríl 1996. Gangur leiksins: 2:0, 2:6, 6:6, 8:15, 11:22, 15:33, 22:41, 35:46, 37:50, 42:50, 48:52, 48:61, 53:66, 53:76, 58:78, 64:78, 64:89, 68:96, 73:96. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 20, Sig- urður Ingimundarson 19, Jón Kr. Gíslason 9, Falur Harðarson 6, Gunnar Einarsson 5, Davíð Grissom 4, Dwight Stewart 4, Albert Óskarsson 3, Elentínus Margeirsson 3. Stig Grindavíkur: Roodney Dobard 21, Hjörtur Harðarson 18, Marel Guðlaugsson 18, Unndór Sigurðsson 14, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas Guðfinsson 5, Ingi K. Ingólfsson 3, Brynjar Harðarson 3, Árni S. Björnsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðarsson. Dæmdu ágætlega. Ahorfendur: 1.350. Evrópukeppni félagsliða: Úrslitaleikur: Panathinaikos - Barcelona.......67:66 Stigahæstir: Panathinaikos - Fragis- kos Alvertis 17, Dominique Wilkins 16, Nikos Ekonomou 10. Barcelona - Arturas Kamishovas 23, Xavier Fern- andez 15, Jose Luis Galilea 10.12.500. Leikur um bronsið: CSKA Moskva - Real Madrid ...74:73 Stigahæstir: CSKA Moskva - Gundars Vetra 22, Vasili Karasev 14, Sergei Panov 13. Real Madrid - Zoran Savic 22, Ismael Santos 16, Mike Smith 14. 12.500. NBA-deildin Boston - Washington...........108:122 Charlotte - Miami..............95:116 Detroit - Philadelphia..........92:76 Orlando - Cleveland...........116:104 Minhesota - LA Lakers..........90:111 Utah - Phoenix.................103:79 San Antonio - Vancouver........105:82 Seattle - Saeramento...........108:89 ísland - Japan 28:17 Kumamoto í Japan, átta þjóða keppni í handknattleik, fimmtudaginn 11. apríl 1996. _ Mörk íslands: Róbert Sighvatsson 5, Pat- rekur Jóhannesson 4, Davíð Ólafsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Júlíus Jónasson 3, Valdimar Grimsson 2, Sigurður Bjarna- son 2, Gunnar Viktorsson’2, Dagur Sigurðs- son 1, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðs- son 1. ■Guðmundur Hrafnkelsson lék ( marki ! fyrri hálfleik og Bjarni Frostason eftir hlé. Bandaríkin - Ástralía...........26:16 Noregur-Kína....................27:22 S-Kórea - Hvíta-Rússland........25:23 Lokastaðan A-riðill: 3 3 0 0 87:60 6 3 1 1 1 71:67 3 Japan 3 1 1 1 57:62 3 Ástralía 3 0 0 3 48:74 0 B-riðill: Noregur 3 3 0 0 82:70 6 3 2 0 1 89:68 4 H-Rússland 3 1 0 2 81:73 2 Kína 3 0 0 3 60:101 0 ■ísland og Suður-Kórea mætast í undanúr- slitum og sigurvegarinn leikur gegn Noregi eða Bandaríkjunum um gullið en tapliðin spila um bronsið. Stjarnan - Haukar 26:16 íslandsmótið i handknattleik, úrslitaleikir i úrslitakeppni - 1. leikur, fimmtudaginn 11. apríl 1996. Gangur leiksins: 2:2, 5:2, 5:5, 8:7, 11:7, 12:8, 15:9, 18:10, 21:13, 24:13, 25:16, 26:16. Mörk Stjömunnar: Margrét Vilhjálmsdótt- ir 5, Herdís Sigurbergsdóttir 4, Ragnheiður Stephensen 4, Rut Steinsen 4, Sigrún Más- dóttir 4, Guðný Gunnsteindóttir 2, Ásta Sölvadóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 18 (þar af 7 til mótheija), Sóley Halldórsdóttir 1/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Judit Eztergal 5/2, Auður Hermannsdóttir 4/1, Hulda Bjamadóttir 3, Rúna Lísa Þráinsdóttir 