Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 4
jwam JMmgmitfyhifeifc HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI KVENNA Haukastúlk- ur afgreiddar STJÖRNUSTÚLKUR úr Garðabæ áttu ekki í vandræðum með að afgreiða Hauka úr Hafnarfirði þegar liðin mættust ífyrsta úrsiita- leik 1. deildar kvenna íhandknattleik ígærkvöldi og unnu 26:16. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki stendur uppi sem sigurvegari en ef næstu leikir verða f svipuðum dúr er Ijóst hvert stefnir. Stefán Stefánsson skrifar Haukar stóðu upp í hárinu á Garðbæingum fyrstu tuttugu mínúturnar. Eftir hlé reyndu liðin að keyra upp hrað- ann en bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar voru komnir á skrið. Þeg- ar munurinn var ellefu mörk fengu varamenn Garðbæinga að spreyta sig. Reynsla Stjömustúlkna af erfið- um úrslitaleikjum kom sér mjög vel, þær gáfu ekkert eftir og óðu yfir gesti sína þegar þeir gáfu færi á því. Fanney í markinu varði vel, Herdís Sigurbergsdóttir, Ragnheið- ur Stephensen og Sigrún Másdóttir áttu allar góðan leik en Rut Stein- sen og Margrét Vilhjálmsdóttir sýndu mjög góða takta. Haukastúlkur voru alls ekki sannfærandi í gærkvöldi og verða auðveld bráð ef þær bæta ekki veru- lega við. Það gæti spilað inn í að liðið er að leika í fyrsta sinn til úrslita en þær verða að taka því. Judit Eztergal var langbest og Auð- ur Hermannsdóttir átti ágæta kafla en þegar hinn góði markvörður þeirra, Vigdís Sigurðardóttir, ver aðeins 6 skot, er ekki von á góðu. Urslitakeppnin í handknattleik kvenna Fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni, leikinn í Garðabæ fimmtudaginn 11. apríl 1996. Stjarnan Mörk Sóknir % w Haukar Mörk Sóknir % 11 20 55 F.h 7 20 35 15 30 50 S.h 9 29 31 26 50 52 Alls 16 49 33 SOKNARNYTING Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti 8 Morgunblaðið/Ásdís RAGNHEIÐUR Stephensen, Stjörnunni, brýst framhjá Hauka- stúlkunum Ragnhelðl Guðmundsdóttur og Hörpu Melsted. Rúnar til Vals og Jón áfram Rúnar Sigtryggsson, handknatt- leiksmaður sem lék um tíma með Víkingum sl. vetur, hefur ákveðið að leika með íslandsmeist- urum Vals næsta vetur. Þá hefur stjórn handknattleiks- deildar Vals endurráðið Jón Krist- jánsson sem þjálfara meistaraflokks fram yfír næsta keppnistímabil. Jón, sem einnig lék með liðinu sl. vetur, náði mjög góðum árangri með liðið og voru forráðamenn Japanir voru teknir í kennslustund Vals mjög ánægðir með störf hans. Ljóst er að Islandsmeistararnir verða án tveggja lykilmanna; Dags Sigurðssonar og Olafs Stefánsson- ar, sem þegar hafa skrifað undir tveggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Wuppertal, sem Viggó Sigurðsson mun þjálfa. Júlíus Gunnarsson er líka hugsanlega á förum frá félaginu því hann er nú að skoða aðstæður hjá þýska 3. deildarliðinu Hildesheim. BADMINTON Bjarni kemst ekki til Atlanta BJARNI Friðriksson, júdó- kappi úr Ármanni, verður að öllum líkindum ekki meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar eins og hann hafði stefnt að. Hann tók þátt í síðasta A-móti ársins í Hol- landi um síðustu helgi en tap- aði í fyrstu glímu og einnig í uppreisnarglímu. „Þetta var búið eftir að ég tapaði fyrstu glímunni fyrir tékkneskum júdómanni. Ég varð að ná minnst silfurverðlaunum á mótinu til að komast upp fýrir Vemharð Þorleifsson og tryggja mér þannig keppnis- rétt í -95 kg flokki á Evrópu- meistaramótinu sem fram fer í Haag í Hollandi í næsta mán- uði,“ sagði Bjami. Vemharð er í sjöunda sæti á Evrópulistanum og komast níu efstu í hveijum þyngdar- flokki til Atlanta. Evrópumótið hefur tvöfalt vægi og er þvi mikilvægt að hann standi sig vel þar til að halda sæti sínu á listanum. Bjami, sem var í 11. sæti á síðasta Evrópulista, sagðist ekki ætla að leggja júdóbúninginn á hilluna alveg strax. „Ég ætla að halda mér í æfíngu fram að Ólympíuleik- um því ég er þá varamaður fyrir Vernharð ef eitthvað kemur upp á hjá honum." „Þó svo ég hafi ekki náð markmiðinu, held ég að Vern- harð hafí haft gott af þeirri pressu sem ég setti á hann með því að helja æfingar og keppni á ný. Vemharð hefur sýnt miklar framfarir og ég held að hann hefði ekki náð svona lagt ef