2, Harpa Melsted 1, Ragnheiður Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 6 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Egill Már og Örn Markússynir voru ágætir í heiidina en heldur hiiðhollir Garðbæingum til að byija með. Áhorfendur: Tæplega 500. Knattspyrna Deildarbikarkeppnin Stjarnan - Akranes................4:4 Baldur Bjarnason, Gnðmundur Steinsson, Rúnar Sigmundsson, Goran Micic - Stefán Þórðarson 2, Jóhannes Harðarson, Mihajlo Bibércic. Æfingalandsleikur Króatía - Ungverjaland...........4:1 Brajkovic (6.), Suker (23.), Pamic (65.), Stanic (75.) - Nagy (39.). Holland Graafschap Doetinehem - PSV.......1:2 Staða efstu liða: Ajax..............30 23 4 3 87:20 73 PSV...............31 22 5 4 92:22 71 Feyenoord.........30 14 9 7 55:35 51 Sviss Átta liða úrslit bikarkeppninnar Aarau - Servette.................1:4 Sion - Luzern..............!......2:0 Schotz-St. Gallen.................4:1 ■Eftir vítakeppni. Golf Masters Augusta, Gerorgiu: Efstu menn eftir fyrsta keppnisdag: 63 Greg Norman (Ástralíu) 65 Phil Mickelson (Bandar.) 67 Bob Tway (Bandar.), Scott Hoch (Bandar.) 68 Lee Janzen (Bandar.) 69 David Gilford (Bretl.), Brad Faxon (Bandar.), Scott Simpson (Bandar.), Vijay Singh (Fiji), Nick Faldo (Bretl.) 70 Paul Azinger (Bandar.), Scott McCarron (Bandar.), Raymond Floyd (Bandar.), David Frost (S-Afríku), Jim Gallagher (Bandar.), Jay Haas (Bandar.), Jack Nicklaus (Bandar.) 71 Tommy Aaron (Bandar.), Jeff Maggert (Bandar.), Frank Nobilo (N-Sjál.), Nick Price (Zimbabe), Steve Lowery (Bandar.), Bill Glasson (Bandar.), Bob Estes (Bandar.), Mark Calcavecchia (Bandar.), John Huston (Bandar.), Curtis Strange (Bandar.), Emie EIs (S-Áfríku), Jumbo Ózaki (Japan), Loren Roberts (Bandar.), Fred Funk (Bandar.), John Daly (Bandar.). 72 Ted Tryba(Bandar.), Hal Sutton (Bandar.), Duffy Waldorfd (Bandar.), Mark Brooks (Bandar.), Davis Love- (Bandar.), Colin Montgomerie (Bretl.), Mark O’Meara (Bandar.), lan Woosnam (Bretl.), Justin Leonard (Bandar.). 73 Seve Ballesteros (Spáni), Gary Player (S-Afríku), Alexander Cejka (Þýskal.), Craig Stadler (Bandar.), David Duval (Bandar.), Michael Campbell (N-Sjá- landi) Mót Úrvals-Útsýnar Mótið var haldið á Spáni 2. apríl 1996, 40 kylfingar tóku þátt f mótinu. Karlar, með forgjöf: Bergþór Jónsson, GR...................66 Kristinn Guðjónsson, GR...............70 Hrafnkell Óskarsson, GS...............70 Karlar, ún forgjafar: Sveinbjörn Jóhannesson................88 Konur, með forgjöf: Kristín Pálsdóttir, GK................69 Lydia Egilsdóttir, GSG................70 Sigríður Flygenring, GR...............73 Konur, án forgjafar: Kristín Pálsdóttir....................60 Idag Skíði í dag verður keppt í stórsvigi karla og kvenna í Hlíðarfjalli við Akureyri. Mótin eru bæði alþjóðleg, eða svokölluð FIS- mót. íslandsmótið í göngu verður einnig í Hlíðarfjalli í _ dag. Keppt verður í 5 km göngu kvenna, 10 km göngu pilta og 15 km göngu karla. Skvass íslandsmótið í skvassi hefst í Veggsporti í kvöld kl. 19. Mót- inu verður framhaldið á morg- un. Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Ásvellir: ÍR-Haukar ......18.30 Kópavogur: Ægir-BÍ.....kl. 20.30 Leiknisv.: Höttur-Leiftur...kl. 20.30 FELAGSLIF 65 ára afmælis- hátíð Hauka í dag eru 65 ár liðin frá stofnun Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafn- arfirði. í tilefni afmælisins verður haldin afmælishátíð í Haukahúsinu við Flatahraun undir yfirskriftinni; „Öflugt íþróttastarf - vörn gegn vímuefnum - Haukar fyrir heilbrigt líf.“ Hátíðahöldin hefl'ast kl. 16 með skemmtidagskrá fyrir yngstu félag- ana en kl. 20 verður afmælishátíð- inni framhaldið í íþróttasalnum í Haukahúsinu. Söngkonan Emeliana Torrini tekur lagið og þeir Lúðvík Geirsson, formaður Hauka, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og erindreki SÁÁ, flytja stutt ávörp. A eftir verð- ur boðið upp á afmæliskaffi. LEIÐRETTING Yngvi Karl er fyrir- liði Þróttar í 4. flokki YNGVI Karl Siguijónsson er fyrirliði íslandsmeistara 4. flokks Þróttar í blaki og birtist mynd af honum með bikarinn í gær. Nafnabrengl var í myndatexta og er beðist velvirðingar á mistökunum. KORFUKNATTLEIKUR KORFUKNATTLEIKUR Fyrsti íslandsmeistaratitillinn loks í höfn í þriðju tilraun. Tóku Keflvíkinga í karphúsið þriðja sinni í Keflavík Grindvfldngar eru bestir SkúH Unnar Sveinsson skrifar GRINDVÍKINGAR eru Islands- meistarar í körfuknattleik karla. Þeir gerðu sér lítið fyrír, brugðu sér til Keflavíkur í gær- kvöldi og sigruðu heimamenn þriðja sinni á þeirra heimavelli, nú 73:96. Grindvíkingar eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa leikið vel í úrslitakeppninni og sýndu í gær að þeir eru með reynt lið sem þoldi álagið þrátt fyrir ungan aldur. Það gekk allt upp hjá Grindvík- ingum í gær á meðan hvorki gekk né rak hjá heimamönnum, ef undan er skilinn ágætur kafli rétt fyr- ir leikhlé og rétt eft- ir leikhlé. Marel Guð- laugsson gaf tóninn með því að gera fyrstu 10 stigin fyrir gestina og eftir tíu mínútna leik hafði hann gert 13 stig. Félagar hans tóku síðan upp þráðinn. Hjört- ur fór hreinlega á kostum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er einn albesti leikstjórnandi lands- ins. Hann stjórnaði liðinu eins og herforingi og lenti sjaldan í vand- ræðum, sama hvaða varnarmann Keflvíkingar sendu á hann. Hann var of snöggur fyrir Albert, Gunnar réð ekkert við hann, nema btjóta á honum. Það var heist þegar Keflvík- ingar léku stífa pressuvörn og Jón Kr. gætti Hjartar að eitthvað gekk. En það eru fleiri í liðinu en Hjört- ur og Marel. Rodney Dobard átti stórgóðan leik og tróð fram og til baka með þeim hætti sem við hér á Islandi sjáum sjaldan, nema þegar sýnt er frá NBA. Guðmundur Braga- son hefur verið lengi í eldlínunni og kann allt sem kunna þarf í körfu- bolta og hin tvítuga stórskytta og vamaijaxl, Unndór Sigurðsson, á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Helgi Jónas náði sér ekki á strik í sókninni að þessu sinni en lék því betur í vöminni. Brynjar er góður leikmaður, sérstaklega varnarmað- ur, 'og þegar „puttarnir" komu inná, Páll Axel Vilbergsson, Ingi K. Ing- ólfsson og Árni S. Björnsson, sýndu þeir að framtíðin í körfuknattleikn- um í Grindavík er björt. Ekki má gleyma stuðningsmönnum liðsins, sem eru frábærir og þeir eiga eftir að fagna fleiri íslandsmeistaratitlum á næstu árum, svo mikið er víst. Grindvíkingar léku mjög góða maður á mann vörn og í sókninni hittu þeir frábærlega enda var leikið af skynsemi og afslöppun. Menn létu boltann gangá, fóra í gegnum leikkerfin og um síðir fékk einhver frítt skot og þá var ekki að sökum að spyrja. Gestirnir náðu 20 stiga forystu, 26:46, í fyrri hálfleik en þá fannst Sigurði Ingimundarsyni kom- inn tími til að gera eitthvað af viti, þjappaði sínum mönnum saman og með samstilltu átaki tókst að minnka muninn í 11 stig og síðan í upphafi þess síðari komu heimamenn munin- um í átta stig, 42:50. Heimamenn léku mjög góða pressuvörn í lok fyrri hálfleiks og framan af þeim síðari. Árangurinn var að Grindvíkingar skoraðu fyrstu körfu sína eftir hlé þegar tæpar fjór- ar minútur voru liðnar. Keflavík náði að minnka muninn í 4 stig, 48:52, en þá var púðrið búið og Grindvíkingar náðu tökum á leiknum á ný. Náðu fyrst kafla þar sem þeir gerðu tíu stig gegn engu og skömmu síðar kom annar þar sem þeir gerðu 11 stig gegn engu. Keflvíkingar hljóta að vera óánægðir með hvernig þeir hafa leik- ið í úrslitaleikjunum gegn Grindvík- ingum. Það hefur ekki gerst lengi að liðið hafi tapað þremur heima- leikjum í röð og munu menn sjáif- sagt velta þvi lengi fyrir sér hvernig stóð á því að liðið náði sér ekki á strik á heimavelli. Strákarnir léku mun betur í þeim leikjum sem fram fóra í Grindavík. Sigurður Ingimundarson var best- ur í liði heimamanna, tók frábærar rispur og náði að rífa menn með sér um tíma. Guðjón Skúlason var stiga- hæstur en honum gekk ekki vel í vörninni að þessu sinni, sérstaklega framan af fýrri hálfleik. Falur náði sér alls ekki á strik, meiddist raunar á fíngri í fyrri þálfleik. Davíð Gris- som og Albert Óskarsson voru held- ur ekki svipur hjá sjón að þessu sinni og Dwight Stewart virtist ekki vera alveg með á nótunum. ff Morgunblaðið/Þorkell BRYNJAR Harðarson og Unndór Sigurðsson fagna Innilega og álengdar er Ingi Karl Ingólfsson er á leiðinni í gleðskapinn. Frábærir strákar" Morgunblaðið/Einar Falur Svona skal troðið! DOBARD tróð nokkrum sinnum með miklum tilþrifum og hér s'ést hann hamra knöttinn í körfuna yfir Davíð Grissom. Urslitakeppnin körfuknattleik 1996 Sjötti leikur liðanna i úrslitunum, leikinn i Keflavik 11. apríl 1996 KEFLAVÍK GRINDAVÍK 73 Stig 96 7/12 Víti 21/30 6/18 3ja stiga 10/25 31 Fráköst 34 17 (varnar) 18 14 , (sóknar) 16 7.1 Boltanáð 9 10 Bolta tapað 17 17 Stoðsendingar 23 24 Villur 14 Rodney Dobard hefur leikið mjög vel með Grindvíkingum, en hann gekk til liðs við þá í lok janúar. Hann var að vonum kampakátur eftir sigur- inn, enda full ástæða til. Hann var stigahæstur og yljaði áhorfendum með stórkostlegum troðslum þar sem hann stökk upp langt úti á velli og tróð yfir mann og annan - sumir sögðu að þetta væri eins og þegar Micháel Jord- an er að troða. „Við komum mjög afslappaðir til leiks í kvöld, staðráðnir í að láta ekk- ert trufla okkur, og það gekk eftir. Við lékum