ég hefði ekki veitt honum þessa keppni," sagði Bjarni. Elsa örugg með Ólympíusæti Patrekur í uppskurð PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknatt- leik, getur ekki dregið lengur að fara í uppskurð vegna meiðsla í hné og verður það fyrsta mál á dagskrá lyá hon- um þegar han kemur heim með landsliðinu frá Japan eft- ir helgi. Bólga i sin fyrir neð- an hnéskelina hefur verið að angra hann í allan vetur og var hann aumur eftir bikarúr- slitaleikinn. Sama var uppi á teningnum eftir leik íslands og Ástralíu í Japan en mikið mæddi á honum í víðureign- inni. Hann var ekki mikið með gegn Bandarfkjunum en var aftur (tykilhlutverki gegn Japan í gær. Hann fann ekki eins mikið til og áður eftir mikið erfiði en uppskurður er engu að síður óumflýjanlegur. Islendingar urðu í fyrsta sæti í sínum riðli á átta þjóða Japans- mótinu í handknattleik en riðla- keppninni lauk í gær. íslendingar tóku heimamenn í kennslustund og unnu þá 28:17, eftir að staðan hafði verið 14:8 í hálfleik, en þeir mæta Suður-Kóreumönnum í und- anúrslitum á morgun. Bandaríkja- menn og Norðmenn leika í hinum undanúrslitaleiknum en leikið verður um verðlaunasæti á sunnu- dag. „Japanirnir voru þokkalegir en við lékum mjög ákveðna 6-0 vörn sem gekk mjög vel og þetta vár búið í hálfleik,“ sagði Olafur Stef- ánsson við Morgunblaðið. Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari, sagði að leikur liðsins hefði batnað með hverjum leik og frammistaðan hefði verið best gegn Japönum. „Strákarnir voru frekar þreyttir í fyrsta leiknum eftir erfitt ferða- lag. Tímamismunurinn hafði líka sitt að segja en við unnum Ástral- íu örugglega, 29:19. Leikurinn gegn Bandaríkjamönnum var tölu- vert betri og síðan var þetta gott gegn Japönum. Við spiluðum fasta 6-0 vörn, tókum mjög hraustlega á þeim og þeir þoldu það mjög illa. Við vorum að taka þá í hávörn og náðum mörgum hraðaupp- hlaupum. Japanirnir voru tauga- óstyrkir því þeir urðu að sigra eða tapa ekki með meira en eins marks mun til að komast í undanúrslit.“ Tvísýnt framundan Þorbjörn sagði að innbyrðis leik- ir Hvíta-Rússlands, Suður-Kóreu og Noregs hefðu verið mjög tví- sýnir og því væri þyngri róður framundan. „Við skánum eftir því sem við erum meira saman,“ sagði hann. „Hérna höfum við getað farið í gegnum ýmsa hluti og bætt leik okkar en mótspyrnan hefur ekki verið mikil. Hún verður meiri um helgina og því lét ég alla spila gegn Japan, dreifði álaginu með úrslitaleikina í huga.“ ELSA Nielsen er örugg um að komast á Ótymp- íuleikana í Atlanta í sumar. Staðfesting þess efnis barst frá Alþjóða badmintonsambandinu til Badmintonsambands Islands í gær. „Þetta eru góðar fréttir og við erum mjög ánægð. Við vorum reyndar nokkuð viss um að Elsa kæmist á leikana," sagði Sigríð- ar M. Jónsdóttur, fram- kvæmd;istjóri BSI. Heildarfjöldi keppanda í bad- minton á Ólympíuleikunum í Atl- anta er 192. Þar sem margir keppa bæði í einliða- og tvíliðaleik losna sæti og því er verið að bæta við keppendum til að fylla kvótann. Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson eru einnig nálægt því að komast inn á leikana því í gær voru þeir sjötta varaparið í tvíliða- leik karla, en fyrir þremur dögum voru þeir 13. varapar. Enn er beð- ið eftir staðfestingum frá nokkrum badmintonsamböndum varðandi keppendur og endanlegur listi keppenda liggur því ekki fyrir á þessari stundu. „Við erum ekki búin að gefa upp alla von varðandi þátt- töku Brodda og Árna Þórs á Ólympíuleikun- um,“ sagði Sigríður. Elsa, Broddi og Árni Þór kepptu öll á síð- ustu Ólympíuleikum í Barcelona fyrir fjórum árum. Keppendur verða fleiri í badmin- tonkeppninni í Atlanta en voru í Barcelona þar sem nú verður keppt í fyrsta sinn í tvennd- arleik. Islenska landsliðið tekur þátt í Evrópumóti A-þjóða í Danmörku um helgina. 16 þjóðir taka þátt og er keppt í fjórum riðlum. Island er í riðli með Irlandi, Wales og Aust- urríki. Keppnin er bæði liða- og einstaklingskeppni. Islenska liðið er skipað þeim Elsu Nielsen, Vig- dísi Ásgeirsdóttur, Drífu Harðar- dóttur, Brodda Kristjánssyni, Áma Þór Hallgrímssyni og Tryggva Nielsen. Elsa Nielsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.