mjög góða vörn og þessir strákar eru frábærir. Þeir stíga alltaf vel út í fráköstum og stöðvuðu skyttur þeirra. Það er afrek útaf fyrir sig því Keflvíkingar hafa mjög góðar skyttur. Við erum reyndar með mjög góðar skyttur líka og þær voru í stuði í dag. Andinn í liðinu er frábær og allir leika fyrir alla þannig að árangur næst,“ sagði Dobard. Kem ef guð lofar Dobard sagðist hafa áhuga á að koma hingað aftur næsta vetur. „Ég hef mikinn áhuga á að koma aftur og ef guð lofar mun ég koma. En núna er gleðistund og við munum fagna titl- inum og síðan verðum við að sjá til. En ég vildi gjarnan koma aftur til Grindavíkur," sagði Dobard. Gaman að vinna í Keflavík „Á kafla í síðari hálfleik var staða okkar orðin nokkuð tæp en þá komum við grimmir til baka og lukum verkefn- inu. Þetta með heimavöll og útivöll er alveg dottið upp fyrir. Við höfum kom- ið afslappaðir og vel upplagðir í útileik- ina og ekki haft neinu að tapa,“ sagði Hjörtur Harðarson leikstjórnandi Grindavíkur sigurreifur og hafði ástæðu til. „Það var svo sannarlega gaman að vinna titilinn hér í Keflavík í kvöld og ég vil óska öllum stuðningsmönnum okkar innilega til hamingju með þenn- an langþráða sigur.“ Skotæfing hjá UMFG í Keflavík Keflvíkingar voru að vonum niður- lútir eftir tapið og þegar Jón Kr. var spurður um skýringu á því að liðið tapaði þremur leikjum á heimavelli sagði hann: „Mér dettur einna helst í hug að Grindvíkingar hafi stolist í húsið að næturlagi ogtekið skotæfingu - þeir hitta svo vel hérna! En í alvöru talað þá hef ég enga skýringu á þessu. Við lékum hræðilega vörn í fyrri hálfleiknum en náðum góðum kafla í þeim síðari en þegar þeir komust aftur í gang var þetta búið. Við hættum ekkert en það gekk bókstaflega allt upp hjá þeim. Það eru mikil vonbrigði að tapa þessu hér heima,“ sagði Jón Kr. Sigurður Ingimundarson, fyrirliði Keflvíkinga, átti góðan leik í gær. „Það er ömurlegt að tapa þremur leikj- um hér heima með svona miklum mun og gjörsamlega ófyrirgefanlegt að hætta um miðjan síðari hálfleikinn þegar þeir náðu að auka muninn aft- ur. Grindvíkingar léku mjög vel í þess- ari úrslitakeppni og eru vel að sigrinum komnir og ég vil endilega óska þeim innilega til hamingju. Ég hef enga skýringu á slökum ár- angri okkar á heimavélli - ætli við séum bara ekki of mikið hér í hús- inu?! Ef við skoðum alla leikina sex þá hafa Grindvíkingar alltaf komið einbeittir til leiks, en við bara öðru hverju og þá höfum við leikið vel. Mér gekk ágætlega í þessum leik, en það skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að við töpuðum," sagði Sigurð- ur Ingimundarson. Grikkir nádu markmiðinu Þetta er frábær stund Fríðrik Ingi Rúnarsson stýrði liði í annað skipti til íslandsmeistaratitils Eg reyndi mitt til þess að hjálpa til að þessi eftirsótti titill kæmi til Grindavíkur og ég vona svo sannar- lega að ég hafi átt ein- hvern þátt í því,“ sagði F'riðrik Ingi Rúnars- son, þjálfari Grinda- víkur, en í gærkvöldi varð hann íslandsmeistari í annað sinn sem þjálfari í meistaraflokki karla. „Grindavík átti þennan titil svo sannarlega skilið, bæði leikmenn liðs- ins og stuðningsmenn og allir þeir sem að liðinu standa. Ég hef vart hugsað Ivar Benediktsson skrifar um annað síðustu daga hversu sætt það væri að færa fólkinu nafnbótina Islandsmeistari. Þetta er frábær stund. Fyrir leikinn ýttum við allri hugsun frá okkur um bikar og einhvern titil. Þessi leikur var bara sjötti leikurinn í sjö leikja röð. Hvað myndi gerast ef við ynnum eða töpuðum skipti ekki máli. Við komum bara til leiks til þess að leika körfuknattleik - okkar leik. Með það í farteskinu var aldrei neinn vafi fannst mér. Mér finnst það undirstrika styrk okkar að fagna titl- inum á útivelli því við höfum ekki tapað leik að heiman í allri úrslita- keppninni.“ Friðrik sagði að þrátt fyrir að mun- urinn á liðunum hafi jafnast í bytjun síðari hálfleiks, hafi aldrei verið beyg- ur í hans bijósti. „Mér fannst aldrei leika nokkur vafi á hvoru megin sigur- inn lenti.“ „Vörnin var frábær í allri úrslita- keppninni og ég held að það sé leitun að öðrum eins varnarleik í úrslita- keppni. Við fengum á okkur í kringum sextíu og fimm stig að meðaltali í leik og það segir meira en mörg orð um styrk okkar. Vörnin skóp sigurinn og sóknarleikur fylgdi í kjölfarið. Islandsmeistaratitill í körfuknatt- leik er torsóttasti titill sem hægt er að vinna. Það þarf að fara mjög erf- iða leið til þess að geta hampað hon- um. Okkur var spáð fjórða sætinu áður en deildarkeppnin hófst í haust en okkur tókst að ná því þriðja. Komum, sáum og sigruðum þegar á þurfti að halda með því að leika frábærlega. Við erum langbestir.“ Sex sigrar á útivelli! GRINDVÍKINGAR náðu þeim einstaka árangri að sigra í öllum sex leikjuin sín- um sem þeir léku á útivelli í úrslitakeppninni. Þeir léku við Skallagrím í fyrstu um- ferðinni, unnu þá heima og að heiman. I næstu umferð mættu þeir Haukum, unnu þá tvívegis í Hafnarfirði og einu sinni heima og Keflvík- inga unnu þeir þrívegis á útivelli og einu sinni á heima- velli. Þeir sigruðu sem sagt í níu leikjum í úrslitakeppn- inni, þar af í öllum sex úti- leikjum sínum. Gríska liðið Panathinaikos tap- aði tvisvar fyrir spænska lið- inu Barcelona í riðlakeppni Evr- ópumóts meistaraliða í körfu- knattleik en braut blað í sögunni í París í gærkvöldi þegar það vann 67:66 í úrslitaleik liðanna og varð þar með Evrópumeistari fyrst grískra félaga. Eigandi Panat- hinaikos hefur lagt um 40 milljón- ir dollara í leikmenn á undanförn- um Qórum árum í þeim tilgangi að ná Evrópumeistaratitlinum og draumur dýrasta liðs álfunnar varð loks að veruleika. Króatinn Stojan Vrankovic, sem er 217 sm á hæð, var frábær í vörn gríska liðsins og á lokasek- úndunum varði hann skot frá Jose Antonio Montero sem gerði gæfu- muninn. Panagiotis Giannkis stjórnaði spilinu sem herforingi en frammistaða tvímenninganna stóð upp úr og liðið var vel stutt af dýggum stuðningsmönnum. Pan- athinaikos hefur tvisvar áður kom- ist í undanúrslit - í undanförnum tveimur mótum — en tapaði í bæði skiptin fyrir Olympiakos í Grikk- landi. Barcelona hafði forystuna til að byrja með en lenti fljótlega í erfið- leikum gegn ákveðnum og örugg- um mótherjum. í hálfleik var stað- an 35:25 fyrir gríska liðið en Barc- elona tók sig á eftir hlé og mun- aði mest um frábæran leik Arturas Karnishovas frá Litháen sem var stigahæstur í leiknum með 23 stig. En Dominique Wilkins, sem lét iít- ið á sér bera í fyrri hálfleik, kom í veg fyrir að Barcelona kæmist yfir, þó tæpara hafi ekki mátt standa þegar upp var staðið. „Við vorum heppnir," sagði Wilkins. „Ég sá Vranko koma úr djúpinu og svo var þetta búið. Við vorum taugaóstyrkir í lokin en sigruðum og það er frábært." Giannakis tók í sama streng. „Við gerðum þau mistök í seinni hálfleik að reyna að halda fengnum hlut í stað þess að hugsa um að auka muninn.“ Þetta er í fjórða sinn síðan 1989 sem Bozidar Maljkovic, þjálfari gríska liðsins, kemur liði á efsta þrep keppninnar en Split varð tvisvar Evrópumeistari undir hans stjórn og franska liðið Limoges einu sinni. Gífurleg gleði braust út í Aþenu þegar úrslitin lágu fyrir. Borgin var uppljómuð og hlé var gert á dagskrá útvarps- og sjónvarps- stöðva til að greina frá frammi- stöðunni. CSKA Moskva í 3. sæti CSKA Moskva fékk bronsverð- launin eftir 74:73 sigur á Real Madrid. Spænska liðið, sem átti titil að veija, byijaði vel en Zoran Savic gerði fyrstu 10 stig þess. Þá meiddist hann og Rússarnir fóru í gang en Savic lék tvær síð- ustu mínútur fyrri hálfleiks og Real var stigi yfir í hléi, 35:34. Þegar 12 mínútur voru tii leiksloka var staðan 51:44 fyrir CSKA en Savic hafði ekki sagt sitt síðasta orð og Spánveijarnir jöfnuðu 73:73 þegar 27 sekúndur voru eftir. Vasili Karasev fékk tvö víta- skot, hitti úr öðru og það nægði til sigurs. ÍÞRÓn/R FOLK ■ KEFL VIKINGAR reyndu allt til að sigra í gærkvöldi. Breyting var gerð á kynningu leikmanna og engin ljósasýning var að þessu sinni. Heiðursgestur var á leiknum _ í boði heimamanna, Kolbeinn Kristinsson forstjóri Myllunnar. ■ LINDA Pétursdóttir fyrrum alheimsfegurðardrottning var meðal áhorfenda og bundu heima- menn nokkrar vonir við að hún færði þeim gæfu. Hún sá nefnilega oddaleik Keflvíkinga og KR-inga sem heimamenn unnu. ■ ÞAÐ var skemmtilegur bragur yfir kynningunni þrátt fyrir að engin væri ljósasýningin. Þegar gestirnir voru kynntir var baráttu- lag Grindvíkinga leikið undir. Keflvíkingar eru greinilega góðir heim að sækja. ■ HJÖRTUR Harðarson fór á kostum, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum. Þá gerði hann 12 stig og tók auk þess 6 fráköst. Hann átti alls átta stoðsendingar í leikn- um. ■ GRINDVÍKINGAR hittu mjög vel í leiknum og í fyrri hálfleik skoruðu þeir úr 8 af 16 þriggja stiga skotum sínum á meðan Kefl- víkingar hittu úr tveimur af níu. ■ ÞEGAR um tvær mínútur voru til leiksloka og ljóst hveijir myndu sigra var einhveiju kastað inná leikvöllinn. Leifur Garðarsson, annar dómari leiksins, var harður á því að hátalarakerfið væri notað til að biðja fólk að kasta ekki hlut- um inná völlinn. Kynnirinn komst skemmtilega að orði: „Ef þið hætt- ið ekki að kasta drasli inná völlinn liætta þeir að dæma!“ Áhorfendur fögnuðu ógurlega og dómararnir hlógu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.